Bandaríski varnarmaðurinn Caitlin Cosme hefur yfirgefið Stjörnuna eftir hálft ár hjá félaginu og er gengin í raðir Nantes í Frakklandi.
Nantes endaði í 2. sæti frönsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og verður í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Nantes endaði í 2. sæti frönsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og verður í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Caitlin gekk í raðir Stjörnunnar í apríl og var hún kynnt sem miðjumaður, en franskir miðlar fjalla um hana sem varnarmann. Áður var Cosme hjá Orlando Pride í Bandaríjunum.
Hún er 25 ára og lék alls tólf leiki með Stjörnunni; elllefu deildarleiki og einn bikarleik. Hún skoraði í bikarleiknum gegn Breiðabliki og í sigrium gegn FH og Keflavík í deildinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir