Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Stjarnan
2
0
Linfield
Emil Atlason '22 1-0
1-0 Chris Shields '27 , misnotað víti
Emil Atlason '60 2-0
11.07.2024  -  19:00
Samsungvöllurinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Grátt yfir Garðarbænum, búið að rigna í dag þannig grasið er blautt og gott
Dómari: Iwan Griffith (Wales)
Áhorfendur: 682
Maður leiksins: Emil Atlason (Stjarnan)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('87)
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson ('66)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('77)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal ('66)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('77)
11. Adolf Daði Birgisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Andri Adolphsson
19. Daníel Finns Matthíasson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
37. Haukur Örn Brink ('87)
41. Alexander Máni Guðjónsson
55. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Björn Berg Bryde

Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('25)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Aukaspyrnu Emil tryggir tveggja marka forystu
Hvað réði úrslitum?
Aukaspyrnur réðu úrslitum í kvöld. Stjarnan var betra liðið í heild en Linfield fékk svo sannarlega færi. Þeir fengu víti sem þeir klúðruðu og svo áttu þeir að fá allavega eitt víti til viðbótar ef ekki tvö. Stjörnumenn spiluðu hinsvegar mjög vel fram á við og voru einnig seigir þegar lág á þeim og þeir þurftu að verjast. Emil sýndi síðan sín gæði og skoraði eitt beint úr aukaspyrnu og annað strax eftir aukaspyrnu.
Bestu leikmenn
1. Emil Atlason (Stjarnan)
Emil var mikið að koma djúpt og taka þátt í spilinu, það þýddi að það vantaði hann stundum inn í teig. Hinsvegar skipti það engu máli því hann fékk tvær aukaspyrnur og skoraði úr þeim báðum.
2. Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Óli var geggjaður á köflum upp vinstri kantinn. Hann var ýtrekað að taka menn á og fara framhjá þeim. Það vantaði aðeins upp á skotin hans í leiknum en þetta hefði verið 10/10 leikur ef hann hefði klárað eitt af sínum færum.
Atvikið
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks eru Linfield að sækja. Boltinn berst inn á teiginn og sóknarmaður Linfield er að komast í gott færi. Örvar Logi fer þá í bakið á honum þannig að hann fellur við inn í teig enn dómarinn dæmir ekkert. Þarna fannst mér Stjörnumenn stálheppnir að fá ekki á sig annað víti.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan fer með tveggja marka forskot í seinni leikinn sem verður spilaður á Norður-Írlandi eftir viku.
Vondur dagur
Chris Shields fyrirliði Linfield fékk dauðafæri til að jafna leikinn þegar staðan var 1-0. Kjartan Már gerist brotlegur inn í teig og Linfield fær víti. Fyrirliðinn stígur á punktinn og þrumar boltanum í slánna. Leikurinn hefði líkast til þróast á allt annan hátt hefði þessi farið inn.
Dómarinn - 6
Linfield á að fá allavega eitt víti til viðbótar. Það er rosalega erfitt að segja til um seinna atvikið þar sem boltinn fer mögulega í hendina á Kjartani þannig ég dæmi ekki um það. Annað í leiknum hjá honum var hinsvegar bara fínt.
Byrjunarlið:
1. Chris Johns (m)
2. Sam Roscoe-Byrne
4. Scot Whiteside
5. Chris Shields
7. Kirk Millar
8. Kyle McClean
9. Joel Cooper
16. Cameron Ballantyne ('77)
17. Christopher Mckee ('73)
27. Ethan Mcgee
37. Ryan Mckay

Varamenn:
51. David Walsh (m)
12. Darragh Mcbrien
21. Josh Archer ('77)
22. Jamie Mulgrew
29. Matthew Fitzpatrick ('73)
34. Dane McCullough
36. Rhys Annett
66. Charlie Chapman
67. Matthew Orr

Liðsstjórn:
David Healy (Þ)

Gul spjöld:
Scot Whiteside ('21)

Rauð spjöld: