Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 0
0
Keflavík
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Valur
0
0
St. Mirren
Aron Jóhannsson '80
25.07.2024  -  18:45
N1-völlurinn Hlíðarenda
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Damian Kos (Pól)
Maður leiksins: Ellery Balcombe
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('62)
4. Elfar Freyr Helgason
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('84)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('72)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('72)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('62)
7. Aron Jóhannsson ('72)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('84)
17. Lúkas Logi Heimisson ('72)
20. Orri Sigurður Ómarsson
26. Ólafur Flóki Stephensen
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('74)

Rauð spjöld:
Aron Jóhannsson ('80)
Leik lokið!
Með 0 - 0 jafntefli. Held að Valsmenn geti verið ágætlega sáttir með þá niðurstöðu þegar á heildina er litið. Viðtöl og umfjöllun innan skamms.
90. mín
+1 Gísli Laxdal kemst inn fyrir á móti markmanninum sem gerir vel í að loka á hann.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót Að lágmarki þremur mínútum bætt við.
89. mín
Leikurinn er að fjara út Mínúta eftir af venjulegum leiktíma og tíminn að renna út fyrir Valsmenn að ná að skora í þessum leik.
84. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
80. mín Rautt spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Nei nei nei nei Aron tók niður Roland sem var við það að komast einn inn fyrir eftir lélega sendingu Jakobs Franz til baka. Aron nýkominn inn á.
79. mín
Brjálæðislega vel varið! Frábær samleikur Valsmanna, Birkir með sendingu á Patrick sem hleypur upp kantinn og sendir boltann fyrir á Gylfa sem kemur á ferðinni og nær föstu skoti að marki St.Mirren frá vítateigslínunni en Ellery varði stórkostlega yfir markið.
78. mín Gult spjald: Richard Taylor (St. Mirren)
77. mín
Stuðningsfólk Vals lætur heyra í sér Á meðan hefur aðeins lækkað í Skosku stuðningsfólkinu
75. mín
Vel varið hjá Fredrik Roland Idowu með fast skot fyrir utan vítateigslínuna en Fredrik varði virkilega vel.
74. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Nýkominn inn á Stöðvar mögulega skyndisókn.
72. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
72. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
70. mín
Patrick með skalla Fær góða sendingu inn í teig og nær skallanum, en ekki nógu föstum og Ellery er svo sannarlega að sinna hlutverki sínu sem markvörður og ver þennan skalla nokkuð vel.
68. mín
Boltinn rétt framhjá Mandron sem er nýfarinn af velli var í baráttu inn í teig Valsmanna og nær að hafa betur við varnarmenn Vals sem eru í bullinu, hann hálf hrasar og nær ekki almennilegu skoti að marki en boltinn fór engu að síður rétt framhjá.
67. mín
Inn:James Scott (St. Mirren) Út:Olutoyosi Olusanya (St. Mirren)
67. mín
Inn:Jonah Ayunga (St. Mirren) Út:Mikael Mandron (St. Mirren)
65. mín Gult spjald: Olutoyosi Olusanya (St. Mirren)
62. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Valur) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
61. mín
GEGGJUÐ VARSLA! Tryggvi Hrafn með frábæran skalla í vinkilshornið en Ellery með sjónvarpsvörslu! Hörður Ingi undirbjó þetta með frábærri sendingu inn í teig.
58. mín
Dauðafæri! Skotarnir í dauða dauða dauða færi og var það að ég held Roland Idowu sem er nýkominn inn á sem átti skot að marki Valsmanna en Elfar bjargar á línu.
57. mín
Inn:Roland Idowu (St. Mirren) Út:Oisin Smyth (St. Mirren)
55. mín
Líf í Valsmönnum Heimamenn búnir að vera miklu áræðnari í seinni hálfleik og eru að banka á dyrnar, í að minnsta kosti opna vörnina hjá St.Mirren.
51. mín
Þarna átti Patrick að skora! Komst einn á móti markmanni nærri upp við endalínu en náði skoti að marki sem Ellery Balcome gerði hrikalega vel í að verja.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Skotarnir sparka seinni hálfleik í gang. Fáum nú Íslensk mörk í þetta Valsmenn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og ég held að Valsmenn séu ansi fegnir því að hafa náð að halda leiknum í 0 - 0. St.Mirren eru búnir að vera sterkari og hafa náð að skapa sér stöður en nýta þær ekki nógu vel.
42. mín
Yfir markið! Oisin Smyth með skot við vítateigslínuna en skotið yfir markið.
39. mín
Úffffff!!! Hættulegasta sókn Valsmanna síðan á fyrstu mínútu leiksins. Gott spil Valsmanna sem endaði með að Gylfi náði skoti að markinu sem fór af Tryggva Hrafni og þaðan yfir markið.
34. mín
Boltinn siglir í gegnum vítateig Vals Sá ekki hver átti sendinguna fyrir Skotana en boltinn sigldi í gegnum teig Valsmanna og ekkert varð úr neinu.
30. mín
Gengur aðeins betur hjá heimamönnum Þeir eru farnir að ná að tengja sendingar saman og halda boltanum aðeins. Vonandi að það fari að skila árangri.
26. mín
Fyrsta hornspyrna Vals. Gylfi tekur spyrnuna en ekkert kemur út úr henni.
24. mín
Púa á Gylfa Stuðningsmenn St.Mirren púa vel á Gylfa Sig þegar hann fær boltann.
19. mín
Hættuleg þróun St.Mirren ná að opna Valsvörnina og teygja hana ansi reglulega og það býður hættunni vel heim.
17. mín
Fóru illa að ráði sínu Olutoyosi Olusanya vann baráttu við Elfar Frey, komst í góða stöðu í teig Vals en ákvað að senda inn í teiginn þar sem Jakob Franz náði að hreinsa. Þarna átti Olutoyosi Olusanya að skjóta á markið.
16. mín
Inn:Dennis Adeniran (St. Mirren) Út:Caolan Boyd-Munce (St. Mirren)
Skipting Skipting snemma í leiknum. Einhver meiðsli sem hrjá Caolan væntanlega.
14. mín
Hraður leikur Það er búið að vera nóg í gangi þótt mörkin séu ekki kominn en ég er viss um að það muni gerast. Valsmenn byrjaði af krafti en St.Mirren fóru svo að þrýsta þeim niður og það heppnaðist ágætlega. Valsmenn eru svo að komast aftur inn í leikinn. En það eru hafðar gætur á Gylfa Sigurðssyni og hann hefur ekki sést mikið.
12. mín
Ohhhhh! Kiddi Freyr sendir góða sendingu inn í teig á Tryggva Hrafn sem nær skoti að marki en markmaður St.Mirren gerir gríðarlega vel. Kiddi að mér sýndist fylgdi svo á eftir en náði ekki nógu góðri eftirfylgni.
9. mín
Hættuleg sókn St. Mirren Toyosi Olusanya kemst aftur í gott færi, nú á móti Fredrik sem gerir vel og ver skotið í horn.
4. mín
Vel gert Elfar! Skotarnir komst tveir á móti tveimur í hraðri sókn en Elfar Freyr Helgason er mættur og nær að renna sér fyrir skot Toyosi Olusanya
1. mín
Frábær sending Tryggvi Hrafn með frábæra sendingu inn fyrir vörn St. Mirren, Jónatan Ingi fær boltann en nær ekki að athafna sig nógu vel og boltinn fer í markmann St.Mirren.
1. mín
Leikur hafinn! Valsmenn byrja með boltann og spila í átt að Öskjuhlíðinni. Í kvöld styðjum við Valsmenn (og önnur íslensk lið sem spila í kvöld)! Áfram Valur!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Þetta er að bresta á! Liðin eru komin út á völl og áhorfendur standa upp og klappa þeim lof í lófa.
Alvöru stemning
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Brjáluð Skosk stemmning! Það eru eitthvað í kringum 400 stuðningsfólk frá Skotlandi komið á N1 völlinn að styðja sína menn. Þeir syngja og tralla og láta vel í sér heyra og eru búnir að gera það síðustu klukkutímana eftir því sem mér skilst.

Fyrir leik
Pólskt dómaratríó Hinn Pólski Damian Kos sér um dómgæsluna í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Bartosz Heinig & Marek Arys
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Arnar Grétarsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn og eru tvær breytingar frá sigrinum gegn Vllaznia fyrir viku síðan. Guðmundur Andri Tryggvason og Hólmar Örn Eyjólfsson taka sér sæti á bekknum og í þeirra stað koma þeir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Elfar Freyr Helgason. Kristinn Freyr er með fyrirliðabandið.

Í liði St. Mirren er Elvis Bwomono sem lék með ÍBV tímabilin 2022 og 2023.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrrum landsliðsmaður hetja hjá St. Mirren Fyrrum landsliðsmaðurinn Guðmundur Torfason var markakóngur St.Mirren þrjú ár í röð á árunum 1989 - 1992. Hann var í áhugaverðu viðtali við Aron Guðmundsson á Vísir.is fyrr í dag.
Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren
Fyrir leik
X-ið (áður Twitter) að gefa

Fyrir leik
St. Mirren Ef við skoðum aðeins andstæðinga Vals að þá eru það skotarnir í St. Mirren. Þeir lentu í 5. sæti skosku deildarinnar í fyrra. Þeir hafa aldrei unnið skosku deildina en eru samt af flestum taldir sterkustu andstæðingar íslensku liðanna í Evrópukeppni það sem af er þessa tímabils. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni.

Í leikmannahópi St. Mirren er m.a. að finna hann Elvis Bwomono sem leik með ÍBV 2022 og 2023. Einnig er þar að finna Diarmuid O'Carroll sem er aðstoðarþjálfari liðsins en hann er fyrrum leikmaður Vals.


St.Mirren menn hafa að sögn undirbúið sig vel fyrir leikinn á móti Val líkt og fram kemur hjá fyrirliða liðsins Mark O'Hara.
Fyrir leik
Arnar Grétars í viðtali fyrir leik Arnar Grétarsson þjálfari Vals var í viðtali við Sæbjörn Steinke hér á Fótbolti.net í gær. Þar ræddi hann meðal annars þessi vandræði sem minnst er á hér að neðan, leikmannamál og fleira.

Fyrir leik
Hrakfarir á heimleið Á leið heim frá Albaníu lentu Valsmenn í smávegis vandræðum vegna kerfisbilunar frá einhverju hugbúnaðarfyrirtæki sem olli því að flugum víðsvegar í heiminum var aflýst eða frestað. Börkur Eðvarðsson formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti þeim vandræðum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu síðastliðinn laugardag.
Fyrir leik
Skrið á Valsmönnum Valur komst í aðra umferð með góðum útsigri á Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð.

Einnig eru þeir á góðu róli í deildinni heima en í síðustu fimm leikjum hafa þeir unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum og sitja í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Víkingum og eiga leik til góða.
Fyrir leik
Evrópuleikur á N1 vellinum! Hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals & St. Mirren frá Skotlandi í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 18:45 og vonumst við öll að sjálfsögðu eftir góðum sigri Valsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ellery Balcombe (m)
5. Richard Taylor
6. Mark O'Hara
8. Oisin Smyth ('57)
9. Mikael Mandron ('67)
13. Alexander Gogic
15. Caolan Boyd-Munce ('16)
20. Olutoyosi Olusanya ('67)
21. Jaden Brown
22. Marcus Fraser
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
27. Peter Urminský (m)
31. Shay Kelly (m)
3. Scott Tanser
7. Jonah Ayunga ('67)
12. Roland Idowu ('57)
14. James Scott ('67)
23. Dennis Adeniran ('16)
24. Lewis Jamieson
26. Luke Kenny
30. Fraser Taylor
33. Evan Mooney
34. Ethan Sutherland

Liðsstjórn:
Stephen Robinson (Þ)

Gul spjöld:
Olutoyosi Olusanya ('65)
Richard Taylor ('78)

Rauð spjöld: