Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Árbær
3
2
Víkingur Ó.
Eyþór Ólafsson '25 1-0
1-1 Eyþór Örn Eyþórsson '55
Sigurður Karl Gunnarsson '92 2-1
Djordje Panic '94 3-1
3-2 Daði Kárason '96
17.07.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Fótbolti.net bikarinn
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Sigurður Karl Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Bartosz Matoga (m)
3. Ástþór Ingi Runólfsson
5. Sigurður Karl Gunnarsson
7. Eyþór Ólafsson
10. Aron Breki Aronsson
19. Agnar Guðjónsson (f) ('59)
20. Hörður Kárason ('59)
21. Gunnþór Leó Gíslason ('77)
22. Ragnar Páll Sigurðsson
27. Jordan Chase Tyler
29. Alexander Ágúst Mar Sigurðsson

Varamenn:
99. Sindri Þór Sigþórsson (m)
4. Freyþór Hrafn Harðarson ('59)
15. Djordje Panic ('77)
16. Númi Steinn Hallgrímsson
18. Nemanja Lekanic
23. Andrija Aron Stojadinovic
25. Jörgen Viggó Jörgensson
26. Marko Panic ('59)
28. Dmytro Bondarenko

Liðsstjórn:
Baldvin Már Borgarsson (Þ)
Gísli Þór Bjarnason
Hjörtur Hlíðar Arsenault
Snorri Már Skúlason
Anton Freyr Jónsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Agnar Guðjónsson ('53)
Baldvin Már Borgarsson ('58)
Sigurður Karl Gunnarsson ('61)
Baldvin Már Borgarsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FC Árbær er á leið í 8-liða útslitin Sturlaður endir á mögnuðum leik!

Viðtöl og fleira á leiðinni!
96. mín MARK!
Daði Kárason (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Arnór Siggeirsson
Hvaða bull er í gangi?! Þeir minnka muninn og núna erum við einu marki frá framlengingu allt í einu!
95. mín
Ólsarar fá horn
95. mín
Þetta er fljótt að breytast…
94. mín MARK!
Djordje Panic (Árbær)
Varamaðurinn að klára þetta!! Ég sá ekki hver átti þennan geggjaða bolta en allt í einu er Djordje sloppinn einn í gegn og nær að klára framhjá Stefáni.

Hann skorar með herkjum en skorar samt!
92. mín MARK!
Sigurður Karl Gunnarsson (Árbær)
Stoðsending: Aron Breki Aronsson
ERUÐI EKKI AÐ GRÍNAST?! Það ætlar allt gjörsamlega að tryllast!!!

Aron tekur spyrnuna sem Ólsarar skalla frá. Hann fær þá boltann aftur og kemur með geggjaðan bolta inn á teiginn sem Kalli skallar inn!

Litli endirinn en það ætlar allt um koll að keyra!
90. mín
+1 - Árbær að fá horn!
89. mín
Það er kominn mikill hiti í þennan leik!

Fáum við mögulega dramatískt sigurmark?!
84. mín
Stöngin! Luis Alberto tekur hornið og ég sé ekki hver nær skallanum sem fer í stöngina. Allir héldu þá að boltinn væri að fara að leka inn en þá náði Kalli að bomba boltanum frá!

Munaði litlu þarna!
83. mín
Víkingar að fá horn!
77. mín
Árbæingar standa vaktina og koma bruna upp í skyndisókn sem ekkert kemur upp úr.
77. mín
Inn:Djordje Panic (Árbær) Út:Gunnþór Leó Gíslason (Árbær)
76. mín
Víkingar fá horn!
75. mín
Víkingar með yfirhöndina. Spurning hvort þeir nái að koma inn marki eða Árbæingar koma okkur á óvart með annari skynsisókn.

Eða förum við bara í framlengingu?
72. mín
Eyþór tekur spyrnuna inn á teiginn en Anel skallar frá.

Víkingar fara þá upp í skyndisókn sem ekkert kemur úr.
71. mín
Árbær að fá hornspyrnu!
67. mín
Víkingar bægja hættunni frá.
66. mín
Árbær að fá horn!
66. mín Gult spjald: Baldvin Már Borgarsson (Árbær)
Núna fær hann hins vegar spjald
64. mín
Inn:Daði Kárason (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Óttar Jóhannsson (Víkingur Ó.)
61. mín Gult spjald: Sigurður Karl Gunnarsson (Árbær)
60. mín
Dauðafæri! Jordan Chase fær boltann inni á teig Víkinga og tekur skotið sem fer í stöngina og út!
59. mín
Inn:Marko Panic (Árbær) Út:Agnar Guðjónsson (Árbær)
Það getur verið að Freyþór hafi ekki komið inn á en það var leikmaður nr 3 sem kom inn á en Árbær er ekki með neinn leikmann á bekknum nr 3.
59. mín
Inn:Freyþór Hrafn Harðarson (Árbær) Út:Hörður Kárason (Árbær)
Það getur verið að Freyþór hafi ekki komið inn á en það var leikmaður nr 3 sem kom inn á en Árbær er ekki með neinn leikmann á bekknum nr 3.
58. mín Gult spjald: Baldvin Már Borgarsson (Árbær)
Spjald á bekkinn Sá ekki hver það var sem fékk spjaldið þannig ég set það bara á Badda.
55. mín MARK!
Eyþór Örn Eyþórsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Luis Romero Jorge
Þeir jafna!! Frábært mark Víkingum og ekkert ósvipað marki Árbæinga.

Luis fær sendingu í gegn og er kominn í frábæra stöðu einn á móti Bartosz. Hann rennir boltanum til hliðar á Eyþór sem klárar svo í autt markið.

Allt jafnt og mikil spenna komin þetta!
55. mín
Leikurinn fer afar rólega af stað ekkert um nein færi en Víkingar meira með boltann er það segir eitthvað.
53. mín Gult spjald: Agnar Guðjónsson (Árbær)
Gamalt brot. Rétt spjald.
46. mín
Inn:Ivan Rodrigo Moran Blanco (Víkingur Ó.) Út:Gary Martin (Víkingur Ó.)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Og það eru heimamenn sem byrja þetta fyrir okkur á ný!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og Árbæingar leiða 1-0, frekar óvænt.

Þeir öskra og fagna þegar dómarinn flautar til hálfleiks. Stemning.

Tökum okkur korter.
40. mín
Ná Víkingar að jafna fyrir hálfleik? Þeir hafa verið betri þessa stundina og eru líklegri.
31. mín
Sláin! Arnór skallaði í slána áðan en á núna skot sem fer í þverslána!

Óheppinn í kvöld!
25. mín MARK!
Eyþór Ólafsson (Árbær)
Stoðsending: Jordan Chase Tyler
Þeir skora!!! Já ég skal segja ykkur það, Árbæingar hafa tekið forystuna!

Jordan fær góða sendingu í gegn og er skyndilega kominn einn í gegn á móti Stefáni. Hann rennir boltanum til hliðar á Eyþór sem klárar í autt markið!

Þetta var óvænt!
22. mín
Ekkert mikið nýtt að frétta út Breiðholti.

Ólsarar hafa tekið yfir leikinn og eru líklegri þessa stundina.
16. mín
Bartosz gerur vel í að kýla boltann frá.
15. mín
Horn sem Ólsarar eiga!
13. mín
Dauðafæri! Darraðardans inni á teig Árbæjar sem endar með skalla frá fyrirliðanum Arnóri í stöngina og útaf.

Það sáu allir þennan inni!
6. mín
Horn beint af æfingarsvæðinu sem fer forgörðum þar sem leikmaður Árbæjar var fyrir innan. Árbæingar vilja aukaspyrnu og ég skil þá vel en ekkert dæmt.
5. mín
Árbær að fá hornspyrnu!
3. mín
Ólsarar byrja vel Arnór og Gary Martin spila vel á milli sín og Arnór er kominn í gegn en Bartosz gerir vel í markinu og tæklar bara Arnór glæsilega.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang. Það eru gestirnir sem byrja þetta fyrir okkur og sækja í átt að Austurbergi.
Fyrir leik
Fullkomið fótboltaveður Það er skýjað, logn og blautt á Domusnovavellinum. Eiginlega fullkomið veður fyrir knattspyrnuiðkun!
Fyrir leik
Spáin góða Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason spáir í leikina sem eru framundan en hann gerði sér lítið fyrir og var með 14 af 16 réttum í 32-liða úrslitunum. Hvað ætli hann verði með marga rétta núna?

Árbær 1 - 3 Víkingur Ó. (19:15)
Spáði Árbæ tapi síðast líka en þeir komu á óvart með sigri þar. Nú hinsvegar held ég að verkefnið verði einfaldlega og stórt. Víkingur með sterkt lið og fengu hvíld í 32-liða. Gabríel Þór gerir tvö fyrir Ólsara.
Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, var í skemmtilegu spjalli við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson um komandi umferð í fótbolta.net bikarnum og leikinn sinn gegn Víkingi Ólafsvík.

Þá var einnig markaskorari Völsungs, Jakob Gunnar, á línunni.
Fyrir leik
Ólsarar töpuðu sínum fyrsta leik um helgina Gengi Ólsara hefur verið mjög gott framan að móti. Þeir voru taplausir lengi vel en seinustu helgi töpuðu þeir sínum fyrsta deildarleik í ár þegar þeir lágu 1-0 í Húsavík gegn Völsungi. Líkt og FC Árbær sitja Ólsarar í 3. sætinu aðeins tveimur stigum frá KFA-mönnum í 2. sæti og 6 stigum frá Selfyssingum sem eru á toppnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sátu hjá í seinustu umferð
Ólsarar duttu í lukkupottinn með það að þeir þurftu ekki að spila í 32-liða úrslitum bikarsins og fóru því beint áfram í 16-liða úrslitin. Núna mæta þeir ólseigu Árbæjarliði en það verður fróðlegt að sjá hvernig Brynjar Kristmundsson stillir upp sínu liði í kvöld. Mun hann hvíla menn eða mætir hann með allar sínar byssur í leikinn frá fyrstu mínútu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Árbæingar koma í stuði inn í leikinn FC Árbær situr í 3. sæti 3. deildarinnar í dag. Þeir koma á ágætis skriði inn í þennan leik en þeir eru með 10 stig af 15 mögulegum í seinustu 5 leikjum og unnu seinasta leik sinn í deildinni 1-0 gegn Vængjum Júpíters. Þeir eru tveimur stigum frá Víðismönnum í 2. sæti og fjórum stigum frá Káramönnum í 1. sætinu. Þetta verður hörð barátta til enda um toppsætin í 3. deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þjálfarinn vill bikarinn
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari FC Árbæjar, hefur ekkert farið leynt með það að honum langar að vinna þessa keppni. Árbæingar fengu granna sína í Elliða í 32-liða úrslitunum og unnu þá 7-4 í afar skemmtilegum leik. Í dag fá þeir miklu erfiðari andstæðing og það verður skemmtilegt að sjá hvernig Árbæingum tekst að glíma við öfluga Ólsara. Sjáum við jafnvel einhverja taktíska snilld frá Baldvini?

   15.07.2024 17:07
Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli

Mynd: Heimavöllurinn
Fyrir leik
Ástríðubikarinn heldur áfram! Heilir og sælir ágætu lesendur og gleðilegan leikdag!

FC Árbær mætir Víkingi frá Ólafsvík í Breiðholtinu í kvöld í 16-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins. Það má búast við hörkuleik og fullt af mörkum í kvöld!
Mynd: Boladeildin

Fótbolti.net bikarinn
15:00 KFA-Ýmir (Fjarðabyggðarhöllin)
18:00 Tindastóll-KH (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Kári-Magni (Akraneshöllin)
18:00 Haukar-Völsungur (BIRTU völlurinn)
18:00 KF-Augnablik (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 Árbær-Víkingur Ó. (Domusnovavöllurinn)
19:15 Vængir Júpiters-KFK (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Selfoss-KFG (JÁVERK-völlurinn)
Byrjunarlið:
Aron Gauti Kristjánsson
6. Anel Crnac
8. Arnór Siggeirsson
9. Björn Axel Guðjónsson
11. Luis Romero Jorge
14. Brynjar Óttar Jóhannsson ('64)
17. Eyþór Örn Eyþórsson
21. Luis Alberto Diez Ocerin
24. Ellert Gauti Heiðarsson
80. Gary Martin ('46)
99. Stefán Óli Hallgrímsson

Varamenn:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
2. Gabriel Þór Þórðarson
4. Daði Kárason ('64)
16. Ingvar Freyr Þorsteinsson
18. Leó Örn Þrastarson
23. Ivan Rodrigo Moran Blanco ('46)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Þorsteinn Haukur Harðarson
Harpa Finnsdóttir
Luke Williams
Kristall Blær Barkarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: