Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Stjarnan
2
0
Fylkir
Emil Atlason '80 1-0
Helgi Fróði Ingason '85 2-0
21.07.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá blástur
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 627
Maður leiksins: Helgi Fróði Ingason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('46)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('76)
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('92)
37. Haukur Örn Brink ('67)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('67)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
7. Örvar Eggertsson ('67)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('46)
19. Daníel Finns Matthíasson ('92)
22. Emil Atlason ('67)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('76)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Adolf Daði Birgisson ('22)
Kjartan Már Kjartansson ('29)
Sindri Þór Ingimarsson ('47)
Guðmundur Kristjánsson ('54)
Haukur Örn Brink ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjörnumenn hafa betur hér í kvöld.

Þolinmæðisverk en sennilega sanngjarn sigur þegar uppi er staðið.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
91. mín
Fengum ekkert skilti á loft um hverstu miklu er bætt við.
89. mín
Baldur Logi með flotta tilraun sem Ólafur Kristófer ver virkilega vel!
85. mín MARK!
Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
STJARNAN TVÖFALDAR! Örvar Eggerts með flottan bolta milli hafsenta Fylkis sem eru framarlega og frábær fyrsta snerting frá Helga Fróða sem kemur honum framfyrir og lyftir honum svo skemmtilega yfir Ólaf Kristófer í marki Fylkis!
82. mín
Aukaspyrna rétt fyrir utan teig sem Fylkismenn þruma í vegginn og fá boltann aftur og eiga tvær tilraunir til viðbótar og Árni Snær gerir virkilega vel og á flotta vörslu.
81. mín
Fylkismenn æða strax upp og eru næstum búnir að jafna en Þórarinn Ingi bjargar á línu!
80. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Sláin inn! Hilmar Árni með flotta hornspyrnu á Emil Atla sem kemur hlaupandi á nærstöngina og stangar þannan í slánna og inn!

ÍSINN ER BROTINN!
76. mín
Get ekki sagt að það liggi endilega mark í loftinu en ef það kemur til með að koma þá eru það Stjörnumenn sem eru líklegri.
76. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
72. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
71. mín
Örvar Eggerts með flottan sprett upp að endamörkum og rennir boltanum fyrir markið á Emil Atlason sem kemur fæti í boltan en nær eki að stýra honum í átt að marki.
67. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
67. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
65. mín
Helgi Fróði með frábæra sendingu milli varnarmanna Fylkis í átt að Hauki Erni en hann nær ekki til boltans.
64. mín
Nikulás Val með flottan bolta fyrir markið á Guðmund Tyrfingsson en skallinn ekkert spes og Árni Snær heldur boltanum.
63. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna og hún fer beint í fangið á Árna Snær.
62. mín Gult spjald: Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Brotlegur rétt fyrir utan teig og Fylkismenn fá aukaspyrnu á flottum stað.
59. mín
Stjörnumenn fengu tvær hornspyrnur og náðu að nýta sér hvoruga.
58. mín
Hilmar Árni og Róbert Frosti með flott samspil sem endar með hornspyrnu.
57. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Fylkis en þeir sleppa með þetta.
54. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
51. mín
Kjartan Már með flottan bolta yfir á Róbert Frosta sem reynir að taka Arnór Breka á en Arnór Breki hefur betur.
49. mín
Stjörnumenn reyna að þræða boltan á bakvið varnarlínu Fylkis í hlaupið hjá Hauki Erni en Fylkismenn vel á verði.
47. mín Gult spjald: Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Heldur aðeins í Matthias Præst of Gunnar Oddur rífur upp gula.
46. mín
Adolf Daði sparkar þessu af stað aftur.
46. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Hilmar Árni með hælspyrnu á Róbert Frosta sem æðir í átt að teignum og lætur vaða en Ólafur Kristófer ver þetta og Gunnar Oddur flautar til hálfleiks.

Stjarnan verið sterkari aðilinn en Fylkismenn varist vel.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
43. mín
Hilmar Árni með tilraun framhjá markinu.
42. mín
Halldór Jón Sigurður með tilraun sem endar í innkasti. Vægt til orða tekið þá hitti hann þennan ekki vel.
40. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu við endalínu rétt við markteig og Hilmar Árni kemur með háan bolta fyrir markið en Heiðar Ægis nær ekki að stýra skallanum á markið og í hliðarnetið fer hann.
37. mín
Mátti ekki miklu muna! Vandræðagangur aftast hjá Stjörnunni og Guðmundur Tyrfingsson er allt í einu einn á móti Árna Snær í marki Stjörnunnar sem gerir frábærlega að loka á hann og Stjörnumenn sleppa með skrekkinn!
31. mín
Guðmundur Tyrfingsson með fínan sprett og fyrirgjöf fyrir markið þar sem Þórður Gunnar mætir á fjær en skallinn framhjá.
29. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Fer í boltann sýndist mér en tók mikið af manninum með.
28. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
25. mín
Fylkir með hraða sókn og Guðmundur Tyrfingsson með flottan bolta fyrir markið sem Stjörnumenn nikka í horn.
24. mín
Heiðar Ægis og Kjartan Már með flott samspil og Heiðar Ægis með fyrirgjöf sem Fylkir skallar í horn.
22. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Rífur aftan í og dregur Matthias Præst niður og uppsker réttilega spjald fyrir vikið.
20. mín
Stjörnumenn að skapa ursla en Ólafur Kristófer nær að halda í boltann.
19. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Hélt aftur um lærið þegar hann reis á fætur og rölti beint í átt að bekknum.
17. mín
Ómar Björn Stefánsson fór niður eftir sprett upp að endalínu og fær aðhlyningu.

Lítur ekkert sérstaklega sannfærandi út að hann sé að fara halda áfram leik.
14. mín
Stjörnumenn verið sprækir þessar upphafsmínútur.
12. mín
Rétt framhjá! Hilmar Árni stingur Helga Fróða í gegn milli hafsentana og Helgi Fróði æðir inn á teig en skotið rétt framhjá!
9. mín
Stjörnumenn með hornspyrnu sem dettur niður á hættusvæðið og boltinn verður eins og pin ball kúla í allar áttir áður en Gummi Kri leggur boltann rétt framhjá stönginni.
6. mín
Hilmar Árni með fínasta horn sem dettur í gegnum pakkan og Haukur Örn Brink nær skoti beint á Ólaf Kristófer sem kemur boltanum strax í leik og Fylkir keyrir upp völlinn.

Halldór Jón Sigurður kemst að vítateig og á sendingu fyrir markið þar sem Matthias Præst nær að koma skoti á mark en beint í fangið á Árna Snær.
5. mín
Stjarnan vinnur fyrsta horn leiksins.
4. mín
Hilmar Árni með skemmtilega takta sem fær stúkuna með sér í lið.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir í Fylki sem koma þessu af stað.
Fyrir leik
Teymið sem skilaði Íslandsmeistaratitlinum nú andstæðingarnir Rúnar Páll Sigmundsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru sameinaðir á ný hjá Fylki en saman skiluðu þeir Íslandsmeistaratitli til Stjörnunnar 2014.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar frá síðasta deildarleik.

Árni Snær Ólafsson kemur í marki og þá koma þeir Adolf Daði Birgisson, Helgi Fróði Ingason og Hilmar Árni Halldórsson inn í liðið.

Emil Atlason og Örvar Eggertsson eru báðir á bekknum.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, breytir ekki sigurliði en það er aðeins ein breyting á hópnum í heild sinni. Ásgeir Eyþórsson kemur á bekkinn.

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Máni Austmann Hilmarsson er spámaður umferðarinnar en hann er einn af lykilmönnum Fjölnisliðsins sem trónir á toppi Lengjudeildarinnar.

Stjarnan 2 - 2 Fylkir
Jafnteflislykt af þessu.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Stund milli stríða hjá Stjörnunni Stjörnumenn hörkuðu í gegnum sitt einvígi í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og slógu þar út Linfield frá Norður Írlandi samanlagt 4-3.

Leikurinn í kvöld er stund milli stríða í Evrópuævintýri Garðbæinga því strax að leik loknum tekur við undirbúningur fyrir næsta verkefni í Evrópu en á fimmtudaginn hefst 2.umferð og mæta þeir Paide Linnameeskond (Eistland) heima í fyrri leik þessara liða.

Stjörnumenn mega þó ekki missa sig í gleðinni því þeir sitja fyrir umferðina í 7.sæti deildarinnar og geta með sigri hér í kvöld lyft sér upp í efri hlutann. Stjarnan hefur skorað 25 mörk í deildinni í sumar og fengið á sig 29 sem gerir mínus 4 í markatölu. Mörk Stjörnumanna hafa raðast niður á:

Emil Atlason - 7 mörk
Haukur Örn Brink - 4 mörk
Örvar Eggersson - 3 mörk
Óli Valur Ómarsson - 3 mörk
Guðmundur Baldvin Nökkvason - 3 mörk
Róbert Frosti Þorkellsson - 2 mörk
* Aðrir minn

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkismenn á uppleið Fylkir sóttu gríðarlega öflugan sigur í síðasta leik þegar Skagamenn heimsóttu þá í Árbæinn. Fylkir unnu sannfærandi 3-0 sigur þar sem Ómar Björn Stefánsso, Orri Sveinn Segatta og Aron Snær Guðbjörnsson skoruðu mörk Fylkismanna.

Með sigrinum lyftu Árbæingar sér upp úr botnsætinu fyrir umferðina og eru nú aðeins þremur stigum frá KR í 9.sætinu.

Fylkir hafa skorað 21 mark í deildinni í sumar og fengið á sig 36 mörk (sem er mest allra liða í sumar). Mörk Fylkis hafa raðast niður á:

Matthias Præst - 3 mörk
Þórður Gunnar Hafþórsson - 2 mörk
Þóroddur Víkingsson - 2 mörk
Ómar Björn Stefánsson - 2 mörk
Orri Sveinn Segatta - 2 mörk
Nikulás Val Gunnarsson - 2 mörk
Halldór Jón Sigurður Þórðarson - 2 mörk
Arpn Snær Guðbjörnsson - 2 mörk
* Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason fær það hlutverk að halda utan um flautuna hér í dag. Honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Kristján Már Ólafs.
Þórður Þorsteinn Þórðarson er fjórði dómari og sérlegur tækimaður á skiltinu.
Að margra mati geitin í dómaraleiknum á Íslandi er svo eftirlitsmaður í dag, Kristinn Jakobsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem heimamenn í Stjörnunni mæta Fylki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('72)
22. Ómar Björn Stefánsson ('19)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('72)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('72)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('19)
19. Arnar Númi Gíslason
21. Aron Snær Guðbjörnsson
25. Þóroddur Víkingsson ('72)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Smári Hrafnsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('28)

Rauð spjöld: