William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
FH
3
1
Fylkir
Breukelen Lachelle Woodard '29 1-0
Breukelen Lachelle Woodard '70 , víti 2-0
Valgerður Ósk Valsdóttir '82 3-0
3-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir '88
09.08.2024  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Breukelen Lachelle Woodard
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Breukelen Lachelle Woodard
14. Snædís María Jörundsdóttir ('62)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
22. Thelma Karen Pálmadóttir ('81)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jónína Linnet
38. Hrönn Haraldsdóttir ('46)
42. Bryndís Halla Gunnarsdóttir

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
18. Sara Montoro
21. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('81)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
39. Hildur Katrín Snorradóttir ('62)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur FH staðreynd hér. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var sá síðari þeirra eign að mestu og lítið hægt að segja annað en að sigurinn sé verðskuldaður.
93. mín
Breukelen með skotið en hittir ekki markið.+


Þetta er að fjara út.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.
89. mín
Selma Sól í færi eftir skyndisókn en setur boltann hátt yfir,
88. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Upp úr horni
Einföld uppskrift, Helga sterkust í teignum og skilar boltanum í netið.
87. mín
Aldís með alvöru vörslu! Boltinn fellur fyrir Evu Rut í hörkuskotfæri í teignum. Nær frábæru skoti sem stefnir í bláhornið en Aldís með frábæra vörslu.
86. mín
Inn:Katrín Sara Harðardóttir (Fylkir) Út:Kayla Bruster (Fylkir)
82. mín MARK!
Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Maaark!
Glæsilegt mark og við getum farið að bóka þessi þrjú stig hingað í Kaplakrika.

Valgerður fær boltann rétt fyrir utan D-bogann og á glæsilegt utanfótar skot sem steinliggur í horninu vinstra megin óverjandi fyrir Tinnu.
81. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
79. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
79. mín
Fylkisliðið reynir að sækja þessa stundina. Kemst lítt áleiðis
76. mín
Ljótur árekstur á vellinum. Arna Eiríks og Helga Guðrún skella saman við varamannabekkina. Helga Guðrún fer verr út úr því en er fljót á lappir.
70. mín Mark úr víti!
Breukelen Lachelle Woodard (FH)
Öruggt
Sendir Tinnu í rangt horn og skilar boltanum af öryggi í netið.

Brekkan orðin talsvert brattari fyrir Fylki.
69. mín
FH er að fá vítaspyrnu.
Boltinn inn á teiginn og boltinn í hendi Helgu Guðrúnar í teignum. Ofarlega þó og hendin nálægt líkamanum en Ásmundur bendir á punktinn.
68. mín
Hörkufæri
Snögg sókn upp FH hægra megin. Elísa Lana í hörkufæri eftir að Thelma Karen skallar boltann fyrir hlaupalínu hennar. Hún veður íoinn á teiginn og lætur vaða en Tinna ver
63. mín Gult spjald: Abigail Patricia Boyan (Fylkir)
Verið með smá stæla af og til í leiknum. Ásmundur missir þolinmæðina í þetta sinn.
62. mín
Inn:Hildur Katrín Snorradóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
60. mín
Verið nokkuð rólegt þetta fyrsta korter í síðari hálfleik hvað færi varðar. Baráttan mikil samt og smá hiti jafnvel að myndast inn á vellinum.
56. mín
Inn:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir) Út:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
Gunnar Magnús hleður í þrefalda skiptingu.
56. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
56. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir)
50. mín
Elísa Lana með lúmskt skot með jörðinni en Tinna Brá gerir vel og ver.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Heimakonur sparka okkur af stað á ný.
46. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH) Út:Hrönn Haraldsdóttir (FH)
45. mín
Hálfleikur

Flautað hér til hálfleiks. FH leiðir og það má svo sem segja að það sé sanngjarnt. Fylkisliðinu hefur þó tekist að skapa álitleg upphlaup og velgt varnarmönnum aðeins undir uggum.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartími er að lágmarki ein mínúta.

Og vallarþulur er mættur.

Vel gert.
37. mín
Krefjandi bolti til baka á Aldísi sem "kiksar" og gefur Fylki horn.
36. mín
Hildigunnur Ýr með hörkuskot eftir snögga sókn en setur boltann yfir.

Fær annan séns 30 sekúndum síðar en sama niðurstaða.
33. mín
Allskonar vesen í öftustu línu FH þegar Fylkir nær upp smá pressu. Að því er virðist hættulítill bolti inn á teiginn sem Aldís reynir að grípa en missir frá sér. Fylki tekst ekki að refsa.
32. mín
Stórhætta við mark FH
Hornspyrna frá vinstri inn á teiginn. Sýnist það vera Eva Rut sem er fyrst á boltann en Aldís í markinu ver.
29. mín MARK!
Breukelen Lachelle Woodard (FH)
Stoðsending: Snædís María Jörundsdóttir
Maaark!
Þarf ekki alltaf að vera flókið. Aukaspyrna frá miðjum vellinum til hægri tekin snöggt yfir á vinstri vænginn.
Þar keyrir Breukelen af stað inn á teiginn leggur boltann fyrir hægri fótinn og snýr hann snyrtilega í netið framhjá varnarmönnum og Tinnu í markinu.
25. mín
Aftur Fylkir að ógna
Komast í álitlega skyndisókn. Þóra Kristín í prýðisstöðu úti til hægri með samherja í teignum en velur rangan kost. Í stað þess að leggja boltann fyrir Evu inn á teignum reynir hún að setja hann út á vítateigslínu og varnarmenn komast á milli.
23. mín
Fylkisliðið með ágæta sóknarlotu. Halda liðinu hátt uppi og vinna boltann á vallarhelmingi FH. Sóknin endar með skoti frá Evu Rut sem fer talsvert framhjá.
17. mín
Jónína Linnet með skot að marki en boltinn yfir.
15. mín
Abigail með ágæta tilraun eftir snarpa sókn Fylkis upp hægri vænginn. Leikur inn völlinn fra hægri og reynir að snúa boltann í hornið fjær með vinstri fæti. Hittir boltann illa sem svífur talsvert framhjá.
12. mín
Íris Una stálheppinn að sleppa við spjald. Togar vel og lengi í treyju sóknarmanns sem er við það að komast framhjá henni. Brot dæmt en tiltal látið duga.
10. mín
Dauðafæri!
Sofandaháttur í vörn Fylkis og Breukelen í algjöru dauðafæri á markteig. Hvort að Tinna fékk boltann í sig eða hann fór í stöngina er ég hreinlega ekki viss um. Fylkisliðið sleppur vel.
6. mín
Þung pressa FH og hver fyrirgjöfin rekur aðra inn á teig Fylkis frá báðum vængjum. Vantar þó hvíta treyju að ráðast á boltann í teignum.

Sóknin endar skoti frá Elísu Lönu sem siglir framhjá markinu.
5. mín
Heimakonur sækja fyrstu hornspyrnu leiksins.
4. mín
Fer rólega af stað. Liðin að þreifa fyrir ?ér á vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Kaplakrika. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Guðný spáir heimasigri Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru í 16. umferð en sú umferð fer af stað núna í kvöld.

FH 2 - 0 Fylkir
Fylkiskonur hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og því miður held ég að það muni ekki breytast í þessari umferð. FH á heimavelli og halda hreinu. 2-0

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Fyrir leikinn eru heimakonur í Fylki í fallsæti, 9. sæti með 9 stig úr fyrstu 15 umferðunum.

Gestirnir í FH eru í 5. sætinu með 19 stig en efstu sex liðin komast í efra umspilið þegar mótinu verður skipt upp eftir 18 umferðir.

Staðan
1. Valur - 42 stig
2. Breiðablik - 39
3. Þór/KA - 28
4. Víkingur - 23
5. FH - 19
6. Stjarnan - 19
7. Þróttur - 17
8. Tindastóll - 12
9. Fylkir - 9
10. Keflavík - 9
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
FH vann fyrri leikinn í Árbænum Liðin mættust í fyrri umferðinni 8. júní síðastliðinn en þá vann FH 0 - 3 útisigur í Árbænum.

Snædís María Jörundsdóttir skoraði í sitthvorum hálfleiknm og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir bætti við þriðja markinu.

Fylkir 0 - 3 FH
0-1 Snædís María Jörundsdóttir ('6)
0-2 Snædís María Jörundsdóttir ('63)
0-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('74)

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Ásmundur Þór Sveinsson dæmir leikinn í dag og er með þá Magnús Garðarsson og Sigurð Schram sér til aðstoðar á línunum. Ronnarong Wongmahadthai er skiltadómari og KSÍ sendir Inga Jónsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Ásmundur dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Kaplakrik Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Fylkis í Bestu-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir ('79)
3. Mist Funadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir ('56)
5. Abigail Patricia Boyan
13. Kolfinna Baldursdóttir ('56)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('56)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
25. Kayla Bruster ('86)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('56)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('56)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('56)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir ('86)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Kristófer Númi Hlynsson

Gul spjöld:
Abigail Patricia Boyan ('63)

Rauð spjöld: