Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Þróttur R.
4
1
Dalvík/Reynir
0-1 Áki Sölvason '52
Kári Kristjánsson '59 , víti 1-1
Hlynur Þórhallsson '65 2-1
Kári Kristjánsson '74 3-1
Hlynur Þórhallsson '95 4-1
06.07.2024  -  16:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það er hiti í Laugardalnum
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Kári Kristjánsson
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('87)
20. Viktor Steinarsson ('55)
22. Kári Kristjánsson ('75)
25. Hlynur Þórhallsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('87)
75. Liam Daði Jeffs ('55)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('55)
17. Izaro Abella Sanchez ('87)
19. Ísak Daði Ívarsson ('55)
21. Brynjar Gautur Harðarson ('75)
24. Daníel Karl Þrastarson ('87)
30. Kolbeinn Nói Guðbergsson

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson

Gul spjöld:
Njörður Þórhallsson ('55)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Eyðimerkurganga Dalvíkinga
Hvað réði úrslitum?
Eftir afar jafnan fyrri hálfleik komu Dalvíkingar ferskir út í seinni hálfleikinn og settu tóninn strax með marki. Þróttarar fengu vítaspyrnu um miðbik seinni hálfleiksins sem var einhverskonar vendipunktur leiksins en eftir það réðu Þróttarar öllu í dag og kláruðu leikinn með þremur fleiri mörkum.
Bestu leikmenn
1. Kári Kristjánsson
Skoraði tvö mörk í dag og gerði gífurlega vel. Leysti einfaldar stöður gífurlega vel og skilaði allt eftir á vellinum. Ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá Kára.
2. Jörgen Pettersen
Eins og alltaf, gífurlega góður á miðsvæðinu. Föstu leikatriði Þróttara voru öll stórhættuleg en hann tók allar hornspyrnur, aukaspyrnur og meira að segja lagði upp tvö mörk, eitt eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu og eitt eftir fyrirgjöf úr opnu spili. Norski Prinsinn stendur undir nafni. Hlynur Þórhallsson gerði hins vegar sterkt tilkall hingað en þeir þrír voru frábærir í dag.
Atvikið
Klárlega vítaspyrnan hjá Þrótturum þegar þeir jafna leikinn í 1-1. Vendipunktur leiksins en eftir það mark sáu Dalvíkingar varla til sólar. Svo má einnig nefna þessa fallegu stund í stúkunni þegar Þróttarar og Dalvíkingar sameinuðu krafta sína og hentu í eitt gott víkingaklapp. Það var stemning meðal stuðningsmanna beggja liða þó það hafi verið bísna fámennt.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttarar fara upp fyrir Gróttu og Leikni, sem töpuðu í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, og fara upp úr fallsæti. Dalvíkingar sitja áfram á botni deildarinnar hafandi ekki unnið leik í 56 daga eða síðan í 1. umferð.
Vondur dagur
Á erfitt með að velja einhvern í vörn Dalvíkur þar sem enginn var áberandi slakur. Það var ekkert hægt að setja út á Lalic í markinu en hann var seigur í dag og bjargaði Dalvíkingum oftar en ekki. Ég ætla bara að setja vondan dag á þá sem mættu ekki á leikinn. Það var ekkert eðlilega gott veður, stærsti leikur ársins hjá báðum liðum til þessa og toppaðstæður. Vildi sjá miklu fleiri Þróttara mæta í Laugardalinn í kvöld. Hins vegar hrósa ég þeim sem mættu og létu í sig heyra ásamt því að hrósa þeim Dalvíkingum sem mættu og héldu stemningunni uppi. Maður hafði gaman af báðum hópunum. Hvet alla að mæta á völlinn og styðja liðin sín!
Dómarinn - 6
Mér fannst þetta ekkert sérstaklega vel dæmdur leikur hjá Pétri og hans mönnum. Jújú kannski bara mjög eðlilegur leikur en það var engin stór ákvörðun sem hann þurfti að taka í dag fyrir utan vítið. Hann fékk boltann í sig nokkrum sinnum í fyrri hálfleik og mér fannst flæðið geta verið betra.
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
4. Alejandro Zambrano Martin ('85)
5. Freyr Jónsson
6. Þröstur Mikael Jónasson (f)
8. Borja López ('81)
10. Nikola Kristinn Stojanovic ('81)
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson ('67)
19. Áki Sölvason
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('85)
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
7. Björgvin Máni Bjarnason ('81)
9. Jóhann Örn Sigurjónsson ('85)
11. Viktor Daði Sævaldsson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson ('67)
16. Tómas Þórðarson ('81)
20. Aron Máni Sverrisson
25. Elvar Freyr Jónsson ('85)

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Gauti Magnason
Hörður Snævar Jónsson

Gul spjöld:
Nikola Kristinn Stojanovic ('55)
Þröstur Mikael Jónasson ('68)
Dragan Stojanovic ('70)

Rauð spjöld: