Katla Tryggvadóttir, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.
Næsta umferð hefst í kvöld en Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spáir í leikina sem eru framundan.
Næsta umferð hefst í kvöld en Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spáir í leikina sem eru framundan.
FH 2 - 0 Stjarnan (18:00 í kvöld)
Það verður engin flugeldasýning í Mekka nema þá hjá Elísu Lönu sem skorar bæði mörk FH í 2-0 sigri en Stjörnukonur gætu ekki skorað til að bjarga lífi sínu.
Tindastóll 0 - 4 Valur (18:00 í kvöld)
Auðunn Blöndal gaf út króksaralag á miðnætti en það dugar ekki til. Þrátt fyrir stórleik Monicu skora Valskonur fjögur mörk og verða þau öll óverjandi.
Keflavík 0 - 2 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Norðankonur eru í öldudal og stefnir í vonbrigðartímabil miðað við markmið. Keflavík á botninum og verða þar áfram þar sem hin ótrúlega Sandra María Jessen setur tvö í barráttuleik en Jonathan Glenn fær rautt spjald eftir furðulegasta dóm sumarsins.
Víkingur R. 3 - 2 Þróttur R. (18:00 á föstudag)
Þessi mun hafa það allt. Óli K er í stuði eftir sigur á FH en John verður í ennþá meira stuði eftir sigurinn á Akureyri og verður þetta algjör borðtennisleikur. Leah skorar fyrsta mark leiksins en Bergþóra og Selma svara með tveimur mörkum, Melissa kemur aftur inn af bekknum og jafnar leikinn með mögnuðu marki en á 90+ kemur sigurmarkið frá Huldu Ösp sem er vanmetnasti leikmaður deildarinnar að mínu mati og John fer syngjandi inn í helgina.
Breiðablik 4 - 0 Fylkir (18:00 á föstudag)
Nik fór í heimahagana á Seyðisfirði til að sækja sér orku en orkan þar er mögnuð og verður þetta auðveldur leikur fyrir vikið. Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þrennu og Ásta Eir skorar líka og fagnar því að hætti hússins.
Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Athugasemdir