Vestri
2
0
KR
Pétur Bjarnason
'20
1-0
Elmar Atli Garðarsson
'45
2-0
Vladan Dogatovic
'77
17.08.2024 - 14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 6°C, Norðan gola, rigning.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 200 manns í sjógöllum
Maður leiksins: Elmar Atli Garðarson
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 6°C, Norðan gola, rigning.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 200 manns í sjógöllum
Maður leiksins: Elmar Atli Garðarson
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
('57)
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
('83)
19. Pétur Bjarnason
('70)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani
('70)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
3. Elvar Baldvinsson
('83)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
('70)
14. Inaki Rodriguez Jugo
16. Ívar Breki Helgason
20. Jeppe Gertsen
('57)
28. Jeppe Pedersen
('70)
Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic
Gul spjöld:
Elmar Atli Garðarsson ('50)
Gustav Kjeldsen ('86)
William Eskelinen ('88)
Benedikt V. Warén ('90)
Rauð spjöld:
Vladan Dogatovic ('77)
96. mín
Tvær fyrirgjafir frá KR ingum. Eskelinen kemur inn í þvöguna í þeirri seinni og handsamar knöttin. Flottur leikur hjá svíanum
93. mín
Atli Sigurjóns í opnu færi á markteig en beint í hendurnar á Eskelinen. Enn eitt færið forgörðum! Undirbúningur frá Aroni
92. mín
Enn og aftur er Benó í færi. Einn á einn í teignum og með þrumuskot með vinstri, rétt yfir markið
90. mín
Hvernig klúðrar hann þessu?
Benó er einn á móti markmanni frá miðju. Er eiginlega of rólegur og lætur Guy verja frá sér. Pétur bætir 6 mínútum við
88. mín
Gult spjald: William Eskelinen (Vestri)
Pétur vill að hann taki skemmri tíma í hlutina.
87. mín
Benó gerir frábærlega í skyndisókn, laumar boltanum inn á Jeppe Pedersen sem nær ekki að vinna fótavinnuna og færið rennur út í sandinn
85. mín
Boltinn vill ekki inn
Luke Rae vinnur horn. Darraðadans í teignum sem endar með skoti frá Finni Tómasi fyrir opnu marki en varnarmaður kastar sér fyrir á elleftu stundu, líklega Eiður.
83. mín
Inn:Elvar Baldvinsson (Vestri)
Út:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
Guðmundur eitthvað meiddur
81. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR)
Út:Alex Þór Hauksson (KR)
Ekki dagurinn hans Alex í dag
81. mín
Jeppe Gertsen vinnur tæklingu í innkast á miðjum vellinum og rekur upp stríðsöskur og uppsker dynjandi lófaklapp frá stúkunni
80. mín
Fín sókn hjá heimamönnum upp vinstri kantinn sem endar með fyrirgjöf frá Guðmundi en í krumlurnar á Guy í markinu
77. mín
Rautt spjald: Vladan Dogatovic (Vestri)
Markmannsþjálfari Vestra fær rautt spjald. Fyrir hvað veit ég ekki
74. mín
Nýji maðurinn í færi!
Eskelinen lyftir fram og finnur Jeppe Pedersen einan innfyrir vörnina. Hann getur skotið en reynir að finna Daníel fyrir markið en Jóhannes bjargar í horn. Hefði átt að skjóta þarna daninn
72. mín
Eskelinen bjargar!
Atli með snuddu inn á teiginn þar sem Benóný er í algjöru dauðafæri en Eskelinen ver frábærlega!
71. mín
Önnur fyrirgjöf frá Alexi, í þetta sinn skallar Elmar frá og Jóhannes reynir svo skot í fyrsta fyrir utan teig en hittir boltann illa.
69. mín
Dauðafæri!
Luke Rae dansar framhjá þremur, kemur boltanum til hægri á Alex sem á frábæra fyrirgjöf en Aron brennir hreinlega af af stuttu færi!
67. mín
Benó kemur á blindu hliðina á Jóni Arnari, flikkar boltanum innfyrir og Jón fer að því er virðist með fótinn í bringuna á Benó. Pétur sér þetta ekki vel og dæmir ekkert.
66. mín
KR ingar eru að vinna upp kantana og með fyrirgjafir. Vestramenn eru þéttir og leyfa ekkert upp miðjuna.
65. mín
Færi KR!
Atli kemur með hættulegan bolta á nær. Aron nær snertingu á boltann en Eskelinen ver vel, frákastið dettur á Benóný en hann skóflar boltanum yfir markið!
59. mín
Dauðafæri Vestri!
Fínn bolti fyrir sem Pétur nær að skalla frá. Elmar hreinsar lengra og kemur Benó í gegn og með Silas með sér. Hann rennir boltanum fyrir en Jóhannes nær að pota stóru tá í boltann og breyta stefnu hans og þar fer færið fyrir Silas. Hann rennir svo boltanum út í teiginn á Pétur en skot hans er afleitt og framhjá. Virkilega hættulegt færi og hefði gert út um leikinn.
53. mín
Vestramenn komast 3 á 2 og Silas með boltann. Ákveður að láta bara vaða fyrir utan teig en Guy Smit handsamar boltann í annari tilraun. Hafði kosti þarna betri en skotið
52. mín
Atli með gott hlaup uppí hægri hornið, laumar boltanum inná teiginn í fyrsta en Benóný Breki kemst fyrir sitt eigið skot og í markspyrnu fer það
50. mín
Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Brýtur á Jóhannesi og skýtur svo á markið eftir flautið. Fær spjaldið fyrir það
49. mín
Enn og aftur kemst Luke Rae í góða stöðu og enn og aftur fer fyrirgjöfin yfir allan pakkann. Verður að taka minni kylfu þarna inn á teiginn
45. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
Óskar að reyna að hrista upp í þessu, skiljanlega
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar í kaffi strax í kjölfarið. KR ingar byrjuðu leikinn mun betur en komu tuðrunni ekki í netið. Fyrra markið kom því gegn gangi leiksins. Eftir það jafnaðist leikurinn og spilaðist upp í hendurnar á Vestramönnum. Gestirnir skilja eftir mikið pláss á köntunum og það beit þá tvisvar í hálfleiknum. 2-0 Vestri!
45. mín
MARK!
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Stoðsending: Benedikt V. Warén
ELMAR ATLI!!
Benedikt Warén gerir frábærlega. Fer einn á einn á Gyrði í teignum vinstra megin, leikur á hann og kemur með bolta á teiginn. Berst á Elmar sem kemur boltanum á markið með vinstri fæti og inn fer hann!
44. mín
Luke Rae með hættulega fyrirgjöf á fjær. Benóný Breki skallar boltann niður en Eskelinen nær að verja.
41. mín
Silas á fleygiferð upp vænginn, kemst uppað endamörkum og finnur Benó en hann nær ekki skoti á markið
40. mín
Ekkert að frétta. KR búnir að eyða mikilli orku í orrahríðina í byrjun og virðast örlítið daufir núna.
36. mín
Vestramenn búnir að ná broddinum úr leiknum. Eskelinen tekur góðan tíma í allt og heimamenn ná aðeins að halda í boltann.
32. mín
Luke Rae labbar framhjá Elmari en enn og aftur er Eiður mættur til að hreinsa fyrirgjöfina frá. 20 í positioning.
28. mín
Jóhannes í góðu færi!
KR leika boltanum út á hægri vænginn. Stutt spil og fáar snertingar. Finna Jóhannes inná teignum í dauðafæri en Eiður nær að henda sér fyrir skotið.
25. mín
Atli með frábært touck framhjá Guðmundi. Kapphlaup upp að endamörkum og Guðmundur fer í tæklingu sem betur fer kemur ekki nálægt Atla. Stráukurinn þarf að standa þarna
23. mín
Lyklaborðið logar
Guðmundur nær fyrirgjöf og Pétur reynir það sama og áðan, núna með hægri. Skotið er yfir hinsvegar
22. mín
Benó er hársbreidd frá því að prjóna sig í gegn en Theodór Elmar kemur með frábæra tæklingu á síðustu stundu. Þurfti að ná boltanum annars hefði hann fokið útaf
22. mín
Læti núna
Alex Þór Hauksson með frábæra fyrirgjöf frá hægri. Luke Rae kemur á ferðinni en skallinn hans fer beint í varnarmann. Hefði líklega endað inni!
20. mín
MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Elmar Atli Garðarsson
Stoðsending: Elmar Atli Garðarsson
Það er ekki heiðskírt en það kom þruma!!!
Elmar skokkar upp hægri vænginn í rólegheitum, lyftir boltanum á fjær þar sem Pétur tekur boltann í fyrsta með vinstri, kemur við varnarmann og lekur framhjá Guy. 1-0 Vestri!
19. mín
Silas er með púls í liði heimamanna, fer illa með Jóhannes hægra megin en fyrirgjöf hans er aðeins of innarlega og Guy grípur boltann.
18. mín
Enn ein hættulega sóknin hjá KR. Aron með frábæran bolta yfir á Atla sem gefur boltann fyrir í fyrsta en Benóný nær ekki til hans
16. mín
Meira KR
Jóhannes með skot af löngu færi. Hittir boltann vel og hann flöktir í loftinu. Eskelinen nær að kýla frá og Aron er hársbreidd frá því að koma sér í dauðafæri í frákastinu
15. mín
Aftur kemst Luke Rae í góða stöðu og aftur fer fyrirgjöfin yfir pakkann. Heimamenn eru daufir og KR mark liggur í loftinu
12. mín
Gott færi KR!
Balde er eitthvað að drolla með boltann í teignum, er étinn og Benóný nær föstu skoti á markið en beint á Eskelinen í markinu!
11. mín
KR að taka yfir leikinn
KR að taka völdin núna. Þrýsta heimamönnum djúpt niður. Atli Sigurjóns fær boltann við vítateigshornið en Eiður nær að hreinsa fyrirgjöf hans á elleftu stundu.
9. mín
Luke Rae einn á einn á Elmar en fyrirgjöfin hans siglir yfir pakkann og í markspyrnu.
8. mín
Agætt færi
Fyrirgjöfin frá Warén er góð, finnur pönnuna á Pétri sem skallar boltann framhjá vinstra megin. Náði ekki að hitta boltann almennilega.
5. mín
KR halda boltanum í smá stund. Vestramenn vinna boltann og Benedikt Waren fer vel með boltann og reynir að finna Silas innfyrir með góðum bolta en Jóhannes Kristinn nær að pota boltanum á síðustu stund í innkast. Það var hætta á ferðum þarna
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl
Sammi þeytir raustina í míkrófóninum og kynnir styrktaraðila sem og leikmenn liðanna. Kynnir Luke Rae sem bolvíking. Byrjaður að mýkja hann fyrir framtíðar transfer.
Fyrir leik
Verður maður ekki að rifja þetta upp
Síðasti leikur þessara liða á þessum stað þegar Gunnar Már skoraði fallegasta mark sem sést hefur á vellinum. Verður það toppað í dag?
Fyrir leik
Skítaveður
Það er helvíti haustlegt á Ísafirði í dag. Kalt, blautt og grátt í fjöllum. Ekki að sjá að það sé 17. ágúst.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Byrjunarliðin eru klár. Pétur Bjarnason, Elmar Atli og Ibrahima Balde leysa af Fall, Tufegdzic og Gunnar Jónas sem eru í banni.
Nýju leikmenn Vestra eru á bekknum. Jeppe Pedersen og svo kom Inaki Rodriguez Jugo óvænt í gær. Hann er spænskur miðjumaður sem kemur úr bandaríska háskólaboltanum.
Fyrsta byrjunarlið Óskars er lítið breytt frá síðasta leik gegn FH. Gyrðir Hrafn kemur í byrjunarliðið í stað Arons Þórðar og Theódór Elmar leysir af Eyþór Aron.
Nýju leikmenn Vestra eru á bekknum. Jeppe Pedersen og svo kom Inaki Rodriguez Jugo óvænt í gær. Hann er spænskur miðjumaður sem kemur úr bandaríska háskólaboltanum.
Fyrsta byrjunarlið Óskars er lítið breytt frá síðasta leik gegn FH. Gyrðir Hrafn kemur í byrjunarliðið í stað Arons Þórðar og Theódór Elmar leysir af Eyþór Aron.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Vesturbænum. KR-ingar komust í 2-0 með tvennu frá Benóný Breka en Pétur Bjarnason og Tufegdzic jöfnuðu í seinni hálfleik.
Síðasti deildarleikur fyrir vestan var árið 1983 en þá gerðu liðin 1-1 jafntefli.
Síðasti deildarleikur fyrir vestan var árið 1983 en þá gerðu liðin 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
3 í banni hjá Vestra
Heimamenn eru án þriggja leikmanna vegna leikbanns í dag. Gunnar Jónas Hauksson sem hefur verið í fantaformi í undanförnum leikjum, Sergine Fall og Vladimir Tufegdzic þurfa allir að sitja upp í stúku í dag vegna fjögurra gulra spjalda.
Hjá KR er einn í banni, Aron Þórður Albertsson.
Hjá KR er einn í banni, Aron Þórður Albertsson.
Fyrir leik
Glugginn lokaður, styrktu liðin sig?
KR fengu til sín aragrúa af leikmönnum, þó koma flestir ekki til með að spila fyrr en á næsta tímabili. Ljóst er að það er "rebuild" að hefjast í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem koma líklega til með að setja mark sitt á liðið eru þeir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ástbjörn Þórðarson, en þeir koma báðir frá FH. Þá er Guðmundur Andri Tryggvason mættur á heimahagana til að leggja hönd á plóg.
Vestramenn voru rólegri en margur hefði haldið en Jeppe Pedersen gekk til liðs við Ísfirðinga frá Danmörku. Þá fengu þeir Inaki Rodriguez frá Audax Italiano í Síle auk tveggja varamarkmanna. Tarik Ibrahimagic fór í Víking og Nacho Gil, Marvin Darri, Toby King og Johannes Selvén hurfu á braut.
Vestramenn voru rólegri en margur hefði haldið en Jeppe Pedersen gekk til liðs við Ísfirðinga frá Danmörku. Þá fengu þeir Inaki Rodriguez frá Audax Italiano í Síle auk tveggja varamarkmanna. Tarik Ibrahimagic fór í Víking og Nacho Gil, Marvin Darri, Toby King og Johannes Selvén hurfu á braut.
Fyrir leik
Stór leikur fyrir bæði lið
Ljóst er að það er mikið undir í dag. Gestirnir eru með hetjuna í brúnni, Óskar Hrafn Þorvaldsson, og hann á að stýra liðinu úr neðri helming deildarinnar. Sterkur 1-0 sigur gegn FH á síðustu umferð og KR-ingar munu sækjast hart eftir þremur stigum í dag og fullkomna "byrjun" hjá Óskari við stjórnvölin.
Vestramenn þyrstir í sigur á heimavelli. Kerecisvöllurinn hefur ekki enn skilað þremur punktum í hús en eftir tvær frábærar frammistöður í röð líður þeim eins og sigurinn gæti dottið í dag.
Vestramenn þyrstir í sigur á heimavelli. Kerecisvöllurinn hefur ekki enn skilað þremur punktum í hús en eftir tvær frábærar frammistöður í röð líður þeim eins og sigurinn gæti dottið í dag.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
('81)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
('45)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
('45)
19. Eyþór Aron Wöhler
('81)
26. Alexander Rafn Pálmason
26. Skarphéðinn Gauti Ingimarsson
30. Rúrik Gunnarsson
45. Hrafn Guðmundsson
Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Valþór Hilmar Halldórsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('77)
Rauð spjöld: