Stjarnan
2
2
Breiðablik
Emil Atlason
'39
, víti
1-0
1-1
Viktor Karl Einarsson
'55
1-2
Ísak Snær Þorvaldsson
'78
Haukur Örn Brink
'85
2-2
11.08.2024 - 19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 903
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 903
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson
('81)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
19. Daníel Finns Matthíasson
24. Sigurður Gunnar Jónsson
37. Haukur Örn Brink
('81)
Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('12)
Örvar Eggertsson ('13)
Emil Atlason ('35)
Örvar Logi Örvarsson ('57)
Haukur Örn Brink ('92)
Róbert Frosti Þorkelsson ('94)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Litli leikurinn!
Þá er þessum bráðskemmtilega leik lokið sem endar með 2-2 jafntefli.
Rosalegur leikur.
Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna í kvöld.
Þangað til, næst takk fyrir mig!
Rosalegur leikur.
Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna í kvöld.
Þangað til, næst takk fyrir mig!
95. mín
Gult spjald: Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Spjaldasúpa!
Fer í tæklingu á Árna Snæ í markinu!
92. mín
Höskuldur!
Höskuldur með fyrirgjöf á Damir sem skallar fyrir markið en boltinn fer þá rétt yfir kollinn á Davíð Ingvars. Höskuldur fær þá boltann fyrir utan vítateig Stjörnunnar og lætur vaða niður í nærhornið. En Árni Snær ver vel.
92. mín
Gult spjald: Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Blikar að fá aukaspyrnu á hættulegum stað
89. mín
Aftur dauðafæri!
Stanslaus hætta frá Blikum sem endar með skoti frá Arnóri Gauta inni á teignum. Boltinn er á leiðinni á markið og líklega í netið en Gummi Kristjáns skallar boltann aftur fyrir og bjargar Stjörnunni.
88. mín
Fáum við drama?!
Eitthvað sem segir mér að það sé amk eitt mark eftir í þessum leik.
Fáum líklega góðan uppbótartíma.
Fáum líklega góðan uppbótartíma.
87. mín
Höskuldur staðinn á fætur
Röltir hér aftur inn á og það virðist vera allt í góðu með hann.
86. mín
DAUÐAFÆRI!
Kristófer Ingi kemur boltanum á fjærsvæðið þar sem Höskuldur kemur á ferðinni og skallar á markið en Árni ver.
Höskuldur liggur eftir og þarf aðhlynningu er hann heldur utan um hausinn. Vonandi ekkert alvarlegt.
Höskuldur liggur eftir og þarf aðhlynningu er hann heldur utan um hausinn. Vonandi ekkert alvarlegt.
85. mín
MARK!
Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
ÞETTA ER LEIKUR!
Varamaðurinn kemur inn á og breytir þessu!
Róbert Frosti vinnur baráttuna um boltann og kemur honum inn fyrir á Hauk sem á þessa stórglæsilegu afgreiðslu!
Litla innkoman!
Róbert Frosti vinnur baráttuna um boltann og kemur honum inn fyrir á Hauk sem á þessa stórglæsilegu afgreiðslu!
Litla innkoman!
83. mín
Horn!
Kristófer með huggulega hælsendingu í gegn á Höskuld þegar þeir taka þríhyrning. Höskuldur er kominn einn gegn Árna en setur hann beint á Árna sem ver í horn.
80. mín
Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Blikar brjóta og keyra upp í sókn en Dóri var ósáttur með brotið og tekur trylling.
79. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
78. mín
MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
DAVÍÐ ARKITEKTINN AFTUR!
Nánast copy paste af jöfnunarmarkinu nema núna skorar Ísak!
Davíð kemur með sendingu frá vinstri kantinum út í teiginn þar sem Ísak er og leggur boltann í fjærhornið.
Ekkert smá stórt mark!
Davíð kemur með sendingu frá vinstri kantinum út í teiginn þar sem Ísak er og leggur boltann í fjærhornið.
Ekkert smá stórt mark!
77. mín
Jóhann Árni tekur spyrnuna inn á teiginn sem Örvar nær að pota á markið en potið var laflaust og Anton í engu veseni.
75. mín
Höskuldur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Damir skallar fyrir markið en Kjartan Már nær að hreinsa frá.
74. mín
Blikar hreinsa en Örvar Logi fær boltann hinum meginn og kemur honum inn á teiginn. Emil Atla nær skallanum á markið hann fer beint á Anton Ara í markinu sem er í engum vandræðum með þetta.
73. mín
Varsla - Annað horn
Smá klafs eftir slaka spyrnu og boltinn fer á Róbert Frosta sem tekur skotið á markið en Anton gerir vel í að verja aftur fyrir.
72. mín
Smá klafs!
Jóhann Árni tekur aukaspyrnu frá hliðarlínunni inn á teiginn sem fer á fjærsvæðið þar sem Danni Lax er. Hann heldur boltanum inn á og skallar hann á Emil Atla sem kemur honum á markið þar sem Örvar er. Hann er hins vegar fyrir innan.
70. mín
Óheppni
Danni Lax vinnur boltann ofarlega á vellinum og gerir ekkert smá vel. Þá fær Kjartan boltann fyrir utan teiginn og tekur gott skot sem er á leiðinni á markið en fer í hnakkann á Emil Atla sem er meira að segja fyrir innan.
Pjúra óheppni bara.
Pjúra óheppni bara.
69. mín
Sjaldan séð tvö lið vera jafn ósátt með sama dómarann í sama leiknum.
Og ég skil þau bara vel.
Og ég skil þau bara vel.
67. mín
Allir brjálaðir!
Helgi Fróði fer niður og fær ekki aukaspyrnu. Stjörnumenn tryllast.
Aron Bjarna keyrir þá upp og Jóhann Árni brýtur á honum rétt fyrir utan teiginn. Blikar vilja spjald á Jóhann en fá ekki og eru allt annað en sáttir.
Bæði lið ósátt.
Aron Bjarna keyrir þá upp og Jóhann Árni brýtur á honum rétt fyrir utan teiginn. Blikar vilja spjald á Jóhann en fá ekki og eru allt annað en sáttir.
Bæði lið ósátt.
65. mín
Varsla!
Kristinn Steindórs með skot fyrir utan teig sem Árni Snær ver í horn!
Ekkert kemur úr horninu en geggjuð varsla!
Ekkert kemur úr horninu en geggjuð varsla!
65. mín
KIDDI JÓNS!
Blikaliðið var mjög hátt uppi á vellinum og Jóhann Árni sendir Örvar einan í gegn. Hann keyrir í átt að Antoni en Kiddi Jóns eltir hann niður og bjargar Blikum!
64. mín
Höskuldur tekur spyrnuna inná teiginn eftir að hafa tekið stutt og fengið hann aftur en Árni Snær kýlir frá enn eina ferðina.
58. mín
Ltili leikurinn!
Það er kominn alvöru hraði í þennan leik. Þetta er bara orðinn borðtennisleikur og maður nær varla andanum!
55. mín
MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Nokkrum sekúndum síðar skora þeir!
Þetta er ótrúlegt!
Stjörnumenn eru bara ennþá að kvarta þegar Blikar skora. Davíð Ingvars fær boltann úti vinstra meginn og kemur boltanum út í teiginn þar sem Viktor Karl er og klárar í fyrsta. Ekkert smá mikilvægt mark.
Stjörnumennirnir hópast saman í kringum Sigurð og kvarta vel og innilega.
Stjörnumenn eru bara ennþá að kvarta þegar Blikar skora. Davíð Ingvars fær boltann úti vinstra meginn og kemur boltanum út í teiginn þar sem Viktor Karl er og klárar í fyrsta. Ekkert smá mikilvægt mark.
Stjörnumennirnir hópast saman í kringum Sigurð og kvarta vel og innilega.
55. mín
STJARNAN VILL RAUTT!
Örvar Eggerts er sloppinn einn í gegn þegar hann virðist vera tekinn niður af Viktori Erni en ekkert dæmt. Sigurður tekur sér tíma að hugsa þetta en dæmir ekkert.
Stjörnumenn tryllast og ég skil þá mjög vel!
Blikar bruna upp í sókn en Stjörnumenn tryllast gjörsamlega!
Stjörnumenn tryllast og ég skil þá mjög vel!
Blikar bruna upp í sókn en Stjörnumenn tryllast gjörsamlega!
53. mín
MAAARR... rangur
Aron Bjarna sleppur einn í gegn og setur boltann í netið en flaggið er þá komið á loft.
48. mín
Leikurinn stopp
Ísak liggur niðri og þarf aðhlynningu, það var traðkað á hann fyrir skömmu og hann finnur til.
45. mín
Smá pirringur í hálfleiksröltinu
Einhvern pirringur hjá Dóra Árna út í Gumma Kristjáns þegar þeir labba til búningsherbergja. Þeir eru báðir að ræða málin við Sigurð dómara en Gummi brosir bara út í annað á meðan Dóri er ekki sáttur með eitthvað sem Gummi virtist hafa gert eða sagt.
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir í hálfleik
Og kannski bara sanngjarnt þótt þetta hefur verið gífurlega skemmtilegur og jafn leikur.
Tökum okkur korter og mætum aftur að vörmu spori!
Tökum okkur korter og mætum aftur að vörmu spori!
44. mín
VAR?
Eftir að hafa séð vítaspyrnudóminn aftur er ég ekki viss.
Danni Lax hrindir klárlega Davíð Ingvars áður en hann fær hann í höndina. Þetta er áhugavert atvik og maður skilur pirring Blika mjög vel.
Danni Lax hrindir klárlega Davíð Ingvars áður en hann fær hann í höndina. Þetta er áhugavert atvik og maður skilur pirring Blika mjög vel.
39. mín
Mark úr víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
Emil að skora!
Anton Ari bíður eftir skotinu og fer alltof seint í sömu átt og Emil.
Stjarnan leiðir!
Stjarnan leiðir!
38. mín
Stjarnan að fá víti!
Jóhann Árni tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer í höndina á Davíð Ingvars og Sigurður bendir á punktinn.
Honum er hrinnt af Danna Lax, stendur upp og fær hann í höndina. Blikar ósáttir og vilja fá aukaspyrnu í staðinn.
Honum er hrinnt af Danna Lax, stendur upp og fær hann í höndina. Blikar ósáttir og vilja fá aukaspyrnu í staðinn.
35. mín
Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Emil fór tvisvar sinnum í röð í Damir, eins og hann skuldaði honum högg.
33. mín
RÓBERT FROSTI!
Þessi sprettur!
Tekur sprettinn meðfram hliðarlínunni frá miðjum vellinum og gjörsamlega pakkar Andra Rafni saman. Kemur svo með boltann inn á nærsvæðið þar sem Emil Atla kemur á ferðinni og setur boltann á markið en Anton Ari ver stórkostlega í horn.
Ekkert kom úr horninu.
Tekur sprettinn meðfram hliðarlínunni frá miðjum vellinum og gjörsamlega pakkar Andra Rafni saman. Kemur svo með boltann inn á nærsvæðið þar sem Emil Atla kemur á ferðinni og setur boltann á markið en Anton Ari ver stórkostlega í horn.
Ekkert kom úr horninu.
30. mín
Jóhann Árni tekur spyrnuna inn á teiginn sem Höskuldur nær að hreinsa frá en sókn Stjörnumanna heldur áfram.
26. mín
DAUÐAFÆRI!
Kiddi Jóns keyrir upp vinstri kantinn og kemur með lága fyrirgjöf inn á nærsvæðið þar sem Davíð Ingvars kemur á ferðinni en setur hann rétt framhjá.
Þarna munaði litlu!
Þarna munaði litlu!
24. mín
Höskuldur tekur spyrnuna stutt á Aron Bjarna sem rúllar honum út fyrir teiginn þar sem Viktor Karl er aleinn en hann kiksar boltann og Stjörnumenn halda í boltann.
24. mín
Annað horn aftur!
Kiddi Jóns tekur spyrnuna inn á teiginn sem Örvar Logi skallar aftur fyrir í annað horn.
Svipað og áðan!
Svipað og áðan!
23. mín
Höskuldur tekur þessa hornspyrnu inn á teiginn sem Emil Atla og Gummi Kristjáns skalla frá.
Sókn Blika heldur áfram.
Sókn Blika heldur áfram.
22. mín
Annað horn!
Kiddi Jóns tekur spyrnuna á markið sem Árni Snær blakar yfir markið í annað horn.
22. mín
Blikar að fá horn!
Höskuldur labbar framhjá Jóhanni Árna og tekur svo skotið sem Gummi Kristjáns skallar í horn.
20. mín
Andri Rafn með skot rétt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
Þetta hefði verið litla sleggjumarkið!
Þetta hefði verið litla sleggjumarkið!
19. mín
Blikar í engum vandræðum með þetta horn og Anton Ari handsamar boltann eftir lausan skalla.
19. mín
Jóhann Árni tekur spyrnuna inn á teiginn sem Danni Laxdal skallar að markinu og þap myndast mikið klafs inni á teignum áður en Viktor Örn skallar boltann frá.
14. mín
Kristinn Jóns tekur sjálfur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á ristina á Ísaki Snæ sem á skotið í fyrsta beint á Árna í markinu.
13. mín
Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Hægri hlið Stjörnunnar á gulu
Hrindir Kidda Jóns bara viljandi niður.
12. mín
Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Hárrétt hjá Sigurði
Fer of seint í Davíð Ingvars og fær réttilega spjald.
Heiðar er fyrstur í bókina hjá Sigurði í kvöld.
Heiðar er fyrstur í bókina hjá Sigurði í kvöld.
10. mín
Stjörnumenn vilja víti
Kjartan Már fer niður í teignum eftir baráttu við Andra Rafn og Stjörnumenn vilja víti. Spurning hvort þetta hefði ekki verið brot út á miðjum velli en mér sýndist Kjartan bara missa boltann of langt frá sér.
6. mín
Smá klafs
Jóhann Árni tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikið klafs. Hann fær boltann aftur og kemur honum inn á teiginn en Damir hreinsar þá frá.
Það myndast mikið klafs inni á teignum áður en Örvar Eggerts tekur skotið á markið sem Anton er í engum vandræðum með.
Það myndast mikið klafs inni á teignum áður en Örvar Eggerts tekur skotið á markið sem Anton er í engum vandræðum með.
4. mín
Svona sé ég þetta
Stjarnan (4-3-3)
Árni
Heiðar - Guðmundur (F) - Daníel - Örvar
Helgi - Jóhann - Kjartan
Örvar - Emil - Róbert
Breiðablik (4-2-3-1)
Anton
Andri - Damir - Viktor Ö - Kristinn
Viktor K - Höskuldur (F)
Aron - Kristinn - Davíð
Ísak
Árni
Heiðar - Guðmundur (F) - Daníel - Örvar
Helgi - Jóhann - Kjartan
Örvar - Emil - Róbert
Breiðablik (4-2-3-1)
Anton
Andri - Damir - Viktor Ö - Kristinn
Viktor K - Höskuldur (F)
Aron - Kristinn - Davíð
Ísak
1. mín
Leikur hafinn
Ísak Snær kemu rþessu í gang!
Stjarnan leikur í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.
Blikarnir leika í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Blikarnir leika í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Búið að breyta skýrslunni - Emil Atla byrjar
Þetta er smá spes en það er búið að breyta leikskýrslunni. Stjörnumenn gera fjórar breytingar og Emil Atla er meðal annars í byrjunarliðinu en ekki á bekknum eins og upprunalega skýrslan sagði til um. Þá er Heiðar Ægis til dæmis inn á og Adolf Daði og Þórarinn Ingi eru á bekknum.
Það er búið að breyta byrjunarliðsfréttinni en leikskýrslan sem er inni á KSÍ núna er rétt.
Það er búið að breyta byrjunarliðsfréttinni en leikskýrslan sem er inni á KSÍ núna er rétt.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Emil Atla á bekknum!
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, heldur áfram að hrófla í Stjörnuliðinu en hann gerir 6 breytingar á liðinu sínu frá tapinu gegn Fram á dögunum. Þeir Örvar Eggertsson, Jóhann Árni Gunnarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Kjartan Már Kjartansson, Helgi Fróði Ingason og Baldur Logi Guðlaugsson koma inn í liðið fyrir þá Heiðar Ægisson, Emil Atlason, Sigurð Gunnar Jónsson, Örvar Loga Örvarsson, Daníel Finns Matthíasson og Róbert Frosta Þorkelsson.
Emil Atlason, einn besti framherji deildarinnar, er á bekknum hjá Stjörnunni.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu á Blikaliðinu frá 3-0 sigrinum gegn Fylki í seinustu viku. Davíð Ingvarsson kemr inn í byrjunarliðið en Kristófer Ingi Kristinsson kemur úr liðinu.
Emil Atlason, einn besti framherji deildarinnar, er á bekknum hjá Stjörnunni.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu á Blikaliðinu frá 3-0 sigrinum gegn Fylki í seinustu viku. Davíð Ingvarsson kemr inn í byrjunarliðið en Kristófer Ingi Kristinsson kemur úr liðinu.
Fyrir leik
Góð spá frá ennþá betri manni
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR í 1-0 sigri gegn Þrótti á dögunum. Hann hefur verið virkilega góður í sumar í liði ÍR sem hefur komið á óvart í Lengjudeildinni.
Róbert fékk það verkefni að spá í leiki 18. umferðar í Bestu deild karla en umferðin hefst á eftir.
Róbert er afskaplega góður í fótbolta en hann er ennþá betri manneskja.
Stjarnan 1 - 1 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Alvöru skák sem verður spiluð þarna. Stjarnan skorar í fyrri en Blix pota inn jöfnunarmarki seint. Bæði lið ósátt með jafntefli.
Róbert fékk það verkefni að spá í leiki 18. umferðar í Bestu deild karla en umferðin hefst á eftir.
Róbert er afskaplega góður í fótbolta en hann er ennþá betri manneskja.
Stjarnan 1 - 1 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Alvöru skák sem verður spiluð þarna. Stjarnan skorar í fyrri en Blix pota inn jöfnunarmarki seint. Bæði lið ósátt með jafntefli.
Fyrir leik
Þriðja liðið
Akureyringurinn Sigurður Hjörtur Þrastarson mun stýra flautukonsertinu í dag en honum til halds og trausts verða þeir Andri Vigfússon og Patrik Freyr Guðmundsson. Jóhann Ingi Jónsson er skiltadómari í dag en Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Vonbrigði eftir vonbrigði
Stjarnarn datt sömuleiðis úr bikarnum og tapaði gegn Fram í Úlfarsárdalnum 2-1 í seinustu viku. Fyrir það fengu þeir skell gegn Paide í Eistlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Hræðileg úrslit og eftir það fylgdi slakur leikur gegn Fram.
Jökull, þjálfari Stjörnunnar, hefur verið gagnrýndur fyrir að hrófla of mikið í liðinu sínu milli leikja en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann stillir upp Stjörnuliðinu í kvöld.
Jökull, þjálfari Stjörnunnar, hefur verið gagnrýndur fyrir að hrófla of mikið í liðinu sínu milli leikja en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann stillir upp Stjörnuliðinu í kvöld.
Fyrir leik
Blikarnir einbeita sér að deildinni
Eftir vonbrigði hjá Blikunum að hafa dottið úr Evrópu á dögunum geta þeir bara einbeitt sér að Bestu deildinni þar sem þeir hafa einnig dottið úr bikarnum. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar, 6 stigum á eftir Víkingum (þegar þetta er skrifað) og eiga leik til góða. Breiðablik vann seinustu tvo deildarleiki gegn Fylki og KR.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
('79)
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
('79)
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen
20. Benjamin Stokke
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('79)
24. Arnór Gauti Jónsson
('79)
25. Tumi Fannar Gunnarsson
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('41)
Halldór Árnason ('80)
Kristófer Ingi Kristinsson ('95)
Rauð spjöld: