Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
2
4
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '16
0-2 Sandra María Jessen '21
0-3 Sandra María Jessen '44
Leah Maryann Pais '52 1-3
1-4 Karen María Sigurgeirsdóttir '63
Kristrún Rut Antonsdóttir '71 2-4
07.07.2024  -  16:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Áhorfendur: 91
Maður leiksins: Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('46)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('46)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('46)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('46)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sierra Marie Lelii
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Markamaskínan og vængmaðurinn blómstruðu í sólinni fyrir sunnan
Hvað réði úrslitum?
Þegar veðrið hefur ekki verið dásamlegt á Akureyri undanfarið var gott fyrir norðankonur að fá að skreppa í sólarferð til Reykjavíkur. Þær nutu sín líka í botn og það sást vel á fótboltavellinum. Lið sem hefur Söndru Maríu Jessen í framlínunni til að klára það sem til hennar kemur er í góðum málum og í dag skiptu gæðin í Huldu Ósk sköpum í að leggja upp mörkin. Þór/KA var mikið betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari döluðu þær helling, eða Þróttur bætti í, því leikurinn var mikið jafnari og á endanum þurfti Þór/KA að beita elsta trikkinu í bókinni, og tefja til að að sigla sigrinum heim.
Bestu leikmenn
1. Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk var mögnuð í leiknum og í nánast hvert einasta skipti sem hætta skapaðist við mark andstæðinganna þá hafði hún komið að undirbúningnum úti á hægri vængnum. Meðal annars með því að leggja upp öll fjögur mörk Þórs/KA.
2. Sandra María Jessen (Þór/KA)
Markamaskínan Sandra María þarf ekki mikið til að skora mörk og nýtir tækifærin sem hún fær einstaklega vel. Skoraði þrennu í fyrri hálfleik í dag og þarna var gott að hafa vængmann til að mata sig í Huldu Ósk.
Atvikið
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar tók ákvörðun um að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik og reyna þannig að blása lífi í lið Þróttar sem var arfadapurt í fyrri hálfleik. Sú ákvörðun að setja Brynju Rán Knudsen og Sigríðu Theódóru Guðmundsdóttur inná er atvikið sem breytti leiknum þó það hafi ekki dugað til að breyta því að Þór/KA vann.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA er svolítið að elta efstu tvö liðin, Breiðablik og Val sem eru 9 stigum fyrir ofan þær. Hljómar eins og vonlaus brátta meðan þau tapa varla leik. Vissulega hægt að horfa í að Þór/KA mun mæta báðum og Blikum þar af tvisvar, auk þess sem þau spila líka innbyrðis. Líklega mun reynast þeim erfitt að fara upp eða niður úr 3. sætinu. Þróttur er áfram í bullandi fallbaráttu, bara stigi fyrir ofan fallsæti eftir tvö töp í röð.
Vondur dagur
DÓMARI! DÓMARI! DÓMARI! Einn af stuðningsmönnum Þróttar í dag var alltof upptekinn af störfum dómarans í leiknum og kallaði manna hæst á vellinum reglulega DÓMARI! Auðvitað hefði verið uppbyggilegra að styðja liðið sitt því þetta sífellda dómaratuð skilar fólki nákvæmlega engu. Dómarinn mun ekki skipta um skoðun útaf tuðandi áhorfanda nema síður sé. En fyrst áhuginn á dómgæslu er þetta mikill vil ég nýta tækifærið til að hvetja þennan ágæta mann, og reyndar annað fólk sem er umhugað um dómgæslu, til að prófa að snúa sér að dómgæslu, það vantar fólk sem hefur áhuga. Það eru reglulega í boði námskeið og hægt að byrja á að dæma fyrir félagið sitt og vinna sig svo upp.
Dómarinn - 8
Brynjar Þór Elvarsson er efnilegur dómari sem bundar eru miklar vonir við í framtíðinni. Hann dæmdi leikinn í dag mjög vel og ekkert út á hann að setja.
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('74)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa ('74)
16. Lidija Kulis
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('74)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('74)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('74)
7. Amalía Árnadóttir ('89)
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Lára Einarsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Sonja Björg Sigurðardóttir
Una Móeiður Hlynsdóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('36)
Lidija Kulis ('84)
Hulda Björg Hannesdóttir ('86)

Rauð spjöld: