Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Keflavík
0
1
Þór/KA
0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir '58
24.07.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Breki Sigurðsson
Áhorfendur: 65
Maður leiksins: Harpa Jóhannsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller ('62)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir (f)
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
14. Alma Rós Magnúsdóttir
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('62)
17. Kara Mjöll Sveinsdóttir
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:
Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('76)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Glæsimark Huldu Óskar tryggði Þór/KA þrjú stig
Hvað réði úrslitum?
Glæsimark Huldu Ósk að sjálfsögðu réði þar öllu þegar upp var staðið. Fram að því þó höfðu bæði lið farið illa með fjölmörg góð færi. Keflvíkingum svíður það eflaust meira að hafa farið illa með sín færi enda sigurinn gestaliðsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst fótbolti jú um að skora mörk og ef þú nýtir ekki færin þín þá er erfitt að færa rök fyrir því að þú eigir skilið að vinna. Að sama skapi er tilfinningin eflaust léttir hjá liði Þór/KA. Þær áttu ekki sinn besta leik í sumar, fengu færi sem þær fóru illa með en Hulda sendi þrjú stig norður með flugpósti með glæsilegu skoti.
Bestu leikmenn
1. Harpa Jóhannsdóttir
Varði allt sem á markið kom og var feykilega örugg í sínum aðgerðum. Nokkrar glæsilegar vörslur úr dauðafærum sem skiptu sköpum er flautað var til leiksloka.
2. Vera Varis
Gæti gert copy/paste á textann hér að ofan nema að því leyti að hún þurfti að sækja boltann í netið einu sinni og tapaði leiknum. Gat ekkert gert í markinu.
Atvikið
Svo lengi sem ég man hefur það verið hefð að ungir iðkendur úr félögum sjái um að vera boltakrakkar á leikjum félaga sinna. Það kom mér því nokkuð spánskt fyrir sjónir í upphafi leiks að sjá að meirihluti "boltakrakka" voru karlmenn sem ýmist voru á eða alveg við það að komast á miðjan aldur. Hreyfingar ekki alveg jafn kvikar og hjá hinum yngri sem maður er vanur að sjá en stóðu þó vel fyrir sínu. Var reyndar öllum með tölu skipt út er líða fór á leikinn og hygg ég að þeir hafi eflaust verið því fegnir.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA fer í 27 stig í þriðja sætinu og setur átta stig milli sín og Víkinga sem sitja sæti neðar. Keflavík áfram á botninum með níu stig.
Vondur dagur
Saorla Lorraine Miller fékk sannkallað dauðafæri er hún slapp ein í gegnum vörn Þór/KA í fyrri hálfleik. Fékk nægan tíma til að ákveða hvernig hún ætlaði að setja boltann í netið sem mögulega kom henni um koll. Þegar kom að því að skjóta setti hún boltann því sem næst beint í Hörpu sem var mætt vel út á móti. Stórt augnablik sem gæti reynst dýrkeypt.
Dómarinn - 5
Ég er á báðum áttum í rauninni. Engin stór atvik sem hafa afgerandi áhrif en línan fannst mér stundum svolítið á reiki. Betri kaflar inn á milli en ég held að hann geti vissulega gert betur.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('93)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa
16. Lidija Kulis
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('46)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('93)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('46)
7. Amalía Árnadóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('93)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('93)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Bragi Halldórsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Bryndís Eiríksdóttir ('45)
Hulda Björg Hannesdóttir ('77)

Rauð spjöld: