Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
LL 0
6
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
LL 4
1
KR
Fylkir
0
1
Stjarnan
0-1 Hrefna Jónsdóttir '10
30.07.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Íslenska sumarveðrið: 11 gráður og grátt yfir
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 258
Maður leiksins: Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir ('56)
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('75)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('75)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('56)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('56)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('56)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('75)
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('75)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Signý Lára Bjarnadóttir ('34)
Bjarni Þórður Halldórsson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur hér sterkan útisigur í Árbænum. Ekki skemmtilegasti fótboltaleikur sögunnar en gestirnir fara ánægðar heim í Garðabæ. Fylkir er áfram á fallsvæðinu.

Frekari umfjöllun væntanleg síðar í kvöld.
95. mín Gult spjald: Bjarni Þórður Halldórsson (Fylkir)
Fyrir tuð.
94. mín Gult spjald: Erin Katrina Mcleod (Stjarnan)
Fyrir tafir.
93. mín
Marija Radojicic með góðan sprett en gestirnir koma boltanum frá. Fylkiskonur reyna að koma boltanum aftur inn á teig en Erin handsamar hann.
92. mín
Stjörnukonur að sigla þessum sigri heim.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
90. mín
Það er lítið hugmyndaflug í sóknarleik Fylkis og það gengur illa hjá þeim að skapa sér færi þessa stundina.
89. mín
Inn:Karlotta Björk Andradóttir (Stjarnan) Út:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan)
88. mín
Stjörnukonur eru að henda sér fyrir allt. Heimakonur komast lítt áleiðis.
85. mín
Úlfa Dís með ágætis tilraun en yfir markið. Skot nánast úr kyrrstöðu en hún náði fínum krafti í það.
83. mín
Hrefna kemur sér í gott færi og nær ágætis skoti, en Tinna Brá vel á verði í markinu.
82. mín
Marija með skot fyrir utan teig sem fer vel yfir markið. Leit ágætlega út þegar hún var að taka skotið en svo ekki.
81. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Jessica Ayers (Stjarnan)
78. mín
Það eru 258 áhorfendur á vellinum í kvöld.
75. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir) Út:Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
75. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
71. mín
Úlfa Dís með hættulega fyrirgjöf en það kemst enginn leikmaður Stjörnunnar í boltann. Stjarnan er alveg að hóta öðru marki þessa stundina.
70. mín
Vonandi verða næstu 20 mínútur fjörugri en síðustu 20 mínútur.
67. mín
Gyða Kristín í ágætis færi en setur boltann yfir markið.
66. mín
Fylkisliðið aftur svolítið dottið niður. Þessar skiptingar sem þær tóku áðan hafa ekki ýtt nægilega mikið við þeim.
65. mín
SLÁIN! Stjarnan með sláarskot!!! Þarna munaði ekki miklu. Sá ekki alveg hver átti skotið, það var annað hvort Úlfa Dís eða Gyða Kristín.
63. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
62. mín
Stjörnukonur smá tæpar í spilinu í varnarlínunni en Guðrún Karítas nær ekki að komast í boltann.
59. mín
Eva Rut með háan bolta inn á teiginn sem Erin grípur þægilega.
56. mín
Inn:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
56. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
55. mín
Þrumuskot! Andrea Mist með þrumuskot eftir að Stjarnan tók aukaspyrnu hratt en Tinna Brá nær að blaka boltanum yfir markið.
54. mín
Tvöföld skipting í vændum hjá Fylki.
53. mín
Fylkir að byrja þennan seinni hálfleik sterkt. Þær eru að stjórna ferðinni.
52. mín
Klara Mist með skot lengst utan af velli sem fer rétt yfir markið. Góð tilraun!
52. mín
Svolítið eins og Stjörnukonur séu að bjóða Fylki upp í dans. Eru að bjóða þeim að komast aftur inn í leikinn.
51. mín
FÆRI! Klaufagangur í vörn Stjörnunnar og Guðrún Karítas er komin í frábært færi, en hún setur boltann fram hjá markinu. Þarna átti hún að jafna metin!
50. mín
Gott uppspil hjá Fylki en svo á Signý Lára sendingu upp kantinn sem er ekki alveg nægilega góð.
48. mín
Ágætis bolti á fjærstöngina en Helga Guðrún nær ekki miklum krafti í skallann.
47. mín
Fylkir fær aukaspyrnu við vítateigslínuna vinstra megin. Möguleiki til að setja hættulegan bolta inn í teiginn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks og það eru gestirnir sem leiða. Stjarnan var með mikla yfirburði framan af en Fylkiskonur sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á. Verður áhugavert að sjá hvernig seinni hálfleikurinn þróast.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
45. mín
Flott færi! Fylkiskonur heldur betur að sækja í sig veðrið. Guðrún Karítas kemur sér í fínt færi af miklu harðfylgi, en skot hennar fer af varnarmanni og rétt fram hjá markinu.
42. mín
Mist í dauðafæri en er vel rangstæð. Erin varði hvort sem er tilraun hennar.
41. mín
Aðeins farið að lifna við þessum leik aftur.
40. mín
VÓÓÓÓ Hulda Hrund með skot við miðjubogann. Ágætis tilraun en Tinna Brá virðist vera að grípa boltann nokkuð þægilega. Hún missir hins vegar boltann í stöngina og fær hann aftur í sig, en sem betur fer fyrir hana þá endar þetta ekki í markinu. Hefði verið mjög klaufalegt.
39. mín
Hætta! Guðrún Karítas með flotta fyrirgjöf á Helgu Guðrúnu sem skallar boltann í jörðina og í átt að marki. Virðist ekki ná miklum krafti í þetta, en Erin lendir í smá vandræðum. Hún nær þó að verja boltann aftur fyrir endamörk.
37. mín
Mist með fyrirgjöf, en Anna María staðsetur sig vel og stoppar hana.
35. mín
Jæja, Fylkir gerði eitthvað Eva Rut með fínustu skottilraun sem fer rétt fram hjá markinu.
34. mín Gult spjald: Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
33. mín
Það voru tveir leikir að klárast í Bestu deild kvenna. Tindastóll og Þór/KA gerðu 3-3 jafntefli í mögnuðum leik á meðan Þróttur vann 4-2 endurkomusigur á Keflavík. Tólf mörk skoruð í tveimur leikjum.
29. mín
Ekki mjög fjörugar þessar síðustu mínútur...
25. mín
Andrea Mist með fasta aukaspyrnu inn á teiginn en Tinna Brá nær að grípa frekar þægilega.
20. mín
Henríetta með skalla að marki eftir smá darraðadans en Tinna Brá grípur boltann frekar þægilega.
19. mín
Úlfa Dís með lága fyrirgjöf sem er laus en fer í gegnum allan pakkann. Þarna hefðu gestirnir þurft að vera áræðnari því þá væri staðan orðin 0-2.
17. mín
Stjarnan hefur verið með öll tök á þessum leik. Fylkisliðið ekki enn mætt út úr göngunum.
13. mín
Það er ógeðslega mikill sprengikraftur í Jessicu Ayers sem er að spila sinn annan leik fyrir Stjörnuna.
12. mín
Andrea Mist að komast í skotfæri en Klara Mist kemur sér fyrir. Boltinn fellur fyrir Henríettu sem reynir skot af einhverjum 25-30 metrum, en nær ekki miklum krafti í það.
11. mín
Þetta er annað markið sem Hrefna gerir í Bestu deildinni í sumar, en hún er fædd árið 2007.
10. mín MARK!
Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan)
MARK!!!! Stjarnan tekur forystuna og það er bara verðskuldað. Eru búnar að vera miklu betri í byrjun leiksins.

Hornspyrna, boltinn í stöngina og Hrefna er rétt kona á réttum stað. Alvöru níumark.
8. mín Gult spjald: Jessica Ayers (Stjarnan)
Var að biðja um þetta gula spjald. Var fyrir framan boltann þegar aukaspyrna var tekin.
6. mín
Hrefna keyrir núna á Fylkisvörnina, tekur skæri og á svo skot sem fer yfir markið. Alls ekki galin tilraun.
5. mín
Svona er Fylkir að stilla upp Tinna Brá
Signý Lára - Erna Sólveig - Kayla - Mist
Eva Rut
Abigail - Klara Mist
Helga Guðrún - Guðrún Karítas - Þórhildur
4. mín
Henríetta með frekar laust skot að marki. Mikill kraftur í Stjörnunni í byrjun leiks.
4. mín
Núna er það Úlfa Dís sem kemur sér í ágætis skotfæri, en hennar skot fer yfir markið.
3. mín
Svona er Stjarnan að stilla upp Erin
Hulda Hrund - Anna María - Hannah - Eyrún Embla
Henríetta - Andrea Mist
Gyða Kristín - Jessica - Úlfa Dís
Hrefna
2. mín
DAUÐAFÆRI! Jessica Ayers fær boltann í gegnum vörnina og æðir áfram. Hún er komin í frábært færi en setur boltann rétt fram hjá markinu. Þarna átti fyrsta markið að koma. Afskaplega einfalt hjá Stjörnunni.
2. mín
Og þá er KSÍ kerfið komið inn. Að sjálfsögðu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta var nú meira vesenið, en við byrjum þetta um 13 mínútum of seint.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og leikurinn fer að hefjast.
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar er svona Það skilaði sér loksins.

83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir
20. Jessica Ayers
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
Fyrir leik
Áhugaverð staða Liðin eru að gera sig klár í að koma út á völl og hefja leik, en það er enn óvissa hvernig lið Stjörnunnar er. Vefsíðan hjá KSÍ liggur enn niðri og það bólar ekkert á neinni skýrslu.
Fyrir leik
En hvernig er byrjunarlið Stjörnunnar?
Fyrir leik
Svona er allavega byrjunarlið Fylkis 1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir
Fyrir leik
KSÍ vefsíðan liggur niðri, þannig að það er ekki hægt að sjá byrjunarliðin. Það er verið að handskrifa skýrslur og alls konar vesen.
Fyrir leik
Mættust í gulri viðvörun Þessi lið mættust síðast þann 24. maí og var sá leikur í Miðgarði þar sem úti var gul viðvörun. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Stjörnunnar en Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts gerðu mörk Garðbæinga áður en Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis, minnkaði muninn í seinni hálfleik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Atli Haukur með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Atli Haukur Arnarsson dæmir leikinn og honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Tryggvi Elías Hermannsson. Daniel Victor Herwigsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður er Sigursteinn Árni Brynjólfsson
Fyrir leik
Bryndís Arna spáir heimasigri Bryndís Arna Níelsdóttir, landsliðskona og leikmaður Växjö DFF í Svíþjóð, fékk það verkefni að spá í 15. umferð Bestu deild kvenna. Hún er kannski ekki alveg hlutlaus hérna þar sem hún er fyrrum sóknarmaður Fylkis.

Fylkir 2 - 1 Stjarnan
Það er alltaf stemning í Árbænum og ég býst við fjörugum leik. Hulda Hrund skorar fyrst fyrir Stjörnuna á sínum gamla heimavelli en svo kemur ein sleggja fra Evu Rut í lok hálfleiksins. Marija klárar svo þennan leik með frábæru sigurmarki fyrir Fylki og stúkan tryllist.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Stjarnan í efri hlutanum Stjarnan vann virkilega flottan sigur gegn FH í síðustu umferð og kom sér upp í efri hluta deildarinnar. Þær sitja í sjötta sæti með 16 stig; þær hafa unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað átta leikjum. Ná þær að byggja á sigrinum gegn FH er þær mæta í Árbæinn?

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fyrir leik
Fylkiskonur í fallsæti Fyrir þennan leik í kvöld er Fylkir í níunda sæti með níu stig. Þær hafa unnið tvo leiki í sumar, gert þrjú jafntefli og tapað níu. Báðir sigurleikirnir hafa komið hér í Árbænum og spurning hvort að sá þriðji komi í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þrír leikir á dagskrá í kvöld þriðjudagur 30. júlí
18:00 Þróttur R.-Keflavík (AVIS völlurinn)
18:00 Tindastóll-Þór/KA (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Flautað verður á í Árbænum klukkan 19:15.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('63)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('89)
20. Jessica Ayers ('81)
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
2. Sóley Edda Ingadóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('63)
14. Karlotta Björk Andradóttir ('89)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('81)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Esther Rós Arnarsdóttir

Gul spjöld:
Jessica Ayers ('8)
Erin Katrina Mcleod ('94)

Rauð spjöld: