Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Víkingur R.
0
0
Þróttur R.
26.07.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Jelena Tinna Kujundzic
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
Selma Dögg Björgvinsdóttir
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('86)
9. Freyja Stefánsdóttir
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('65)
16. Rachel Diodati
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('86)
21. Shaina Faiena Ashouri ('65)

Varamenn:
31. Mist Elíasdóttir (m)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('86)
13. Linda Líf Boama ('65)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('86)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('65)
28. Rakel Sigurðardóttir
29. Halla Hrund Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Björk Björnsdóttir
Mikael Uni Karlsson Brune
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Þessu er lokið hér í Víkinni. Færin komu en ekki mörkin í dag.

Nánari umfjöllun síðar í kvöld.
94. mín
Hulda Ösp vinnur horn fyrir Víkinga.
92. mín
Bergdís
Með frábært skot úr D-boganum sem stefnir í hornið en Mollee með enn betri vörslu og boltinn í horn.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur
89. mín
Botninn á Ernu bjargar Víkingum
Kristrún Rut í hörkufæri í teignum og með fínt skot en Erna Guðrún setur rassinn í boltann og kemur honum í horn.
86. mín
Inn:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
86. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
84. mín
Að Víkingur sé ekki búið að skora!
Þvílíkur kraftur í Selmu sem böðlast í gegn með boltann í gegnum þetta vörn Þróttar. Finnur Lindu Líf vinstra megin við sig sem keyrir inn á teiginn og táar boltann yfir markið úr frábæru færi.
81. mín
María Eva bjargar Þrótti
Freyja með gjörsamlega sturlaðann sprett upp hægri vænginn. Gerir lítið úr vörn Þróttar og keyrir upp völlinn. Leggur boltann fyrir markið þar sem María Eva er millimetrum á undan Selmu í boltann og skilar honum í horn.
76. mín
Linda Líf að vinna sig í hörkufæri en Jelena nær að stíga hana út og Mollee kemst í boltann. Jelena verið frábær varnarlega í dag.
74. mín Gult spjald: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Fyrir brot á Selmu
70. mín
Hvað er AD 2 að gera?
Freyja Karin að sleppa ein í gegn en flaggið fer á loft. Galið að lyfta flaggi enda tveir varnarmenn Víkinga fyrir innan Freyju.
69. mín
Kristrún Rut hársbreidd frá því að setja boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá hægri. Boltinn meira fer í hana og hrekkur í átt að marki en Sigurborg Katla vel á verði og grípur.
67. mín
María Eva Eyjólfsdóttir með skot að marki eftir horn Þróttar en boltinn framhjá.
66. mín
Inn:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) Út:Melissa Alison Garcia (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Út:Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
62. mín
Bergþóra Sól!
Fær boltann innfyrir frá Selmu, er bara sterkari en Jelena og vinnur sig framfyrir hana. Mollee mætir út en Bergþóra leikur á hana en setur boltann hárfínt framhjá tómu markinu.
61. mín
Inn:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.) Út:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
61. mín
Inn:Leah Maryann Pais (Þróttur R.) Út:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.)
60. mín
Selma Dögg!
Í algjöru dauðafæri ein á markteig eftir fyrirgjöf Emmu en skallar boltann yfir markið.
52. mín
Mikil orka í Víkingum hér í byrjun. Pressa hátt líkt og í upphafi fyrri hálfleik. Vantar bara færin.
46. mín
Mollee í allskonar veseni með fyrirgjöf frá Emmu Steinsen en kemst upp með. Þróttur hreinsar í innkast.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér. Eftir ákveðna byrjun Víkinga hafa gestirnir unnið sig inn í leikinn og allt hér í járnum.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleik.
45. mín Gult spjald: Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
Reynir að rífa Freyju úr treyjunni í skyndisókn.
43. mín
Víkingar heppnir
Að því er virðist hættulaus bolti inn á teiginn fer í Gígju og breytir þar með um stefnu. Sigurborg Katla sem var klár í að grípa þarf því að vera fljót að hugsa og skutla sér til að verja í horn.

Ekkert verður úr horninu.
42. mín
Sigríður óheppinn fyrir Þróttara, fær boltann í teig Víkinga en hann skoppar í hendi hennar og Guðmundur Páll flautar leikbrot.
39. mín
Gígja Valgerður í hörkufæri
Boltinn fellur fyrir hana í teignum eftir hornið og nær hún kraftmiklu skoti. Boltinn því miður fyrir hana yfir markið.
38. mín
Freyja með skot fyrir Víkinga, af varnarmanni og í horn.
32. mín
Freyja fer vel með boltann úti til hægri, keyrir inn á völlinn og finnur Birtu Birgis fyrir utan teig Þróttara, hún reynir skotið en boltinn framhjá markinu.
29. mín
Orðið heldur hægt Hægst verulega á leiknum frá því sem var í upphafi. Bæði lið eiginlega komin í skotgrafirnar og gefa fá færi á sér.

Þróttur vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Víkinga.

Boltinn af höfði Birtu i átt að eigin marki en Sigurborg í markinu með þetta í teskeið.
22. mín
Leikurinn jafnast
Lið Þróttar unnið sig betur inn í leikinn. Barátta á miðjunni einkennandi þessar mínútur.
15. mín
Gestirnir að vakna Sigríður með skot að marki eftir fínasta sprett en boltinn framhjá markinu.
13. mín
Þá ógnaði Þróttur
Caroline Murray með skot af talsverðu færi eftir að Þróttur vann boltann hátt á vellinum.

Skotið yfir markið.
12. mín
Eitt lið á vellinum.
Allt Víkingur hér sem þrýsta liði Þróttar neðar og neðar á völlinn, heyrir til undantekninga að lið Þróttar fari fram yfir miðju.
9. mín
Frábær skipting hjá Shaina f´ra vinstri til hægri yfir á Freyju, Freyja leikur aðeins inn á völlinn og býr sér til svæði fyrir skot en varnarmenn komast fyrir skot hennar. Sóley María vel staðsett.
7. mín
Lið Víkinga talsvert ákveðnara hér á fyrstu mínútunum. Færin þó ekki látið sjá sig.
4. mín
Góð sending innfyrir vörn Þróttar fyrir Hafdísi að elta, hún fljótari en Jelena Tinna. Sér Bergþóru mæta í hlaup en nær ekki að finna hana með sendingu og varnarmenn komast fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Vikinni, Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik

Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spáir í leiki umferðarinnar. Um leikinn í Víkinni sagði hann.

Víkingur R. 3 - 2 Þróttur R.
Þessi mun hafa það allt. Óli K er í stuði eftir sigur á FH en John verður í ennþá meira stuði eftir sigurinn á Akureyri og verður þetta algjör borðtennisleikur. Leah skorar fyrsta mark leiksins en Bergþóra og Selma svara með tveimur mörkum, Melissa kemur aftur inn af bekknum og jafnar leikinn með mögnuðu marki en á 90+ kemur sigurmarkið frá Huldu Ösp sem er vanmetnasti leikmaður deildarinnar að mínu mati og John fer syngjandi inn í helgina.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómari
Guðmundur Páll Friðbertsson er með flautuna í hamingjunni í kvöld. Honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Ásbjörn Sigþór Snorrason. Steinar Stephensen er svo fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur
Er hægt að tala um þær sem spútniklið deildarinnar eða vissu allir að þær yrðu á þessu róli? Fjórða sætið er þeirra sem stendur og fátt sem bendir til annars en að liðið verði í efri helmingnum þegar skipt verður.

Liðið er samt nokkuð ólíkindatól og hefur átt misjafna leiki þetta sumarið. John Andrews er á því máli sem eðlilegt er að engin leikur í þessari deild sé auðveldur, það er þó himin og haf á milli frammistöðu liðsins í t.d tapi á móti Keflavík á heimavelli og sigri á liði Breiðabliks á sama velli. Finni liðið stöðugleika í sinni frammistöðu á næsta tímabili verður spennandi að sjá hvar lið Víkinga mun standa þá.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Þróttur Eftir mjög hæga byrjun á mótinu hefur lið Þróttar óðum verið að ná sér á strik í undanförnum leikjum. Þrír sigrar í síðustu fimm leikjum hafa breytt stöðu liðsins úr því að sitja á botninum yfir í það að vera í harðri baráttu við Stjörnuna um sæti í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu hennar.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Víkings og Þróttar í Bestu deild kvenna.

Flautað verður til leiks í Víkinni klukkan 18:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen ('61)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
12. Caroline Murray
13. Melissa Alison Garcia ('66)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('61)
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Una Sóley Gísladóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('66)
10. Leah Maryann Pais ('61)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson

Gul spjöld:
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('45)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('74)

Rauð spjöld: