William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Stjarnan
1
1
Valur
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '13
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '86 1-1
09.08.2024  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 14°C, gola og skýjað.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 128
Maður leiksins: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('82)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('58)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('81)
20. Jessica Ayers
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir ('82)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('58)
14. Karlotta Björk Andradóttir
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('81)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Esther Rós Arnarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli í Garðabænum staðreynd!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.

Takk fyrir mig!
94. mín
Tvær mínútur búnar af viðbótinni, stefnir allt í jafntefli.
90. mín
Það er þremur mínútum bætt við! Fáum við sigurmark?
89. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
86. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
JÁ SÆLL!!! ALLT JAFNT! Stjarnan jafnar!! Frábært mark!

Stjörnukonur jafna! Úlfa keyrir upp hægri kantinn, snýr inn á völlinn og klárar frábærlega upp í nærhornið. Mjög vel gert hjá henni
82. mín
Inn:Sóley Edda Ingadóttir (Stjarnan) Út:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerir tvöfalda skiptingu fyrir lokasprettinn. Stjarnan í leit að jöfnunarmarki.
81. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan)
74. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Gestirnir gera tvöfalda skiptingu.
74. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur)
72. mín
Hailey með bolta inn á teig Stjörnunar. Guðrún nær skalla en boltinn framhjá.
70. mín
Stjarnan fær horn.

Valskonur hreinsa.
67. mín
Frábær varsla! Stjarnan heldur áfram að sækja! Gyða með góða sendingu inn á Jessicu og hún er ein á móti markmanni. Fanney gerir vel, kemur út á móti og lokar lá hana. Jessica reynir að vippa honum yfir hana en Fanney ver.
65. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
63. mín
Frábær tækling! Jessica með komin inn fyrir vörn gestanna og með helling af plássi fyrri framan sig. Komin inn á tegin en þar er Natasha sem á geðveika tæklingu og vinnur boltan! Stjarnan fær horn.

Geggjað horn. Hannah Sharts stekkur hæst af öllum og stangar boltann í stöngina! Stjarnan að ógna!
62. mín
Valskonur fá horn. Stjarnan hreinsar en boltinn berst á Fanndísi sem er rétt fyrir utan teig. Hún á fast skot meðfram jörðinni sem Erin ver.
58. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
56. mín
Stjarnan að ógna! Frábær sending á fjær frá Eyrúnu Emblu. Hulda Hrund er á fjær og nær að pota boltanum í átt að marki en hittir hann ekki nógu vel og Fanney handsamar knöttinn.
52. mín
Valskonur hafa byrjað þennan seinni hálfleik eins og þann fyrri. Mun meira með boltan og ógna grimmt.
49. mín
Rétt framhjá! Fanndís Friðriks með gott vinstrifótar skot. Boltinn sleikir stöngina og fér rétt framhjá.
46. mín
Svipmyndir úr fyrri! Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndari er á leiknum!

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson



Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson



46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Stjarnan rúllar seinni í gang.
45. mín
Hálfleikur
Valskonur leiða í hálfleik! Hálfleikur í fjörugum leik í Garðabænum. Valur mikið betri aðilin framan af en eftir markið hefur Stjarnan unnið sig inn í þetta!

Tökum okkur korterspásu og komum svo með seinni hálfleikinn!
44. mín
Aðeins hægt á leiknum undir lok hálfleiksins.
37. mín
Boltinn berst á Katie Cousins eftir misheppnaða hreinsun frá Stjörnunni. Katie með fast skot sem er varið af Erin í markinu.
35. mín
Rétt yfir! Jessica Ayers með gott skot rétt fyrir utan teig. Hittir hann vel en boltinn rétt yfir þverslána.
29. mín
Hætta! Stjarnan sækir hratt. Gyða kemur með hættulegan bolta inn á teig gestanna. Hrefna í góður færi en nær ekki að stýra boltanum á markið.
28. mín
Stjarnan að ógna! Kemur bolti inn á teig gestanna sem Hrefna Jónsdóttir skallar framhjá.
26. mín
Valur fær horn.

Stjarnan hreinsar.
21. mín
Langskot Hulda Hrund á skot í átt að marki gestanna fyrir utan teig. Fast skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Stjarnan fær horn.

Ekkert verður úr horninu.
20. mín
Góð sending frá Ragnheiði innn á teig Stjörnunar. Boltinn á Fanndísi sem reynir skotið en hittir hann ekki.
17. mín
Færi! Stjarnan gerir vel og sækir hratt. Kemur góður bolti inn fyrir vörn gestanna og nær Andrea Mist stjórn á honum. Tekur eina snertingu og skýtur svo á mark af stuttu færi. Skotið beint á Fanney í markinu sem ver.
13. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur)
MAAARK! Valskonur komnar yfir!

Fanndís Friðriksdóttir gerir vel á hægri kantnium og kemur með alveg frábæra sendingu inn á teig Stjörnunar. Þar er Berglind með nóg af plássi og stangar boltann í netið! Valur leiðir 1-0!

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

12. mín
Valskonur verið að sækja grimmt fyrstu tíu mínúturnar. Fanndís gerir vel úti hægra megin og gefur boltann inn á teigin. Ragnheiður nær til hanns en nær ekki að stýra honum á markið.
8. mín
Valskonur gera vel og búa sér til gott færi en Fanndís rangstæð í uppspilinu.
6. mín
Skot á mark! Klaufagangur í vörn Stjörnunar og gestirnir vinna boltann hátt uppi á vellinum. Ragnheiður fær boltan og á fast skot á mark. Hittir hann vel en boltin tiltölulega beuint á Erin sem ver.
5. mín
Berglind Björg á marktilraun. Á skot sem ver af varnarmanni og Erin handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Valskonur byrja með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmenn ganga nú inn á völlinn. Styttist óðfluga í upphafsflautið!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Nú er korter í upphafsflautið hér í Garðabænum! Fínustu aðstæður: 14°C, gola og skýjað. Fáum vonandi fjörugan leik hér í kvöld!
Fyrir leik
Guðný Geirs spáir í spilin! Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, er spákona umferðarinnar! Hún spáir Valskonum sigri hér í kvöld.

Stjarnan 1 - 3 Valur
Valskonur búnar að vera á góðri siglingu í sumar og ætla ekki að fara misstíga sig núna. 1-3 Úlfa Dís kemur með neglu fyrir Stjörnukonur en það verður ekki nóg í þetta skiptið.
   09.08.2024 14:30
Guðný Geirs spáir í 16. umferð Bestu deildar kvenna


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Halla Margrét komin til Stjörnunnar! Stjarnan tryggði sér í dag markvörð fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna en Halla Margrét Hinriksdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna. Stjarnan var með þær Auði Scheving og Erin McLeod sem börðust um markvarðastöðuna en Auður hélt til Bandaríkjanna í síðasta mánuði og er þar í háskólanámi. Stjarnan var því ekki með varamarkvörð í síðasta deildarleik. Meira um félagsskiptin má sjá í fréttinni hér fyrir neðan!
   09.08.2024 10:23
Halla Margrét skiptir frá Breiðabliki í Stjörnuna (Staðfest)


Mynd: Hafrún Guðmundsdóttir

Fyrir leik
Valur hafði betur fyrr í sumar Liðin tvö mættust á Hlíðarenda fyrr í sumar. Valur hafði þar betur og sigraði 4-0. Ísabella Sara Tryggvadóttir fór á kostum í leiknum og skoraði þrennu!

Mörkin úr fyrri leik liðanna!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið! Arnar Ingi Ingvarsson verður á flautunni hér í kvöld og verða þeir Tomasz Piotr Zietal og Ragnar Arelíus Sveinsson sem verða honum til aðstoðar. Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og varadómari er Reynir Ingi Finnsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valur er í fyrsta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og eru þar með 42 stig, þremur stigum fyrir ofan Breiðablik. Valur er á ótrúlegu skriði í deildinni en Valskonur hafa ekki tapað síðan í maí og eru markahæsta lið deildarinnar með 41 mark skorað í sumar. Valur mætti Blikum í algjörum stórleik í síðustu umferð. Valskonur komust yfir snemma leiks þegar Katherine Amanda Cousins kom þeim yfir eftir 9. mínútur. Mörkin urðu ekki fleiri og vann Valur því 1-0 sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Félagaskiptaglugginn lokar 13. ágúst. Valur hefur hingað til fengið til sín tvo nýja leikmenn.

Komn­ar:
Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir frá FH (til baka úr láni)
Natasha Anasi frá Brann í Nor­eg
Farn­ar:
Am­anda Andra­dótt­ir til Twente í Hollandi
Hanna Kall­maier í ÍH
Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan er fyrir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 19 stig. Stjarnan hefur verið að næla sér í góð úrslit síðan Jóhannes Karl tók við en leikurinn í kvöld verður hans sjötti leikur sem þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan mætti Fylki í Árbænum í síðustu umferð. Stjarnan komst yfir eftir 10 mínútna leik er Hrefna Jónsdóttir skoraði. Mörkin voru ekki fleiri og tók Stjarnan því stigin þrjú. Nú styttist í að deildinni verði skipt upp í neðri og efri hluta og verður áhugavert að sjá hvort Stjörnukonur haldi sér í efri hlutanum!

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Félagaskiptaglugginn lokar 13. ágúst. Stjörnukonur hafa hingað til fengið til sín tvo nýja leikmenn.

Komn­ar:
Mist Smára­dótt­ir frá Grinda­vík (til baka úr láni)
Jessica Ayers frá Vitt­sjö í Svíþjóð
Farn­ar:
Hrafn­hild­ur Salka Pálma­dótt­ir í HK (á lán)
Caitlin Cosme í Nan­tes í Frakklandi
Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign Stjörnunnar og Vals í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabænum og hefst kl. 18:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('89)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('65)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('74)
29. Jasmín Erla Ingadóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('74)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir ('89)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('65)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('74)
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('74)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Hallgrímur Heimisson
Einar Már Óskarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: