Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
0
1
Breiðablik
0-1 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir '78
20.07.2024  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 117
Maður leiksins: Heiða Ragney Viðarsdóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
Esther Rós Arnarsdóttir ('85)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('88)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir ('85)
14. Karlotta Björk Andradóttir
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('88)
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Hannah Sharts ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aðalbjörn flautar leikinn af og Breiðablik vinnur Stjörnuna 1-0

Skýrsla og viðtöl seinna í dag.
94. mín
Vigdís kemst í gegn en Erin ver vel frá henni.
91. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
90. mín
+5 í uppbótartíma
88. mín
Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
88. mín
Aðalbjörn dæmir brot á Hrefnu vegna brots á Elínu. Ekki alveg sammála þessum dómi.
85. mín
MAAARR...Brot Andrea tók hornspyrnu sem Telma var að fara handsama. Hún missir boltann og Hrefna potar boltanum í netið en Aðalbjörn dæmir aukaspyrnu.
85. mín
Inn:Sóley Edda Ingadóttir (Stjarnan) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
85. mín Gult spjald: Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Fyrir mótmæli geri ég ráð fyrir.
84. mín
Hannah tekur langt innkast sem endar í hornspyrnu fyrir Stjörnunni.
83. mín
Leikurinn stöðvaður Barbáru fær aðhlynningu eftir samstuð.
78. mín MARK!
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Fær boltann hægra megin í teignum og slúttar vel framhjá Erin í markinu.
78. mín
Boltinn berst til Barbáru í hornspyrnunni en hún skallar boltann yfir markið.
77. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
76. mín
Boltinn berst inn í teig Breiðabliks frá Úlfu. Ásta reynir að hreinsa en hittir boltann illa sem berst til Gyðu sem er í upplögðu skotfæri en skotið er lélegt og fer yfir markið.
73. mín Gult spjald: Hannah Sharts (Stjarnan)
Of sein í tæklingu á Barbáru.
71. mín
Hannah tekur langt innkast en ekkert kemur út úr því.
70. mín
Andrea tekur spyrnuna en Breiðablik nær að hreinsa boltann út úr teignum.
70. mín
Stjarnan fær hornspyrnu
68. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
66. mín
Hulda ver á línu Andrea á skot á markið en Hulda er vel á verði og bjargar á línu.
65. mín
Andrea tekur spyrnuna en ekkert kemur úr henni.
64. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
62. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
59. mín
Andrea tekur spyrnuna stutt á Gyðu sem sendir boltann inn í teig á Huldu. Boltinn ratar síðan til Henríettu sem á skot sem Telma nær að handsama.
59. mín
Úlfa sækir hornspyrnu fyrir Stjörnuna
58. mín
Andrea skýtur á markið úr aukaspyrnunni en boltinn fer beint í hendurnar á Telmu.
57. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Esther er að sleppa í gegn og hún heldur í hana. Rétt dæmt hjá Aðalbirni.
55. mín
Dauðafæri hjá Stjörnunni Henríetta rekur glæsilega upp miðjuna og gefur boltann á Hrefnu sem þræðir boltann strax í gegn á Estheri sem er í geggjaðri stöðu til þess að skora en skýtur beint á Telmu í markinu.
47. mín
Hannah tekur langt innkast hægra megin á vellinum. Boltinn ratar á endanum til Huldu sem reynir skot en það fer framhjá markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Stjarnan byrjar með boltann og það er Esther sem sparkar okkur af stað
45. mín
Hálfleikur
Löng innköst frá Hannah Sharts og langskot hafa einkennt þennan fyrri hálfleik. Breiðablik hefur haldið betur í boltann en ekki verið að skapa sér nein alvöru dauðafæri.
45. mín
+1 í uppbótartíma
38. mín
Hannah tekur langt innkast hægra megin á vellinum. Boltinn er hreinsaður úr teignum en þá kemur Gyða og reynir skot sem fer framhjá.
37. mín
Birta og Katrín spila hérna á milli sín inn í teig Stjörnunnar og Birta á síðan skot sem fer framhjá marki. Spurning hvort Katrín hafi verið rangstæð þarna.
34. mín
Andreu tekur spyrnuna sem ratar á endanum til Önnu Maríu sem reynir skot með ristinni en skotið fer framhjá.
34. mín
Stjarnan fær hornspyrnu
33. mín
Hannah tekur langt innkast hægra megin á vellinum en Breiðablik nær að hreinsa boltann.
31. mín
Endalaust af langskotum Birta með skot utan af teig sem fer framhjá markinu.
29. mín
Andrea með fínasta skot utan af teig sem fer rétt yfir markið.
27. mín
Sláin!! Breiðablik spilar vel á milli sín og boltinn berst til Barbáru hægra megin í teignum sem skýtur á markið en boltinn endar í slánni.
23. mín
Andrea tekur spyrnuna en boltinn ratar beint í hendurnar á Telmu.
23. mín
Stjarnan fær hornspyrnu
21. mín
Birta reynir skot rétt fyrir utan teig í hægra hálfsvæðinu en boltinn fer yfir.
21. mín
Birta á fyrirgjöf inn í teig Stjörnunnar af hægri kantinum sem ratar á Andreu en hún hittir boltann illa.
18. mín
Katrín Ásbjörns með skot rétt yfir markið eftir smá vandræðagang í vörn Stjörnunnar.
13. mín
Þetta innkast endar alveg eins og hitt innkastið, í innkasti fyrir Stjörnuna hinum megin en þó ekki í jafn góðri stöðu fyrir langt innkast.
12. mín
Hannah tekur langt innkast Breiðablik nær að verjast þessu vel og boltinn endar svo í innkasti hinum megin fyrir Stjörnuna sem þýðir að Hannah skokkar yfir til þess að endurtaka leikinn.
9. mín
Breiðablik fékk aukaspyrnu miðsvæðis aðeins fyrir framan miðju. Heiða lyftir boltanum í vinstra hálfsvæðið á Andreu sem skallar boltann inn í teiginn á Katrínu sem nær ekki almennilegu skoti á markið.
8. mín
Hannah tekur langt innkast hægra megin á vellinum sem dettur fyrir Gyðu sem stendur rétt fyrir utan teiginn. Hún reynir skot sem fer í varnarmann Breaiðbliks.
6. mín
Andrea tekur spyrnuna sem ratar á Barbáru. Hún skallar boltann sem fer rétt framhjá stönginni vinstra megin.
6. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
3. mín
Hannah stillir sér upp í það að taka langt innkast vinstra megin á vellinum en kastar stutt á Eyrúnu sem sendir síðan boltann inn í teig en Breiðablik nær að skalla boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann og sækir í átt að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl Hér labba liðin inn á völlinn í bongóblíðunni. Stjarnan í bláum búningum og Breiðablik í grænum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir eina breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Tindastóli í síðustu umferð. Hrefna Jónsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Caitlin Cosme sem skrifaði undir hjá Nantes í Frakklandi á dögunum.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Jakobína Hjörvarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir koma inn í byrjunarliðið í stað Anna Nurmi og Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur sem taka sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Katla Tryggva spáir í spilin Katla Tryggvadóttir, leikmaður Kristianstad, spilaði sinn fyrsta A landsleik nú á dögunum þegar íslenska landsliðið spilaði gegn Póllandi ytra.

Stjarnan 0 - 3 Breiðablik
Auðveldur sigur hjá Breiðablik. Edda tekur einhverja rosalega peppræðu fyrir leikinn eins og henni er einni lagið og Blikarnir vinna 0-3. Hreint lak hjá Telmu.


Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Blikar á flugi og Stjarnan með nýjan skipstjóra Blikar hafa verið á miklu flugi í deild og bikar og hafa einungis tapað einum leik hingað til þegar Víkingur sigraði þær 2-1. Þess fyrir utan hefur varnarleikur verið gríðarlega sterkur í deildinni en liðið hefur einungis fengið á sig fjögur mörk í deildinni. Varnarleikurinn í Mjólkurbikarnum hefur ekki verið eins öflugur þar sem þær hafa fengið á sig sex mörk í þremur leikjum. Þær eru hins vegar komnar í úrslitaleikinn svo það er lítið hægt að kvarta.

Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við stjórnartaumunum hjá Stjörnunni fyrir rúmum þremur vikum síðan þegar Kristján Guðmundsson ákvað að láta gott heita með Stjörnuliðið. Gengi liðsins hefur verið upp og ofan á tímabilinu hingað til en undir stjórn Kalla hafa þær fengið fjögur stig í tveimur leikjum.

Mynd: Stjarnan

Fyrir leik
Stjarnan missir leikmann Á dögunum var tilkynnt um félagsskipti Caitlin Cosme til franska úrvalsdeildarfélagsins Nantes. Hún byrjaði ellefu leiki af tólf í deildinni fyrir Stjörnuna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið í dag Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er með flautuna í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunum eru þau Guðni Freyr Ingvason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Magnús Þór Jónsson er varadómari og eftirlitsmaður er Þorsteinn Ólafs.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin! Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá 13. umferð í Bestu deild kvenna þar sem Stjarnan tekur á móti Breiðablik á Samsungvellinum í Garðabæ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('62)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('91)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir ('68)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
5. Anna Nurmi
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('68)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('91)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Kristrún Lilja Daðadóttir
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('57)
Andrea Rut Bjarnadóttir ('85)

Rauð spjöld: