Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Fylkir
0
1
Stjarnan
0-1 Hrefna Jónsdóttir '10
30.07.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Íslenska sumarveðrið: 11 gráður og grátt yfir
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 258
Maður leiksins: Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir ('56)
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('75)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('75)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('56)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('56)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('56)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('75)
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('75)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Signý Lára Bjarnadóttir ('34)
Bjarni Þórður Halldórsson ('95)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Ekki eins og lið sem er að berjast fyrir lífi sínu
Hvað réði úrslitum?
Fylkiskonur mættu bara ekki til leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar voru algjörlega eign Stjörnunnar og á þeim kafla skoruðu þær eina mark leiksins. Fylkir átti ágætis rispur en þær náðu ekki að skapa sér mikið á síðasta þriðjungi. Sigurinn var á endanum frekar sanngjarn.
Bestu leikmenn
1. Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Var stórkostleg í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni. Með frábærar staðsetningar og bara algjör leiðtogi í vörn Stjörnuliðsins sem er að bæta sig mikið.
2. Hannah Sharts (Stjarnan)
Lék við hlið Önnu Maríu í vörninni og átti mjög góðan leik. Það er efniviður þarna í mjög öflug miðvarðapar.
Atvikið
Markið sem Hrefna Jónsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna. Það var alltaf á leiðinni á þeim tímapunkti þar sem gestirnir voru að herja á Fylkisliðið. Á endanum skildi það liðin að.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan styrkir stöðu sína í efri hluta deildarinnar og er liðið núna með 19 stig. Það er betri bragur á Stjörnuliðinu en fyrri part sumars. Eins og Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, þá litu heimakonur ekki út eins og lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í kvöld og það er áhyggjuefni. Þær þurfa að mæta betur gíraðar eftir verslunarmannahelgina ef þær ætla að halda sér uppi því þetta var ekki nógu gott. Það væri kannski góð hugmynd fyrir Fylkiskonur að skella sér á Þjóðhátíð, skemmta sér vel og mæta svo endurnærðar í síðustu leiki tímabilsins.
Vondur dagur
Kerfið hjá KSÍ hrundi fyrir leik og því varð seinkun á leiknum. Það virtist hafa meiri áhrif á Fylkisliðið þar sem þær virtust vera orðnar ískaldar þegar leikurinn byrjaði. Þær voru ekki með en á endanum var það slaka byrjunin sem varð þeim að falli í þessum leik. Sóknarleikur Fylkis var þá ekki merkilegur þegar þær þurftu að sækja mark og jafna. Ekki mikið hugmyndaflug og ákvarðanatakan var ekki góð. Bara ekki góður dagur á skrifstofunni hjá Fylki.
Dómarinn - 7
Frekar auðveldur leikur að dæma og ekki mikið út á dómarateymið að setja. Komust nokkuð vel frá sínu.
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('63)
10. Anna María Baldursdóttir
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('89)
20. Jessica Ayers ('81)
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
2. Sóley Edda Ingadóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('63)
14. Karlotta Björk Andradóttir ('89)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('81)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Esther Rós Arnarsdóttir

Gul spjöld:
Jessica Ayers ('8)
Erin Katrina Mcleod ('94)

Rauð spjöld: