Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Stjarnan
2
2
Breiðablik
Emil Atlason '39 , víti 1-0
1-1 Viktor Karl Einarsson '55
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson '78
Haukur Örn Brink '85 2-2
11.08.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 903
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson ('81)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
19. Daníel Finns Matthíasson
24. Sigurður Gunnar Jónsson
37. Haukur Örn Brink ('81)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('12)
Örvar Eggertsson ('13)
Emil Atlason ('35)
Örvar Logi Örvarsson ('57)
Haukur Örn Brink ('92)
Róbert Frosti Þorkelsson ('94)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Baulaðir harkalega af velli
Hvað réði úrslitum?
Blikar voru gífulega passífir í fyrri hálfleiknum og Stjörnumenn betri þá en í seinni hálfleik voru Blikar betri. Haukur Brink gerði líka ekkert eðlilega vel í jöfnunarmarkinu. Hins vegar má alveg ræða rauða spjaldið sem Viktor Örn átti að fá nokkrum sekúndum áður en Blikar jafna leikinn. Þetta gjörsamlega breytti leiknum.
Bestu leikmenn
1. Davíð Ingvarsson
Mér fannst hann gífurlega góður á vinstri kantinum. Lagði upp tvö en þetta var aldrei víti sem var dæmt á hann í fyrri hálfleiknum. Mikil hætta sem varð til í kringum hann. Mjög gaman að sjá hann aftur í íslenska boltanum.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Erfitt að velja leikmann hingað en þetta er kannski mjög basic val. Fyrirliðinn stendur oftast fyrir sínu og gerði það í dag líka.
Atvikið
Úr ógeðslega mörgu að velja. En ég ætla að velja tvö atvik sem áttu sér bæði stað þegar leikurinn var ekki í gangi. Fyrsta var fyrir leik þegar ég sá að leikskýrslan hjá Stjörnunni var breytt fyrir leik (Nánar í vondur dagur). Hitt atvikið var þegar leikurinn var búinn og stuðningsmenn beggja liða bauluðu á Sigurð Hjört og aðstoðardómarana þegar þeir gengu til búningsklefa að leik loknum. Leikmennirnir og þjálfararnir hættu að klappa fyrir áhorfendunum og það horfðu bókstaflega allir á teymið ganga til búningsklefa. Þetta baul var svakalegt og menn létu þá gjörsamlega heyra það.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru áfram 6 stigum á eftir Víkingum sem gerði einnig jafntefli í dag. Stjörnumenn eru í 7. sætim einu stigi á eftir Skaganum sem á þó leik til góða á Stjörnuna.
Vondur dagur
Auðvelt að velja Sigurð Hjört sem á alveg skilið að vera valinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvern ég á að benda á en það er gífurlega þreytt þegar lið breyta upprunalegu leikskýrslunni sinni rétt fyrir leik. Emil Atla var á bekknum ásamt Heiðari Ægis til að byrja með og fleiri breytingar sem voru á upprunalegu leikskýrslunni. Það er alveg fínt að vita af því fyrir leik að Emil Atla er á bekknum en svo þegar það er stutt í leik sérð þú að hann er í byrjunarliðinu. Það gæti breytt upplegginu en þetta er gjörsamlega galið finnst mér. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem þetta gerist hjá Stjörnunni. Jökull segir að liðsstjóri Stjörnunnar sé í útlöndum og þess vegna gerist þetta, það er bara ömurleg afsökun finnst mér. Það hlýtur einvher annar að geta gert þetta RÉTT fyrir þá.
Dómarinn - 4
Alveg skelfilegar ákvarðanir trekk í trekk. Þá aðallega stórar ákvarðanir sem höfðu bara gífurlega stór áhrif á leikinn. Stjörnumenn áttu að fá víti eftir korter. Vítið sem Stjarnan fékk var ekki víti. Blikar áttu að fá rautt spjald. Línan var eins óskýr og hún gerist fannst mér. Dóri fékk gult fyrir að tala við sinn eigin leikmann, eða fyrir líkamstjáningu sem er galið. Ég gæti haldið áfram en ég ætla bara að sleppa því. Þeir sem sáu þetta sáu þetta.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('79)
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('79)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen
20. Benjamin Stokke
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('79)
24. Arnór Gauti Jónsson ('79)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('41)
Halldór Árnason ('80)
Kristófer Ingi Kristinsson ('95)

Rauð spjöld: