Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Selfoss
3
2
Haukar
0-1 Birkir Brynjarsson '2
Sesar Örn Harðarson '49 1-1
Sesar Örn Harðarson '60 2-1
Gonzalo Zamorano '74 3-1
3-2 Jón Viktor Hauksson '89
06.08.2024  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Byrjað að rigna en alls ekki kalt úti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Alexander Clive Vokes (Selfoss)
Byrjunarlið:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
2. Einar Breki Sverrisson
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
6. Adrian Sanchez
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('83)
15. Alexander Clive Vokes
16. Daði Kolviður Einarsson
19. Gonzalo Zamorano ('75)
21. Nacho Gil ('75)
25. Sesar Örn Harðarson
77. Einar Bjarki Einarsson ('45)

Varamenn:
1. Robert Blakala (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('75)
9. Aron Fannar Birgisson ('75)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('83)
18. Dagur Jósefsson
45. Aron Lucas Vokes ('45)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Heiðar Helguson

Gul spjöld:
Einar Bjarki Einarsson ('39)
Alexander Clive Vokes ('75)
Þorlákur Breki Þ. Baxter ('77)
Sesar Örn Harðarson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfyssingar komnir í undanúrslit! +4

Selfoss betri mest af leiknum en fá á sig klaufalegt mark undir lokinn en sigla sigrinum heim
90. mín
Torfi nær skallanum +3

Torfi nær að skalla boltann en boltinn framhjá
90. mín
+3

Torfi fer uppí hornið
90. mín
+1

Daði Snær liggur eftir og heldur um höfuðið
90. mín
+1

Haukar fá horn
89. mín MARK!
Jón Viktor Hauksson (Haukar)
Haukar að setja spennu í loka mínútur leiksins Frosti fær pláss til að koma skoti á mark Selfoss en það fer af Jose og berst til Jóns sem er aleinn og klárar vel í nærhornið með föstu skoti
83. mín
Inn:Alfredo Ivan Arguello Sanabria (Selfoss) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
82. mín Gult spjald: Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
81. mín
Frábær markvarsla Breki með aukaspyrnuna undir vegginn þar sem Torfi nær að teygja sig í boltann en aðeins stýra honum út á Aron Fannar en Torfi nær einhvern veginn að verja aftur
80. mín Gult spjald: Fannar Óli Friðleifsson (Haukar)
Stoppar hraða sókn
80. mín
Jón Viktor með skot sem er létt fyrir Arnór
78. mín
Inn:Jón Viktor Hauksson (Haukar) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Haukar)
78. mín
Inn:Gunnar Darri Bergvinsson (Haukar) Út:Andri Már Harðarson (Haukar)
77. mín Gult spjald: Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
Fær gult fyrir dýfu en þarna gátu nánast allir séð að það var sparkað í hann en Pétur ósammála
75. mín
Inn:Aron Fannar Birgisson (Selfoss) Út:Gonzalo Zamorano (Selfoss)
75. mín
Inn:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss) Út:Nacho Gil (Selfoss)
75. mín Gult spjald: Alexander Clive Vokes (Selfoss)
74. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Stoðsending: Einar Breki Sverrisson
Selfoss að ganga nánast frá leiknum! Einar Breki með hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Hauka á Gonzalo sem klárar mjög vel
70. mín
Haukar að ógna Andri fær mikið pláss í teig Selfoss til að velja hvert hann ætlar að setja boltann en skot hans fer í varnarmann
67. mín
Inn:Magnús Ingi Halldórsson (Haukar) Út:Sævar Gylfason (Haukar)
67. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Ísak Jónsson (Haukar)
66. mín
Skalli frá Guðmundi sem Arnór grípur
64. mín
Selfoss fá dæmt á sig brot
64. mín
Selfoss fær horn
61. mín
Selfyssingar vilja víti Sævar virðist narta í hæla Breka en Pétur segir að hann hafi farið í boltann en Selfyssingar fá samt ekki hornspyrnu sem er aðeins gegn fyrrum útskýringu Péturs

Eftir að hafa skoðað þetta virðast Hauka menn hafa sloppið þarna
60. mín MARK!
Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
Stoðsending: Alexander Clive Vokes
Selfoss að komast yfir!!! Sama uppskrift og í fyrra markinu.

Alexander með frábæra fyrirgjöf á Sesar sem skallar boltann í fjær
58. mín
Haukar í dauðafæri Haukar ná að sækja hratt og komast tvo á tvo þar sem Frosti rennir boltanum á Guðmund sem er í fullt af plássi en skot hans er framhjá
55. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Haukar) Út:Birkir Brynjarsson (Haukar)
54. mín
Alexander með bolta meðfram jörðinni á Gonzalo sem hittir boltann illa
53. mín
Selfoss fær horn
53. mín
Fyrirgjöf Mána af varnarmanni og í hendur Arnórs
49. mín MARK!
Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
Stoðsending: Alexander Clive Vokes
Selfoss að jafna! Alexander með frábæra fyrirgjöf á Sesar sem hittir botlann ekki vel en hann fer hátt upp og yfir Torfa af slánni og í grasið og lekur yfir línuna
46. mín
Selfoss nálægt því Adrian með skot sem Torfi rétt nær að teygja sig í og slá í horn
46. mín
Gonzalo byrjar seinni hálfleikinn
45. mín
Inn:Aron Lucas Vokes (Selfoss) Út:Einar Bjarki Einarsson (Selfoss)
Bjarni gerir skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Selfyssingar aðeins hægir í gang en hafa verið betri eftir að hafa lent undir
45. mín
Einar Bjarki á fyrirgjöf sem rennur í gegnum allann pakkann og á Einar Breka sem á skot hátt yfir
44. mín
Dauðafæri! Haukar fá mikið pláss hægra megin og fyrirgjöf Guðmunds ratar á Ævar sem er aleinn á markteig Selfoss en skot hans er hátt yfir markið
40. mín
Gonzalo sloppinn í gegn en er fyrir innan
40. mín
Selfyssingar nálgast marki Adrian með skot rétt frmahjá
39. mín Gult spjald: Einar Bjarki Einarsson (Selfoss)
36. mín Gult spjald: Torfi Geir Halldórsson (Haukar)
Frekar heppinn þarna Lélegt innkast til baka á Torfa sem fær Gonzalo alveg í sig og hann kemur sér á milli Torfa og boltanns og Torfi smell hittir í Gonzalo og fær verðskuldað gult spjald
33. mín
Selfyssingar að sækja meira síðustu mínútur
26. mín
Loks fer boltinn útaf og nú markspyrnu fyrir Hauka
26. mín
Jújú Haukar skalla í enn aðra hornspyrnu
25. mín
Og aftur eru Selfyssingar að fá horn
24. mín
Selfoss fær hornspyrnu
22. mín Gult spjald: Guðmundur Axel Hilmarsson (Haukar)
21. mín
Selfoss koma boltanum í netið Selfoss að skora en Gonzalo rangstæður
19. mín
Haukar hreinsa
19. mín
Fjórða hornspyrna Selfoss á tveim mínútum
18. mín
Selfoss búnir að reyna tvisvar að koma boltanum fyrir en Haukar setja hann í horn á bæði skiptin
17. mín
Selfyssingar fá annað horn
15. mín
Alexander með skot yfir markið
14. mín
Selfoss fær horn
12. mín
Gonzalo nálægt því að sleppa í gegn eftir misskilning í vörn Hauka en Torfi aftur mættur út að negla þessu í burtu
11. mín
Boltinn skoppar á Ævar sem sparkar hátt upp og Arnór grípur boltann
11. mín
Haukar fá horn
6. mín
Stungusending Gonzalo reynir stungusendingu á Sesar en Torfi Geir vel á verði og þrumar boltanum í burtu áður en Sesaar nær honum
2. mín MARK!
Birkir Brynjarsson (Haukar)
Þetta var ekki lengi að gerast Sending frá hægri inn á teig Selfyssinga veldur alls konar vandræðum í vörn heimamanna sem endar með því að Birkir setur boltann í góðum boga yfir Arnór sem kemur engum vörnum við.
Virkilega vel gert hjá Birki sem las leikinn vel.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Haukar byrja með boltann og sækja í átt að Tíbrá.
Fyrir leik
Liðin búin að hita upp og sólin búin að brjóta sér leið í gegnum skýin.
Fyrir leik
Leið liðanna í 8-liða úrslit Selfoss fór á Þorlákshöfn og unnu endurkomu sigur gegn Ægi 2-3 eftir að hafa lent 2-0 undir og svo í 16 liða úrslitum mætti Selfoss KFG og unnu þar nokkuð þægilegan 3-1 sigur

Haukar spiluðu gegn Víði á útivelli í 32-liða úrslitum og unnu þar 1-3 sigur eftir að hafa skorað tvö mörk í uppbótartíma og í 16-liða úrslitum mætti Haukar Völsung og unnur þar öruggann 4-1 sigur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Síðasti leikur Hauka Haukar unnu öruggan sigur gegn Kormák/Hvöt í síðustu umferð í deildinni.

Það tók Hauka ekki langann tíma að taka forystuna gegn Kormák en eftir þrjár mínútur skoraði Guðmundur Axel og svo á 16. mínútu skoraði Sævar og 2-0 stóðu leikar í hálfleik. Haukar skoruðu svo tvö mörk á fjórum mínútum eftir rúmlega klukkutíma leik. Það var svo fyrirliði Hauka, Daði Snær, sem kom Haukum 5-0 yfir eftir 78. mínútur og svo fjórum mínútum seinna skoraði Viktor Ingi sárabótarmark fyrir Kormák

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Síðasti leikur Selfoss Selfoss tók á móti Víking Ó í síðustu umferð í deildinni í topp slag.

Það var nú heldur betur skemmtun þegar Selfoss og Víkingur Ó mættust í síðustu umferð deildarinnar. Leikurinn byrjaði skemmtilega og bæði lið skiptust á að sækja en 0-0 var þegar hálftími var liðinn. Á 36. mínútu fengu Selfyssingar þó horn og eftir mikinn hamagang í kringum teig Víkings datt boltinn fyrir Aron Lucas sem var felldur og dómarinn benti á punktinn þar sem Gonzalo gerði engin mistök og kom Selfossi yfir. Rétt fyrir hálfleik komst Selfoss svo í skyndisókn þar sem Gonzalo renndi boltanum á Breka sem kláraði vel framhjá Ómari í markinu og Selfyssingar leiddu 2-0. Víkingar minnkuðu muninn á 56. mínútu en það dugaði ekki og Selfyssingar unnu mikilvægann sigur í deildinni

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Selfoss og Haukar mættust á þessum velli fyrr á tímabilinu í deildinni í spennandi leik.

Selfyssingar komust yfir snemma í leiknum en Dagur Jósefsson skoraði eftir tæpan korter. Aðeins tíu mínútum síðar voru Hauka menn búnir að jafna leikinn og svo skömmu fyrir hálfleik tóku þeir forystunna og þannig stóðu tölur restina af leiknum og var þetta fyrsta tap Selfoss á tímabilinu

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét


Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leikinn. Einn reyndasti og besti dómari landsins. Ronnarong Wongmahadthai og Magnús Garðarsson eru aðstoðardómarar í þessum stórleik 8-liða úrslitanna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins Komið þið sæl og verið velkomin á Jáverk-völlinn þar sem Selfoss tekur á móti Haukum í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fótbolti.net bikarinn í kvöld
18:00 Tindastóll-Kári (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Selfoss-Haukar (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Augnablik-KFA (Fífan)
18:00 Vængir Júpiters-Árbær (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Byrjunarlið:
1. Torfi Geir Halldórsson (m)
Sævar Gylfason ('67)
4. Fannar Óli Friðleifsson
5. Ævar Daði Segatta
6. Máni Mar Steinbjörnsson
8. Ísak Jónsson (f) ('67)
18. Óliver Steinar Guðmundsson
20. Birkir Brynjarsson ('55)
22. Andri Már Harðarson ('78)
25. Hallur Húni Þorsteinsson
27. Guðmundur Axel Hilmarsson ('78)

Varamenn:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
7. Gunnar Darri Bergvinsson ('78)
10. Daði Snær Ingason ('67)
11. Frosti Brynjólfsson ('55)
13. Jón Viktor Hauksson ('78)
23. Guðjón Pétur Lýðsson
28. Magnús Ingi Halldórsson ('67)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Erlendsson
Ellert Ingi Hafsteinsson
Guðni Vilberg Björnsson
Dusan Ivkovic
Stefán Logi Magnússon

Gul spjöld:
Guðmundur Axel Hilmarsson ('22)
Torfi Geir Halldórsson ('36)
Fannar Óli Friðleifsson ('80)

Rauð spjöld: