Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Keflavík
3
2
Þór
Oleksii Kovtun '7 1-0
1-1 Rafael Victor '16
Mihael Mladen '33 2-1
2-2 Aron Ingi Magnússon '63
Kári Sigfússon '92 3-2
31.07.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Haustlegar
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 140
Maður leiksins: Ásgeir Helgi Orrason
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson ('70)
10. Dagur Ingi Valsson
14. Guðjón Pétur Stefánsson ('70)
20. Mihael Mladen
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('85)
26. Ásgeir Helgi Orrason
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('85)
21. Aron Örn Hákonarson
23. Sami Kamel ('70)
28. Kári Sigfússon ('70)
77. Sigurður Orri Ingimarsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Oleksii Kovtun ('45)
Frans Elvarsson ('74)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('78)
Dagur Ingi Valsson ('88)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Fjórir í röð hjá Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Einbeitingarleysi og þreyta kostaði mögulega Þór jafnteflið í dag líkt og ferskir fætur kunna að hafa tryggt Keflavík sigur. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og fengu bæði lið færi til þess að skora fleiri mörk úr færum sem ekki nýttust. Keflavík fékk svo skyndisókn undir lokin þar sem varamaðurinn Kári Sigfússon gerði vel í að tryggja þeim sigur.
Bestu leikmenn
1. Ásgeir Helgi Orrason
Leysti nafna sinn af í bakverði í dag eftir að hafa spilað í miðverði að mestu í sumar. Átti mjög fínan leik varnar og sóknarlega. Spennandi leikmaður sem Blikar eiga til framtíðar.
2. Rafael Victor
Duglegur að koma sér í færin þó hann megi mögulega nýta þau betur. Set hann þó hér.
Atvikið
Eftir situr þriðja mark Keflavíkur. Hröð sókn upp völlinn og varnarlína Þórs fylgir ekki með. Keflvíkingar refsa og tryggja sér þrjú stig.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík fer í 24 stig og lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar. Þór í því áttunda með 17 stig.
Vondur dagur
Það er erfitt að tala um vondan dag hjá leikmönnum sem sýndu flestir prýðis frammistöðu á vellinum. Alltaf súrt að sjá menn meiðast þó og hvað þá þegar þeir eru bornir af velli. Ég vona að Árni Elvar Árnason sé ekki alvarlega meiddur og verði fljótur að snúa aftur á völlinn.
Dómarinn - 9
Mér fannst Þórður virkilega góður í dag. Öruggur á því sem hann var að gera á vellinum og hvass við menn ef á því þurfti að halda. Átti sérstaklega gott augnablik í öðru marki Þórs þar sem hann beitti hagnaði í uppbyggingunni og gerði þar hárrétt. Er að öðlast meiri reynslu og þroskast sem dómari og mun vonandi sýna meira af góðri frammistöðu er fram í sækir.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('64)
6. Árni Elvar Árnason ('81)
7. Rafael Victor
8. Aron Kristófer Lárusson
9. Alexander Már Þorláksson
10. Aron Ingi Magnússon
11. Marc Rochester Sörensen ('90)
15. Kristófer Kristjánsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('64)

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
5. Birkir Heimisson
18. Sverrir Páll Ingason
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('81)
22. Einar Freyr Halldórsson ('90)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('64)
24. Ýmir Már Geirsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('64)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('17)
Marc Rochester Sörensen ('60)
Árni Elvar Árnason ('74)

Rauð spjöld: