Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   fim 11. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Baldvin Borgars spáir í 12. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Baldvin fær annað tækifæri!
Baldvin fær annað tækifæri!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Munu Dalvíkingar fagna sigri?
Munu Dalvíkingar fagna sigri?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina, var ekki með neinn leik réttan þegar hann spáði í fyrstu umferðina. Enda var sú umferð pakkfull af óvæntum úrslitum.

Hann fær hér annað tækifæri til að rétta úr kútnum en hann dró fram spákúluna í Innkasti vikunnar.

Þróttur 1 - 2 ÍBV (í kvöld klukkan 18)
Ég spái því að Eyjamenn vinni í Laugardalnum.

Keflavík 3 - 1 Grótta (í kvöld klukkan 19:15)
Keflvíkingar bíta frá sér. Þeir eru á heimavelli og þarna þurfa þeir að sækja stig.

Leiknir 2 - 1 Fjölnir (í kvöld klukkan 19:15)
Deildin þéttist enn frekar með sigri Leiknis.

ÍR 2 - 3 Grindavík (föstudagur 19:15)
Ég ætla að hryggja Sölva Haraldsson en þetta verður skemmtilegur leikur.

Dalvík/Reynir 2 - 1 Njarðvík (laugardagur 14)
Hérna fáum við óvæntustu úrslitin.

Afturelding 2 - 2 Þór (laugardagur 16)
Aftureldingarmenn eru kaldir.

Fyrri spámenn:
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner