Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mið 07. ágúst 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen
Powerade
Sander Berge í leik með Burnley.
Sander Berge í leik með Burnley.
Mynd: EPA
Victor Osimhen er fastagestur í slúðurpakkanum.
Victor Osimhen er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Fer Richarlison til Sádi-Arabíu.
Fer Richarlison til Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Mats Hummels gæti farið í ensku úrvalsdeildina, Manchester United vill fá miðjumann og Arsenal horfir enn til Osimhen. Þetta og miklu fleira í slúðurpakka dagsins.

Brighton hefur haft samband við Mats Hummels (35), fyrrverandi varnarmann Bayern München og Borussia Dortmund. Þessi fyrrum heimsmeistari er án félags en Brighton gæti fengið samkeppni um varnarmanninn frá West Ham. (Sky Sports)

Leit Manchester United að miðjumanni gæti leitt til þess að þeir geri Burnley tilboð í norska landsliðsmanninn Sander Berge (26). United er hætt að ryena við Manuel Ugarte (23) hjá PSG. (Athletic)

Burnley, sem féll aftur í Championship, gæti krafist þess að fá allt að 30 milljónir punda fyrir Berge. (Sun)

Manchester United hefur einnig lýst yfir áhuga á hinum franska miðjumanninum Youssouf Fofana (25) hjá Mónakó, sem er á barmi þess að fara til AC Milan. (Sky Sports Ítalíu)

Erik ten Hag útilokar ekki að Manchester United kaupi Sofyan Amrabat (27), var lánaður á Old Trafford á síðustu leiktíð, frá Fiorentina. (Telegraph)

Arsenal er áfram með í kapphlaupinu um að fá Victor Osimhen (25) framherja Napoli frá Nígeríu, þrátt fyrir mikinn áhuga frá Paris St-Germain. Chelsea hefur dregið sig úr baráttunni um leikmanninn. (Gianluca di Marzio)

Barcelona hefur náð munnlegu samkomulagi um 47 milljóna punda greiðslu sem gæti hækkað um 6 milljónir fyrir sóknarmiðjumanninn Dani Olmo (26) hjá RB Leipzig. (Fabrizio Romano)

Tottenham hefur áhuga á Dominic Solanke (27) framherja Bournemouth en tilboð í Englendinginn gæti verið háð framtíð brasilíska framherjans Richarlison (27). (Standard)

Tottenham býst við að fá risastórt tilboð í Richarlison frá Sádi-Arabíu. (Football Insider)

Viðræður Bayern München við Bayer Leverkusen um þýska varnarmanninn Jonathan Tah (28) ganga brösuglega. (Sky Þýskalandi)

Atletico Madrid mun vega upp á móti 81,5 milljóna punda kaupum á argentínska framherjanum Julian Alvarez (24) frá Manchester City með því að selja spænska framherjann Samu Omorodion (20) til Chelsea. (Marca)

Fulham hefur kælt áhuga sinn á skoska miðjumanninum Scott McTominay (27) eftir að Manchester United hafnaði 20 milljóna punda tilboði. McTominay er metinn á 30 milljónir punda af Rauðu djöflunum. (Times)

Brentford hefur lagt fram 7 milljóna punda tilboð í Dara O'Shea (25), írskan varnarmann Burnley. (HITC)

Ajax, Feyenoord og PSV hafa öll áhuga á að hollenska hægri bakvörðinn Milan van Ewijk (23) frá Coventry City. (ESPN)

West Ham er tilbúið að hlusta á tilboð enska framherjann Danny Ings (32). (Football Insider)

James Wright (19) markvörður Aston Villa er í viðræðum um að ganga til liðs við Real Union, sem leikur í C-deild Spánar, á láni út tímabilið. (Athletic)

Atletico Madrid er langt gengið í viðræðum við Valencia um kaup spænska miðjumanninum Javi Guerra (21). (Athletic)

Enski varnarmaðurinn Alfie Gilchrist (20) hjá Chelsea mun gangast undir læknisskoðun áður en hann gengur til liðs við Sheffield United á láni út tímabilið. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner