William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Vestri
0
0
ÍA
07.08.2024  -  18:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 9°C, hægur norðan andvari. Lágskýjað
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Árni Marinó Einarsson
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Sergine Fall
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
1. Patrik Duda (m)
3. Elvar Baldvinsson
5. Aurelien Norest
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
16. Ívar Breki Helgason
22. Elmar Atli Garðarsson
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('24)
Vladimir Tufegdzic ('60)
Sergine Fall ('77)
Silas Songani ('81)
Gunnar Jónas Hauksson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur leikur!!
Hákon Dagur Guðjónsson
95. mín
Fatai með fyrirgjöf, Benó með hælspyrnu á markið en Árni ver!
Hákon Dagur Guðjónsson
93. mín
Beint í vegginn Gustav tekur, af veggnum í horn
Hákon Dagur Guðjónsson
93. mín
Inn:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Hákon Dagur Guðjónsson
92. mín
Benó er tekinn niður í fyrirgjöf og stúkan ærist! Sá þetta ekki. Brotið á Fatai í framhaldinu á góðum stað, 18 metrum frá marki
Hákon Dagur Guðjónsson
90. mín
Twana bætir við 5 mínútum
Hákon Dagur Guðjónsson
88. mín
Bjargað á línu! Túfa lyftir boltanum á fjær þar sem Silas sjankar boltann óvart út í teig. Þar bíður Benedikt Warén sem hamrar boltanum á markið en Arnleifur nær að henda sér fyrir! Þarna skall hurð nærri hælum
Hákon Dagur Guðjónsson
86. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Haukur flottur í þessum leik. Gæði í honum
Hákon Dagur Guðjónsson
85. mín
Færi ÍA Fyrirgjöf frá hægri sem Viktor skallar niður á Marko en skot hans er hárfínt yfir. Fínt færi
Hákon Dagur Guðjónsson
82. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Seinn í tæklingu á miðjunni
Hákon Dagur Guðjónsson
81. mín Gult spjald: Silas Songani (Vestri)
Vestri er í skyndisókn og Silas er einn á einn. Annaðhvort rennur hann eða dýfir sér í teignum
Hákon Dagur Guðjónsson
80. mín
Gustav finnur Túfa á teignum með bakið í markið. Nær lausu skoti á markið en af varnarmanni í horn
Hákon Dagur Guðjónsson
79. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
Hinrik lítið sést í seinni hálfleik
Hákon Dagur Guðjónsson
77. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
Klippir Arnleif niður á kantinum
Hákon Dagur Guðjónsson
75. mín
Vestri á aukaspyrnu á vítateigshorninu. Benó með lágan bolta á nærstöng sem Árni handsamar í annari tilraun
Hákon Dagur Guðjónsson
75. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Hákon Dagur Guðjónsson
75. mín
HVERNIG SKORAR ÞÚ EKKI Frábær sókn! Stungusending á Silas sem lætur verja frá sér. Boltinn berst á Fall sem rennir honum á Túfa. Túfa leikur á Árna og á bara eftir að renna boltanum í netið en setur boltann í stöngina!
Hákon Dagur Guðjónsson
74. mín
Vestramenn betri þessar mínútur. Halda vel í boltann og þrýsta skagamönnum niður. Verða þó að skapa sér eitthvað
Hákon Dagur Guðjónsson
70. mín
Góð sókn Vestri Benó finnur Guðmund í yfirhlaup og hann hefur nægan tíma á teignum til að koma boltanum fyrir en finnur ekki samherja. Illa farið með frábæra stöðu.
Hákon Dagur Guðjónsson
69. mín
Enn fer boltinn í netið en flaggið fer á loft. Frábær bolti frá Hauki sem Árni Salvar nær að pikka framhjá William en flaggið fer strax á loft. Líklega hárrétt
Hákon Dagur Guðjónsson
63. mín
Hiti í þessu núna! Árni Marínó missir háan bolta fyrir framan Túfa. Hann nær þó að bjarga málunum og nær að slæma boltanum frá. Liggur svo eftir og Elías stoppar leikinn en dæmir þó ekki brot. Gefur svo skagamönnum boltann þegar leikurinn fer aftur í gang. Furðulegt.
Hákon Dagur Guðjónsson
62. mín
Sammi: "Það er komin endursýning á þessu, Vestramaðurinn var ekki rangstæður!" Glymur í Samma yfir allan völlinn
Hákon Dagur Guðjónsson
60. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Brotið á honum en Elías spjaldar Túfa. Virðist hafa slæmt hendi í andlitið á Hlyn. Vestri á aukaspyrnu 30 metra frá marki
Hákon Dagur Guðjónsson
59. mín
Vestri skorar! En... Benó fíflar Hlyn hægri vinstri og á skot sem Árni ver vel. Silas er fyrstur á frákastið og rennir boltanum í autt markið en upp fer flaggipð. Rangstaða.
Hákon Dagur Guðjónsson
58. mín
Ekkert kemur úr horninu.
Hákon Dagur Guðjónsson
57. mín
Gunnar Jónas er búinn að henda í nokkrar stemmningstæklingar sem stúkunni líkar vel við. Tekur Marko með einni slíkri og Vestramenn vinna horn í kjölfarið
Hákon Dagur Guðjónsson
57. mín
Hann virðist vera í lagi.
Hákon Dagur Guðjónsson
55. mín
Eiður meiddur? Skagamenn ofan á núna. Oliver kemur með stórhættulegan bolta fyrir sem tveir skagamenn rétt missa af og endar í markspyrnu. Eiður leggst niður í kjölfarið, lítur ekkert allt of vel út. Sem betur fer eru heimamenn með 6 varnarmenn á bekknum.
Hákon Dagur Guðjónsson
52. mín
Horn ÍA, Mark? Fall skallar í Viktor en Elías dæmir horn. Steinar tekur hornið og boltinn fer í markið í klafsinu! Elías er þó fljótur að flauta og bendir á höndina á sér, viss í sinni sök. Sá þetta ekki nógu vel.
Hákon Dagur Guðjónsson
49. mín
Arnleifur tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vestra, rennir boltanum til vinstri á Steinar en föst fyrirgjöf hans er hreinsuð frá.
Hákon Dagur Guðjónsson
46. mín
Fatai reynir skot af löngu færi en það er víðsfjarri. Sjálfsagt að reyna.
Hákon Dagur Guðjónsson
46. mín
Komið í gang aftur!
Hákon Dagur Guðjónsson
45. mín
Hálfleikur
Skemmtilegur hálfleikur hérna rétt í lokin. Fram að því var lítið um færi og liðin nokkuð jöfn. Skagamenn fengu tvö dauðafæri og naga handarbökin að vera ekki komnir yfir. Vængbrotnir Vestramenn eru búnir að fara fram úr væntingum það sem af er. Verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að halda dampi, eiga nánast enga kosti fram á við á bekknum.
Hákon Dagur Guðjónsson
45. mín
Twana lyftir skiltinu af hliðarlínunni, 2 mínútur í viðbót
Hákon Dagur Guðjónsson
43. mín
Heimamenn bíta frá sér Benó rennur boltanum innfyrir á Túfa en Árni Marínó hreinsar frá. Fyrirgjöf í framhaldinu dettur fyrir Guðmund sem er ekki vakandi og býst ekki við boltanum. Loks berst boltinn fyrir fætur Benó sem á skot að marki en ekki nógu fast. Einfalt fyrir Árna í markinu.
Hákon Dagur Guðjónsson
41. mín
Ótrúleg björgun!! Langt innkast frá skaganum, darraðadans í teignum og mögulega hendi á gula. Skotið er frá Steinari mögulega, sá það ekki almennilega, af stuttu færi og enn ver William. Boltinn er við það leka inn en er bjargað af línunni af Eiði, af því er virðist hálfur inni.
Hákon Dagur Guðjónsson
40. mín
Túfa fær aðvörun frá Elíasi, er búinn að láta finna fyrir sér
Hákon Dagur Guðjónsson
37. mín
Dauðafæri!! Haukur með frábæra fyrirgjöf sem Marko skallar að marki, William ver meistaralega! Frákastið dettur fyrir Hinrik sem þarf að vera fljótur að klára en hittir boltann afar illa og sjankar hann í utanverða stöngina.
Hákon Dagur Guðjónsson
34. mín
Ágæt sókn Fall með fínan bolta af hægri vængnum eftir samspil með Silas. Boltinn finnur kollinn á Benó en skallinn er laus framhjá.
Hákon Dagur Guðjónsson
30. mín
Skot á mark, loksins Viktor finnur smá tíma og pláss á D boganum en skot hans er laust og einfalt fyrir Eskelinen í markinu
Hákon Dagur Guðjónsson
26. mín
Rólegt núna. Bæði lið leyfa hvort öðru að halda boltanum í öftustu línu og sendingarfeilar þess á milli.
Hákon Dagur Guðjónsson
24. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Nartar aðeins í hælana á skagamanni í pressunni. Ódýrt
Hákon Dagur Guðjónsson
20. mín
Enda á milli Árni með hornið, það er skallað upp í loftið og gripið af William. Gustav liggur eftir eitthvað samstuð. Silas virðist hafa hrist meiðslin af sér og kominn aftur inn á völlinn.
Hákon Dagur Guðjónsson
19. mín
Hornið er ágætt en Árni kýlir frá. Skagamenn geysast í sókn en fyrirgjöf frá Árna er bjargað í horn af Morten. Horn skaginn
Hákon Dagur Guðjónsson
18. mín
Hættuleg skyndisókn Góð skyndisókn hjá Vestra. Silas á fleygiferð upp vinstri kantinn, kemst inn á teiginn en Erik kemst fyrir á síðustu stundu. Horn og Silas liggur kvalinn eftir, held að hann hafi snúið sig.
Hákon Dagur Guðjónsson
15. mín
Árni kemst í fyrirgjafarstöðu á hægri vægnum. Boltinn er niðri en aðeins fyrir aftan Viktor sem nær ekki teljandi snertingu á hann og William tínir boltann upp af jörðinni. Hættuleg sókn
Hákon Dagur Guðjónsson
14. mín
Fatai étur Marko á hættulegum stað og finnur Túfa í teignum en hann er of lengi að athafna sig og nær ekki skoti af. Fatai er gríðarlega snöggur
Hákon Dagur Guðjónsson
13. mín
Leikurinn er nokkuð jafn en gestirnir búnir að vera að ógna markinu meira
Hákon Dagur Guðjónsson
10. mín
Hinrik í fínu færi Marko finnur Hinrik með löngum bolta innfyrir. Eiður nær að trufla hann á elleftu stundu og fyrir skotið í horn. Hornið er gott á markteiginn þar sem Viktor er á fljúgandi siglingu en heimamenn ná rétt svo að skalla frá.
Hákon Dagur Guðjónsson
8. mín
ÍA á horn Fínn kafli hjá gestunum núna. Hinrik komst í fína stöðu á vinstri en Fall tæklar í horn. Steinar gefur boltann fyrir en Túfa skallar frá
Hákon Dagur Guðjónsson
6. mín
Fínt skot en rétt framhjá markinu vinstra megin. William hafði ekki áhyggjur af þessu
Hákon Dagur Guðjónsson
6. mín
Aukaspyrna ÍA Fyrir miðjum vellinum, 25 metra frá marki. Marko mundar fótinn
Hákon Dagur Guðjónsson
4. mín
Vestri á aukaspyrnu Fyrirgjöf frá Guðmundi á kantinum, djúpur á fjær, Morten skallar boltann fyrir en beint í hendurnar á Árna Marínó. Heimamenn líflegir til að byjra með
Hákon Dagur Guðjónsson
1. mín
Leikur hafinn
Elías flautar leikinn á!
Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn Sammi kynnir liðin inn og laxinn kraumar á grillinu í boði Arctic Fish. Áhorfendur eru að tínast í stúkuna, nokkrir skagamenn mættir en þeir eru yfirleitt þeir einu sem sjá sér fært um að mæta vestur.
Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Haukur Andri byrjar hjá ÍA - Tveir í banni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

ÍA gerir þrjár breytingar, frá tapi gegn Stjörnunni. Árni Salvar Heimisson, Arnleifur Hjörleifsson og Haukur Andri Haraldsson koma inn en hinn átján ára gamli Haukur er kominn á láni frá Lille.

Johannes Vall og Jón Gísli Eyland eru í leikbanni hjá ÍA. Guðfinnur Þór Leósson fær sér sæti á varamannabekknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Fjórar breytingar hjá Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Vestri gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, 0-2 tapi gegn FH. Vladimir Tufegdzic, Silas Songani, Guðmundur Arnar Svavarsson og Gunnar Jónas Hauksson koma inn í liðið.

Elvar Baldvinsson sest á bekkinn, Tarik Ibrahimagic er farinn í Víking, Ibrahima Balde er í banni og Andri Rúnar Bjarnason meiddur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarinn Dómarinn í dag er Elías Ingi Árnason, ÍR-ingur og Arsenalmaður. Hans aðstoðardómarar eru Ragnar Þór Bender og Antoníus Bjarki Halldórsson. Twana Khalid er svo á fjórði dómari.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Fyrri viðureignir ÍA unnu sannfærandi 3-0 sigur á Vestra fyrr á tímabilinu. Viktor Jóns, Jóhannes Vall og Guðfinnur með mörkin.

Liðin komu saman upp úr Lengjudeildinni og í fyrra gerðu þau 2-2 jafntefli fyrir vestan og 1-1 jafntefli á Skaganum.

Þar áður var síðasta heimsókn hér frá Skagamönnum í deild árið 2014, en þá unnu ÍA BÍ/Bolungarvík 6-0. Þar áður mættust þau hér árið 2011 og þar unnu ÍA líka 6-0. Þannig að þeir gulu hafa reynst Vestfirðinum erfiður andstæðingur í gegnum árin.

Síðasti deildarsigur heimamanna á Ísafirði gegn ÍA kom árið 1983, árið sem ÍA varð meistari en lið Vestfirðinga hét þá ÍBÍ féll.
ÍBÍ vann 1-0 með marki Jóhanns Torfasonar. Jóhann hefur síðan lagt skóna á hilluna.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Balde í banni Miðjumaðurinn sterki, Ibrahima Balde er í banni í dag. Tímasetningin ekki góð eftir brottför Tarik Ibrahimagic.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍA Jón Þór Hauksson snýr aftur vestur en hann yfirgaf Vestra til að taka við ÍA á sínum tíma. Hann hefur gert afar góða hluti með Skagamenn og eru þeir í efri hlutanum og hafa skorað 34 mörk, en einungis 3 efstu liðin státa af betri árangri fyrir framan markið. Viktor Jónsson er markahæsti maður deildarinnar með 13 mörk.

Þeir hafa hins vegar hikstað upp á síðkastið þar sem þeir töpuðu 1-3 heima fyrir Stjörnunni, gerðu jafntefli við FH og töpuðu illa fyrir Fylki. Með sigri í dag fara þeir upp fyrir Fram í fimmta sætið og blanda sér rækilega í baráttu um Evrópusæti.

Glugginn hjá ÍA hefur verið öllu byrlegri en þeir fengu Hauk Andra Haraldsson aftur á láni frá Lille ásamt Marvin Darra.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Heimamenn eru orðnir langeygir eftir fyrsta heimasigrinum en þeir hafa tapað fyrir Fram, Val, KA og FH á nýja gervigrasinu og gert jafntefli við Breiðablik. Þar að auki hafa þeir gert jafntefli við HK í Kórnum og töpuðu fyrir Fylki. Þannig að þeir hafa leikið 7 leiki í röð án sigurs en síðasti sigur kom á varaheimavellinum í Laugardal gegn Stjörnunni þann 6.júní.

Vestri er í neðsta sætinu með 12 stig

Vestramenn urðu fyrir mikilli blóðtöku fyrir þennan leik þar sem Víkingur virkjuðu klásúlu í samningi Tarik Ibrahimagic og er hann nú farinn í Fossvoginn. Þar áður fór Nacho Gil á láni til Bjarna Jó á Selfoss og Toby King fór til Gíbraltar þannig að Vestri hafa misst 3 miðjumenn í sama glugganum.

Þá lauk Johannes Selvén kantmaður lánssamningi sínum og Marvin Darri varamarkvörður er kominn í raðir mótherja dagsins, Skagamanna. Í hans stað kom Sveinn Sigurður Jóhannesson. Tímabil Sveins tók fljótt enda þar sem hann sleit hásin og í hans stað er kominn Daninn Benjamin Schubert Þannig að þetta eru 2 markverðir inn en 5 leikmenn út.

Síðast en ekki síst þá er Andri Rúnar Bjarnason fjarverandi vegna meiðsla. Lenti illa á öxlinni í síðasta leik og verður frá í 6 vikur í það minnsta. Blóðtaka fyrir heimamenn en hann var að komast aftur af stað eftir veikindi og meiðsli.

Mynd: Víkingur R.

Fyrir leik
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn. Þeir leita að fyrsta sigrinum síðan 2. júní þegar þeir sigruðu Stjörnuna 4-2 á gamla "heimavellinum" í Laugardalnum. Þeir sitja á botni deildarinnar með 12 stig en geta lyft sér upp af honum með sigri í dag.

Gestirnir eru í allt öðrum málum. Hafa verið virkilega þéttir í sumar og eru í baráttu um evrópusæti. Eru hinsvegar sigurlausir í síðustu þremur leikjum og mæta því líklega grimmir og hungraðir til leiks í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og ÍA í 17.umferð Bestu deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('93)
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson ('79)
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
22. Árni Salvar Heimisson
77. Haukur Andri Haraldsson ('86)

Varamenn:
7. Ármann Ingi Finnbogason ('86)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('79)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('93)
26. Matthías Daði Gunnarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Albert Hafsteinsson
Kristófer Áki Hlinason
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('75)

Rauð spjöld: