Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Keflavík
2
1
Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson '42
Sindri Snær Magnússon '52 1-1
Ari Steinn Guðmundsson '76 2-1
11.07.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: SV 10 m/s rigning og um 12 gráður. Völlurinn vel blautur
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 125
Maður leiksins: Ari Steinn Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson ('64)
6. Sindri Snær Magnússon ('64)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
19. Edon Osmani ('64)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('81)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson
10. Valur Þór Hákonarson ('64)
17. Óliver Andri Einarsson
25. Frans Elvarsson ('64)
26. Ásgeir Helgi Orrason ('64)
28. Kári Sigfússon ('81)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Stefán Jón Friðriksson ('22)
Dagur Ingi Valsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Þriðji sigur Keflavíkur í sumar staðreynd sem og sjötta tap Gróttu í röð.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Ég tók ekki eftir uppbótartíma. Gefum okkur allavega fjórar.
91. mín
Kári Sigfússon hefði getað klárað þetta Aleinn gegn Rafal en setur boltann beint á hann

Og AFTUR á sömu mínútu einn í gegn en setur hann í stöngina.

Keflavík hefur vaðið í færum hérna.
89. mín
Grótta í dauðafæri!
Boltinn óvænt fyrir fætur Tómasar Orra í markteignum. Hann með skotið en Ásgeir Orri ótrúlega fljótur niður og ver með fótunum.
87. mín
Eitt lið á vellinum.
Keflavík vinnur aftur horn.
86. mín
Rafal ver
Oleksii Kovtun með hörkuskalla eftir horn en Rafal nær að slá boltann frá.
85. mín Gult spjald: Hilmar Andrew McShane (Grótta)
84. mín
Sláarskot
Frans vinnur boltann með ROSALEGRI tæklingu við teig Gróttu, boltinn á Dag sem lætur vaða en í slánna og yfir.
83. mín
Inn:Damian Timan (Grótta) Út:Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
81. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
79. mín
Grótta sjálfum sér verstir
Bæði mörk Keflavíkur í dag eitthvað sem má auðveldlega koma í veg fyrir. Tapa boltanum við eigin vítateig og er refsað grimmilega fyrir það.
76. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Sami Kamel
Það kom að því
Enn og aftur vinna Keflvíkingar boltann hátt á vellinum. Boltinn á Kamel sem að tíar Ara Stein upp með hörkuskoti. Rafal í boltanum en það dugði einfaldlega ekki til.
75. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Tumeliso Ratsiu (Grótta)
75. mín
Inn:Tómas Orri Róbertsson (Grótta) Út:Kristófer Melsted (Grótta)
75. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
74. mín
Ratsiu í færi fyrir Gróttu En setur boltann yfir.
72. mín
Ari Steinn reynir aftur
Af lengra færi í þetta sinn. Hörkuskot af 20 metrum en rétt yfir markið.

Aftur... það liggur í loftinu.
71. mín
Rafal gefur dauðafæri
Mætir út í boltann og slær hann beint fyrir fætur Ara Steins í teignum. Ari ákveður að reyna að rífa netið í stað þess að hafa það öruggt.

Boltinn víðsfjarri markinu fyrir vikið.
68. mín
Enn er Keflavík í færi
Frans vinnur boltann við teig Gróttu og finnur Dag í teignum. Hann vinnur sig í skotfæri en Rafal ver.

Dagur farið illa með færin í dag.
64. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
64. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
64. mín
Inn:Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
61. mín
Keflavík ógnar.
Boltinn fyrir frá vinstri. Edon mættur á fjær en skrefinu of seinn og nær ekki til boltans.
59. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Of seinn í Patrik Orra sem liggur eftir.
57. mín
Enda á milli
Pétur i færi fyrir Gróttu, Gunnlaugur Fannar heldur vel í við hann og lokar á skotið.
56. mín
Þrumuskot frá Degi Inga
Laglegt samspil við Kamel endar með þrumuskoti sem Rafal þarf að hafa mikið fyrir að verja í horn.
55. mín
Arnar Daníel í fínu færi eftir horn en hittir ekki boltann.
52. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Alvöru mark frá Sindra!
Keflavík vinnur boltann hátt á vellinum. Sindri ekkert að tvínóna við eitt né neitt,leikur aðeins áfram og snýr boltann stórglæsilega frá vinstri yfir í fjærhornið stönginn inn.
51. mín
Ari Steinn í skotfæri
En setur boltann framhjá úr fínu færi. Eitthvað hlýtur að þurfa undan að láta slíkur er færaflaumurinn hér í upphafi.
50. mín
Enn dauðafæri hjá Keflavík
Edon Osmani kemur boltanum fyrir markið eftir fyrirgjöf frá vinstri en það mætir enginn í hlaupið. Boltinn skoppar eftir markteignum.
48. mín
Dagur Ingi brennir af einn gegn Rafal!
Sleppur einn inn fyrir eftir góða sendingu en setur boltann framhjá markinu.

Þetta gæti reynst rándýrt!
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir rúlla þessu af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Sanngjörn staða er kannski ekki hægt að segja en að því er bara ekki spurt.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
44. mín
Edon Osmani í dauðafæri
Ari Steinn fær tíma og pláss úti vinstra megin og kemur með góðann bolta fyrir markið frá vinstri. Þar mætir Eodon á fjær hittir ekki markið úr úrvalsfæri.

Þessi færi verða menn að nýta.
42. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Það þarf bara eitt skot
Eftir að hafa varla skapað sér neitt í þessum fyrri hálfleik hefur Grótta tekið forystuna. Boltinn á Kristófer Orra sem á skot úr D-boganum sem Ásgeir Orri ræður ekki við og forystan er gestanna.
39. mín
Ásgeir Páll með fyrirgjöf frá vinstri fyrir markið. Kamel rekur ennið í boltann en nær ekki að stýra honum í átt að marki.
38. mín
Næstum því
Kæruleysi í öftustu línu Gróttu og Kamel allt í einu í færi. Rafal fljótur út og bjargar málunum áður en sá danski refsar.
36. mín
Rólegar mínútur hér
Lítið um að vera á vellinum annað en barátta á báða bóga.
31. mín
Þess má til gamans geta að fjórir leikmenn Gróttu kjósa að leika með vettlinga í kvöld.

Kannski lýsandi fyrir hversu "sumarlegar" aðstæður eru.
29. mín
Grótta sækir horn.

Hafa verið að finna betri takt síðustu mínútur.
27. mín
Stefán Jón í fínu færi eftir fyrirgjöf Ásgeirs Páls en hittir boltann afar illa.
25. mín
Keflvíkingar bruna af stað í skyndisókn eftir aukaspyrnu hjá Gróttu en Jóhann Ingi stöðvar leikinn. Aron Bjarki liggur í teig Keflavíkur og kennir sér meins.
24. mín
Ratsiu kemst af harðfylgi inn á teiginn eftir baráttu við Ásgeir. Þar mætir Gunnlaugur Fannar og stígur hann út. Markspyrna niðurstaðan.
22. mín Gult spjald: Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
Sömu sakir og Grímur Ingi fyrr í leiknum.
21. mín
Tumeliso Ratsiu sker inn á völlinn frá vinstri og reynir skot en Ásgeir Páll fyrir honum og vinnur boltann.
18. mín
Ásgeir Páll reynir skotið af 20 metrum. Á hægri fætinum og boltinn vel yfir markið.
17. mín
Ari Steinn með lúmskan bolta fyrir markið sem Rafal sér vænlegast að slá frá. Varnarmenn fyrstir á frákastið og hreinsa.
16. mín Gult spjald: Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
Peysutog á miðjum vellinum.
11. mín
Keflavík talsvert betra liðið það sem af er
Haldið mun betur í boltann og verið mun ákveðnara í sínum aðgerðum. Grótta ekki átt teljandi upphlaup ennþá.
5. mín
Keflavík sækir hratt Ásgeir Páll og Sami leika sín á milli. Grótta kemur boltanum frá í hornspyrnu.

Heimamenn dæmdir brotlegir eftir hornið.
1. mín
Keflavík ýtir liði sínu strax upp.
Stefán Jón með ágætis tilraun af vítateigslínu eftir gptt spil en skotið ekki að valda Rafal vandræðum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik. Fyrirliðinn Sami Kamel sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Dómari
Jóhann Ingi Jónsson heldur um flautuna á HS Orkuvellinum í kvöld. Honum til halds og traust eru Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Jakub Marcin Róg. Ingi Jónsson mætir svo sem eftirlitsmaður KSÍ og tekur út störf dómara og framkvæmd leiks.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Baddi Borgars fær annan séns Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina, var ekki með neinn leik réttan þegar hann spáði í fyrstu umferðina. Enda var sú umferð pakkfull af óvæntum úrslitum.

Hann fær hér annað tækifæri til að rétta úr kútnum en hann dró fram spákúluna í Innkasti vikunnar.

   08.07.2024 23:09
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11


Um leikinn í Keflavík sagði Baddi.

Keflavík 3 - 1 Grótta

Keflvíkingar bíta frá sér. Þeir eru á heimavelli og þarna þurfa þeir að sækja stig.

   11.07.2024 12:00
Baldvin Borgars spáir í 12. umferð Lengjudeildarinnar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Flestir spáðu Keflavík nokkuð þægilega í umspil fyrir tímabilið en stigasöfnun liðsins á fyrri helmingi mótsins gefur ekkert endilega tilefni til bjartsýni um að þeir geri alvöru atlögu að sæti í Bestu deildinni á þessu tímabili.

Það jákvæða í leik Keflavíkur er þó að þeir hefa ekki verið að tapa mörgum leikjum en töpin í leikjunum ellefu eru bara þrjú. Öllu verra er að sigrarnir eru aðeins tveir og jafnteflin alls sex. Nokkuð sem liðið verður að breyta ætli það sér að vera með í baráttunni um sæti í umspili.

Liðið hefur verið að glíma við fjarveru lykilmanna þó sem hefur reynst þeim erfitt. Sami Kamel hefur misst marga leiki úr á fyrri part mótsins, Frans Elvarsson hefur glimt við meiðsli sem og Sindri Snær Magnússon. Þá er Nacho Heras að öllum líkindum frá út tímabilið. Í ofanálag hefur Ernir Bjarnason ekkert leikið með liðinu í ár eftir að hafa slitið krossband í fyrra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Grótta Gestirnir úr Gróttu hafa verið í tómu tjóni úrslitalega séð undanfarið og sitja í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Chris Brazell þjálfari Gróttu hefur verið duglegur í viötölum að tala um eigin ábyrgð og að hann þurfi að stíga upp og blása mönnum baráttuanda í brjóst en það hefur ekki gengið sem skildi upp á síðkastið. Lið Gróttu er sigurlaust í síðustu sjö leikjum sínum og þar af tapað síðustu fimm.

Þeir þurfa þó að fara finna lausnir og það helst nokkuð hratt. Við erum að fara að stað í síðari helmingi mótsins og það síðasta sem þjálfarar og leikmenn Gróttu vilja er að finna sig áfram í fallsæti eftir 4-5 leiki enn einhverjum stigum frá öruggu sæti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lengjudeildin rúllar áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá HS-Orkuvellinum í Keflavík. Framundan slagur heimamanna í Keflavík og gestaliðsins Gróttu af Seltjarnarnesi en flautað verður til leiks klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tumeliso Ratsiu ('75)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
11. Axel Sigurðarson ('75)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('83)
22. Kristófer Melsted ('75)
29. Grímur Ingi Jakobsson
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('75)
4. Alex Bergmann Arnarsson
15. Ragnar Björn Bragason
16. Kristján Oddur Bergm. Haagensen
17. Tómas Orri Róbertsson ('75)
21. Hilmar Andrew McShane ('75)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Valtýr Már Michaelsson
Dominic Ankers
Viktor Steinn Bonometti
Damian Timan
Simon Toftegaard Hansen

Gul spjöld:
Grímur Ingi Jakobsson ('16)
Hilmar Andrew McShane ('85)

Rauð spjöld: