FH
2
3
Víkingur R.
0-1
Helgi Guðjónsson
'3
Kjartan Kári Halldórsson
'8
1-1
Björn Daníel Sverrisson
'11
2-1
2-2
Valdimar Þór Ingimundarson
'65
2-3
Valdimar Þór Ingimundarson
'80
05.08.2024 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 14° skýjað, rigning og lítill vindur. Gerist varla betra
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1257
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarsson (Víkingur)
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 14° skýjað, rigning og lítill vindur. Gerist varla betra
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1257
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarsson (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
('58)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('81)
34. Logi Hrafn Róbertsson
Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
('58)
8. Finnur Orri Margeirsson
25. Dusan Brkovic
31. Bjarki Steinsen Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason
('81)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Jóhann Ægir Arnarsson ('36)
Ólafur Guðmundsson ('92)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
SVAAAKALEG HÆTTA ÚR HORNSPYRNUNNI!!! Boltinn skoppaði milli manna og Sindri fékk meira segja færi á að skjóta að marki. Boltinn vildi hinsvegar ekki inn og Víkingar vinna leikinn.
Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
87. mín
Arnór með boltan út á hægri kanti og hann kemur með góðan bolta inn í teig. Björn Daníel kemur þá á fleygiferð, nær skallanum en rétt framhjá markinu fer boltinn.
80. mín
MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Sveinn Gísli Þorkelsson
Stoðsending: Sveinn Gísli Þorkelsson
Sama uppskrift og áðan!
Sveinn Gísli fær boltan á um það bil miðjum vellinum, hann tekur nokkur skref áfram áður en að hann leggur boltan fyrir markið. Þar kemur Valdimar með gott hlaup og klárar vel.
Sindri leit ekkert æðislega út þarna.
Sindri leit ekkert æðislega út þarna.
77. mín
Ari með flotta takta hér upp vinstri kantinn, fer auðveldlega framhjá Gyrði. Hann leggur svo boltan fyrir á Danijel sem er í góðri stöðu en hann slæsar boltan framhjá markinu.
72. mín
Valdimar skorar!
Góður bolti inn fyrir vörnina þar sem Ari er á vinstri, og hann leggur boltan fyrir. Valdimar nær að pota boltanum í markið en Ari var rangstæður þannig þetta er dæmt af.
71. mín
SKÓGARHLAUP!
Langur bolti fram hjá FH upp hægri kantinn og Ingvar hleypur út úr markinu til að ná til boltans. Vuk er hinsvegar á undan honum og þá er opið mark. Vuk fer hinsvegar hræðilega með þetta, leggur boltan fyrir hátt yfir alla og sóknin rennur út í sandinn.
70. mín
Langur bolti fram hjá Víkingum og Ari er miklu fljótari en varnarmenn FH. Hann leggur boltan fyrir markið þar sem Danijel þarf að teygja sig í boltan og skotið því ekki gott og yfir markið.
65. mín
MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Sveinn Gísli Þorkelsson
Stoðsending: Sveinn Gísli Þorkelsson
Þjálf fræðileg snilli??
Það skal ég segja þér. Fyrsta snerting Valdimars og það er mark.
Ari leggur boltan fyrir Svein Gísla á vinstri kantinum sem kemur með gull fallegan bolta fyrir markið þar sem Valdimar er fljótastur í boltan og potar honum inn.
Fyrsta snerting Sveins Gísla líka í þessum leik.
Ari leggur boltan fyrir Svein Gísla á vinstri kantinum sem kemur með gull fallegan bolta fyrir markið þar sem Valdimar er fljótastur í boltan og potar honum inn.
Fyrsta snerting Sveins Gísla líka í þessum leik.
64. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
56. mín
FRÁBÆR VARSLA!
Danijel tekur skotið úr spyrnunni. Skotið fer rétt yfir varnarvegginn og er að detta niður í fjærhornið en Sindri ver virkilega vel!
55. mín
Ísak brýtur af sér rétt fyrir utan teig og Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
52. mín
Víkingar ekki sáttir þessa stundina. FH-ingur fær boltan í höndina frá stuttu færi og gestirnar vilja dæmt á það, en fá ekki. Svo stuttu seinna fer Davíð niður inn í teig en ekkert dæmt. Án þess að hafa séð þetta aftur held ég að Sigurður hafi verið með þetta rétt í bæði skiptin.
50. mín
Ari í dauðafæri!
Víkingar halda vel í boltan og spila honum á milli sín. Aron Elís sér þá glufu í vörninni og setur boltan inn fyrir á Ara. Ari er fljótur að snúa sér inn í teig einn gegn markmanni og skýtur en Sindri gerir vel í að verja þetta skot.
45. mín
Hálfleikur
FH er yfir í hálfleik eftir alveg svakalega byrjun á þessum leik. Þó að færunum hafi minnkað eftir að leið á hálfleikinn hefur hitinn og ákafinn verið allan tíman. Víkingar hafa tekið töluvert yfir það sem líður á en þeir verða að fara betur með færin sín í seinni ef þeir ætla að koma sér aftur inn í þetta.
Sjáumst eftir korter.
Sjáumst eftir korter.
44. mín
Ari með skot yfir
Fastur bolti fram hjá Víkingum sem virðist ekki stefna neitt en Aron er fljótur að hugsa og kemst í þennan. Hann er þá á hægri kanti og leggur boltan fyrir markið á Ara sem er í fínu færi en hann velur kraftinn frekar en nákvæmnina og skotið vel yfir markið.
40. mín
Dauðafæri fyrir Víkinga
Jón Guðni með frábæran bolta upp vinstri kantinn og Karl setur boltan inn á teig fljótt. Þar er Helgi í algjöru dauðafæri en hann kiksar boltan þannig að hann endar bara í innkasti.
39. mín
Davíð með hættulegan bolta fyrir markið frá hægri kant en heimamenn ná að hreinsa í horn.
36. mín
Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Fer aftan í Ara sem var á leiðinni í skyndisókn.
22. mín
Gult spjald: Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Skemmtilegt hvað stúkan tekur við sér. FH megin er klappað og Víkingar baula. Ari sparkaði boltanum frá eftir að búið var að flauta.
21. mín
Helgi skýtur rétt framhjá!
Pressan hjá Víkingum er góð. Þeir vinna boltan hátt á vellinum og Danijel setur mjög góðan bolta inn fyrir á Helga. Helgi er kominn ín kjör stöðu og tekur skotið á fjær en rétt framhjá markinu.
20. mín
Karl Friðleifur með góða horsnpyrnu fyrir Víkinga. Setur boltan inn á miðjan teiginn þar sem Aron stekkur hæst og nær föstum skalla en beint á Sindra.
18. mín
Svo er stemning í stúkunni. Þessi mörk hér í byrjun gerðu menn heita og það er læti í öllum brotum og atvikum.
18. mín
Sammála Rikka hér
Besta byrjun á fótboltaleik í áraraðir segi ég! Rosalegt!
— Rikki G (@RikkiGje) August 5, 2024
15. mín
Góð sókn Víkings
Víkingar eru með boltan fyrir utan teig og þeir eiginlega skiptast bara á að skjóta í varnarmenn. Síðasta skotið tekur Danijel sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
11. mín
MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Ísak Óli Ólafsson
Stoðsending: Ísak Óli Ólafsson
HVAAAÐ ER Í GANGI!! FH KOMIÐ YFIR
Ólafur kemur með langa sendingu fram inn á teig þar sem Ísak nær að stökkva upp í boltan. Hann skalla boltan á Björn sem tekur einhverja ruglaða snertingu, snýr sér og tekur boltan á lofti og þrumar í netið.
Þvílíkt mark, þvílík skemmtun hér á Kaplakrika!
Þvílíkt mark, þvílík skemmtun hér á Kaplakrika!
9. mín
FH aftur með hörku skot
Strax eftir færið færi Logi boltan fyrir utan teig, hann tekur alveg frábært skot sem Ingvar þarf að hafa sig allan við til að verja.
8. mín
MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Þeir jafna!!!!
Þvílík snilligáfa hjá Kjartani!!
Björn Daníel lætur Kjartan fá boltan á miðjum vellinum og þá fer Kjartan af stað. Kjartan keyrir áfram upp vinstri kantinn, fer svo inn á völlinn og lætur vaða. Boltinn svífur þar inn að fjærstönginni, alvöru skot.
Það er markaveisla í Hafnarfirði!
Björn Daníel lætur Kjartan fá boltan á miðjum vellinum og þá fer Kjartan af stað. Kjartan keyrir áfram upp vinstri kantinn, fer svo inn á völlinn og lætur vaða. Boltinn svífur þar inn að fjærstönginni, alvöru skot.
Það er markaveisla í Hafnarfirði!
7. mín
Uppstilling liðanna
Mér sýnist þetta vera eitthvað í þessa áttina.
Uppstilling FH 4-4-2
Sindri
Jóhann - Ísak - Ólafur - Böðvar
Vuk - Logi - Björn - Kjartan
Sigurður - Arnór
Uppstilling Víkinga 4-2-3-1
Ingvar
Davíð - Ekroth - Jón - Karl
Gísli - Viktor
Helgi - Danijel - Ari
Aron
Uppstilling FH 4-4-2
Sindri
Jóhann - Ísak - Ólafur - Böðvar
Vuk - Logi - Björn - Kjartan
Sigurður - Arnór
Uppstilling Víkinga 4-2-3-1
Ingvar
Davíð - Ekroth - Jón - Karl
Gísli - Viktor
Helgi - Danijel - Ari
Aron
5. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
Út:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Þetta er vont fyrir Víkinga. Gunnar eitthvað meiddur.
3. mín
MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Þetta tók ekki langan tíma!
Víkingar vinna boltan hátt á vellinum. Ari fer þá af stað með boltan upp vinstri kantinn. Hann setur boltan fyrir lágt meðfram jörðinni og þar lúrir Helgi tilbúinn að leggja boltan snyrtilega í markið!
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir 2 breytingar á sínu liði en það eru Jóhann Ægir Arnarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sem koma inn í byrjunarliðið. Grétar Snær Gunnarsson meiddist í síðasta leik og er því ekki með, á meðan Úlfur Ágúst Björnsson sem var í byrjunarliðinu í síðasta leik er farinn til Bandaríkjanna í nám.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir 3 breytingar á sínu liði sem sigraði Egnatia í Albaníu síðasta fimmtudag. Það eru Jón Guðni Fjóluson og Valdimar Þór Ingimundarson sem fá sér sæti á bekknum en Pablo Punyed meiddist í þeim leik. Inn fyrir þá koma Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir 3 breytingar á sínu liði sem sigraði Egnatia í Albaníu síðasta fimmtudag. Það eru Jón Guðni Fjóluson og Valdimar Þór Ingimundarson sem fá sér sæti á bekknum en Pablo Punyed meiddist í þeim leik. Inn fyrir þá koma Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason.
Fyrir leik
Spámaðurinn
Það er Birkir Karl Sigurðsson, annar af þáttarstjórnendum Chess After Dark hlaðvarpsins, sem spáir í leiki umferðarinnar.
FH 1 - 2 Víkingur
Þetta verður mikill baráttuleikur. Heimir Guðjóns er ennþá brjálaður eftir tapið gegn Hödda Magg í Einvígi Aldarinnar en hann verður því miður aftur mátaður í þessu einvígi af Arnari Gunnlaugs. Víkingar eru of góðir og landa hér sigri.
FH 1 - 2 Víkingur
Þetta verður mikill baráttuleikur. Heimir Guðjóns er ennþá brjálaður eftir tapið gegn Hödda Magg í Einvígi Aldarinnar en hann verður því miður aftur mátaður í þessu einvígi af Arnari Gunnlaugs. Víkingar eru of góðir og landa hér sigri.
Fyrir leik
Spilað á frídegi verslunarmanna
Það er spilað á þessum frídegi verslunarmanna vegna þess að Víkingar unnu sitt einvígi gegn Egnatia í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta fimmtudag. Þeir munu því spila í 3. umferðinni í þeirri keppni aftur næsta fimmtudag gegn Flora Tallin frá Eistlandi. Áhugavert verður að sjá uppstillingu Víkinga í kvöld, hvort þeir muni hlífa lykil mönnum fyrir komandi Evrópu leik.
Fyrir leik
Dómarar leiksins
Sigurður Hjörtur Þrastarson verður maðurinn með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Arnar Þór Stefánsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Arnar Þór Stefánsson.
Fyrir leik
EuroVikes búnir að rétta af skútuna
Velgengi Víkinga síðustu ár hafa verið þannig að það var byrjað að tala um verstu katastrófu þegar þeir höfðu ekki unnið leik, 4 leiki í röð. Í þessum 4 leikjum voru 3 evrópuleikir og einn leikur í deild. Nú er hinsvegar bjartara yfir Víkingum þar sem þeir eru búnir að vinna 2 sterka sigra í röð. Fyrst snýttu þeir HK 5-1 í deildinni, svo fóru þeir út til Albaníu og snúðu einvíginu við gegn Egnatia. Þeir unnu 2-0 úti eftir að hafa tapað 1-0 heima.
Víkingar hafa dreift markaskorun frekar vel á hópinn. Það er nefnilega Helgi Guðjónsson sem er markahæstur með 7 mörk en hann byrjar oft á bekknum. Næstur þar á eftir en Danijel Dejan Djuric með 6 mörk.
Víkingar hafa dreift markaskorun frekar vel á hópinn. Það er nefnilega Helgi Guðjónsson sem er markahæstur með 7 mörk en hann byrjar oft á bekknum. Næstur þar á eftir en Danijel Dejan Djuric með 6 mörk.
Fyrir leik
Heitasta lið landsins?
FH hefur ekki tapað í 6 leikjum í röð núna. Í síðustu umferð fóru þeir á Vestfirði þar sem þeir unnu Vestra 2-0. Fyrir það voru þeir með 5 heimaleiki í röð á Kaplakrikavelli. Þessi velgengni hefur skilað Hafnfirðingum upp í 4. sætið þar sem þeir eru jafnir Val á stigum, sem er í 3. sæti, og eru aðeins 8 stigum á eftir Víkingum í 1. sæti.
Siguðrur Bjartur Hallsson er markahæsti leikmaður liðsins með 6 mörk en næst markahæstur er Úlfur Ágúst Björnsson með 5 mörk. Úlfur er hinsvegar farinn frá félaginu þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna að stunda nám.
Siguðrur Bjartur Hallsson er markahæsti leikmaður liðsins með 6 mörk en næst markahæstur er Úlfur Ágúst Björnsson með 5 mörk. Úlfur er hinsvegar farinn frá félaginu þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna að stunda nám.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
('5)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
('92)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
('92)
21. Aron Elís Þrándarson
('64)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
('64)
Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
('64)
5. Jón Guðni Fjóluson
('5)
18. Óskar Örn Hauksson
('92)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
('64)
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson
('92)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Ari Sigurpálsson ('22)
Viktor Örlygur Andrason ('82)
Gísli Gottskálk Þórðarson ('88)
Rauð spjöld: