Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Víkingur R.
0
1
Egnatia
0-1 Lorougnon Doukouo '33
25.07.2024  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Jóhan Hendrik Ellefsen (Fær)
Maður leiksins: Lorougnon Doukouo (Egnatia)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('99)
10. Pablo Punyed ('75)
19. Danijel Dejan Djuric ('75)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('75)
27. Matthías Vilhjálmsson ('30)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('75)
9. Helgi Guðjónsson ('75)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('99)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('75)
21. Aron Elís Þrándarson ('30)
24. Davíð Örn Atlason
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Viktor Örlygur Andrason ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egnatia vinnur hér í kvöld. Víkingar einfaldlega bara ekki nógu beittir sóknarlega. Það er verk að vinna úti í Albaníu eftir viku.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
99. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
94. mín
Maðurinn sem Viktor braut á þarf auðvitað aðhlynningu. Þetta er farið að verða pínu þreytt. Boltinn hefur verið svona 2 mínútur í leik síðustu 20 mínútur.
94. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Of seinn í þessa tæklingu
91. mín
Inn:Mario Gjata (Egnatia) Út:Lorougnon Doukouo (Egnatia)
Markaskorarinn fer meiddur af velli. Tveir starfsmenn sem halda utan um hann að hjálpa honum. Ég hef aldrei séð menn labba svona hægt af velli, þetta er ótrúlegt.
91. mín
Inn:Francois Dulysse (Egnatia) Út:Redi Kasa (Egnatia)
91. mín
Það er heilum 7 mínútum bætt við! Jæja Víkingar nýta þetta núna!
89. mín Gult spjald: Juozas Lubas (Egnatia)
88. mín
Það er gamli góði krampinn hjá gestunum. Það er notað öll trix í bókinni.
83. mín
Góð fyrir gjöf hjá Erlingi inn í teig. Nikolaj stekkur hæst og nær skallanum en hann er of hár og of laus, þannig yfir markið.
82. mín Gult spjald: Ilir Dabjani (Egnatia)
Færeyingurinn kominn með nóg af þessum töfum.
81. mín
Skalli rétt framhjá! Viktor með frábæran bolta inn á teig, beint á kollinn á Gunnar sem nær skallanum en boltinn siglir rétt framhjá.
79. mín
Inn:Juozas Lubas (Egnatia) Út:Zamig Aliyev (Egnatia)
78. mín
Þarna átti Egnatia að skora!! Fangaj setur boltan fyrir frá hægri kantinum, það nær enginn að komast í boltan á nærstönginni þannig hann fer áfram á fjær. Þar er varamaðurinn Lushjka í dauðafæri eiginlega með opið markið fyrir framan sig en hann setur boltan yfir markið.
75. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Þreföld skipting, það þarf eitthvað að fara gerast hjá Víkingum.
75. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
75. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
74. mín
Niko og Dabjani lenda í samstuði og Dabjani liggur eftir og fær sjúkraþjálfarana inná. Stuðningsmenn í stúkunni ekki sáttir, þeim finnst Egnatia bara vera að tefja.
72. mín
Frábært færi! Aron setur frábæra stungusendingu í gegnum vörn Egnatia beint á Erling. Erlingur gerir svo vel í að fara framhjá einum og ná skotinu en Dabjani ver enn og aftur mjög vel.
70. mín
Inn:Regi Lushkja (Egnatia) Út:Youba Drame (Egnatia)
66. mín
Góð sókn hjá Víkingum! Víkingar sækja upp hægri kantinn og Erlingur er þar með boltan. Hann skiptir boltanum út til vinstri þar sem hann finnur Danijel sem er aleinn og ódekkaður. Hann hleypir af föstu skoti en Dabjani ver vel.
63. mín Gult spjald: Renato Malota (Egnatia)
Víkingar fá tvær hornspyrnur í röð sem þeir ná að skapa smá hættu úr en það rennur út í sandinn. Malota fær svo gult fyrir töf.
62. mín
Víkingur vill fá víti! Erlingur setur góðan bolta inn í teig þar sem Nikolaj nær valdi á boltanum og framlengir síðan á Pablo. Pablo er þar í baráttu við varnarmann til að ná skotinu en hann fellur við. Eftir endursýningar held ég að þetta hafi verið rétt hjá dómarateyminu.
60. mín
Það eru svona 20 stuðningsmenn Egnatia á vellinum og það er leiðinlegt að segja það en þeir eru að vinna stuðningsbaráttuna léttilega. Víkingsmenn í stúkunni verða að fara hjálpa mönnunum á vellinum aðeins meira.
56. mín
Valdimar með frábæra takta rétt fyrir utan teig. Tekur svo hælsendingu á Nikolaj inn í teig. Niko er þar kominn í góða stöðu en fer illa með færið og skýtur framhjá.
54. mín
Karl Friðleifur setur boltan inn í teiginn en gestirnir skalla frá.
54. mín
Víkingar fá hornspyrnu.
50. mín
Egnatia með hornspyrnu sem þeir setja inn í teig en Ingvar kemur út og kýlir boltan burt. Þá fær Fangaj boltan og setur boltan aftur fyrir en þá skalla Víkingar frá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það er hálfleikur og gestirnir leiða. Víkingar hafa verið með meira vald á boltanum en hafa verið ósköp bitlausir í sínu sóknarskipulagi. Færin hjá þeim hafa komið úr föstum leikatriðum aðallega. Á meðan eru Egnatia menn virkilega hættulegir í sínum skyndisóknum þar sem Doukouo og Drame virðast erfiðir að meðhöndla. Verulega hraðir og góðir leikmenn.
45. mín
+3
Egnatia sækir hratt á Viking eftir að þeir missa boltan og Fangaj nær skoti fyrir utan teig. Það fer hinsvegar hátt yfir.
45. mín
Það verða 3 mínútur í uppbótartíma.
42. mín
Danijel nær að prjóna sig í gegnum nokkra varnarmenn, fer frá vinstri kantinum og inn á völl. Hann tekur svo skotið rétt fyrir utan teig en það flýgur yfir.
40. mín
Hornspyrna hjá Víkingum og Pablo sveiflar boltanum inn í teig. Nikolaj stekkur þar hæst og nær skallanum en beint á Dabjani í markinu.
39. mín Gult spjald: Arbenit Xhemajli (Egnatia)
Stöðvar skyndisókn.
37. mín Gult spjald: Albano Aleksi (Egnatia)
Aukaspyrna fyrir Víking í miðjuboganum.
33. mín MARK!
Lorougnon Doukouo (Egnatia)
ÞVÍLÍK MISTÖK HJÁ INGVAR!! Egnatia menn setja háan bolta inn í teig og Ingvar kemur út úr markinu til að kýla boltan. Hann kýlir boltan bara hátt, og aftur fyrir sig þannig að Drame nær að pota eitthvað í boltan og svo er Ingvar eitthvað að reyna að bjarga sér en Doukouo nær að pota boltanum inn svona meter frá markinu.
30. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Matti er fljótur að setjast aftur í grasið eftir að hann kemur inná. Þetta er svo sem ekki slæm skipti.
29. mín
Matti skokkar af velli þannig hann nær sér vonandi af þessu.

Hann er kominn aftur inná.
27. mín
Matti Villa og Ahmetaj lenda saman og Matti liggur eftir í grasinu. Mér sýndist hann teygja löppina alveg vel út þannig þetta gæti verið eitthvað slæmt í vöðvunum. Vonum ekki.
23. mín
Egnatia menn aðeins að sækja í sig veðrið. Þeir virtust bara ætla að liggja til baka fyrstu 10 mínúturnar en þeir eru alveg byrjaðir að bíta frá sér.
14. mín
Egnatia vill víti! Boltinn kemur inn í teig og Gunnar Vatnhamar nær að skalla frá. Fyrir aftan hann er hinsvegar leikmaður gestana að hoppa upp í skallaboltan en Ingvar kemur út og keyrir hann niður. Það var alveg sterk vítaspyrnu lykt af þessu, en strax þarna á eftir náður þeir föstu skoti fyrir utan teig sem Ingvar varði.

Þetta var keimlíkt atvikinu gegn Val þegar Ingvar fékk dæmt á sig víti.
13. mín
Egnatia sækir núna hratt og Doukouo fær boltan fyrir utan teig. Hann skýtur á markið, þrumuskot en Ingvar ver vel.
12. mín
Fín sókn hjá Víkingum upp vinstri kantinn, setja boltan inn í teig. Nikolaj lyftir þá boltanum upp fyrir sjálfan sig og nær fínu skoti en það er varið.
11. mín
Leikurinn hefur farið mest megnis fram á vallarhelmingi Egnatia þessar fyrstu mínúturnar. Víkingar að ná að herja vel á þá.
7. mín
Víkingar með aukaspyrnu við vinstra horn vítateigsins. Pablo tekur þessa spyrnu og sveiflar boltanum inn í teig. Jón Guðni nær aðeins að snerta boltan með höfðinu en ekki nægilega mikið þannig þessi bolti endar í markspyrnu.
5. mín
Frábært skallafæri!! Pablo tekur spyrnuna stutt og þeir framlengja boltan fram á Valdimar. Valdimar setur þá boltan fyrir á fjærstöngina þar sem Ekroth er alveg frír og nær skallanum örfáum metrum frá marki en Dabjani markvörður Egnatia ver vel!
5. mín
Víkingar vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Uppstilling Víkings
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

1. mín
Leikur hafinn
Færeyjingurinn flautar og þessi veisla er komin af stað!
Fyrir leik
Liðin komin inn á völlinn og leikurinn fer að hefjast!
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir fimm breytingar á sínu liði í kvöld. Ingvar Jónsson snýr aftur í markið og Jón Guðni Fjóluson, Pablo Punyed, Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen koma allir inn í liðið. Pálmi Rafn Arinbjörnsson fær sér sæti á bekknum ásamt Viktor Örlygi Andrasyni, Gísla Gottskálk Þórðarsyni, Halldóri Smára Sigurðssyni og Ara Sigurpálssyni.
Fyrir leik
Arnar og Aron svara spurningum Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkings og Aron Elís Þrándarsson leikmaður Víkings sátu fyrir svörum þegar Guðmundur Aðalsteinn fór og heimsótti þá í Víkinni í gær.
Fyrir leik
Frændur að dæma Við erum með færeyskt dómarateymi að dæma þennan leik. Jóhan Hendrik Ellefsen verður aðaldómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Dan Petur Pauli Højgaard og Jørleif Djurhuus. Varadómari er Dagfinn Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Aðeins um gestina frá Albaníu Það er ekki langt síðan Egnatia voru nýliðar í efstu deild Albaníu. Þeir fóru upp um deild árið 2021 og eru núna meistarar eftir að hafa unnið deildina síðasta tímabil. Það er í fyrsta skiptið sem félagið vinnur deildina en þeim tókst líka að vinna bikarinn á síðasta tímabili.

Þetta er enginn stórborgar klúbbur en þeir koma frá bænum Rrogozhinë þar sem aðeins rétt rúmlega 20.000 manns búa. Þar af leiðandi er völlurinn þeirra ekkert mikið mannvirki. Egnatia Arena eins og hann er kallaður er með um 1200 sæti sem er sambærilegt við marga velli á Íslandi.

Evrópusaga þessa liðs er ekki löng en þeir tóku þátt í Evrópukeppni fyrst í fyrra. Þar töpuðu þeir einvígi gegn Armenska liðinu Ararat-Armenia. Samnlagt var staðan 5-5 en Egnatia tapaði í vítaspyrnukeppni. Þeir hafa ekki alveglært af því, þar sem í ár lentu þeir í sömu stöðu gegn Borac Banja Luka frá Bosníu. Egnatia mætti þeim í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og staðan var samanlagt 2-2 eftir báða leikina. Egnatia endaði þá að endurtaka leikinn og tapaði í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Víkingar ekki í góðu formi Víkingar koma inn í þennan leik eftir að hafa farið norður í land og tapað þar 1-0 fyrir KA. Þar á undan töpuðu þeir einvígi sínu í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Shamrock Rovers. Það eru því þrír leikir í röð sem Víkingar hafa ekki unnið leik og þeir þurfa að snúa því gengi við ef þeir ætla sér eitthvað í kvöld. Þeir eru þó ennþá á toppi Bestu deildarinnar þrem stigum á undan Breiðablik þegar 15 leikir eru búnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir leik
Sambandsdeildin heilsar Komiði sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings gegn Egnatia. Þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður spilaður á Víkingsvellinum.
Mynd: EPA
Byrjunarlið:
12. Ilir Dabjani (m)
4. Zamig Aliyev ('79)
6. Albano Aleksi
13. Renato Malota
14. Lorougnon Doukouo ('91)
16. Edison Ndreca
19. Arbenit Xhemajli
27. Youba Drame ('70)
28. Alessandro Ahmetaj
44. Abdurramani Fangaj
82. Redi Kasa ('91)

Varamenn:
1. Klajdi Kuka (m)
2. Amer Duka
3. Francois Dulysse ('91)
23. Juozas Lubas ('79)
24. Rezart Rama
29. Mario Gjata ('91)
70. Regi Lushkja ('70)

Liðsstjórn:
Edlir Tetova (Þ)

Gul spjöld:
Albano Aleksi ('37)
Arbenit Xhemajli ('39)
Renato Malota ('63)
Ilir Dabjani ('82)
Juozas Lubas ('89)

Rauð spjöld: