Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Víkingur R.
0
0
Shamrock Rovers
Darragh Nugent '80
09.07.2024  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Topp aðstæður og full stúka
Dómari: Sigurd Kringstad (Noregur)
Maður leiksins: Jón Guðni Fjóluson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('66)
10. Pablo Punyed ('81)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('66)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('81)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('81)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('81)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('66)
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson ('66)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta endar með markalausu jafntefli hérna á heimavelli Víkinga.

Víkingar þurfa að gera betur í Írlandi.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín Gult spjald: Sean Hoare (Shamrock Rovers)
hendi og gult

Síðasti möguleikir Víkinga líklega.
95. mín
Ari Sigurpáls með fyrirgjöf fyrir markið og Erlingur Agnarsson mætir á fjær en á skalla rétt framhjá!
94. mín
Þetta virðist vera að fjara frá Víkingum.
93. mín
Inn:Richie Towell (Shamrock Rovers) Út:Dylan Watts (Shamrock Rovers)
92. mín
Karl Friðleifur með flottan bolta fyrir markið en skallinn frá Gísla Gottskálk er rétt framhjá markinu!
91. mín
Hornspyrna hjá Víkingum og Jón Guðni á skalla rétt yfir markið.
91. mín
Uppbótartími er +5
90. mín
Jón Guðni með fína fyrirgjöf inn á teig sem Danijel Djuric nær ekki að setja fyrir sig og Írarnir bjarga.
89. mín
Víkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir framan teiginn og Danijel Djuric tekur spyrnuna en rétt framhjá!
87. mín
STÓRHÆTTA!! Léleg sending hjá Oliver Ekroth og Írarnir komast inn í sendinguna og Johnny Kenny stingur alla af og er kominn einn í gegn en lyftir boltanum yfir Ingvar og mark Víkinga.
85. mín Gult spjald: Leon Pohls (Shamrock Rovers)
Seint koma sumir en koma þó .. Þetta spjald á löngu að vera komið fyrir tafir.
84. mín
Manni finnst þetta vera full erfitt hjá Víkingum.
81. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
80. mín
Núna verða Víkingar að nýta sér þennan meðbyr!
80. mín Rautt spjald: Darragh Nugent (Shamrock Rovers)
Seinna gula fyrir leikaraskap!
76. mín
Víkingar með enn eitt hornið en ná ekki að ógna að neinu viti.
74. mín
Inn:Neil Faruggia (Shamrock Rovers) Út:Trevor Clarke (Shamrock Rovers)
74. mín
Inn:Darragh Burns (Shamrock Rovers) Út:Jack Byrne (Shamrock Rovers)
73. mín
Vel gert hjá Víkingum og Valdimar Þór með utanfótarsendingu fyrir markið sem fer í gegnum allan pakkann og Írarnir keyra upp völlinn og Johnny Kenny er nálægt því að skora fyrir gestina! hleypur Oliver Ekroth af sér og á skot sem fer rétt framhjá!
72. mín
Víkingar fengu 14.hornið en það gerðist lítið.
71. mín
Víkingar að fá sitt þrettánda horn.
66. mín
Inn:Johnny Kenny (Shamrock Rovers) Út:Aaron Greene (Shamrock Rovers)
66. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
66. mín
Víkingar að komast í hættulega stöðu en Pablo Punyed á skot yfir markið.
64. mín
Matti Villa og Ari Sigurpáls að gera sig klára á hliðarlínunni.
64. mín
Víkingar ekki að fá mikið úr þessum hornspyrnum.
63. mín
Víkingar með skemmtilegt spil og vinna enn eitt hornið.
62. mín
Svarið er nei. Jón Guðni nær skallanum en framhjá markinu.
61. mín
Víkingar fá enn eina hornspyrnuna.

Ætli við fáum eitthvað í þetta skiptið?
57. mín
Darragh Nugent með fyrirgjöf inn á teig Víkinga en það er ekki einn samherji inni á teig.
55. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Líklega uppsafnað.
54. mín
Víkingar fá hornspyrnu og Gunnar Vatnhamar á skalla sem gestirnir koma við áður en hann fer aftur fyrir og hornspyrna hinumeginn.

Víkingar vaða í hornspyrnum og það væri helvíti sterkt að fara nýta þær.
51. mín Gult spjald: Darragh Nugent (Shamrock Rovers)
Dæmdur brotlegur í baráttu við Pablo og fer í svörtu bókina.
50. mín
Færi! Víkingar með flotta sókn og Erlingur reynir fyrirgjöf held ég frekar en skot sem fer af varnarmanni og dettur ofan á þaknetið!
48. mín
Víkingar fá aukaspyrnu úti vinsta meginn og eiga fyrirgjöf inn í teig þar sem Erlingur er dæmdur brotlegur.
46. mín
Gestirnir með fína sendingu inn á Darragh Nugent á teig Víkinga en móttakan slök.
46. mín
Helgi Guðjónsson sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Víkingar verið mun betri aðilinn í kvöld en það er ekki spurt að því.

Tökum stutta pásu.
45. mín
+1
Víkingar fá enn eitt hornið.

Lengi að taka það og það fer á fjær og Víkingar fá annað horn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
43. mín
Leon Pohls liggur í vítateig gestana og leikurinn stopp á meðan hlúið er að honum.

Virkar eins og skipulagt leikhlé hjá gestunum en það er liðsfundur á meðan markmaðurinn fær aðhlyningu.
42. mín
Gestirnir vinna boltann eftir annað horn Víkinga og geta sótt hratt en Víkingar fljótir tilbaka og éta þá hreinlega.
40. mín
Víkingar að vinna hornspyrnu. Heimamenn eru búnir að ýta sér vel upp völlinn.
38. mín
Valdimar Þór og Erlingur með flott samspil en Írarnir koma þessu í innkast.
33. mín
Erlingur Agnarsson með flottan bolta inn á teiginn og gestirnir virðast brjóta á Niko Hansen í teignum en ekkert dæmt!
30. mín
Shamrock Rovers tekið sér tíma í allar sínar aðgerðir og náð þannig að hægja á leiknum.
27. mín
Gestirnir aðeins að ná að ýta sér ofar á völlinn.
22. mín
Oliver Ekroth með skemmtilegan bolta og á bakvið vörn Shamrock Rovers og Helgi kemur úr djúpinu en rétt missir af boltanum.
18. mín
Víkingar verið með áætlunarferðir upp hægri vænginn.
16. mín
Þessar fyrstu mínútur eru eign Víkinga. Eru yfir í öllu því sem er að gerast á vellinum.
13. mín
Víkingar að komast í flotta stöðu en gestirnir ná að pikka boltanum burt á ögurstundu.
10. mín
Stöngin! Tvær hornspyrnur í röð hjá Víkingum og Jón Guðni á skalla sem fer í stöngina og Erlingur potar frákastinu líka í stöngina!
9. mín
Erlingur og Karl Friðleifur að spila vel sín á milli og vinna horn.
7. mín
Víkingar að spila boltanum vel innan liðsins og búnir að ýta Shamrock Rovers vel tilbaka.
3. mín
Skalli yfir markið frá hinum vel girta Roberto Lopes.
2. mín
Það eru gestirnir frá Írlandi sem fá fyrsta horn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir frá Írlandi sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Arnar gerir eina breytingu frá leiknum gegn Stjörnunni í síðustu viku. Helgi Guðjónsson kemur inn í stað Matthías Vilhjálmssonar. Helgi, Valdimar Þór, Nikolaj og Danijel Dejan mynda sóknarlínuna ásamt Erling Agnarssyni.

Samkvæmt UEFA er Víkingur í 4-4-2 með Helga við hlið Pablo inn á miðri miðjunni. Erlingur er úti hægra megin, Valdimar vinstra megin og Danijel með Nikolaj uppi á topp.

Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Gögn
Fyrir leik
Davíð Örn og Aron Elís ekki með vegna meiðsla Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason og miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson verða ekki með í Evrópuleiknum í kvöld vegna meiðsla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


„Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Dómarateymið Dómarateymið í kvöld kemur frá Noregi og mun það falla í hendur Sigurd Kringstad að halda utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Øystein Ytterland og Runar Langseth.
Daniel Higraff er fjórði dómari í kvöld einnig frá Noregi.

Það er VAR í þessum leik og eru VAR dómararnir þýskir. Sören Storks er aðal VAR dómarinn í kvöld og honum til aðstoðar er Benjamin Cortus.

Mynd: ILValder

Fyrir leik
Styrkleiki Víkinga leynist í víddunum „Víkingar eru svipaðir og Breiðablik fram á við, hætturnar eru svipaðar og þeir reyna svipaða hluti. Það eru klárlega svæði þar sem við getum sært þá en við vitum að við þurfum að eiga toppleik."

„Í Evrópu, ef þú ert ekki að spila þinn besta leik, þá er þér fljótt refsað. Við vitum hvar þeir eru sterkir, við vitum hvar við getum sært þá en við þurfum að passa upp á að vera einbeittir."

Ólíkt síðustu tímabilum þá kemur Shamrock ekki inn í Evrópuverkefni sem topplið írsku deildarinnar. Liðið er í 4. sæti, þrettán stigum á eftir Shelbourne.

Bradley nefnir að styrkleiki Víkings, sem hefur ekki tapað í tólf leikjum, sé í víddunum. „Þeir hafa skorað 26 mörk af köntunum, það sýnir okkur hversu hættulegir þeir eru þar."

„Þeir eru mjög góðir á síðasta þriðjungi; alltaf að nýta sér kantana og ná skrokkum inn á vítateiginn, þar sem þeir eru mjög sterkir."

„Að því sögðu, þá trúi ég því að ef við erum á okkar degi, þá erum við með nógu gott lið til að valda þeim miklum vandræðum á hinum enda vallarins."

Hann segir að Shamrock hafi myndað sér gott tengslanet á Íslandi.

„Við höfum komið nokkrum sinnum til Íslands í gegnum árin til að byggja upp sambönd við aðra stjóra, önnur félög og njósnara. Þegar þú færð svo andstæðing frá Íslandi þá heyrirðu í fólki sem þú þekkir og færð eins mikið af upplýsingum og þú getur. Að sjálfsögðu vinnur þú svo þína heimavinnu og fylgist vel með."

Fyrir leik
Evrópuleikir Íslensku liðanna sýndir á Stöð 2 Sport Framundan í þessari viku eru Evrópuleikir hjá íslenskum liðum. Víkignur mætir Shamrock Rovers í dag í forkeppni Meistaradeildarinnar og á fimmtudag tekur Valur á móti Vllaznia og Stjarnan á móti Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðabik fer þá til Norður-Makedóníu og mætir þar Tikvesh.

Allir heimaleikir íslensku liðanna í Evrópukeppnunum verða sýndir á rásum Stöð 2 Sport en þetta staðfesti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem er forstöðumaður íþrótta hjá Sýn, við Fótbolta.net.

Fyrir leik
Nikolaj Hansen elskar að glíma við breska varnarmenn „Þetta er mjög spennandi, þetta eru leikirnir sem allir bíða eftir að spila," segir Nikolaj Hansen, danski sóknarmaðurinn,

Hann segir að liðið sé búið að horfa á klippur og skoða vel hvar sé hægt að herja á andstæðingana í leiknum á morgun. Meðal annars hafi verið horft á brot úr leikjum liðsins gegn Breiðabliki í fyrra.

„Shamrock er með gæði og þetta verður mjög erfiður leikur, en við verðum að ná í góð úrslit á morgun," segir Nikolaj en hann segist meira en tilbúinn að eiga við varnarmenn Shamrock á morgun, hann elski það verkefni að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum.

„Í öllum svona góðum liðum verður að vera mikil samkeppni," segir Nikolaj um breidd Víkingsliðsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Shamrock Rovers án lykilmanns Rory Gaffney, lykilmaður í liði írsku meistaranna í Shamrock Rovers, hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og hefur stjóri liðsins, Stephen Bradley, staðfest að framherjinn verði ekki með í leikjunum gegn Víkingi í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Arnar fengið góð ráð frá Óskari Hrafni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór til Írlands í síðustu viku til að fylgjast með Shamrock. Fyrir ári síðan lék þetta lið gegn Breiðabliki en Kópavogsliðið vann báða leikina.

„Champions league er Champions league. Ég hlakka mjög mikið til. Þetta er svona blanda af evrópsku liði og gamaldags bresku liði. Blikarnir fóru verðskuldað áfram í fyrra en þetta var ekki létt," segir Arnar þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks í fyrra en hann og Arnar eru nú saman í sérfræðingateymi RÚV á EM. Arnar segir Óskar hafa komið með punkta fyrir sig varðandi Shamrock liðið.

„Já klárlega. Mjög góða punkta og hefur verið mjög hjálplegur. Ég met það mikils. Við fórum út og svo er ég með greinendur hjá mér sem hafa safnað miklum upplýsingum. Það þarf að finna jafnvægið og finna helstu veikleika og styrkleika. Stundum í fótbolta er farið of mikið í greiningar, ég vil ekki að leikmenn hætti að hugsa sjálfstætt inni á velli," segir Arnar.

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar hafa átt flott sumar og sitja á toppi Bestu deildarinnar.

Víkingar hafa eins og flestir vita verið eitt besta lið Íslands síðustu ár og raðað inn titlum frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Arnar Gunnlaugsson hefur gert allt sem hægt er að gera í Íslenskum keppnum með liðið og vonast nú til þess að bæta við Evrópu rós í hnappagatið.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Shamrock Rovers Shamrock Rovers eru ríkjandi Írlandsmeistarar og hafa unnið Írsku deildina síðustu fjögur ár í röð 2020-2023.

Þeir finna sig hinsvegar í 4.sæti deildarinnar um þessar mundir 13 stigum frá toppliði Shelbourne (Sem er þjálfað af Damien Duff, þeir sem muna eftir þeim meistara).

Stephen Bradley er þjálfari Shamrock Rovers og hefur verið það síðan 2016/17 tímabilið. Samkv. Tranfermarkt þá starfaði hann sem njósnari (Scout) fyrir Arsenal 2015-2020.

Markahæstu menn Shamrock Rovers á tímabilinu:

Johnny Kenny - 10 mörk í 24 leikjum
Aaron Greene - 8 mörk í 27 leikjum
Darragh Burns - 4 mörk í 17 leikjum
Graham Burke (meiddur) - 3 mörk í 19 leikjum
Josh Honohan - 2 mörk í 23 leikjum
Trevor Clarke - 2 mörk í 18 leikjum
*Aðrir minna

Sonur Mart Poom fyrrum markvarðar Derby og Arsenal er að finna í hópnum en hann spilar sem miðjumaður og heitir Markus Poom.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Meistaradeild Evrópu 1.umferð í forkeppni fyrir Meistaradeild Evrópu hefst í dag.

Einvígin í fyrstu umferð má sjá hér:

Panevézys (LTU) - HJK (FIN)
Hamrun Sðartans (MLT) - Lincoln Red Imps (GIB)
The New Saints (WAL) - Decic (MNE)
UE Santa Coloma (AND) - Ballkani (KOS)
Víkingur (ISL) - Shamrock Rovers (IRE)
Virtus (SMR) - FCSB (ROU)
Ordabasy (KAZ) - Petrocub (MDA)
Flora TAllin (EST) - Celje (SVN)
Slovan Bratislava (SVK) - Struga (MKD)
RFS (LVA) - Larne (NIR)
KÍ Klaksvík (FRO) - Differdange (LUX)
Ludogorets (BUL) - Dinamo Batumi (GEO)
Dinamo Minsk (BLR) - Pyunik (ARM)
Borac (BIH) - Egnatia (ALB)

Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem Víkingar taka á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni fyrir Meistaradeild Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Leon Pohls (m)
2. Joshua Honohan
3. Sean Hoare
4. Roberto Lopes
6. Daniel Cleary
7. Dylan Watts ('93)
9. Aaron Greene ('66)
15. Darragh Nugent
16. Gary O'Neill
18. Trevor Clarke ('74)
29. Jack Byrne ('74)

Varamenn:
25. Lee Steacy (m)
30. Toms Leitis (m)
11. Sean Kavanagh
14. Cian Barret
17. Richie Towell ('93)
21. Darragh Burns ('74)
23. Neil Faruggia ('74)
24. Johnny Kenny ('66)
26. John O'Reilly-O'Sullivan
34. Conan Noonan
37. Cory O'Sullivan

Liðsstjórn:
Stephen Bradley (Þ)

Gul spjöld:
Darragh Nugent ('51)
Leon Pohls ('85)
Sean Hoare ('96)

Rauð spjöld:
Darragh Nugent ('80)