Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Þróttur R.
2
1
ÍBV
Liam Daði Jeffs '38 1-0
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson '58 2-0
2-1 Tómas Bent Magnússon '60
11.07.2024  -  18:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Súld og gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
Njörður Þórhallsson ('94)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('69)
20. Viktor Steinarsson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('86)
75. Liam Daði Jeffs ('69)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('69)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
17. Izaro Abella Sanchez ('69)
19. Ísak Daði Ívarsson ('86)
21. Brynjar Gautur Harðarson
26. Þórir Guðjónsson ('94)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Stefán Þórður Stefánsson
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:
Jorgen Pettersen ('37)
Liam Daði Jeffs ('55)
Viktor Andri Hafþórsson ('77)
Ísak Daði Ívarsson ('92)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Unnu taktísku skákina og um leið þriðja leikinn í röð
Hvað réði úrslitum?
Mér fannst Eyjamenn að mörgu leyti sjálfum sér verstir í þessum leik. Klaufamistök í fyrra markinu sem Þróttur skoraði og seinna markið kom eftir fína sókn, en það hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir það. ÍBV náði ekki upp miklum takti í leiknum og Þróttarar unnu taktísku skákina á milli tveggja liða með fimm manna varnarlínu. ÍBV hafði vonast til að fá meira pláss á bak við vörn Þróttar en það gekk ekki þar sem heimamenn voru þéttir fyrir og biðu eftir rétta augnablikinu. Þeir náðu svo að halda út í lokin þegar ÍBV setti pressu sem var vel gert. Þessi fimm manna varnarlína Þróttar er afar sterk.
Bestu leikmenn
1. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Var virkilega öflugur. Vann baráttuna í fyrra marki Þróttar og skoraði svo sjálfur seinna markið af miklu harðfylgi. Leikmaður sem hefur verið að rísa upp í Þróttaraliðinu.
2. Þórhallur Ísak Guðmundsson (Þróttur R.)
Var traustur í marki Þróttar og bjargaði meistaralega undir lokin þegar ÍBV hótaði því að jafna metin.
Atvikið
Ég myndi segja að það sé fyrra markið sem Þróttur skorar. Klaufagangur hjá ÍBV og heimamenn voru grimmir að refsa. Það mark var mjög svo mikilvægt fyrir það hvernig leikurinn spilaðist svo.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV er áfram í þriðja sæti með 19 stig, en þeir fjarlægjast toppliði Fjölnis sem lagði Leikni að velli í kvöld. Eyjamenn eru núna átta stigum á eftir Fjölnismönnum. Þróttarar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru núna með 15 stig í sjötta sæti.
Vondur dagur
Sigurður Arnar Magnússon gerði slæm mistök í fyrra marki Þróttar og þau komu á vondum tímapunkti. Oliver Heiðarsson var að spila á sínum gamla heimavelli og hann fékk ekki úr miklu að moða eftir að hafa gert þrennu í fyrri leiknum. Fékk ekki mikið pláss til að hlaupa á bak við vörn Þróttara. Eyjamenn voru klaufar heilt yfir.
Dómarinn - 5,5
Það var alveg harka og barátta í þessum leik, en mér fannst Aðalbjörn aðeins of spjaldaglaður. Tiltal nóg í nokkrum tilfellum. Nokkrir skrítnir dómar inn á milli en mér fannst rétt hjá honum - frá mínu sjónarhorni - að dæma ekki víti fyrir ÍBV í lokin.
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Felix Örn Friðriksson
2. Sigurður Arnar Magnússon (f) ('57)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('70)
5. Jón Ingason
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
31. Viggó Valgeirsson ('65)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('57)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('65)
18. Bjarki Björn Gunnarsson
20. Eyþór Orri Ómarsson ('70)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Eiður Atli Rúnarsson ('4)
Viggó Valgeirsson ('10)
Sigurður Arnar Magnússon ('38)
Tómas Bent Magnússon ('47)
Alex Freyr Hilmarsson ('90)

Rauð spjöld: