Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Valur
2
2
Vllaznia
Guðmundur Andri Tryggvason '12 1-0
1-1 Ardit Krymi '22
Ardit Deliu '82
1-2 Kevin Dodaj '85
Lúkas Logi Heimisson '99 2-2
Aron Jukaj '99
11.07.2024  -  19:00
Valsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Svolítið kalt og blautt en vel mætt í stúkuna svo það er stemning!
Dómari: Tim Marshall (Norður-Írland)
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('89)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('55)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('77)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('55)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('77)
22. Adam Ægir Pálsson
26. Ólafur Flóki Stephensen
71. Ólafur Karl Finsen ('89)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn ná í jafnteflið og fara með jafna stöðu til Albaníu!

Viðtöl og skýrla væntanleg.
99. mín Rautt spjald: Aron Jukaj (Vllaznia)
Rautt á bekkinn!
99. mín MARK!
Lúkas Logi Heimisson (Valur)
FLAUTUMARK!!!! Loksins Loksins Loksins skilar hornspyrna marki!!!

Fer í slánna og dettur inn!
99. mín
Valsarar fá eitt horn en!
99. mín
Valsmenn fá hornspyrnu sem hlítur bara að vera það síðasta í þessum leik!

Síðasti séns fyrir Val að fá eitthvað úr þessu.
98. mín
Lúkas Logi með tilraun rétt yfir markið.
96. mín
Bekim Balaj með vafning um höfuðið og við förum af stað aftur.
95. mín
Bekim Balaj liggur og leikurinn er stopp.
95. mín
Valsmenn eru að sækja! Jónatan Ingi með tilraun en vinnur horn.

Valsmenn fengið fullt af hornum en ekki náð að nýta þau og það varð enginn breyting þar á hér.
93. mín
Inn:Eslit Sala (Vllaznia) Út:Esat Mala (Vllaznia)
92. mín
Tryggvi Hrafn með sendingu fyrir markið en skallin frá Patrick Pedersen laus á markið.
91. mín
+6 í uppbót
90. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
89. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
88. mín
Hörður Ingi nálægt því að gefa Bekim Balaj dauðafæri á silfurfati en Valsmenn sleppa með þetta.
86. mín Gult spjald: Kevin Dodaj (Vllaznia)
Reif sig á kassan og fer í bókina fyrir það.
85. mín MARK!
Kevin Dodaj (Vllaznia)
Gestirnir taka forystuna! Varamaðurinn Kevin Dodaj með alvöru mark og það truflast allt hjá gestunum!

Rífur sig úr treyjunni og bekkurinn hjá gestunum hleypur inn á! Alvöru stemningsmark þarna þegar gestirnir taka forystu!

Verðum samt að setja smá spurningarmerki við Frederik Schram þarna í markinu en það þýðir lítið að tuða yfir því núna.
82. mín Gult spjald: Thomas Brdaric (Vllaznia)
Bekkurinn hjá Vllaznia ekki sáttur með þetta seinna gula og fær því líka að komast í bókina.
82. mín Rautt spjald: Ardit Deliu (Vllaznia)
Seinna gula fyrir brot á Lúkasi Loga.
82. mín Gult spjald: Ardit Deliu (Vllaznia)
80. mín
Inn:Kevin Dodaj (Vllaznia) Út:Amir Kahrimanovic (Vllaznia)
77. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
76. mín
Gylfi Þór með skot sem Kristi Qarri ver.
75. mín
Gestirnir að komast í lofandi færi en Hólmar Örn kemst á milli.
75. mín
Andrey Yago með góðan bolta á milli hafsenta Vals og Bekim Balaj er við það að sleppa í gegn en Frederik Schram kemur vel út á móti og er rétt á undan til að sparka boltanum frá.
73. mín
Inn:Rejan Alivoda (Vllaznia) Út:Klinti Qato (Vllaznia)
73. mín
Inn:Andrey Yago (Vllaznia) Út:Melos Bajrami (Vllaznia)
72. mín
Patrick Pedersen fær boltann óvænt í gegnum hjartað á vörn gestana en nær ekki að koma góðu skoti á markið og boltinn fer framhjá.

Hefði mátt fara betur þarna hjá Val.
71. mín
Vllaznia reyna að sækja hratt en Esat Mala nær ekki að koma boltanum inn á teig. Fær boltann hinsvegar aftur og á skot sem fer framhjá.
69. mín
Sigurður Egill með sendingu fyrir markið sem Patrick Pedersen skallar fyrir Kidda Freyr og skotið leit vel út en gestirnir henda sér fyrir.
67. mín
Valsarar dæmdir brotlegir á Kristi Qarri.
66. mín
Valsarar að fá sitt tíunda horn í leiknum.
64. mín
Bjarni Mark á skalla framhjá markinu eftir horn.
64. mín
Valsmenn verið duglegir að sækja hornspyrnur í þessum leik.
63. mín
Fyrirliði gestana liggur og leikurinn er stöðvaður.
62. mín
Gylfi Þór með flotta hornspyrnu og Patrick Pedersen á skallan rétt framhjá.
59. mín
STÖNGIN!! Valsmenn að sækja og fyrirgjöf frá Sigurði Agli dettur út til Kristins Freys sem tekur hann viðstöðulaust og beint í stöngina!
58. mín
Gestirnir liggja aðeins á Valsvörninni um þessar mundir.
57. mín
Amir Kahrimanovic tekinn niður rétt við hornfánan og gestirnir fá aukaspyrnu.

Amir verið öflugur í liði gestana í þessum leik.
55. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Guðmundur Andri meiddist eitthvað við þetta hlaup á fær og Valsmenn eru þvingaðir í skiptingu.
53. mín
Patrick Pedersen að komast í flott skotfæri en skotið ekki gott og nánast sending fyrir markið í átt að Guðmundi Andra sem kom í hlaup á fjær.
52. mín
Valsmenn fá tvær hornspyrnur en lítið kom úr því. Náðu lausum skalla á mark úr síðari en ekkert sem truflaði Kristi Qarri.
50. mín Gult spjald: Ardit Krymi (Vllaznia)
Heldur utan um Gylfa Þór og fær réttilega gult.
47. mín
Valsarar í færi og Gylfi Þór hittir ekki boltann í teignum til að koma Val yfir! Þarna hefði mátt koma mark!
46. mín
Bekim Balaj sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn til búningherbergja.

Eftir flotta byrju hjá Val þar sem þeir komust yfir hefur þetta aðeins dalað hjá heimamönnum og gestirnir frá Albaníu náðu að jafna. Hefur verið jafn leikur eftir það.

Fáum vonandi sama kraft í síðari hálfleik frá Val og við sáum í byrjun leiks.
45. mín
+2 á skiltinu
43. mín
Gylfi Þór með misheppnað skot beint á Kristi Qarri.
41. mín
Gestirnir að gera sig líklega en skotið frá fyrirliðanum Bekim Balaj fer framhjá.
39. mín
Gestirnir með aukaspyrnu inn á teig sem Frederik Schram kýlir burt.
35. mín
Guðmundur Andri verið öflugur fyrir Val í kvöld. Vinnur horn fyrir Val.
33. mín
Vllaznia með hornspyrnu og vilja fá hendi en fá ekki... Gat ekki séð neitt í þessu svo Tim Marshall vinur okkar á flautunni alveg með þetta í teskeið.
31. mín
Valur að reyna komast í gegnum varnarmúr gestana en gengur hægt.
27. mín
Gestirnir aðeins fengið meira sjálfstraust eftir þetta jöfnunarmark og eru að spila betur.
22. mín MARK!
Ardit Krymi (Vllaznia)
Stoðsending: Amir Kahrimanovic
Gestirnir jafna! Frábær aukaspyrna inn á teig þar sem Ardit Krymi stekkur hæst upp og stangar boltann í netið!
Frederik Schram átti lítinn séns í þennan skalla sem fór niður í fjærhornið.
20. mín Gult spjald: Bekim Balaj (Vllaznia)
Skorar en brýtur á Frederik Schram í leiðinni. Markið eðlilega ekki dæmt gilt og gula spjaldið á loft.

East Mala átti sendingu fyrir markið þar sem Bekim Balaj rennir sér á Frederik Schram.
17. mín
Bekim Balaj að komast í fína stöðu en þrengir færið sitt ágætlega áður en skotið kemur svo langt framhjá.
14. mín Gult spjald: Ardit Deliu (Vllaznia)
12. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
VALSMENN TAKA FORYSTU! Virkilega vel spila hjá Val og Sigurður Egill kemst upp að endamörkum vinstra meginn og sendir boltann út í teig þar sem Guðmundur Andri mætir og setur boltann framhjá Kristi Qarri!

VALUR LEIÐIR!!
7. mín
Gylfi Þór með frábæra sendingu í gegnum vörn Vllaznia á Guðmund Andra en Kristi Qarri ver þetta og boltinn berst til Gylfa út í teig sem á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Valsmenn ná hinsvegar ekki að gera mikið úr þessu horni.
5. mín
Bekim Balaj að komast í gegn en flaggið á loft og Jakob Franz eltir hann uppi og pikkar boltanum frá honum.
3. mín
Hörður Ingi með flottan bolta út í teig og smá samskiptaleysi milli Gylfa Þórs og Jónatans Inga um hver ætti að fara í boltann og Jónatan Ingi skóflar boltanum yfir.
1. mín
Gylfi Sig sparkar þessu af stað!
Fyrir leik
Það er vel mætt í stúkuna og gestirnir syngja og tralla!

Stefnir allt í hörku stemmara hér á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Ögmundur mættur en fær ekki leikheimild fyrr en eftir þetta einvígi
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Arnar Grétarsson gerir tvær breytingar frá sigrinum örugga gegn Fylki í Bestu deildinni á laugardag. Kristinn Freyr og Jakob Franz koma inn í liðið. Lúkas Logi Heimisson tekur sér sæti á bekknum en Orri Sigurður Ómarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Aron Jóhannsson er á meðal varamanna miðað við skýrslu UEFA.
Fyrir leik
Valsmenn búast við jöfnum leik „Þetta leggst vel í mig eins og allir leikir. Evrópuleikir eru aðeins öðruvísi, eru eins og bikarleikir nema þú hefur tvo leiki. Þetta er alvöru lið, þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá þurfa menn að gera sér grein fyrir að þú ert að spila á móti góðum liðum. Þetta er flott fótboltalið og ég á von á hörkuleik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.

Þýski þjálfarinn Thomas Brdaric tók við undir lok síðasta tímabils. Liðið spilaði sex leiki undir hans stjórn, tveir þeirra unnust, tveir töpuðust og tvisvar varð jafntefli. Vllaznia endaði í þriðja sæti albönsku deildarinnar í vor.

„Það voru töluverðar breytingar á milli leikjanna, spiluðu 3-5-2, 4-4-2 og 4-3-3, svolítið að flakka á milli og breytingar á liðsvali."

„Ég horfði svo á liðið spila einn æfingaleik, gegn liðinu sem Breiðablik spilaði við í fyrra: Zrijnski Mostar og unnu 1-0. Það er lið sem er gott lið. Það eru teknískir strákar í Vllaznia, ég átti kannski von á því að þeir væru svolítið latir, seinir til baka, en þeir líta vel út. Þeir eru þéttir og eru fljótir að koma sér niður í stöður ef þeir tapa bolta. Þeir spiluðu 4-4-2 í síðasta leik og eru með marga fína fótboltamenn."

„En við erum líka með hörkulið og ef við ætlum að fara áfram þá þurfum við að eiga tvo góða leiki. Það er alveg möguleiki á því. Ef við spilum tvo góða leiki þá eigum við góða möguleika."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Valsmenn án sterkra pósta Það eru þeir Birkir Már Sævarsson, Orri Sigurður Ómarsson og Aron Jóhannsson. Birkir Már tognaði gegn KA fyrir rúmri viku síðan, Orri fór af velli í hálfleik gegn Fylki í síðasta leik og Aron er með slitið liðband í ökkla.

„Það eru ekki alveg allir klárir, við erum í smá brasi. Birkir er ennþá að koma til baka, Orri Sigurður er að glíma við eitthvað smá og Aron. Þetta eru þeir sem verða ekki með. Það eru aðrir sem eru í smá brasi, en við eigum að geta tjaslað þeim saman."

Báðum liðum gefið 1% möguleiki á að fara alla leið í aðalkeppnina
Fyrir leik
Leikirnir sýndir á Stöð 2 Sport Bæði þessi leikur og leikur Stjörnunnar gegn Linfeild verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fyrir leik
Dómarateymið Dómarateymið kemur frá Norður Írlandi. Tim Marshall heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Georgios Argyropoulos og Adam Jeffrey.
Fjórði dómarinn í kvöld er svo Shane Andrews.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valsmenn koma inn í þennan leik á góðum nótum eftir að hafa unnið Fylki sannfærandi í síðustu umferð og það sem meira er haldið hreinu sem hafði aðeins vafist fyrir þeim í sumar.

Það sem vinnur með Valsmönnum í þessum leik er hugsanlega að þeir eru á miðju tímabili á meðan mótherjar þeirra eru enn í undirbúningstímabili.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vllaznia Klubi I Futbollit Vllaznia Shkodër eða eins og þeir eru þekktir sem Vllaznia er elsti klúbburinn í Albaníu stofnaður 1919.
Vllaznia er hefur níu sinnum unnið Albönsku deildina, síðast 2000/01.

Vllaznia enduðu í þriðja sæti Albönsku deildarinnar á síðasta tímabili í töflunni en í play-offs þá töpuðu þeir leiknum um þriðja sætið.

Bekim Balaj framherji og fyrirliði Vllaznia var markakóngur deildarinnar með 18 mörk.

Ef litið er á all-time töfluna í Albaníu sitja þeir í þriðja sætinu á eftir Tirana og Partizani sem eru sigursælustu félög Albaníu.

Þjálfari Vllaznia er Thomas Brdaric en hann spilaði á sínum tíma 8 landsleiki fyrir Þýska landsliðið frá 2002-2005. Hann spilaði með félögum eins og Stuttgart og Bayer Leverkusen svo einhver séu nefnd. Hann tók við liðinu undir lok apríl. Samkv. Transfermarkt þá vill Thomas Brdaric spila 4-2-3-1.

Samkv. Transfermarkt þá eru þetta verðmætustu leikmenn Vllaznia en hópurinn er metinn á €4.38m.

Rejan Alivoda (Miðjumaður) - €350k
Ildi Gruda (Vinsti vængur) - €300k
Ardit Deliu (Varnarsinnaður miðjumaður) - €250k
Ardit Krymi (Varnarsinnaður miðjumaður) - €250k
Kristi Qarri (Markmaður) - €250k
Fyrir leik
Sambandsdeildin farin af stað! Sambandsdeildin hófst 10.júlí og eru einvígin eftirfarandi:

Velez (BIH) - Inter Escaldes (AND)
Auda (LVA) - B36 Tórshavn (FRO)
Siauliai (LTU) - Levadia (EST)
Malisheva (KOS) - Buducnost Podgorica (MNE)
Aktobe (KAZ) - Sarajevo (BIH)
Liepaja (LVA) - Víkingur (FRO)
Magpies (GIB) - Derry (IRL)
Bravo (SVN) -Connah's Quay (WAL)
Noah (ARM) - Shkendija (MKD)
Kalev (EST) - Urartu (ARM)
Atlétic Escaldes (AND) - Diddeleng (LUX)
Floriana (MLT) - Tre Penne (SMR)
Torpedo Kutaisi (GEO) - Tirana (ALB)
UNA Strassen (LUX) - KuPS (FIN)
VPS (FIN) - Zalgiris Vilnius (LTU)
Caernarfon (WAL) - Crusaders (NIR)
FC Torpedo (BLR) - Milsami (MDA)
Bala (WAL) - Paide (EST)
Partizani (ALB) - Marsaxlokk (MLT)
Tikves (MKD) - Breiðablik (ÍSL)
La Florita (SMR) - Isloch (BLR)
Shelbourne (IRL) - St. Joseph's (GIB)
Mornar (MNE) - Dinamo Tbilisi (GEO)
Valur (ÍSL) - Vllaznia (ALB)
Stjarnan (ÍSL) - Linfield (NIR)

Mynd: EPA

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá N1 vellinum á Hlíðarenda þar sem Valsmenn mæta Vllaznia frá Albaníu í 1.umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Kristi Qarri (m)
2. Erdenis Gurishta
4. Marko Juric
6. Ardit Krymi
9. Bekim Balaj
10. Amir Kahrimanovic ('80)
16. Melos Bajrami ('73)
20. Esat Mala ('93)
21. Ardit Deliu
25. Klinti Qato ('73)
34. Milos Stojanovic

Varamenn:
12. Aron Jukaj (m)
3. Gledjan Pusi
5. Dritmir Beci
8. Eslit Sala ('93)
11. Mehdi Coba
13. Antonio Delaj
22. Kevin Dodaj ('80)
27. Arval Maliqi
29. Andrey Yago ('73)
66. Ersi Zaganjori
76. Amir Brahimi
77. Rejan Alivoda ('73)

Liðsstjórn:
Thomas Brdaric (Þ)

Gul spjöld:
Ardit Deliu ('14)
Bekim Balaj ('20)
Ardit Krymi ('50)
Ardit Deliu ('82)
Thomas Brdaric ('82)
Kevin Dodaj ('86)

Rauð spjöld:
Ardit Deliu ('82)
Aron Jukaj ('99)