Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Fjölnir
1
1
Dalvík/Reynir
Hassan Jalloh '82
0-1 Borja López '88
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson '90 1-1
26.07.2024  -  18:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Borja López
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('87)
16. Orri Þórhallsson ('69)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('57)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('69)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('87)
10. Axel Freyr Harðarson ('57)
11. Jónatan Guðni Arnarsson
27. Sölvi Sigmarsson
88. Kristófer Dagur Arnarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dalvíkingar sækja sterkt stig í Grafarvoginn!

Skýrsla og viðtöl koma á síðuna innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
96. mín
Inn:Tómas Þórðarson (Dalvík/Reynir) Út:Borja López (Dalvík/Reynir)
Borja verið stórkostlegur í dag fyrir Dalvíkinga.
95. mín
Þetta virðist vera að renna út í sandinn fyrir Fjölnismenn.
90. mín MARK!
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
DRAMA!!! Það er allt að gerast hérna!!

Sýndist það vera Reynir Haralds sem kemur með bolta inn á teiginn. Boltinn fer á fjærstöngina þar sem Vilhjálmur Yngvi er og skallar yfir Franko í markinu og í netið.

Skrítið mark en boltinn var ótrúlega lengi á leiðinni í netið og það leit fyrst út fyrir að hann væri að fara yfir en inn í markið fór hann.

Fáum við ennþá meira drama í þetta?!?!
88. mín MARK!
Borja López (Dalvík/Reynir)
Stoðsending: Áki Sölvason
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!!!! Alejandro kemur með bolta inn í gegn á Áka Sölvason sem gerir ótrúlega vel inni á teig Fjölnis. Hann rennir honum fyrir markið á Borja sem kemur boltanum í netið.

Skelfilegur varnarleikur hjá Fjölni þarna en litli karakterinn og viljinn í þessu Dalvíkurliði!!
87. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
85. mín
Fáum við drama?! Fjölnismenn hafa 5 mínútur + uppbótartíma til að kom ameð dramatískt sigurmark.

Hreinlega með ólíkindum að það sé markalaust í þessum leik.
82. mín Rautt spjald: Hassan Jalloh (Dalvík/Reynir)
Ég sá ekki hvað gerðist Baldvin liggur allt í einu niðri og AD2 var með þetta beint fyrir framan sig og metur sem svo að þetta hafi verið rautt spjald. Ég sá ekki hvað gerðist Hassan Jalloh hefur lokið hér leik.

Dalvíkingar brjálaðir en brekkan er núna bara orðin brattari!
81. mín Gult spjald: Franko Lalic (Dalvík/Reynir)
Dalvíkingar greinilega ánægðir með punktinn Fyrir að tefja í markspyrnu.
81. mín
Reynir tekur hornið inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir í horn.
80. mín
Fjölnismenn að fá horn! Ná þeir að setja hann núna?
79. mín
Ég trúi þessu ekki Það að Fjölnismenn eru ekki búnir að setja mark í dag er mér hulin ráðgáta.

Þeir liggja á vítateig Dalvíkinga.
77. mín
Það er fátt að falla með Fjölnismönnum inni í vítateig Dalvíkinga í dag.
76. mín
Dalvíkingar verjast horninu vel.
75. mín Gult spjald: Dragan Stojanovic (Dalvík/Reynir)
Jóhann lá niðri eftir færið og Fjölnismenn taka markspyrnuna hratt. Dómarinn stoppar ekki leikinn og Dragan ekki sáttur með Arnar og fær spjald að launum.
75. mín
Fjölnismenn að fá horn!
74. mín
Dalvíkingar í færi! Jóhann Örn sleppur einn í gegn og tekur skotið í fyrsta yfir Halldór. Það leit út eins og boltinn væri að fara inn en hann fór rétt framhjá.

Það þarf ekki meira en þetta!
73. mín
Færi! Axel Freyr gerir glæsilega fyrir utan teig Dalvíkinga og nær góðu skoti sem fer í hliðarnetið.

Dalvíkingar lifa á lyginni!
71. mín
HVERNIG?!?! Axel gerir vel og kemur með sendingu inn á Gumma Kalla sem er þá kominn í glæsilega stöðu inni á teig Dalvíkinga. Hann kemur þá með sendingu fyrir markið á Mána Austmann sem rennir sér í átt að boltanum en hittir ekki boltann.

Máni Austmann hefur ekki verið á skotskónum í dag til þessa.
69. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
68. mín
Reynir tekur spyrnuna inn á teig sem fer yfir allan pakkann og í markspyrnu.
68. mín
Fjölnir að fá horn!
67. mín
DAUÐAFÆRI! Orri með sturlaða sendingu í fyrsta inn fyrir í gegn á Mána Austmann. Máni er þá kominn einn gegn Franko en skotið fer rétt framhjá.

Fjölnismenn eru að fá færinn og markakóngurinn, til þessa, í Lengjudeildinni hefur ekki verið nægilega klínískur í dag.
65. mín
Gummi Kalli tekur spyrnuna inn á teiginn en Dalvíkingar bægja hættunni frá.
64. mín
Fjölnir að fá horn!
63. mín
Dagur Austmann á teiginn Aftur tekur Áki Sölva hornið og aftur skallar Dagur Austmann boltann frá. Núna fer boltinn út á Jóhann Örn sem á skot langt yfir markið.
63. mín
Annað horn! Áki Sölva tekur hornið en Dagur Austmann skallar boltann aftur fyrir í annað horn
62. mín
Dalvíkingar að fá horn! Freyr Jónsson með frábært skot af löngu færi sem Halldór gerir vel í að verja í horn.
61. mín
Heimamenn sækja og sækja! Gummi Kalli með skot í fyrsta við vítateigslínuna eftir langa sókn Fjölnis sem fer rétt framhjá.

Heimamenn mikið betri þessa stundina.
57. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir) Út:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
Fyrsta breyting dagsins.
56. mín
Fjölnismenn aftur í góðu færi en enn og aftur eru þeir ekki nógu klínískir fyrir framan markið.

Þeir eiga þó 35 mínútur til að koma inn marki.
56. mín
Gunnlaugur Rafn með skota af löngu færi sem fer yfir markið.

Ekkert galin tilraun en Dalvíkingar eru aðeins að vakna.
53. mín
Fjölnir aftur í dauðafæri! Máni Austmann fær boltann í gegn frá Orra og nær fínasta skoti á markið sem Franko ver út í teig. Þar kemur Bjarni Hafstein á ferðinni og er hársbreidd frá því að ná í boltann.

Spurning hvort Máni hefði hreinlega ekki átt að senda boltann til hliðar á Bjarna.
46. mín
Franko að bjarga Dalvíkingum! Reynir kemur með glæsilegan bolta inn á Vilhjálm Yngva sem gerir vel í að ná skoti á markið en Franko Lalic ver stórkostlega.
46. mín
Seinni hafinn! Þá er seinni hálfleikurinn hafinn!

Máni Austmann kemur þessu af stað.

Fjölnismenn sækja í átt að Esjunni, Dalvíkingar í átt að Breiðholti.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í frekar bragðdaufum hálfleik.

Fjölnismenn hafa fengið sína sénsa og Dalvíkingar hafa fengið ein og ein hálf færi.

Tökum okkur korter.
45. mín
Reynir tekur spyrnuna inn á teiginn sem Borja skallar frá enn eina ferðina. Boltinn dettur út á Daníel Ingvar sem á fast skot í varnarmann og í burtu.
45. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu
44. mín
Ekkert kom úr horni Fjölnis
44. mín
Litla varslan Daníel Ingvar með glæsilegan bolta inn á Mána Austmann sem á skot í jörðina og á markið. Franko Lalic gerir gífurlega vel í að verja skotið í horn.
42. mín
Reynir tekur spyrnuna inn á teiginn sem Borja skallar frá.

Reynir fær annan séns en Dalvíkingar hreinsa frá.
41. mín
Fjölnismenn að fá horn!
36. mín
Reynir tekur spyrnuna stutt á Bjarna Hafstein sem á slaka fyrirgjöf og Dalvíkingar bægja hættunni frá.
36. mín
Fjölnismenn að fá hornspyrnu
34. mín
Mikið er þetta bragðdaufur leikur.
31. mín
Fjölnir í færi! Dagur Ingi kemur með góðan bolta inn á teiginn sem Bjarni hafstein skallar rétt yfir markið.

Fjölnismenn mikið betri í þessum fyrri hálfleik.
26. mín
Reynir tekur spyrnuna aftur inn á teiginn. Borja á misheppnaða hreinsun en Fjölnismenn brjóta þá á sér og Dalvíkingar geta andað hægar.
25. mín
Annað horn! Reynir tekur spyrnuna inn á teiginn sem er á leiðinni á markið en Franko kýlir þá boltann frá í annað horn.
24. mín
Fjölnir að fá horn!
23. mín
Fjölnismenn eru að koma sér í frábærar stöður trekk í trekk inni á teig Dalvíkinga en eru ekki að ná að nýta sér þær nægilega vel.
21. mín
Áki Sölva tekur aftur spyrnu Dalvíkur sem Fjölnismenn standa af sér. Dalvíkingar eiga þó innkast og halda sóknarpressunni áfram.
21. mín
Dóri ver! Áki Sölva tekur spyrnuna inn á teiginn sem Borja skallar á markið.

Dóri ver stórkostlega í horn!
20. mín
Dalvíkinar að fá horn!
19. mín
Fámennt hjá toppliðinu Ég verð að óska eftir betri mætingu frá toppliði Lengjudeildarinnar, Fjölni. Það er langt síðan liðið var í þessari stöðu og Besta deildin er innan seilingar en það má heyra saumnál detta í stúkunni.

Mætingin hefur ekkert verið mjög góð hefur mér fundist hjá Fjölni í sumar.

Þetta lítur ekki út fyrir að vera heimavöllur topplið deildarinnar.
13. mín
Stöngin! Máni Austmann með skot við D-bogann sem fer í stöngina.

Fjölnismenn að byrja leikinn mun betur
11. mín
Borja reynir skot af lööööngu færi sem var frekar laust og fór framhjá.

Ég sá hugmyndina hjá Borja þarna og hefði hann hitt boltann aðeins betur hefði þetta líklega endað í netinu. Dóri var mjög framarlega í markinu þarna.
9. mín
Svona sé ég þetta nokkurn veginn Fjölnir (4-3-3)
Halldór
Dagur - Vilhjálmur - Baldvin - Reynir
Orri - Gummi - Daníel
Dagur - Máni - Bjarni

Dalvík/Reynir (4-4-1-1)
Franko
Rúnar - Bjarmi - Alejandro - Breki
Jóhann - Freyr - Gunnlaugur - Áki
Borja
Hassan
5. mín
Fjölnismenn byrja mun betur eins og kannski var búist við fyrir leik.

Dalvíkingar liggja niðri bara í gamla góða 442.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Þá er þetta komið í gang.

Það eru gestirnir sem hefja hér leik og sækja í átt að Esjunni.

Fjölnismenn sækja í átt að Breiðholti.

Heimamenn leika í gulum treyjum, gulum stuttbuxum og gulum sokkum.

Gestirnir spila í bláum treyjum, bláum stuttbuxum og bláum sokkum.
Fyrir leik
Fjórir í banni Það er einn leikmaður Fjölnis í dag. Það er hinn ólseigi varnarmaður Júlíus Mar Júlíusson. Það eru hins vegar þrír leikmenn í banni hjá Dalvíkingum en það eru þeir Þröstur Mikael Jónasson, Nikola Kristinn Stojanovic og Matheus Bissi Da Silva.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan? Lengjudeildin er samt besta deildin.

1. Fjölnir - 30 stig
------------------------
2. Njarðvík - 25 stig
3. ÍBV - 22 stig
4. ÍR - 22 stig
5. Keflavík - 21 stig
------------------------
6. Þróttur R. - 19 stig
7. Þór A. - 17 stig
8. Grindavík - 17 stig
9. Afturelding - 17 stig
10. Grótta - 13 stig
------------------------
11. Leiknir Reykjavík - 12 stig
12. sæti Dalvík/Reynir - 8 stig

Mynd: Lengjudeildin
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna Liðin mættust í Dalvík fyrr á tímabilinu sem endaði með markalausu jafntefli. Reynir Haraldsson var skiljanlega valinn maður leiksins í þeim leik.

Fyrir leik
Þriðja liðið Arnar Ingi Ingvarsson heldur utan um flautuna í kvöld en honum til halds og trausts verða þeir Guðni Freyr Ingvason og Óliver Thanh Tung Vú. Eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dalvíkingar neðstir Það er hins vegar ekki alveg sama sagan hjá Dalvíkingum sem hafa farið heldur betur illa af stað og eru á botni deildarinnar með 8 stig. Fyrsti og eini sigur Dalvíkinga kom í 1. umferð gegn Eyjamönnum en síðan þá hafa þeir tapað 7 leikjum og gert 5 jafntefli. Brekkan er orðin brött hjá Dalvíkingum en leikurinn í dag verður gífurlega erfiður fyrir gestina.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Fjölnismenn í draumalandi Það er nánast hægt að óska Fjölnismönnum til hamingju með Bestu deildar sætið skyldu þeir vinna botnlið deildarinnar á heimavelli í dag. Grafarvogsliðið hefur farið betur af stað en öll lið deildarinnar og tróna á toppi deildarinnar. Eina tap Fjölnis kom í Skógarselinu gegn ÍR, 3-1. Magnað sumar til þessa hjá Fjölni sem eru farnir að finna lykt af Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Við heilsum úr Dalhúsum! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fjölnis og Dalvíkur Reynis í 14. umferð Lengjudeildar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
4. Alejandro Zambrano Martin
5. Freyr Jónsson
7. Hassan Jalloh
8. Borja López ('96)
9. Jóhann Örn Sigurjónsson
13. Breki Hólm Baldursson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
11. Viktor Daði Sævaldsson
16. Tómas Þórðarson ('96)
20. Aron Máni Sverrisson
25. Elvar Freyr Jónsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Davíð Þór Friðjónsson
Sinisa Pavlica
Stefán Arnar Einarsson

Gul spjöld:
Dragan Stojanovic ('75)
Franko Lalic ('81)

Rauð spjöld:
Hassan Jalloh ('82)