Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Keflavík
0
1
Þór/KA
0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir '58
24.07.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Breki Sigurðsson
Áhorfendur: 65
Maður leiksins: Harpa Jóhannsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller ('62)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
14. Alma Rós Magnúsdóttir
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('62)
17. Kara Mjöll Sveinsdóttir
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:
Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('76)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Stigin þrjú á leið norður það er staðfest.

Miðað við þennan seinni hálfleik líklega sanngjarnt en heimakonur geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt eitt af fjölmörgum færum sem liðið fékk í fyrri hálfleik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
93. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
91. mín Gult spjald: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Keflavík)
Jóna látið einhver orð falla sem fjórða dómara mislíkaði.
89. mín
Keflavík vinnur hornspyrnu.

Tíminn að fljúga frá þeim.
83. mín
Þvílík björgun! Melanie kemst upp að endamörkum vinstra megin og setur boltann inn á teiginn. Þaðan hrekkur boltinn af varnarmanni og er á leið yfir línuna þegar Hörpu tekst að reka út fótinn og koma í veg fyrir mark.

Gestirnir hreinsa svo frá marki sínu.
79. mín
Melanie í óvæntu færi eftir að Kimberley Dóra rennur á vellinum. Melanie kemst inn á teiginn og nær skoti en Harpa vel staðsett og ver.
77. mín Gult spjald: Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Fer í skallaeinvígi í teignum, fær Kristrúnu í bakið og er alls ekki sátt. Fær gult fyrir mótmæli.
76. mín Gult spjald: Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
Fyrir peysutog.
74. mín
Sandra María í færi.
Köllum það hálffæri, skot hennar í utanverða stönginna úr mjög þröngu færi eftir sendingu frá hægri.
71. mín
Keflavík vinnur hornspyrnu.

Aníta Bergrán í hörkufæri en varnarmenn kasta sér fyrir skot hennar.
68. mín
Hildur Anna reynir skotið fyrir gestina eftir langa sóknarlotu en boltinn yfir markið.
62. mín
Inn:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
58. mín MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
MAAAARK!
Glæsilegt í þokkabót. Fær boltann í fætur úti til vinstri og leikur aðeins inn á völlinn. Lætur bara vaða og snýr boltann glæsilega efst i markhornið fjær óverjandi fyrir Veru í marki Keflavíkur.
57. mín
Lidija Kulis með skot af löngu færi eftir hornið en boltinn hvergi nærri markinu.
56. mín
Sandra María vinnur horn fyrir gestina.
52. mín
Röðin komin að Keflavík
Melanie með boltann fyrir frá vinstri, Saorla mætir í hlaupið á fjær en er hálfu skrefi of sein og missir af boltanum.
52. mín

Þá er Sandra María í færi. Fær boltann í teignum frá Huldu Ósk en sneiðir boltann rétt framhjá markinu.
51. mín
Gestirnir verið ákveðnari hér í upphafi síðari háfleiks en færin ekki á sama færibandi.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
45. mín
Hálfleikur

Markalaust hér í hálfleik. Eiginlega óskiljanlegt að liðin hafi ekki enn skorað. Hlýtur að koma í þeim síðari.
45. mín Gult spjald: Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
Uppsafnað.
44. mín
Margrét Árna með skalla í slá.
Í baráttu við Reginu á markteig eftir sendingu frá hægri en boltinn í slánna.

Dæmd brotleg í þokkabót fyrir bakhrindingu.
39. mín
Hvernig er ekki komið mark í þennan leik?
Saorla sleppur ein gegn Hörpu eftir samskiptaleysi í vörn Þór/KA. Með tíma til að velta hlutunum fyrir sér en Harpa mætir á móti henni og ver frá henni.
37. mín
Sandra María með skot utan teigs.
Keyrir inn völlinn frá vinstri en skot hennar alltaf á uppleið og siglir yfir slánna.
34. mín
Marín Rún nú í færi
Fær boltann frá Melanie í teig Þór/KA en lúðrar honum rakleitt yfir markið. Þurfti aðeins að teygja sig í boltann og skotið eftir því.
34. mín
Margrét Árna í skotfæri
Tekið stutt á hana við vítateiginn og hún rífur í gikkinn, þægileg varsla fyrir Veru sem heldur boltanum.
34. mín
Aníta Bergrán tæp
Missir Margréti framhjá sér við eigin vítateig og ákveður að toga í hana, brotið flautað nánast á línunni. Aníta sleppur sömuleiðis við spjald.
31. mín
Þór/KA nú í tvöföldu dauðfæri.
Fyrst Hulda Ósk eftir frábæran sprett inn á teiginn. Nær fínu skoti en Vera ver glæsilega, frákastið á Söndru Maríu sem á virkilega gott skot en á einhvern óskiljanlegan hátt er Vera mætt aftur og ver í horn.
28. mín
Tvöfalt hjá Keflavík
Fyrst Saorla í gegn upp úr engu en Harpa kemur fæti í skot hennar og gefur horn.

Eftir hornið fellur boltinn fyrir Anítu Lind í teignum sem á hörkuskot sem Harpa ver glæsilega.

Sannarlega að opnast þessi leikur.
27. mín
Gestirnir bruna upp í skyndisókn en Vera mætir vel út úr teignum og handsamar boltann af fótum Söndru Maríu.
26. mín
Regina Solhaug Fiabema í óvæntu dauðafæri í teignum eftir fast leikatriði. Fær boltann við hægra markteigshorn og nær skotinu en Harpa vel á verði og ver í horn.

Kemur ekkert upp úr horninu.
23. mín
Sandra María reynir sig aftur en Kristrún Ýr fyrir henni. Markspyrna niðurstaðan.
20. mín
Þolið búið hjá eldri boltakrökkum. Greinilega verið tekin nokkur símtöl og verið að yngja upp. Sýnist þeir eldri vera nokkuð fegnir.
18. mín
Þór/KA líklegra liðið, Sandra María með skalla en hittir ekki markið.
15. mín
Margrét Árnadóttir með skot utan af velli, langt framhjá markinu fer boltinn.
13. mín
Sandra María í hörkufæri, tekur boltann á lofti í teignum en setur boltann talsvert framhjá.

Hefði líka ekki talið, flaggið á lofti.
9. mín
Melanie Forbes með svakalegan sprett fyrir Keflvíkinga upp vinstri vængin. Stingur varnarmann af en fyrirgjöf hennar finnur ekki samherja í teignum.
8. mín

Margrét Árnadóttir nú með fyrirgjöf frá vinstri, Vera mætir út og kýlir boltann frá.
5. mín
Sandra María með fína takti úti vinstra megin en fyrirgjöf hennar ratar ekki á samherja.
2. mín
Boltakrakkar í eldra lagi
Ungir iðkendur Keflavíkur virðast vera vant við látin þessa daganna og ekki klár í að að vera boltakrakkar. Því er svú staða mönnuð af fullorðnum karlmönnum. Leitað í reynsluna þar.
1. mín
Leikur hafinn

Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Spámaðurinn Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spáir í leikina sem eru framundan. Um leik Keflavíkur og Þór/KA sagði hann.

Keflavík 0 - 2 Þór/KA
Norðankonur eru í öldudal og stefnir í vonbrigðartímabil miðað við markmið. Keflavík á botninum og verða þar áfram þar sem hin ótrúlega Sandra María Jessen setur tvö í barráttuleik en Jonathan Glenn fær rautt spjald eftir furðulegasta dóm sumarsins.

   24.07.2024 15:30
Magnús Haukur spáir í 14. umferð Bestu deildar kvenna
Fyrir leik
Dómarinn
Breki Sigurðsson er dómari kvöldsins á HS Orkuvellinum, honum til aðstoðar eru Rögnvaldur Þ Höskuldsson og Tryggvi Elías Hermannsson. Guðni Freyr Ingvason er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Bergur Þór Steingrímsson.

Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Fyrir leik
Keflavík
Tíunda og neðsta sæti deildarinnar með níu stig er hlutskipti Keflavíkur fyrir þessa umferð deildarinnar og ljóst að liðið þarf að bæta í nú þegar líða fer á síðari helming mótsins.

Markaskorun hefur verið helsti hausverkur liðsins til þessa og aðeins níu sinnum hefur liðið komið boltanum í net andstæðinga sinna í leikjunum þrettán sem búnir eru.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Þór/KA
Gestirnir frá Akureyri mæta til leiks í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig. Liðið hefur heilt yfir verið þriðja besta lið deildarinnar þetta sumarið en vantar þó talsvert upp á liðið nái að ógna toppliðum Breiðabliks og Vals í titilbaráttu.

Heimavöllurinn hefur verið helsta vandamál liðs Þór/KA þetta sumarið þar sem liðið hefur mátt þola ósigur í fjórum af átta leikjum sínum þar þetta sumarið, síðast í síðustu umferð gegn nýliðum Víkinga 0-2

Því er öfugt farið þegar horft er á útleiki en liðið hefur aðeins einu sinni beðið ósigur á útivelli þetta sumarið. En það gerðist í fyrstu umferð mótsins gegn Val. Liðið hefur þó aðeins leikið 5 útileiki til þessa í mótinu og á því þrjá slíka eftir fram að skiptingu eftir leik kvöldsins en aðeins einn heimaleik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deild kvenna rúllar áfram
Heil og sæl læru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þór/KA sem fram fer HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er liður í 14.umferð deildarinnar og verður flautað til leiks klukkan 18:00
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('93)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa
16. Lidija Kulis
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('46)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('93)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('46)
7. Amalía Árnadóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('93)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('93)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Bragi Halldórsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Bryndís Eiríksdóttir ('45)
Hulda Björg Hannesdóttir ('77)

Rauð spjöld: