Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Breiðablik
3
0
Fylkir
Höskuldur Gunnlaugsson '32 , víti 1-0
Viktor Örn Margeirsson '47 2-0
Höskuldur Gunnlaugsson '68 , víti 3-0
06.08.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Léttskýjað og sólarglæta.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson ('68)
10. Kristinn Steindórsson ('61) ('68)
11. Aron Bjarnason ('74)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('68)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen ('68)
12. Brynjar Atli Bragason
18. Davíð Ingvarsson ('61)
20. Benjamin Stokke ('68)
24. Arnór Gauti Jónsson ('68)
25. Tumi Fannar Gunnarsson ('74)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Blika sem var aldrei í hættu. Umfjöllun og viðtöl innan skamms.
90. mín
Þremur mín bætt við Að minnsta kosti þremur mín bætt við.
89. mín
Stokke með skot Yfir markið, hátt yfir markið frá D boganum.
82. mín
Lítið búið að vera í gangi. Fylkismenn að ég held, átta sig á að þeir eru ekki að fara að fá neitt út úr þessum leik og Blikar sáttir með 3 - 0 forystu.
82. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
74. mín
Inn:Tumi Fannar Gunnarsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
69. mín
Inn:Stefán Gísli Stefánsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
68. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
68. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Svipað og fyrra vítið en nú í hægra meginn. Ólafur í rétta átt en aftur nær ekki til boltans.
67. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
67. mín
Önnur vítaspyrna! Ísak er við það að sleppa einn inn en Ásgeir Eyþórs kippir honum niður
63. mín
Rúnar Páll fengið nóg Þreföld skipting hjá honum. Verið að reyna að fríska eitthvað upp á þetta.
61. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
61. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
61. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
54. mín
Sé ekki hvernig Blikar eigi að tapa Fylkismenn virðast einfaldlega ekki eiga roð i Blika. Ná varla að skapa sér sóknarfæri og eru eins og langferðabíll á sínum vallarhelming.
51. mín
Hrós á stuðningshóp Blika Ungt stuðningsfólk Breiðabliks er búið að sitja hér og syngja og tralla og tromma mest allann leikinn. Halda uppi mikilli stemmingu hjá sjálfu sér og reyna eftir fremsta megni að fá aðra áhorfendur til að taka undir, við litlar undirtektir því miður.
47. mín MARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
MAAAAARRRRKKKK Blikar fá hornspyrnu. Aron Bjarna fær boltann og sendir hann inn í teig og eftir klafs, dettur boltinn fyrir framan Viktor Örn sem kemur boltanum í netið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Fylkismenn með tilkynningu Í hlaðvarpsþættinum Þungaviktin kom Rikki G með það skúbb að leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að samþykkja seinkun á greiðslu vegna fjárhagserfiðleika knattspyrnudeildar.

Fylkir sendi frá sér tilkynningu varðandi það efni í dag og þar kemur fram:

Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram.
Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti.
Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað.
Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli.
Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert.
Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði.
Stjórn Knattspynudeildar Fylkis


Yfirlýsing Fylkis
45. mín
Hálfleikur
Ekki skemmtilegasti hálfleikur sem ég hef horft á. En við fáum okkur veitinga og slökum á í 15 mín eða svo. Sjáumst að vörmu.
40. mín
Smá tölfræði Frá Fotmob:
Blikar 62% með boltann
Blikar 2 skot á mark. Fylkir 1
Blikar með 6 skot í heildina. Fylkir 2
39. mín Gult spjald: Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir)
34. mín
Þetta er það sem leikurinn þurfti. Ekkert búið að vera að gerast nema einhver leiðinleg stöðubarátta á vellinum. Núna lifnar vonandi yfir þessu.
32. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fast skot í vinstra hornið. Ólafur kastar sér í rétt horn en nær ekki til boltans.

Rúnar Páll og Brynjar Björn eru báðir búnir að lýsa yfir óánægju sinni með þennan dóm og láta Vilhjálm Alvar heyra það.
30. mín
Vitaspyrna! Ísak er tekinn niður inn í teig Fylkis og vítaspyrna réttilega dæmd.
25. mín
Fyrsta skot Fylkis að marki Blika Það var Emil Ásmunds sem átti það skot við vítateigslínuna en Anton Ari átti ekki í neinum vandræðum með að verja það.
23. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
22. mín
Skalli yfir markið Blikar fá aukaspyrnu. Höskuldur tekur spyrnuna inn í teig og þar var Ísak mættur og skallaði boltann en töluvert yfir markið.
17. mín
Hvað var þetta Höskuldur með skot laaaaangt utan af velli, boltinn sveif og allt í einu átti Ólafur Kristófer í stökustu vandræðum með að blaka boltanum yfir markið. Munaði afskaplega litlu að þetta yrði mark og það skrípamark.
15. mín
Jæjaaaaa Lítið að gerast. Blikar reyna eftir fremsta megni að brjóta niður varnarrútu Fylkismann en með litlum árangri. Fylkismenn komast öðruhverju í skyndisóknir en þeirra fremstu menn eru bara allt of hægir til að gera eitthvað með það.
8. mín
Höskuldur með skot að marki rétt við D bogann en boltinn framhjá markinu.
5. mín
Ekki mikið í gangi Fylkismenn liggja mjög aftarlega og leyfa Blikum að koma svoldið á sig en Blikar eru einfaldlega ekki að ná að brjóta þá aftur til þess að koma sér í ákjósanlega stöður.
1. mín
Leikur hafinn
Action! Þetta er byrjað. Gestirnir í Fylki byrja með boltann og spila í átt að Garðabænum. Enda kann Rúnar Páll vel við sig þar.
Fyrir leik
Aron Bjarnason heiðraður Aron Bjarna spilaði sinn 100 leik fyrir félagið í síðasta leik og fær forláta treyju frá Flosa formanni knd.
Fyrir leik
Dómaratríóið + eftirlitsmaður og varadómari Ívar Orri Kristjánsson er sá sem heldur um flautuna og spjöldin í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Már Ólafs er AD1
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Ingi Bjarnason er AD2
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Að lokum, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er varadómari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Blikar gerir breytingu eftir tapið á móti Drita í forkeppni Sambandsdeildarinnar í síðustu viku. Kristinn Steindórsson kemur inn í stað Benjamin Stokke sem sest á bekkinn.

Fylkir gerir þrjár breytingar eftir jafntefli við Fram í síðustu umferð Bestu deildar. Ásgeir Eyþórsson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Nikulás Valur Gunnarsson koma inn í byrjunarliðið og þeir Ragnar Bragi Sveinsson, Guðmundur Tyrfingsson og Þóroddur Víkingsson fara úr liðinu. Ragnar Bragi og Þóroddur setjast á bekkinn en Guðmundur Tyrifings er ekki hóp.
Fyrir leik
Blikar lána nágrönnunum leikmann Um kl. 16:00 í dag var það tilkynnt að hinn 19. ára Dagur Örn Fjeldsted hefði verið lánaður frá Blikum yfir í Kórahverfið til HK.
Mynd: HK

Fyrir leik
Alfreð Finnbogason í Breiðablik Þó ekki sem leikmaður....Alfreð er kominn í ráðgjafahlutverk eða í starf hjá Breiðablik en hann var tilkynnur inn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar samhliða því að spila sem atvinnumaður í Belgíu fyrsta ágúst síðastliðinn. Er þetta mikill fengur fyrir félagið að fá Alfreð ,,heim" þótt hann sé ekki fluttur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir




Fyrir leik
Síðasti leikur Blika í deildinni Hann fór fram þann 21. júlí og þá gegn KR þar sem Blikar unnu góðan 4 - 1 sigur. Staðan er þannig að Blikar geta einbeitt sér að deildinni og með góðum úrslitum í kvöld ýtt sér enn nær efsta sætinu sem Víkingar ætla sér ekki að láta auðveldlega af hendi.
Fyrir leik
Sambandsdeildinni lokið hjá Blikum Blikar eru dottnir úr leik í Sambandsdeildinni en þeir spiluðu seinni leik sinn við Drita frá Kosóvó fyrir viku síðan í Kosóvó og töpuðu þeim leik 1 - 0 og samanlagt viðreigninni 3 - 1.
Fyrir leik
Staðan í deildinni Blikar eru í 2. sæti deildarinnar, búnir að spila 15 leiki og eru 9 stigum á eftir toppliði Víkinga. Þeir eiga hinsvegar tvo leiki til góða og með sigri í þeim báðum, minnka þeir forskot Víkinga í 3 stig ef stærðfræðin bregst mér ekki, sem eru allar líkur á að hún geri.

Fylkismenn eru í 11. sæti og því næst neðsta eftir 16 leiki spilaða. Þeir eru með einungis einn sigur í síðustu fimm leikjum og spiluðu í síðustu umferð gegn Fram og var sá leikur af mörgum talinn leiðinlegasti fótboltaleikur sumarsins. Eins og Elvar Geir ritstjóri Fótbolti.net orðaði í skýrslunni eftir þann leik.

Leikurinn var hreinlega skelfilega leiðinlegur frá upphafi til enda
Fyrir leik
Kópavogsvöllur heilsar Velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fylkis í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður vonandi hin besta skemmtun!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson ('82)
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('61)
16. Emil Ásmundsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson ('69)
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('61)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson ('69)
7. Daði Ólafsson ('82)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('61)
13. Guðmar Gauti Sævarsson
14. Theodór Ingi Óskarsson ('61)
19. Arnar Númi Gíslason ('61)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('23)
Sigurbergur Áki Jörundsson ('39)
Ásgeir Eyþórsson ('67)

Rauð spjöld: