William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
ÍA
1
0
Fram
Viktor Jónsson '46 1-0
12.08.2024  -  18:15
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hæglyndisveður, 14 gráður og léttskýjað
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Jón Gísli Eyland
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('82)
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic ('66)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('84)

Varamenn:
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Arnleifur Hjörleifsson
11. Hinrik Harðarson ('66)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('82)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('84)
22. Árni Salvar Heimisson
88. Arnór Smárason

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Jón Þór Hauksson ('70)
Steinar Þorsteinsson ('78)
Hilmar Elís Hilmarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur ÍA staðreynd og sá fyrsti í síðustu fjórum leikjum. Gríðarmikilvægur sigur í baráttunni um efri helminginn og Evrópu. Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms á síðuna.
99. mín Gult spjald: Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
98. mín
Þetta er að renna út Skagamenn eru að tryggja sér langþráðan sigur....
94. mín Gult spjald: Magnús Þórðarson (Fram)
91. mín Gult spjald: Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA)
90. mín
ÁTTA MÍNÚTUM BÆTT VIÐ! Það er nóg eftir!
88. mín
Áiiiiii Ingi Þór liggur eftir, eftir samstuð við Harald Einar og fékk högg á miðsvæðið. Var sjáanlega gríðarlega sárt.
87. mín
Frábær markvarsla Þorri með skot að marki eftir hornspyrnu og klafs í teig ÍA en Árni Marínó varði gríðarvel.
86. mín
Liðin eru að gírast upp Það er hraði og harka og ákefð í leiknum eins og stendur. Fram ætlar að jafna leikinn og ÍA vill bæta við.
84. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
84. mín
Inn:Markús Páll Ellertsson (Fram) Út:Djenairo Daniels (Fram)
84. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
82. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
81. mín
RMSS að gera sig kláran Rúnar Már S. Sigurjónsson að gera sig kláran í að koma inn á í sínum fyrsta leik síðan 25. mai síðastliðinn
79. mín
Dauðafæri! Jón Gísli með frábæra fyrirgjöf hátt inn í teiginn en Hauki Andra vantaði nokkra sentimetra upp á að hitta hann beint fyrir framan markið.
78. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
77. mín
Skot í stöng Aukaspyrnan frá Haraldi sleikti utanverða stöngina.
75. mín
Fram fær aukaspyrnu við D bogann eftir skot frá Haraldi sem fór í hönd varnarmann ÍA.
73. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Freyr Sigurðsson (Fram)
70. mín Gult spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Fyrir mótmæli
70. mín Gult spjald: Sigfús Árni Guðmundsson (Fram)
69. mín
Bjargað á línu! Kennie bjargaði á línu! Jón Gisli sendir boltann fyrir markið, Hinrik nær skottilraun og af varnarmanni sem varð til þess að Kennie þurfti að bjarga á línu.
67. mín
Númerin alveg eins Treyjunúmerin hjá Hinrik, Inga Þór og Hauki Andra líta ansi svipuð út héðan úr blaðamannastúkunni. 11, 17 og 77.
66. mín
Inn:Hinrik Harðarson (ÍA) Út:Marko Vardic (ÍA)
HH að gera sig kláran í að koma inn á Það er komið að skiptingu. Hinrik Harðarson að koma inn á fyrir Marko, sóknarsinnuð skipting.
61. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Út:Orri Sigurjónsson (Fram)
57. mín
Jón Þór ekki sáttur við sína menn Þótt Skagamenn séu yfir að þá eru Frammarar með völdin á vellinum og hafa verið það síðustu mínutur og eru að þrýsta Skagamönnum vel aftur. Jón Þór öskar reglulega á sína menn og jafnvel á stundum hoppar í boðvanginum af pirringi yfir spilamennskunni.
53. mín
Rétt framhjá! Fred með skemmtilega stungusendingu inn fyrir vörn ÍA, Haraldur Einar kemst upp að endalínu og nær skoti en boltinn siglir framhjá marki Skagamanna.
51. mín
Þetta var það sem leikurinn þurfti Ég er hræddur um að hefði ekki komið mark snemma i seinni hálfleik hefði hann orðið jafn leiðinlegur og sá fyrri en nú þurfa Frammarar að opna sig og við það gæti leikurinn opnast enn meira.
46. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Ingi Þór Sigurðsson
MAAAARRRKKKKK Það er reikistefna á því hvort að Viktor hafi skorað eða Kennie sett hann í eigið net. Ég ætla að halda mig við að Viktor hafi skorað.

Viktor fékk sendingu inn í teig, algjörlega opinn fyrir framan Óla í markinu og þar vill enginn varnamaður eða markmaður hafa Viktor. Hann leggur hann snyrtilega fyrir sig og nær skoti, Óli ver en Viktor nær öðru skoti og boltinn er á leið í markið en Kennie virtist ýta við honum inn. En eins og ég segi. Skráum þetta á Viktor
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Heimamenn byrja með boltann! Vonandi fáum við meiri hressleika í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kaffi og með´ðí Það var einni mín bætt við en likt og hinar 45 gerðist ekkert. Kominn hálfleikur og ég ætla að fá mér börger. Sjáumst að vörmu
42. mín
Skot nr 2 að marki Fram Jón Gísli með þrumuskot upp úr þurru langt utan af velli, beint á mark Fram en Ólafur Íshólm þurfti að hafa sig allan við að verja.
36. mín
Fyrsta alvöru færi Fram En samt ekki....

Djenairo fær sendingu inn í teig ÍA og nær að leggja boltann fyrir framan sig en Erik Sandberg rennir sér í boltann og út af.
33. mín
Afsakið fátíðar færslur Þetta er svo hægt og leiðinlegt. Liðin eru enn í sama fasa, spila stutt á milli sín, þétt varnarlega og manni finnst á stundum eins og það sé verið að bíða eftir að leiknum sé lokið og þeir geti farið í sturtu.
25. mín
Jón Þór sendir varamennina í að hita upp Ég er að reyna að finna einhverja punkta til að skrifa um en það er fátt.
20. mín
Virða stigið Það er augljóst að þessi leikur skiptir bæði lið miklu máli í baráttunni um efri hlutann á deildinni og í kjölfarið á því, mögulegu Evrópusæti að ári. Þau eru afskaplega varfærin og ekki að taka neina sénsa. En fyrir áhorfendur mega þeir alveg fara að gera það. Annars skipti ég yfir á bold and the beautiful.
18. mín
Þetta hefur verið sárt Haukur Andri hljóp á Kennie og lenti með andlitið á olnboganum, alls ekki viljaverk hjá Kennie en brot dæmt.
11. mín
Málning að þorna Voðalega lítið að gerast í þessum leik. Liðin eru að spila stutt manna á milli en ekkert að gerast sóknarlega. Þetta er bara leiðinlegt.
6. mín
Fyrsta skot að marki Búið að vera rólegt en Skagamenn komust í sókn. Johannes Vall með fyrirgjöf, boltinn lenti fyrir fæturnar á Steinari sem náði skoti að marki en af varnarmanni og útaf.
1. mín
Leikur hafinn
Let´s go! Gestirnir byrja með boltann og spila í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Beðist velvirðingar! Ég talaði um Norðurálsvöllinn hér fyrr í textalýsingunni en að sjálfsögðu heitir völlurinn í dag ELKEM-völlurinn.
Fyrir leik
Skotið á Stjörnuna
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús Skagamenn gera fjórar breytingar á liði sínu eftir jafnteflið gegn Vestra. Johannes Val, Ingi Þór Sigurðsson, Hilmar Elís Hilmarsson og Jón Gísli Eyland koma inn í byrjunarliðið á meðan Hlynur Sævar Jónsson, Hinrik Harðarson, Árni Salvar Heimisson og Arnleifur Hjörleifsson setjast á bekkinn

Fram gerir þrjár breytingar eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Orri Sigurjónsson, Freyr Sigurðsson og Alex Freyr Elísson koma inn í stað Tryggva Snæ Geirsson, Má Ægisson og Tiago en enginn þeirra er í hóp þeirra í dag. Már Ægis er farinn út í skóla en hinir tveir hljóta að vera að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Dómararnir Pétur Guðmundsson heldur um flautuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bryngeir Valdimarsson er AD1
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þórður Arnar Árnason er AD2 (lengst til vinstri á þessari mynd)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Félagskiptagluggin pt.2 ÍA tilkynnti í lok júlí að Haukur Andri Haraldsson væri genginn til liðs við ÍA á láni þangað til í Júní á næsta ári frá franska liðinu Lille þar sem hann hefur verið frá því í fyrra er ÍA seldi hann þangað. Þar spilaði Haukur Andri með unglingaliði Lille.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Félagaskiptaglugginn Fram fékk inn Hollenskan sóknarmann í glugganum, hann Djenairo Daniels og spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir Fram í leiknum á móti Stjörnunni og skoraði mark í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Svo kynnti Fram í gær að Breki Baldursson hefði verið seldur til Esbjerg
Mynd: Esbjerg

Fyrir leik
Staðan Fyrir leikinn í kvöld sitja gestirnir í Fram í 5. sæti deildarinnar með 26. stig. Þeir unnu góðan sigur á Stjörnunni í síðustu umferð með marki á lokasekúndum leiksins 2 - 1.

Skagamenn sitja í 6. sæti deildarinnar með 25. stig. Gengi þeirra í sumar hefur verið nokkuð gott líkt og tölur bera með sér en síðustu leikir hafa ekki gengið vel. Eftir stórgóðan 8 - 0 sigur á HK í byrjun júli hafa þeir spilað 4 leiki og tapað tveimur þeirra og gert tvö jafntefli.
Fyrir leik
Arnór Smára í áhugaverðu viðtali Sæbjörn Þór Steinke fréttamaður á Fótbolti.net ræddi við fyrirliða ÍA, Arnór Smárson í síðustu viku og úr varð áhugavert viðtal. Arnór hefur verið að glíma við kviðslitsmeiðsli gríðarlega lengi og þurfti að fara í aðgerð núna loksins og verður því frá keppni í einhverjar vikur.

Fyrir leik
ÍA heldur í hefðir sumarsins Þeir bjóða upp á Fan-Zone líkt og þeir hafa gert í allt sumar.
Fyrir leik
FlórídaSkaginn heilsar Hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik á Norðurálsvellinum á Akranesi í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn fá þá gestina úr Úlfársárdal í Fram í heimsókn. Sannkallaður stórveldaslagur áttunnar í gangi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15 og ætla ég að fylgja ykkur í gegnum alla gleðina.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
4. Orri Sigurjónsson ('61)
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
14. Djenairo Daniels ('84)
25. Freyr Sigurðsson ('73)
71. Alex Freyr Elísson ('84)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson ('73)
17. Adam Örn Arnarson ('84)
19. Markús Páll Ellertsson ('84)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('61)
32. Mikael Trausti Viðarsson
79. Jannik Pohl

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Sigfús Árni Guðmundsson ('70)
Magnús Þórðarson ('94)
Þorri Stefán Þorbjörnsson ('99)

Rauð spjöld: