William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Víkingur R.
1
1
Flora Tallinn
0-1 Mark Anders Lepik '21 , víti
Valdimar Þór Ingimundarson '40 1-1
08.08.2024  -  18:15
Víkingsvöllur
Sambandsdeildin
Aðstæður: Íslenskt sumarveður
Dómari: Ashot Ghaltakhchyan (Armenía)
Maður leiksins: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('81)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric ('64)
21. Aron Elís Þrándarson ('73)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('64)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('81)
3. Davíð Helgi Aronsson
7. Erlingur Agnarsson ('64)
9. Helgi Guðjónsson ('73)
18. Óskar Örn Hauksson
20. Tarik Ibrahimagic ('64)
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson
31. Jóhann Kanfory Tjörvason
32. Haraldur Ágúst Brynjarsson

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:
Ingvar Jónsson ('20)
Aron Elís Þrándarson ('25)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('52)
Viktor Örlygur Andrason ('70)
Gísli Gottskálk Þórðarson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Enn gengur ekkert hjá Víkingum að vinna á heimavelli í Evrópukeppninni. Þetta er þó ekki tap. Þeir eiga að klára þetta lið, á því er enginn vafi.
95. mín
Jesús Gestirnir bara næstum því búnir að stela þessu á lokasekúndum leiksins. Víkingar heppnir þarna.
94. mín
Erlingur með boltann úti hægra megin og Flora fær markspyrnu. Víkingar ósáttir, vilja hornspyrnuna.
93. mín
Víkingar reyna að spila sig í gegnum þröngt svæði en það gengur ekki. Flora nær að hreinsa.
93. mín
Ari er kominn aftur inn á, þannig að þetta hefur bara verið krampi.
92. mín Gult spjald: Markus Soomets (Flora Tallinn)
91. mín
Ari að elta sendingu úti vinstra megin og virðist togna í kálfanum. Efast um að hann spili meira.
90. mín
Fimm mínútum bætt við Víkingar eru að rembast við að koma boltanum í markið.
87. mín
HVERNIG FÓR ÞETTA EKKI INN? Frábær sókn hjá Víkingum! Ari Sigurpáls ýtir boltanum upp á Helga sem á frábæra sendingu fyrir markið. Þar er einhver Víkingur - sé ekki hver það var - sem nær að koma boltanum á markið en Grünvald ver frábærlega.

Svo á Ari hörkuskot sem fer yfir markið.
86. mín
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að rífast við Eistana hér út við hliðarlínunni. Ég held alveg örugglega að hann sé ósáttur við hvað allt gengur hægt.
85. mín
Inn:Nikita Mihhailov (Flora Tallinn) Út:Sergei Zenjov (Flora Tallinn)
Það kom ekkert úr þessari hornspyrnu.
84. mín
Ari með góðan bolta fyrir en gestirnir ná að koma boltanum aftur fyrir. Hornspyrna sem Víkingar fá.
81. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
Vonandi á Sveinn Gísli bara aðra eins innkomu og gegn FH.
79. mín
Helgi með skot sem fer í varnarmann. Víkingar fá horn.
78. mín Gult spjald: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Peysutog.
74. mín
Inn:Rauno Alliku (Flora Tallinn) Út:Danil Kuraksin (Flora Tallinn)
Krusty the Clown þeirra Eistlendingar kominn inn á.
73. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Ansi góðar líkur á því að Helgi skori mark, eða komi að marki. Solskjær Bestu deildarinnar.
73. mín
Víkingar eru að herða tökin. Þetta næsta mark hlýtur að detta.
72. mín
Ari Sigurpáls með góðan bolta fyrir og Erlingur stekkur hátt, en hann nær ekki góðum skalla og hann fer langt fram hjá. Þarna átti hann að gera betur.
71. mín
FÆRI!! Erlingur setur boltann inn á teiginn eftir góða sókn. Aron Elís nær til hans og skóflar honum rétt yfir markið. Stíflan er að fara að bresta.
70. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
69. mín
HÖRKUSKOT!! Viktor Örlygur fær fullt af tíma með boltann fyrir utan teig, horfir á markið og lætur vaða. Hittir boltann frábærlega en Grünvald nær að verja. Þarna mátti ekki miklu muna.
68. mín
Gísli Gotti með frábæran sprett en missir svo boltann of langt frá sér.
66. mín
Inn:Rauno Sappinen (Flora Tallinn) Út:Mark Anders Lepik (Flora Tallinn)
Taka sinn besta mann af velli, Mark Anders Lepik.
66. mín
Inn:Tony Varjund (Flora Tallinn) Út:Konstantin Vassiljev (Flora Tallinn)
Taka sinn besta mann af velli, Mark Anders Lepik.
64. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
64. mín
Oliver Ekroth fer niður og heldur um höfuð sitt. Hann getur haldið leik áfram.
60. mín
Tarik Ibrahimagic er að koma inn á í sinn fyrsta leik með Víkingum
Mynd: Víkingur R.
57. mín Gult spjald: Konstantin Vassiljev (Flora Tallinn)
Sparkar Djuric niður.
56. mín
Konstantin Vassiljev reynir skot af einhverjum 45 metrum. Aldrei möguleiki en menn mega reyna.
55. mín
Viktor Örlygur með skot á lofti fyrir utan teig, en hittir ekki á markið.
54. mín
Djuric með skot af löngu færi og það fer yfir markið. Það fer líka af varnarmanni og Víkingar fá því hornspyrnu.
52. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Þriðji leikmaður Víkings sem fær gult spjald.
50. mín
Fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik jákvæðar hjá Víkingum.
48. mín
Valdimar með frábæra fyrirgjöf og finnur hausinn á Aroni Elís, en skalli hans fer yfir markið. Hann var ekki að tímasetja stökkið rétt.
47. mín
FRÁBÆRT FÆRI!! Danijel Dejan Djuric í hörkufæri inn á teignum og á fast skot en Grünvald nær að verja frá honum. Þarna hélt ég að Víkingar væru að komast yfir.
46. mín Gult spjald: Vladislav Kreida (Flora Tallinn)
Hann var búinn að vinna sér inn fyrir þessu.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Myndaveisla frá marki Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Víkingar búnir að vera mun sterkari aðilinn en þeir eru líka algjörir klaufar og þess vegna er staðan 1-1. Virkilega skemmtilegur fótboltaleikur og vonandi heldur það bara áfram í seinni hálfleik.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við Fyrri hálfleikinn.
45. mín
Valdimar með lúmska sendingu inn á Aron Elís en hann var kominn aðeins of nálægt markinu. Nær ekki að gera neitt úr þessu þar sem leikmenn Flora eru fljótir að loka á hann.
42. mín
INGVAR!! Víkingar algjörlega sofandi í varnarleiknum og eru næstum því lentir undir aftur. Ingvar með frábæra markvörslu og kemur í veg fyrir það. VAKNA!
41. mín
Það var löng VAR-skoðun eftir markið, en það fær að standa!
40. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
ÞAÐ LÁ Í LOFTINU! Víkingar jafna metin!

Aron Elís fær boltann í kringum teiginn og kemur honum áfram. Fer af varnarmanni og í Valdimar, en hann nær svo að pota honum inn.

Staðan jöfn! Frábær tímapunktur til að skora.
40. mín
Það liggur mark í loftinu hjá Víkingum!
39. mín
Davíð Atla enn og aftur með góða fyrirgjöf en Aron Elís nær ekki að stýra boltanum á markið. Það var eins og hann hefði misreiknað stökkið sitt þarna.
37. mín
Davíð Atla aftur með góða fyrirgjöf en Danijel Dejan nær ekki að hitta á markið. Vonandi gengur þetta í þriðja sinn.
35. mín
Ari fær boltann á fjær eftir hornspyrnuna. Hann tekur við boltanum og á skot sem fer lengst yfir markið.
34. mín
DAUÐAFÆRI! Viktor Örlygur leggur boltann út til hægri á Davíð Atla sem á frábæra fyrirgjöf. Danijel Dejan Djuric óvaldaður í teignum og er í dauðafæri en hann skallar boltann í jörðina og yfir markið! Þetta var besta færi Víkinga í leiknum.
32. mín
Myndir úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
30. mín
Flora er að gera allt til að hægja á leiknum núna. Það gerist allt ógeðslega hægt.
28. mín
Það er einhver svona smá pirringur í Víkingunum þessa stundina. Þurfa aðeins að núllstilla sig.
25. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
24. mín
Lepik kominn í hörkufæri en skot hans fer beint í varnarmann. Það hefði nú verið eitthvað ef Flora hefði náð tveggja marka forystu þarna.
23. mín
Davíð Atla með skot sem var held ég bara á leið í innkast, en það fer í varnarmann.
23. mín
En það er nóg eftir af þessu!
22. mín
Þetta var ekkert eðlilega klaufalegt mark að gefa. Víkingar verið að hóta allan leikinn og svo bjóða þeir bara upp á mark.
21. mín Mark úr víti!
Mark Anders Lepik (Flora Tallinn)
Þetta var eins öruggt og það verður. Ingvar löngu farinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. mín
Þessi vítaspyrna virðist bara standa. Eistlendingarnir geta komist hér yfir.
20. mín Gult spjald: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
20. mín
Þetta kemur upp úr hræðilegri sendingu frá Jóni Guðna. Ingvar kemur út á móti og Mark Anders Lepik, leikmaður Flora, fellur í teignum.
20. mín
FLORA FÆR VÍTI! Ég veit ekki með þetta. VAR skoðar þetta.
19. mín
Danijel Dejan með flotta fyrirgjöf og Gísli Gotti hoppar hátt, en nær ekki miklum krafti í skallann.
18. mín
Þessir Flora menn eru algjörir klaufar. Giska á að þeir skori allavega eitt sjálfsmark í kvöld. Algjört paníkk þegar Víkingar komast nálægt teignum.
17. mín
Gísli Gott með flotta hreyfingu og kemst í skotfæri. Hann lætur bara vaða af einhverjum 20-25 metrum, en skotið ekki kraftmikið og það fer fram hjá markinu.
16. mín
BJARGA Á LÍNU! Mikill darraðadans eftir hornspyrnu Víkings. Markmaðurinn nær ekki að kýla hann í burtu. Leikmaður Flora reynir svo að negla boltanum í burtu en setur hann beint í samherja og þeir bjarga á línu. Þetta hefði verið mjög fyndið mark.
15. mín
Víkingar hafa verið að dæla fyrirgjöfum inn á teiginn en hafa ekki fundið þá réttu enn sem komið er.
13. mín
Leikmenn Flora hafa engan áhuga á því að vera með boltann. Negla honum fram um leið og þeir fá hann, eru ekkert að gera við hann.
12. mín
Davíð Atla með sendingu inn á teiginn sem Grünvald grípur ótrúlega auðveldlega.
10. mín
Víkingar eru að herða tökin. Flora ætla greinilega að liggja aftarlega og beita skyndisóknum. Íslands- og bikarmeistararnir reyna að brjóta þá niður.
8. mín
Nei, nei. Ekkert dæmt. Áfram með leikinn.
8. mín
Víti? Góð sókn hjá Víkingum. Gísli Gottskálk og Valdimar með gott samspil. Valdimar fellur í teignum og kallar eftir vítaspyrnu. Það er VAR á leiknum og það er verið að skoða þetta.
7. mín
Flora í álitlegri sókn. Góður þríhyrningur og svo á Zenjov sendingu fyrir markið en Víkingar komast fyrir.
6. mín
Þetta fer frekar rólega af stað.
2. mín
Svona eru Víkingar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völlinn!
Fyrir leik
Styttist í leikinn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Á fullu gasi í upphitun Hafliði Breiðfjörð að sjálfsögðu mættur með myndavélina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þeir eru ellefu útileikmennirnir sem eru að hita upp með byrjunarliði Víkinga. Spurning hvort einhver sé tæpur.
Fyrir leik
Það verða held ég ansi fá laus sæti í stúkunni hér á eftir. Vona allavega að það verði geggjuð stemning!
Fyrir leik
Allt til fyrirmyndar Víkingar eru mættir út á völl í upphitun.

Eins og vanalega er vel tekið á móti manni á Víkingsvelli með alls konar kræsingum og góðgæti. Allt til fyrirmyndar hérna.
Fyrir leik
Viktor Örlygur með fyrirliðabandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkinga er svona 1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Tvær breytingar eru á Víkingsliðinu frá sigurleiknum gegn FH á dögunum. Gunnar Vatnhamar er meiddur og er ekki í hóp. Það var ákveðin óvissa með hann í gær, en hann er ekki með. Þá fer Helgi Guðjónsson á bekkinn.

Inn í þeirra stað koma Jón Guðni Fjóluson og Valdimar Þór Ingimundarson.
Fyrir leik
Fljótt að breytast í fótboltanum Fyrir stuttu síðan var grátt ský yfir Víkingi ef svo má segja. Það gekk ekki vel og liðið var ekki langt frá því að falla úr Evrópu. Núna er útlitið talsvert betra og Víkingsliðið er í mjög raunhæfum möguleika á að fara í riðlakeppni, á toppnum í deildinni og á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið.

„Ég get alveg sagt þér nákvæmlega hvenær þetta gerðist: Á 30. mínútu á móti HK. Það var dauði og djöfull fram að því og allir að vorkenna sjálfum sér. Við héldum áfram að halda í strúkturinn og reyna að berjast fyrir augnablikinu til að snúa genginu við. Þá skorum við þetta mark á móti HK... menn héldu í það sem hefur gert okkur að góðu liði. Við kaupum okkur heppni með dugnaði og síðan þá hefur lífið verið yndislegt. Þetta er það sem gerir íþróttina svo skemmtilega. Það er stutt í bölmóðinn og vælið, en líka stutt í velgengnina. Þú verður að hafa trú á henni," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net í gær.

Síðustu leikir Víkinga:
KA 1 - 0 Víkingur
Víkingur 0 - 1 Egnatia
Víkingur 5 - 1 HK
Víkingur 0 - 2 Egnatia
FH 2 - 3 Víkingur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Eru að mæta köldu liði úr lakari deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Flora Tallinn er vissulega sigursælasta félagið í Eistlandi og þeir hafa unnið deildina í fjögur af síðustu fimm skiptum. Tímabilið sem er núna í gangi hefur þó verið erfitt.

Liðinu hefur gengið illa heima fyrir og er 16 stigum frá toppliði Levadia. Víkingar mættu einmitt Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2022 og unnu 6-1 sigur. Vonandi - fyrir íslenskan fótbolta - verður eitthvað svipað upp á teningnum í kvöld.

Flora tapaði þá stórt gegn Celje frá Slóveníu í forkeppni Meistaradeildarinnar áður en liðið lagði Virtus frá San Marínó í framlengingu. Það þurfti framlengingu til þess.

Möguleikar Víkinga ættu að vera býsna góðir þar sem þeir eru að mæta köldu liði úr mun lakari deild. Það er mikilvægt fyrir íslensku meistarana að taka góð úrslit í kvöld og taka það með sér í útileikinn í næstu viku.
Fyrir leik
Viðtöl fyrir leik Undirritaður fór og ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings og tvo leikmenn liðsins í gær; Viktor Örlyg Andrason og Tarik Ibrahimagic. Sá síðarnefndi er nýkominn til Víkings frá Vestra og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag.



Fyrir leik
Hvernig enduðu Víkingar hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar hófu keppni í Evrópu þetta tímabilið með því að mæta Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki alveg nógu vel en dramatíkin var mikil í lokin.

Víkingur R. 0 - 0 Shamrock Rovers
Shamrock Rovers 2 - 1 Víkingur R.


Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fékk tækifæri til að jafna metin í blálokin en setti boltann í stöngina úr vítaspyrnu. Því fóru Víkingar í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leiðin að riðlakeppninni varð flóknari. Víkingar drógust gegn Egnatia frá Albaníu og áhyggjurnar urðu miklar eftir fyrri leikinn.

Víkingur R. 0 - 1 Egnatia
Egnatia 0 - 2 Víkingur R.


En Íslands- og bikarmeistararnir komu til baka í Albaníu og skutu sér áfram. Þeir drógust því næst á móti Flora Tallinn frá Eistlandi og riðlakeppnin er draumur sem er farinn að sjást vel í. Það eru svo sannarlega góðir möguleikar til staðar.
Fyrir leik
Gleðilegt EVRÓPUKVÖLD! Við heilsum frá Víkingsvelli þar sem Víkingar mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þetta er fyrri leikur liðanna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
33. Evert Grünvald (m)
3. Andreas Vaher
5. Vladislav Kreida
6. Robert Veering
8. Danil Kuraksin ('74)
14. Konstantin Vassiljev ('66)
16. Erko Tõugjas
20. Sergei Zenjov ('85)
22. Mark Anders Lepik ('66)
26. Kristo Hussar
28. Markus Soomets

Varamenn:
1. Silver Rebane (m)
77. Kristen Lapa (m)
7. Tony Varjund ('66)
9. Rauno Alliku ('74)
11. Rauno Sappinen ('66)
13. Nikita Mihhailov ('85)
23. Mihhail Kolobov
24. Oscar Pihela
29. Sander Alamaa
71. Gregor Rõivassepp
89. Maksim Kalimullin
93. Sten Prunn

Liðsstjórn:
Taavi Viik (Þ)

Gul spjöld:
Vladislav Kreida ('46)
Konstantin Vassiljev ('57)
Markus Soomets ('92)

Rauð spjöld: