Slúðurpakkinn er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman það helsta í erlendu slúðri.
Man Utd mun fara aftur í viðræður við Thomas Tuchel, fyrrum stjóra Chelsea, ef Erik ten Hag verður rekinn. (iNews)
Ráðamenn United munu hittast á þriðjudag til að ræða framtiðina eftir að Sir Jim Ratcliffe horfir á liðið spila gegn Aston Villa á sunnudag. (Athletic)
Simeone Inzaghi hefur hafnað tækifærinu að taka við af Ten Hag á Old Trafford. (Sportitalia)
Rene Meulensteen, fyrrum þjálfari hjá United, segir að hann væri opinn fyrir endurkomu á Old Trafford ef Ruud van Nistelrooy, nú aðstoðarmaður Ten Hag, tæki við sem stjóri liðsins. (Mirror)
Real Madrid fylgist náið með Jhon Duran (20) framherja Aston Villa. (Football Insider)
Arsenal hefur áhuga á Arnau Pradas (18) sóknarmanni Barcelona. (Mundo Deportivo)
Hjá Man City hefur verið rætt um að kaupa Adam Wharton (20) sem mann í stað Rodri sem verður frá út tímabilið. (Football Insider)
Everton mun reyna ræða aftur við Dominic Calvert-Lewin (27) ef yfirtakan á félaginu verður samþykkt. Friedkin hópurinn er að reyna kaupa félagið. (iNews)
Liverpool hefur áhuga á því að kaupa Eberechi Eze (26) frá Crystal Palace. (Football Insider)
Barcelona og Atletico Madrid horfa bæði í möguleikann að fá Thomas Partey (31) miðjumann Arsenal. (Fichajes)
Juventus vill rifta samnigni sínum við Paul Pogba sem má byrja aftur að æfa með liðinu í janúar eftir lyfjabann. Fréttir í Frakklandi segja að líklegt sé að Pogba haldi til Bandaríkjanna. (Gazzettan)
Athugasemdir