Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Vestri
0
2
FH
0-1 Ólafur Guðmundsson '82
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic '95
28.07.2024  -  16:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 11 gráður, N 4 m/sek, rigning á köflum
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Ólafur Guðmundsson
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('87)
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason ('79)
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen ('74)
77. Sergine Fall ('79)

Varamenn:
1. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('79)
10. Gunnar Jónas Hauksson ('74)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('79)
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('87)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('40)
Ibrahima Balde ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar af! Gestirnir landa iðnaðarsigri fyrir vestan.
95. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Vuuuuuk!! Dansar með boltann fyrir framan Morten. Varnarleikurinn er þreytulegur og skotið laust en Eskelinen er kominn í fjærhornið. Vuk hittir boltann illa en í netið lekur hann
94. mín
Vestramenn eru að reyna að hífa boltann inní teig en komast lítið áleiðis
93. mín
Úlfur kemst í fínt færi, fast skot hans er varið af Eskelinen
90. mín
5 mínútur af uppbót
89. mín
Þetta er að renna út í sandinn, ekkert að frétta. FH ingar stjórna leiknum.
87. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
Sóknarskipting
86. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
Tapar boltanum og rífur í Bödda
84. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
82. mín MARK!
Ólafur Guðmundsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
Það kom að því að hornspyrnurnar skiluðu einhverju. Hornið frá Bödda er frábært, Ólafur er einn og óvaldaður fyrir framan markið og sneiðir boltann í fjærhornið
79. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
79. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Andri kennir sér meins í öxlinni
78. mín
Sindri ver í slánna! Vestri með frábæra skyndisókn! Boltinn berst á Ibra rétt fyrir utan teig. Hann snuddar boltann í fjærskeytin en Sindri kemur löngutöng í boltann og þaðan í slánna!
76. mín
Dauðafæri FH! Kjartan með geggjaðan bolta fyrir, Elvar kemst í boltann en ekki nóg. Eskelinen ver frá Sigurði Bjarti af örstuttu færi. Langbesta færi leiksins
74. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Gustav Kjeldsen (Vestri)
Gus flottur í dag. Hefur engu gleymt
73. mín
Boltinn frá Benó er góður en skallinn frá Andra er vel varinn af Sindra
72. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Elvar étur hann útá vinstri kantinum og Jói rífur hann niður. Aukaspyrna í fyrirgjafarstöðu
70. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
70. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
65. mín
Flott sókn Vestri Andri brýtur pressuna með sturluðum bolta á Ibra á hægri vængnum. Hann finnur Fall í overlap. Kemur með fallhlífarbolta á fjær þar sem Andri ræðst á boltann en nær ekki krafti í skallann
65. mín
Alvöru tempó í leiknum núna og gestirnir betri
63. mín
Elvar með slaka hælspyrnu á miðjum vellinum. FH ingar geysast upp en Eiður skallar fyrirgjöf Björns frá
62. mín
Sammi reynir að lífga upp á pásuna og hendir Cotton Eyed Joe í gang í kerfinu. Það lifir í góðar 2 mínútur. Sprenghlægilegt.
61. mín
FH ingar eru að reyna að setja þetta í pakka á markmanninn en Vestramenn verjast vel. Arnór kemst í góða stöðu en bolti hans fyrir er gripinn af svíanum í markinu. Eiður er sestur
59. mín
Gestirnir betri FH ingar allt annað lið frá fyrri hálfleiknum, búnir að fá 4-5 hornspyrnur og eru að spila vel. Arnór fær boltann úti í teignum en Gustav Kjeldsen kemst fyrir skotið. Enn eitt hornið
56. mín
Hornið er af æfingasvæðinu. Ágætlega útfært en Ibra fær boltann í lappir á teignum og er rangstæður
55. mín
Vestri horn Benó finnur Elvar í overlap sem vinnur horn. Fall tekur hornið
53. mín
FH ingar banka Björn Daníel með fallega takta á miðjunni. Flengir svo hættulegum bolta á fjær sem Eiður bjargar í horn. Nokkrar fyrirgjafir eru skallaðar frá og svo vilja gestirnir fá víti en Erlendur veifar því burt. Sennilega rétt. Að lokum fer fyrirgjöf yfir markið á fjær. Talsverð pressa frá gestunum
52. mín
Kjartan með stórhættulega fyrirgjöf á fjær sem Eskelinen karate sparkar í horn. Stórfurðulegir tilburðir. Hornið er gott beint í pakkan en Eskelinen bjargar andlitinu með fínni kýlingu
49. mín
Sigurður Bjartur með langt innkast, verst að það er alls ekki langt og það er laust. Andri vinnur aukaspyrnu. Þriðja skiptið í leiknum sem FH reynir þetta og nákvæmlega ekkert komið út úr því.
47. mín
Fyrsta sókn hálfleiksins er gestanna. Fyrirgjöf frá hægri fer í gegnum allan pakkann, hefði hæglega getað dottið fyrir Kjartan.
46. mín
Þetta er komið í gang, gestirnir væntanlega með þurrt hár eftir hárblásara frá Heimi Guðjóns. Þurfa að rífa sig í gang.
45. mín
Liðin eru að rölta út á völl, fer að detta í gang von bráðar
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar menn í kaffi Heimamenn miklu betri seinni partinn í hálfleiknum. Fatai og Tarik éta hvern boltann á fætur öðrum á miðjunni en Benedikt Warén búinn að koma sér í hættulegar stöður. Ekkert dauðafæri komið enn þó.

Gestirnir virka hikandi og hugmyndasnauðir fram á við. Ísak Óli og Ólafur Guðmundsson búnir að vera frábærir í vörninni hjá FH. Eru búnir að bjarga oft og mörgum sinnum. Klettar í vörninni.
45. mín
Sigurður Bjartur grýtir boltanum inn á teig en ekkert kemur úr glundroðanum
45. mín
Davíð Smári nöldrar duglega í fjórða dómaranum. Af hverju veit ég ekki. Erlendur bætir 3 mínútum við
40. mín
Frábær skyndisókn heimamanna. Arnór tapar boltanum, Fatai finnur Benó á vinstri sem á fína fyrirgjöf sem Ibra rétt missir af
40. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Vestri)
Of seinn í tæklingu á miðjum vellinum. Hárrétt og óþarfi
36. mín
Andri nálægt því að komast í dauðafæri á markteignum en Ólafur stöðvar hann á ögurstundu
33. mín
Veik vítaköll úr stúkunni, Elvar skallar boltann niður á Benó sem fer niður en það er ekkert á þetta
32. mín
Fatai með tvær frábærar tæklingar í röð, stöðvar hraða sókn.
30. mín
FH fær ódýra aukaspyrnu á hægri vængnum, boltanum vippað í lærið á Elvari og þaðan í höndina. Kjartan með fyrirgjöfina á Úlf sem flikkar honum áfram en Eiður hreinsar
29. mín
Fall með fína fyrirgjöf á fjær en Elvar nær ekki nægum krafti í skallann, beint í fangið á Sindra í markinu. Fyrsta skot á mark
27. mín
Allt að gerast Leikurinn að opnast núna. Vestri með aðra fína sókn en skot Fatai fer í varnarmann. FH ingar hársbreidd frá því að komast í skyndisókn en Gus stöðvar hana. Tarik vinnur svo návígi og á fínt skot hárfínt framhjá. Lyklaborðið logar
24. mín
Strax í kjölfarið er Benó kominn í gott færi eftir 3 á 2 stöðu. Þræðir vítateigslínuna en nær ekki að hleypa skotinu af.
23. mín
Óli Guðmunds bjargar marki Boltinn berst á Benó eftir fínt spil, hann gefur á fjær frá vinstri þar sem Fall bíður eftir því að pota boltanum í netið en Óli Guðmunds nær að reka höfuðið í boltann
22. mín
Við bíðum enn eftir fyrsta færinu. Bæði lið búin að eiga ágætis kafla en aðstæður eru aðeins of hraðar fyrir leikmenn. Þegar þeir venjast þeim koma mörk í þennan leik, ég ætla bara að lofa því.
21. mín
Gamla góða ekkert að gerast núna
17. mín
Fínn kafli FH FH ingar halda vel í boltann, þrýsta Vestra langt niður en sóknin rennur út í sandinn að lokum. Arnór var í ágætri fyrirgjafarstöðu á hægri vængnum en hikaði.
16. mín
Völlurinn er mjög blautur, mikið um feilsendingar og misheppnaðar snertingar
14. mín
Horn Vestri Tarik vinnur boltann á miðjunni, finnur Ibra sem finnur Fall en fyrirgjöf hans er í varnarmann. Hornið er á fjær þar sem Gustav Kjeldsen reynir að skalla hann fyrir markið en bregst bogalistinn.
13. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
12. mín
Vestri að vinna sig inn í leikinn Eru að vinna seinni boltana núna og fikra sig framar á völlinn. Grétar er sestur, er í brasi. Mögulega rifbeinsbrotinn. Líklega skipting á leiðinni.
10. mín
Grétar liggur eftir viðskipti við Ibra Balde, ekkert grín að fá þann skrokk í sig
8. mín
"Stöðubarátta" núna á vellinum, liðin að berjast og lítið að gerast
4. mín
Fín fyrirgjöf frá Kjartani á pönnuna á Úlf en skallinn fer yfir. Ágætis færi
3. mín
FH ingar eiga aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu, Kjartan Kári gefur fyrir en Tarik skallar frá. Elvar straujar Úlf í framhaldinu og önnur aukaspyrna á fínum stað hægra megin.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! FH byrjar með boltann og sækir í suður
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn, Sammi kynnir liðin undir Fjallabræðrum af sinni alkunnu snilld.
Fyrir leik
Topp aðstæður Það er fótboltaveður! Hægur vindur, völlurinn blautur og skýjað. Frábærar aðstæður fyrir hraðan og skemmtilegan leik. Andri Rúnar talaði um að það væri stemmning í hópnum fyrir "bounce back". Heimamenn þurfa sárlega þrjá punkta í dag og muna þurfa að berjast eins og ljón fyrir þeim.

Viðtal við Andra Rúnar fyrir leikinn
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin Andri Rúnar Bjarnason er loksins í byrjunarliði heimamanna eftir allskonar skakkaföll, meiðsli, matareitrun og covid. Gustav Kjeldsen er enn einn leikmaður Vestra sem sjúkrateymið galdrar til baka og er í byrjunarliðinu. Sleit hásin í vetur. Aðrir póstar eru á sínum stað og leyfi ég mér að segja að þetta er sterkasta lið Vestra sem ég hef séð það sem af er tímabili.

Björn Daníel er í byrjunarliði FH í dag, galdramaður á boltann á góðum degi. Jóhann Ægir sest á bekkinn eftir að hafa byrjað gegn ÍA í síðustu umferð. Að öðru leyti er liðið óbreytt frá síðasta leik sem fór 1-1 þar sem Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bjargaði stigi í uppbótartíma.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
FH Hafnfirðingar hafa leikið 5 leiki í röð án taps. 3 sigrar og 2 jafntefli. Þeir rétt björguðu stigi í síðasta leik gegn ÍA. Þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar og munu með sigri í dag ná Val að stigum. Valsmenn ættu þó tvo leiki í hönd.

FH ásamt KA leikið flesta leiki í röð án taps en mæta í dag Vestra sem hafa að sama skapi leikið flesta leiki án sigurs.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Jón Ólafur Eiríksson
Fyrir leik
Vestri Vestramenn hafa strögglað á nýlögðum heimavelli og hafa tapað sannfærandi gegn Fram, Val og KA. Þeir náðu í sitt eina stig hér gegn Breiðabliki í 2-2 jafntefli. Í síðasta leik þeirra mættu þeir HK í Kórnum og héldu þaðan með stig í 1-1 jafntefli þar sem Benedikt Warén skoraði mark þeirra.

Toby King er farinn til Gíbraltar og Johannes Selvén hefur lokið sínum lánssamningi og er farinn aftur til OB. Þá fór Nacho Gil á lán til Selfoss og því er ljóst að breiddin hefur minnkað talsvert í leikmannahópnum.

Vestri eru í 11. sæti með 12 stig en fara með sigri upp fyrir HK og KR.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Jón Ólafur Eiríksson
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Liðin mættust þann 4.maí í Kaplakrika og þar fóru FH-ingar með 3-2 sigur af hólmi. Andri Rúnar Bjarnason kom vestanmönnum tvisvar sinnum yfir en Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði tvívegis áður en Ulfur Ágúst Björnsson tryggði FH sigur.

FH hafa aldrei spilað efstudeildarleik fyrir vestan en FH komu vestur í ágústmánuði 1972 og slógu ÍBÍ út úr bikarnum með 3-2 sigri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Ólafur Eiríksson
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og FH.
Jón Ólafur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('13)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson ('70)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('84)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('70)
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('13) ('84)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('70)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Jóhann Ægir Arnarsson ('72)

Rauð spjöld: