Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ónæmiskerfið sveik Andra Rúnar - „Helvíti þreytt ef ég á að vera alveg hreinskilinn"
Andri hefur skorað þrjú mörk í tíu deildarleikjum í sumar.
Andri hefur skorað þrjú mörk í tíu deildarleikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er góð stemning í hópnum sem er eitthvað sem við þurfum að taka með inn í leikinn og ná í úrslit'
'Það er góð stemning í hópnum sem er eitthvað sem við þurfum að taka með inn í leikinn og ná í úrslit'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Vestra þegar liðið mætti HK um síðustu helgi. Framherjinn fékk Covid og hafði ekki heilsu í að spila leikinn. Andri hefur aðeins einu sinni á tímabilinu náð að spila allan leikinn og hefur hann ekki verið í hóp í fjórum deildarleikjum.

Bolvíkingurinn verður í hópnum gegn FH á morgun, hann er allur að hressast til.

„Heilsan er góð, ég er búinn að æfa út þessa viku og ætti að vera orðinn klár núna. Ég verð í hóp á morgun," segir Andri Rúnar í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég fékk covid í síðustu viku. Það er búið að vera bras á ónæmiskerfinu mínu í sumar, í hvert skipti sem ég verð veikur þá bara steinligg ég bara. Ég fékk matareitrun í vor og var þá rúmliggjandi í meira en í viku. Þetta er búið að vera helvíti þreytt ef ég að vera alveg hreinskilinn, eitthvað sem maður ræður ekki alveg við."

„Ég reyni að borða vel og drekka vel og sofa. Ég hef eiginlega engin svör og þarf að leita eftir betri svörum ef þetta heldur svona áfram. Vonandi er þetta bara í fortíðinni núna og ég verð bara góður út tímabilið. Ég var orkulaus eftir matareitrunina, eitthvað sem ég hef ekki dílað við áður. Ég léttist um einhver sjö kíló á viku og átti í kjölfarið mjög erfitt með að klára æfingar. Ég veit ekki hvort þetta tengist eitthvað. Ég er ennþá að vinna í minni læknisgráðu."


Fleiri í liði Vestra smituðust af veirunni skæðu. „Það voru 7-8 strákar sem veiktust á viku, mismikið. Sumir steinlágu en aðrir eru greinilega með betra ónæmiskerfi og voru bara veikir í kannski 1-2 daga. Ég var í 7-8 daga alveg til einskis nýtur."

Kominn tími á heimasigur
Vestri á enn eftir að vinna leik á Ísafirði á sumar. Leikurinn á morgun leggst vel í Andra.

„Það er kominn tími á okkur að 'bounce-a' til baka. Það er góð stemning í hópnum sem er eitthvað sem við þurfum að taka með inn í leikinn og ná í úrslit," segir Andri.

Leikur Vestra og FH hefst klukkan 14:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner