Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Leiknir R.
0
1
Fjölnir
0-1 Dagur Ingi Axelsson '24
11.07.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Súld
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
10. Shkelzen Veseli
18. Marko Zivkovic ('71)
19. Jón Hrafn Barkarson
20. Hjalti Sigurðsson
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('75)
44. Aron Einarsson

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
11. Gísli Alexander Ágústsson
17. Stefan Bilic ('75)
21. Egill Ingi Benediktsson
30. Egill Helgi Guðjónsson
66. Zachary Chase O´Hare
67. Omar Sowe
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('71)

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Atli Jónasson
Nemanja Pjevic

Gul spjöld:
Hjalti Sigurðsson ('48)
Marko Zivkovic ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öflugur sigur Fjölnismanna sem eru í góðum málum á toppi deildarinnar
93. mín
Klukkan tifar... Fjölnismenn eru að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar.
91. mín
Höfum siglt inn í uppbótartíma
89. mín
Inn:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
89. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
88. mín
Stefan Bilic með skalla en dæmd aukaspyrna. Dagur Ingi Axelsson liggur á vellinum. Verður væntanlega þokkalegur uppbótartími.
87. mín
Fjölnismenn fara hrikalega illa með stórhættulega skyndisókn. Voru orðnir mjög fjölmennir frammi. Kristófer Dagur tekur stórundarlega ákvörðun og skýtur úr slæmri stöðu.
85. mín Gult spjald: Halldór Snær Georgsson (Fjölnir)
Fjölnismenn að tefja
84. mín
HALLDÓR SNÆR! Markvörður Fjölnis með frábæra vörslu, fyrirgjöf og þrátt fyrir að vera lágvaxnasti maður vallarins nær Aron Einarsson góðum skalla en Halldór eins og köttur í markinu og ver vel.
82. mín
Hættuleg sókn hjá Leikni, boltinn af Gumma Kalla og afturfyrir. Heimamenn fá horn. Stefan Bilic í fínu færi eftir hornið en nær ekki að hitta boltann.
77. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
76. mín
Bjarni Þór Hafstein með frábæra skottilraun! Rétt framhjá. Hefði verið draumamark.
75. mín
Inn:Stefan Bilic (Leiknir R.) Út:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera breytingu sóknarlega og inn kemur Stefan Bilic, ungur og efnilegur sóknarmaður.
73. mín
FJÖLNIR SVOOOO NÁLÆGT!!! Máni Austmann sólaði Andi Hoti snyrtilega og skaut svo naumlega framhjá.
71. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Leiknir R.) Út:Marko Zivkovic (Leiknir R.)
71. mín Gult spjald: Marko Zivkovic (Leiknir R.)
Fór í glannalega tæklingu og lá eftir á grasinu. Erlendur dómari notaði hagnaðarregluna en hjálpaði Marko síðan á fætur og spjaldaði hann réttilega.

Marko hefur lokið leik. Tankurinn tómur.
70. mín
Guðmundur Karl með skot framhjá markinu.
69. mín
Dauðafæri! Andi Hoti fær dauðafæri í teignum eftir hornspyrnu en nær ekki að stýra boltanum á markið. Þarna fékk Leiknir kjörið tækifæri til að jafna.
68. mín
Shkelzen með skot sem Baldvin Berndsen kemst fyrir, boltinn af höfði Baldvins og í hornspyrnu.
64. mín
Leikurinn stopp því Marko Zivkovic bakvörður Leiknis þarf aðhlynningu. Hlynur Helgi Arngrímsson sjúkraþjálfari skokkar hér inná með sinn glæsilega hlaupastíl.
59. mín
Leiknir ekki í fallsæti Jöfnunarmark Keflavíkur gegn Gróttu gerir það að verkum að Leiknismenn eru komnir upp úr fallsæti.
58. mín
Baldvin Berndsen liggur í valnum eftir að Shkelzen tók þrumuskot sem fór í höfuð hans. Baldvin getur haldið leik áfram. Vont en það venst.
56. mín
MÁNI MEÐ SKOT RÉTT YFIR! Mistök hjá Leiknismönnum sem tapa boltanum á hrikalegum stað. Boltinn fór af varnarmanni og yfir markið.
54. mín
Quental líflegur þessa stundina, reynir skot úr þröngu færi en Halldór Snær ver í hornspyrnu. Ekkert verður úr horninu.
52. mín
Máni Austmann kemst í gott skotfæri En skotið ekki kröftugt og Viktor ekki í nokkrum vandræðum með að handsma boltann.
51. mín
Róbert Quental aðeins að leika listir sínar, tekur nokkur skæri og vinnur hornspyrnu sem Shkelzen tekur en heimamenn ná ekki að matreiða neitt úr henni.
49. mín
Leiknir er í fallsæti Þar sem Grótta er yfir gegn Keflavík þá er Leiknir í fallsæti eins og staðan er nákvæmlega núna.
48. mín Gult spjald: Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Áminntur fyrir brot.
47. mín
Kæruleysi í Leiknismönnum í byrjun seinni hálfleiks og gestirnir vinna hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Það verður verk að vinna fyrir Leikni að brjóta öfluga vörn Fjölnismanna hér í kvöld, sérstaklega án Omar Sowe.

Hvernig er veðrið? Jú það er enn súld. Elskum súld.
46. mín
Inn:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir) Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
45. mín
Fjölnir virðist ætla að gera skiptingar í hálfleik Kristófer Dagur Arnarsson hefur æft af krafti í hálfleiknum og virðist tilbúinn að koma inná. Einnig Bjarni Þór Hafstein.
45. mín
Hálfleikur
Jafn og spennandi leikur Komum aftur með seinni hálfleik eftir kaffibolla.
45. mín
Fjölnismaður féll niður í teignum rétt áður en Leiknir tók hornspyrnu. Sá ekkert hvað átti sér stað þarna. Erlendur heldur léttan fund með mönnum.
44. mín
FRÁBÆR VARSLA! Shkelzen Veseli með flotta tilraun en Halldór Snær í marki Fölnis ver afskaplega vel út við stöngina.
42. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Sló boltann eftir að hafa farið niður í grasið.
38. mín
Skemmtileg tilraun! Hjalti Sigurðsson setur boltann naumlega framhjá fjærstönginni með hælspyrnu eftir sendingu frá Jóni Hrafni. Þarna hefði Leiknir getað jafnað.
34. mín
Orri Þórhallsson með skot sem Viktor í marki Leiknis á í vandræðum með en nær að verja, boltinn dettur á Daníel Ingvar sem á skot yfir markið.
30. mín
Andi Hoti kemur í veg fyrir mark Máni Austmann sleppur í gegn en Andi hleypur hann uppi og nær að kasta sér fyrir skot hans.
24. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
ÞÉTTINGSFAST SKOT! Eftir innkast á Reynir Haraldsson fyrirgjöf sem Máni skallar á Dag Inga á fjærstönginni, hann nær virkilega góðu skoti úr frekar þröngri stöðu og boltinn syngur í netinu.
22. mín
Hættuleg sókn heimamanna. Hjalti á skot en varnarmaður kemst fyrir.
18. mín
Fjölnir kemur boltanum í markið en réttilega dæmd aukaspyrna, brot í teignum. Hjalti keyrður niður.
15. mín
Hættuleg sókn Fjölnis Dagur Ingi Axelsson kemur upp hægra megin og sendir fyrir, Máni Austmann í teignum og skýtur framhjá.
13. mín
Fyrsta tilraun Fjölnis Gummi Kalli fyrirliði lætur vaða fyrir utan teig en framhjá fer boltinn.
10. mín
Róbert Quental með fyrstu marktilraun leiksins Leiknir á fyrstu tilraun leiksins en skotið framhjá.
8. mín
Máni Austmann sparkaði Róbert Quental niður og fær létt tiltal frá Erlendi dómara.
4. mín
Þá er komið að Leiknismönnum að sækja. Þorsteinn Emil með sendingu í teignum sem Halldór Snær handsamar af miklu öryggi.
3. mín
Axel Freyr Fjölnismaður með fínan sprett og kemur sér inn í teiginn og sendir fyrir en Daði Bærings fyrirliði Breiðhyltinga hreinsar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Málarameistarinn hefur flautað til leiks Leiknismenn hófu leikinn og sækja í átt að Breiðholtslaug í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn 6. flokkur Leiknis labbar með liðunum út á völlinn en þessir efnilegu piltar eru með Heimaklettsbikarinn eftirsótta sem þeir unnu á Orkumótinu í Vestmannaeyjum á dögunum.
Fyrir leik
Omar Sowe ekki með Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Omar Sowe er ekki með Leikni í kvöld. Er að glíma við einhver meiðsli og því ekki leikfær. Högg fyrir Breiðholtsliðið. Þorsteinn Emil Jónsson kemur inn í hans stað.

Þá er bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í Vestmannaeyjum. Marko Zivkovic fær tækifærið í hans stað.
Fyrir leik
Úlfur breytir ekki jafnteflisliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis er með óbreytt lið frá markalausa jafnteflinu gegn Keflavík í síðustu umferð. Það var ekki skemmtilegur leikur, vonandi verður skemmtanagildið mun hærra í kvöld.

Austmann tvíburarnir eru báðir á sínum stað en þeir eru fyrrum leikmenn Leiknis, mættir á sinn gamla heimavöll.
Fyrir leik
Sumar og súld Velkomin til leiks í Breiðholtinu. Fyrst ber að þakka Sölva Haraldssyni fyrir þræleðlilega upphitunarpunkta og skemmtiefni hér að neðan. Súldarsumarið mikla heldur áfram og það er ágætis gustur að auki hér á Domusnova-vellinum. En samkvæmt upplýsingum frá færustu veðurfræðingum landsins þá á að stytta upp rétt fyrir leik.

Það styttist í að byrjunarliðin verði opinberuð en það hvíslaði að mér lítill fugl að þar væri nú eitthvað áhugavert. Bíðið spennt!
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Fyrir leik
Þriðja liðið Það verður enginn annar en Erlendur Eiríksson sem mun dæma þennan leik í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Jovan Subic og Ronnarong Wongmahadthai. Eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna Liðin mættust fyrr á tímabilinu í afar bragðdaufum leik inni í Egilshöllinni. Þá unnu Fjölnismenn 1-0 sigur en mark Fjölnismanna skoraði Dagur Ingi Axelsson sem hefur byrjað tímabilið mjög vel fyrir Grafarvogsliðið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
„Sérfræðingurinn“ Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina, var ekki með neinn leik réttan þegar hann spáði í fyrstu umferðina.

Ég endurtek: sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina var ekki með neinn leik réttan.

Með einhverjum ólíkindum fékk hann annað tækifæri og ég efast um að hann verði með einn réttan aftur en svona spáir hann leiknum í kvöld:

Leiknir 2 - 1 Fjölnir (í kvöld klukkan 19:15)
Deildin þéttist enn frekar með sigri Leiknis.
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Vonbrigða byrjun í efra Breiðholtinu Miðað við væntingar fyrir tímabilið gátu Leiknismenn varla farið verr af stað. Vigfús Arnar fór eftir hræðilegt 5-0 tap í Keflavík en þá var liðið aðeins búið að vinna einn leik en tapa rest. Ólafur Hrannar hefur tekið við liðinu en það er allt annað að sjá Leiknisliðið í dag. Þeir byrjuðu að vinna þrjá leiki í röð eftir hans komu en núna seinast fóru þeir til Eyja og töpuðu 1-0 gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Tróna einir á toppnum Fjölnisliðið hefur byrjað leiktíðina gífurlega vel. Betur en öll hin lið deildarinnar en þeir eru á toppi deildarinnar með fjögurra marka forystu. Eini tapleikur Fjölnis í fyrri helming deildarinnar var gegn ÍR-ingum í Breiðholtinu en það er spurning hvort þeir munu vinna í Breiðholtinu í dag annað en þeir gerðu í Skógarselinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjórir Fjölnismenn í úrvalsliðinu
Máni Austmann er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Braga Karli, leikmanni ÍR, en Máni var valinn í úrvalslið fyrri umferðar deildarinnar, samt ekki Bragi. Það eru þrír aðrir Fjölnismenn í úrvalsliðinu.
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Lengjudeildarkvöld! Veriði heil og sæl ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Leiknis og Fjölnis í Lengjudeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson ('89)
9. Máni Austmann Hilmarsson ('89)
10. Axel Freyr Harðarson ('46)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('77)
16. Orri Þórhallsson ('46)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('77)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('89)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('46)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('89)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('46)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('42)
Halldór Snær Georgsson ('85)

Rauð spjöld: