Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 17. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Stjörnunni í frönsku úrvalsdeildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski varnarmaðurinn Caitlin Cosme hefur yfirgefið Stjörnuna eftir hálft ár hjá félaginu og er gengin í raðir Nantes í Frakklandi.

Nantes endaði í 2. sæti frönsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og verður í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Caitlin gekk í raðir Stjörnunnar í apríl og var hún kynnt sem miðjumaður, en franskir miðlar fjalla um hana sem varnarmann. Áður var Cosme hjá Orlando Pride í Bandaríjunum.

Hún er 25 ára og lék alls tólf leiki með Stjörnunni; elllefu deildarleiki og einn bikarleik. Hún skoraði í bikarleiknum gegn Breiðabliki og í sigrium gegn FH og Keflavík í deildinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner