Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
ÍR
1
0
Leiknir R.
Guðjón Máni Magnússon '22 1-0
25.07.2024  -  19:15
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað og milt veður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 503
Maður leiksins: Marc Mcausland
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
8. Alexander Kostic ('71)
9. Bergvin Fannar Helgason
13. Marc Mcausland (f)
14. Guðjón Máni Magnússon ('82)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('64)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason
21. Róbert Andri Ómarsson
24. Sæmundur Sven A Schepsky
26. Gils Gíslason ('64)
30. Renato Punyed Dubon ('71)
77. Marteinn Theodórsson ('82)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aðalbjörn flautar leikinn af og ÍR vinnur 1-0

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld
95. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
94. mín Gult spjald: Andi Hoti (Leiknir R.)
Gils að tefja og menn að ýta hvor öðrum.
93. mín Gult spjald: Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Eitthvað tuð.
92. mín
Mikið fram og til baka þessar lokamínútur.
90. mín
+4 í uppbótartíma
87. mín
Þorsteinn tekur spyrnuna en fer í fyrsta varnarmann.
86. mín
Hjalti sækir aukaspyrnu fyrir Leikni í mjög góðri fyrirgjafarstöðu vinstra megin á vellinum.
85. mín
Mætingin 503 áhorfendur í dag.
84. mín
Sturluð hreinsun! Bergvin kemst inn í teiginn. gefur hann til vinstri á Martein sem getur sett boltann í autt netið. Þá kemur Andi með geggjað tæklingu og bjargar þar með marki.
83. mín
Inn:Stefan Bilic (Leiknir R.) Út:Marko Zivkovic (Leiknir R.)
82. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
82. mín
Róbert Quental tekur hornspyrnu sem endar með skoti frá Kára við D-bogann en hann slæsar boltann framhjá markinu.
78. mín
Renato keyrir inn í teig úr vinstra hálfsvæðinu en skýtur framhjá. Stuttu seinna kemst Guðjón í ágæta stöðu en er of fljótur að skjóta, hefði getað komist nær markinu.
78. mín
Róbert Hauks kemst í ágætt færi en skýtur hátt yfir mark af stuttu færi.
73. mín
Stöngin Boltinn berst til Kára í teignum og hann potar honum í átt að markinu. Boltinn skoppar hægt að markinu og endar í stönginni og Vilhelm nær að handsama boltann.
72. mín
Inn:Karan Gurung (Leiknir R.) Út:Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
71. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Alexander Kostic (ÍR)
69. mín Gult spjald: Marko Zivkovic (Leiknir R.)
Sparkar eitthvað í Guðjón.
68. mín
Róbert Quental tekur spyrnuna en Marc Mcausland skallar boltan úr teignum. Ágúst hreinsar síðan í innkast.
68. mín
Leiknir fær hornspyrnu
67. mín
Guðjón með skot á markið en Viktor nær að handsama boltann.
64. mín
Inn:Gils Gíslason (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
63. mín
Óliver tekur spyrnuna og að lokum nær Viktor að handsama boltann.
63. mín
Ágúst sækir aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig Leiknis á hægri kantinum.
61. mín
Leiknir fer í hraðaupphlaup. Róbert Hauks keyrir upp hægri kantinn og er kominn við vítateiginn þegar Arnór Gauti nær að stöðva hann.
58. mín
Hákon á skot hægra megin í teignum sem Viktor nær að verja.
56. mín
Bergvin kemst í hraðaupphlaup vinstra megin og gefur boltann fyrir en Andi nær að hreinsa boltann.
55. mín
Vilhelm aðeins að leggja sér að eldinum þegar hann hikar eitthvað þegar hann ætlar að senda boltann. Róbert Hauks kemur á fleygiferð og er næstum því búinn að ná boltanum af honum.
52. mín
Aron tekur spyrnuna og boltinn berst á fjærstöngina þar sem Sindri fær frían skalla en skallinn er lélegur hjá honum.
51. mín
Leiknir fær hornspyrnu
50. mín
Róbert tekur spyrnuna en boltinn fer síðan í hendina á Shkelzen á ÍR fær aukaspyrnu.
49. mín
Guðjón brýtur á Róberti Quental hægra megin á vellinum í ágætis fyrirgjafarstöðu.
46. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.) Út:Omar Sowe (Leiknir R.)
Tvöföld skipting
46. mín
Inn:Róbert Hauksson (Leiknir R.) Út:Bogdan Bogdanovic (Leiknir R.)
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað Alexander Kostic sparkar okkur af stað.
45. mín
Hálfleikur
ÍR leiðir 1-0 inn í hálfleikinn. Þeir hafa verið betri hérna í fyrri hálfleiknum.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Bekkurinn hjá Leikni fær smá tiltal.
39. mín
Guðjón lætur vaða Boltinn fór í hendina á Sindra og ÍR fær aukaspyrnu í ca 30 metra færi. Óliver tekur aukaspyrnu stutt á Guðjón sem stendur við D-bogann hann tekur snúning og lætur vaða og boltinn fer rétt framhjá markinu. Hefði verið geggjað mark!
38. mín
Óliver tekur spyrnuna en Leiknismenn ná að lokum að hreinsa boltann úr teignum.
37. mín
ÍR fær hornspyrnu
33. mín
Marko keyrir upp völlinn og reynir að skjóta á markið en Viktor nær að handsama boltann.
32. mín
Róbert tekur aukaspyrnuna en setur hana yfir markið.
31. mín
Víti? Leiknismenn vilja fá vítaspyrnu þegar Omar Sowe fellur í teignum, ekkert dæmt nokkuð sammála því. Stuttu seinna fer ÍR í sókn og það er brotið á Guðjóni og ÍR fær aukaspyrnu í góðu skotfæri
27. mín
Mcausland fær smá tiltal frá Aðalbirni eftir að hafa brotið af sér miðsvæðis.
26. mín
Guðjón aftur í færi Hákon með fyrirgjöf af hægri kantinum á Guðjón sem stendur ein í teignum og hoppar upp til þess að skalla boltann en skallinn ekki nægilega góður.
22. mín MARK!
Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
Stoðsending: Hákon Dagur Matthíasson
ÍR tekur forystuna! Fyrirgjöf af hægri kantinum meðfram jörðinni í markteiginn þar sem Guðjón lúrir og slúttar í netið.
21. mín
Óliver tekur spyrnuna en hún er of löng.
20. mín
ÍR fær hornspyrnu Óliver tekur spyrnuna en Leiknir hreinsar í hornspyrnu.
19. mín
Hjalti brýtur á Guðjóni sem er í hraðaupphlaupi, ca. 30 metrum frá marki.
19. mín
Aron tekur spyrnuna en ÍR hreinsar boltann.
19. mín
Leiknir fær hornspyrnu
18. mín
Róbert Quental á fyrirgjöf af hægri kantinum á fjærsvæðið í teignum, beint á Omar Sowe. Hann kemst framhjá Ágústi og reynir skot sem Vilhelm ver.
12. mín Gult spjald: Bogdan Bogdanovic (Leiknir R.)
Blokkerar Guðjón sem var að komast framhjá honum.
10. mín
Marko reynir að þræða boltann í gegn á Shkelzen sem er á harðaspretti. Shkelzen rétt missir af boltanum.
5. mín
Fyrsta færið Kristján kemur með góða fyrirgjöf úr vinstra hálfsvæðinu á Guðjón í teignum en hann skallar boltann hátt yfir.
4. mín
Ágúst reynir fyrirgjöf af hægri kantinum en hún fer hátt yfir endamörk vallarins.
3. mín
Eldskírn hjá Bogdan Bogdan Bogdanovic er að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki í dag. Skipti yfir í Leikni frá Breiðabliki í byrjun mánaðarins.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrjar með boltann og það er Aron Einarsson sem sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl ÍR í hvítu og bláu og Leiknir í bláu og fjólubláu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Árni Freyr Guðnason gerir tvær breytingar á byrjunarliði ÍR frá tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð. Alexander Kostic og Hákon Dagur Matthíasson koma inn í byrjunarliðið í stað Braga Karls Bjarkasonar og Renato Punyed sem taka sér sæti á bekknum.

Ólafur Hrannar Kristjánsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Leiknis frá tapinu gegn Njarðvík í síðustu umferð. Marko Zivkovic, Bogdan Bogdanovic og Þorsteinn Emil Jónsson koma inn í byrjunarliðið í stað Daða Bærings, Arnórs Inga Kristinssonar og Jón Hrafns Barkarsonar. Arnór er í leikbanni vegna uppsafnaðra áminninga, Jón Hrafn skipti yfir í Stjörnuna í vikunni og ég geri ráð fyrir því að Daði sé meiddur.
Fyrir leik
Úlfur Ágúst spámaður umferðarinnar Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, fékk það verkefni að spá fyrir um leiki umferðarinnar í Lengjudeild karla.

ÍR 3 - 1 Leiknir
Alvöru rígur þarna á milli og leikurinn verður eintóm skemmtun. Arnór Gauti setur 1 og Marc annað fyrir ÍR svo klórar Leiknir i bakkann með banger frá Hjalta Sig þar sem Vukarinn hefur verið að segja að hann sé sjóðheitur þessa dagana. Svo kemur Gils Gíslason, FH-ingurinn, af bekknum og klárar þetta fyrir ÍR-inga 3-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nágrannaslögum fylgir hiti Nágrannaslögum líkt og þessum fylgir gjarnan hatrömm baráttu innan vallar. Undirritaður fór því á stúfana til þess að finna þá viðureign sem flest spjöld fóru á loft. Þann 20. ágúst 2010 mættust liðin á Leiknisvelli en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi þann leik. Ellefu spjöld fóru á loftið í þeim leik, átta gul og þrjú rauð. Árni Freyr Guðnason, núverandi þjálfari ÍR, fékk meðal annars að líta sitt annað gula spjald á lokamínútum leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Félagsskipti Nú á dögunum missti Leikni tvo leikmenn til Stjörnunnar. Sigurður Gunnar Jónsson, sem var á láni, fór aftur heim í Garðabæinn. Jón Hrafn Barkarson hefur einnig fært sig yfir í Garðabæinn en hann spilaði með yngri flokkum félagsins áður en hann skipti yfir til Leiknis árið 2021. Kári Steinn Hlífarsson samdi síðan við Leikni á dögunum en hann hefur síðustu árin verið á mála hjá Aftureldingu í Pizzabænum.
Mynd: Leiknir


ÍR fékk síðan á dögunum Gils Gíslason á láni til sín frá FH. Gils er yngsti leikmaður sögunnar í efstu deild hér á landi en hann lék 14 ára og 318 daga gamall með FH gegn ÍA í lokaumferð deildarinnar haustið 2022.
Mynd: ÍR
Fyrir leik
Evrópa eða Breiðholt Það eru margir leikir á dagskrá í kvöld hér á Íslandi, og allt í þráðbeinni textalýsingu hér á síðunni. Þar á meðal eru fjórir Evrópuleikir og má sennilega gera ráð fyrir því að knattspyrnuunnendum klæjar í það að horfa á þá leiki. Við fáum hins vegar Evrópuleiki á hverju ári hér á Íslandi en það er ekki á hverju ári sem við sjáum Breiðholtsslag. Ég veit hvað ég mun horfa á.
Fyrir leik
Breiðholtsslagur 2011 Þann 16. júní árið 2011 mættust liðin á ÍR-vellinum í 1. deild karla.

Leikar fóru 3-2 heimamönnum í vil. Það sem er hins vegar áhugaverðast við þennan leik er að þjálfarar beggja liða í dag spiluðu þennan leik. Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, skoraði tvö mörk í leiknum en Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, átti ekki eins ánægjulegan leik þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu. Einnig spilaði Vigfús Arnar Jósefsson leikinn en hann var þjálfari Leiknis í upphafi tímabils og er nú aðstoðarþjálfari KR.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má sjá Árna og Vigfús í umræddum leik.
Fyrir leik
Síðasti Breiðholtsslagur Leiknir vann fyrri leik liðanna á tímabilinu 1-0 og fögnuðu stuðningsmenn vel að leik loknum. Omar Sowe, framherjinn knái, skoraði eina mark leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið í dag Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er með flautuna í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunum eru þau Ronnarong Wongmahadthai og Rögnvaldur Þ. Höskuldsson. Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin! Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá 14. umferð í Lengjudeild karla þar sem ÍR tekur á móti nágrönnum sínum í Leikni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
10. Shkelzen Veseli ('72)
18. Marko Zivkovic ('83)
19. Bogdan Bogdanovic ('46)
20. Hjalti Sigurðsson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
44. Aron Einarsson
67. Omar Sowe ('46)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
9. Róbert Hauksson ('46)
17. Stefan Bilic ('83)
21. Egill Ingi Benediktsson
43. Kári Steinn Hlífarsson ('46)
66. Zachary Chase O´Hare
80. Karan Gurung ('72)

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Manuel Nikulás Barriga
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Kacper Marek Wawruszczak

Gul spjöld:
Bogdan Bogdanovic ('12)
Marko Zivkovic ('69)
Róbert Hauksson ('93)
Andi Hoti ('94)

Rauð spjöld: