Stjarnan tryggði sér í dag markvörð fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna því Halla Margrét Hinriksdóttir hefur fengið félagaskipti frá Breiðabliki yfir í Stjörnuna.
Halla Margrét er markvörður sem lék síðast með Aftureldingu á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2022 en var þar á undan markvörður Stjörnunnar seinni hluta tímabilsins 2021.
Hún er 29 ára og var varamarkvörður fyrir Telmu Ívarsdóttur seinni hluta síðasta tímabils.
Halla Margrét er markvörður sem lék síðast með Aftureldingu á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2022 en var þar á undan markvörður Stjörnunnar seinni hluta tímabilsins 2021.
Hún er 29 ára og var varamarkvörður fyrir Telmu Ívarsdóttur seinni hluta síðasta tímabils.
Stjarnan var með þær Auði Scheving og Erin McLeod og börðust þær um aðalmarkvarðarstöðuna en Auður hélt til Bandaríkjanna í síðasta mánuði og er þar í háskólanámi. Stjarnan var ekki með varamarkvörð í síðasta deildarleik.
Erin er aðalmarkvörður Stjörnunnar og má ætla að Halla Margrét verði henni til halds og trausts.
Stjarnan á leik gegn Val í kvöld og er Halla Margrét komin með leikheimild fyrir þann leik.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 16 | 1 | 1 | 48 - 16 | +32 | 49 |
2. Breiðablik | 18 | 16 | 0 | 2 | 46 - 9 | +37 | 48 |
3. Þór/KA | 18 | 9 | 3 | 6 | 40 - 28 | +12 | 30 |
4. Víkingur R. | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 - 29 | -1 | 29 |
5. FH | 18 | 8 | 1 | 9 | 30 - 36 | -6 | 25 |
6. Þróttur R. | 18 | 7 | 2 | 9 | 23 - 27 | -4 | 23 |
7. Stjarnan | 18 | 6 | 3 | 9 | 22 - 34 | -12 | 21 |
8. Tindastóll | 18 | 3 | 4 | 11 | 20 - 41 | -21 | 13 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 4 | 12 | 17 - 34 | -17 | 10 |
10. Keflavík | 18 | 3 | 1 | 14 | 16 - 36 | -20 | 10 |
Athugasemdir