Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Grindavík
3
3
Leiknir R.
0-1 Róbert Hauksson '36
0-2 Sindri Björnsson '50
Ion Perelló '60 1-2
1-3 Omar Sowe '62
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '89 2-3
Daniel Arnaud Ndi '93 3-3
18.08.2024  -  14:00
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Rani Andrasson Skaalum
Maður leiksins: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Ármann Ingi Finnbogason ('65)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
23. Matevz Turkus ('71)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló

Varamenn:
4. Gunnar Gunnarsson
16. Dennis Nieblas
21. Marinó Axel Helgason ('71)
22. Lárus Orri Ólafsson
24. Ingólfur Hávarðarson
33. Daniel Arnaud Ndi ('65)
38. Andri Karl Júlíusson Hammer
80. Eysteinn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Ingi Steinn Ingvarsson
Sreten Karimanovic
Jón Aðalgeir Ólafsson
Kristófer Leví Sigtryggsson

Gul spjöld:
Sigurjón Rúnarsson ('67)
Marinó Axel Helgason ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Gígantísk dramatík í lokin!
93. mín MARK!
Daniel Arnaud Ndi (Grindavík)
Stoðsending: Christian Bjarmi Alexandersson
DRAMATÍK!!!! Bolti fyrir markið þar sem Daniel Arnaud Ndi mætir og jafnar metin!!!

Mér sýnist það vera hinn efnilegi Christian Bjarmi sem gerir frábærlega í aðdragandanum.

Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Leiknismenn voru með öll tök á þessu en hentu þessu frá sér.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
90. mín Gult spjald: Omar Sowe (Leiknir R.)
Voru læti eftir markið og hann er á leið í bann.
89. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Ion Perelló
MARK!!! Afskaplega einfalt mark og núna er þetta leikur aftur!

Hornspyrna á nærstöngina sem Dagur Ingi hamrar í markið með höfðinu.

Fáum spennandi uppbótartíma.
88. mín
Viktor Freyr nær að kýla hornspyrnuna frá.
87. mín
Dagur Ingi með ágætis skot en það fer af varnarmanni og fram hjá. Grindavík fær hornspyru.
85. mín
Vel varið! Adam Árni býsna nálægt því að minnka muninn er hann hoppar hæst í teignum en Viktor er fljótur niður og nær að verja frá honum.
84. mín
Inn:Marko Zivkovic (Leiknir R.) Út:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
83. mín
Tempóið aðeins dottið í þessum leik, menn orðnir þreyttir.
80. mín
Hættulegt! Adam Árni kemur sér í gott færi eftir hornspyrnu en skalli hans fer yfir markið.
77. mín
Adam Árni með hefnibrot á Andi Hoti en sleppur við gult spjald.
75. mín
Færeyski dómarinn veit lítið hvað hann er að gera því miður, ansi margar skrítnar ákvarðanir í þessum leik. Núna lá leikmaður Grindavíkur með höfuðmeiðsli alveg heillengi þangað til hann flautaði.
74. mín
Leiknismenn eru búnir að vera ógeðslega góðir í því í dag að henda sér fyrir allt. Mikill karakter í þeirra liði.
73. mín
Andi Hoti hendir í eina rosalega tæklingu. Adam Árni liggur eftir en mér sýndist að tæklingin hafi verið lögleg. Leiknismenn í stúkunni fögnuðu gríðarlega.
71. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Matevz Turkus (Grindavík)
69. mín
Þorsteinn Emil með alveg hræðilega aukaspyrnu sem fer beint aftur fyrir endamörk.
68. mín
Róbert Quental lætur vaða á markið úr aukaspyrnunni en skot hans fer bara vel yfir markið.
67. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Brýtur á Róberti Quental og fær Leiknir aukaspyrnu á góðum stað.
65. mín
Inn:Daniel Arnaud Ndi (Grindavík) Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
65. mín
Adam Árni með skot en það fer beint í varnarmann.
63. mín
Fjörugar þessar síðustu mínútur. Fljótt að gerast í þessum fótbolta.
62. mín MARK!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Stoðsending: Viktor Freyr Sigurðsson
MARK!!!! Viktor bætir upp fyrir mistökin!

Markvörðurinn með langan bolta upp völlinn, Omar vinnur baráttuna við Sigurjón og skorar flott mark.

Svona á að svara fyrir mistök!
60. mín MARK!
Ion Perelló (Grindavík)
Stoðsending: Adam Árni Róbertsson
MARK!!! Grindvíkingar minnka muninn!!

Leiknsmenn að spila frá markinu og Viktor Freyr er í algjöru rugli. Adam Árni pressar hann, Ion fær boltannog skorar.

Algjörlega gefins mark.
60. mín
Aukaspyrna fyrir en Viktor nær að slá hann og Leiknismenn koma boltanum í burtu.
59. mín
Grindavík fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Ion Perello mun taka spyrnuna.
59. mín Gult spjald: Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Fyrsta spjaldið!
57. mín
Hitti hann ekki! Arnór Ingi með frábæran bolta inn á teiginn á Omar sem setur hann inn í teiginn. Aron er þar í mjög góðu færi en hann hittir boltann einfaldlega ekki!
55. mín
Ármann Ingi lætur vaða fyrir utan teig en það fer beint í varnarmann og til Viktors í markinu.
53. mín
Róbert Hauks keyrir inn á teiginn og fellur, en færeyski dómarinn flautar ekki og það er bara hárrétt metið hjá honum. Það var ekkert í þessu.
52. mín
Færyeski dómarinn hefur gleymt spjöldunum heima.
50. mín MARK!
Sindri Björnsson (Leiknir R.)
MARK!!! Leiknismenn tvöfalda forystu sína.

Omar Sowe með boltann úti hægra megin, kemur honum á Róbert Quental sem veður inn á teiginn. Hann á skot sem Aron Dagur ver en Grindvíkingar hreinsa einfaldlega í Sindra og inn.

Staða Leiknis orðin góð.
49. mín
Þorsteinn Emil með virkilega skemmtilegan bolta inn á teiginn á Omar Sowe. Sóknarmaðurinn nær að reka tánna í boltann en nær ekki miklum krafti í skotið og Aron Dagur handsamar boltann.
47. mín
Omar Sowe lá eftir en stendur upp og heldur leik áfram.
46. mín
Róbert Hauks í nokkuð þröngu færi og lætur vaða en Aron Dagur ver boltann í hornspyrnu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Leiknismenn talsvert betri og eiga skilið að vera yfir. Grindvíkingar verið virkilega daprir hingað til og afskaplega lítið að frétta hjá þeim.
45. mín
DAUÐAFÆRI!! Omar Sowe keyrir í átt að teignum og er kominn í dauðafæri en hann setur boltann langt yfir markið. Hann fór virkilega illa með þetta færi!
42. mín
Góð varsla! Stórgóð sókn Leiknis endar með því að Arnór Ingi fær mjög gott færi í teignum. Hann á fast skot sem Aron Dagur nær að verja með fætinum.
40. mín
Dagur Ingi og Viktor Freyr þurfa báðir aðhlynningu, en leikurinn heldur svo að lokum áfram.
37. mín
Hættulegt! Grindvíkingar nálægt því að sleppa í gegn en Viktor Freyr og Andi Hoti ná að bjarga þessu fyrir gestina.
36. mín MARK!
Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Stoðsending: Þorsteinn Emil Jónsson
MARK!!! Núna skoraði hann!

Var virkilega nálægt því að skora áðan úr svipaðri stöðu og núna smurði hann boltann í fjærhornið.

Leiknismenn vinna boltann hátt upp á vellinum. Arnór Ingi gerir það, Omar Sowe skallar hann áfram á Þorstein Emil sem kemur honum út á Róbert. Hann tekur hann áfram og neglir honum á markið. Vel gert!
32. mín
Ég hélt að þetta skot hjá Róberti Hauks væri á beinustu leið inn.
31. mín
STÖNGIN! Löng sókn hjá Leikni þar sem þeir ná að hreyfa boltann vel sín á milli. Eru alltaf að leita að skotfærinu og svo kemur Róbert Hauks sé í það. Nær að búa til smá pláss fyrir utan teig og tekur svo þrumuskot sem hafnar í stönginni!
29. mín
Róbert Quental með skot að marki en hann nær ekki miklum krafti í það. Svo ræða leikmenn Grindvíkinga sín á milli. ,,Hann fer alltaf á vinstri, alltaf," segja þeir um Róbert.
28. mín
Viktor Freyr, markvörður Leiknis, er klæddur eins og útileikmaður í KR.
26. mín
Arnór Ingi með fast skot eftir góða sókn en það fer fram hjá markinu. Það er kraftur í Leikni og stuðningsmönnum þeirra.
25. mín
Róbert Quental við það að komast í góða stöðu við teiginn en tapar boltanum þegar hann er að rekja hann áfram.
23. mín
Núna fær Leiknir aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Róbert Quental með góðan bolta inn á teig en Sigurjón skallar hann aftur fyrir endamörk.
22. mín
Vel varið! Einar Karl með góða aukaspyrnu í markmannshornið en Viktor Freyr náði að lesa það vel og varði með prýði.
21. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Núna fær Grindavík aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Adam Árni fellur rétt fyrir utan teig og Færeyingurinn flautar.
20. mín
Leiknismenn verið talsvert sterkari þessar síðustu mínútur og hafa verið að hóta marki.
20. mín
OMAR! Arnór Ingi með góða hornspyrnu og Omar kemur á ferðinni en skalli hans fer fram hjá markinu. Munaði ekki miklu þarna!
19. mín
Flott sókn hjá Leikni og svo reynir Aron fyrirgjöf en það fer af varnarmanni og aftur fyrir. Veik köll eftir vítaspyrnu en þetta var ekki neitt.
17. mín
Arnór Ingi með sendingu yfir á fjær þar sem Omar er í fínni stöðu. Hann tekur við boltanum og reynir skot en það fer beint í varnarmann.
16. mín
Hár bolti inn á teiginn sem skapar litla hættu. Grindvíkingar ná að skalla frá.
15. mín
Arnór Ingi, sem hefur verið líflegur upp og niður hægri kantinn, að vinna hornspyrnu fyrir Leiknismenn. Arnór tekur spyrnuna sjálfur.
14. mín
Josip komin í ágætis stöðu og nær fyrirgjöf en hún fer í gegnum allan pakkann.
11. mín
Frekar rólegt enn sem komið er.
8. mín
Christian Bjarmi með góðan bolta fyrir sem skapar smá hættu en Viktor Freyr handsamar hann að lokum.
5. mín
Svona er Grindavík að stilla upp Aron Dagur
Matevz - Eric Vales - Sigurjón - Christian Bjarmi
Josip - Einar Karl
Ármann Ingi - Ion - Dagur
Adam Árni
3. mín
Hættulegt! Arnór Ingi með frábæran bolta fyrir og Omar rétt missir af honumí teignum. Þarna kom næstum því fyrsta mark leiksins!
2. mín
Svona er Leiknir að stilla upp Viktor Freyr
Arnór Ingi - Dusan - Andi - Þorsteinn Emil
Sindri - Daði
Róbert - Aron - Róbert
Omar Sowe
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Það er sól og blíða í Safamýri, um tólf gráður. Liðin voru að ganga inn á völlinn og þetta fer að byrja.
Fyrir leik
Hægt er að horfa á leikinn á Youtube
Fyrir leik
Omar Sowe leiðir línuna hjá Leikni Sóknarmaðurinn Omar Sowe tók ákvörðun um að klára tímabilið með Leikni.

Sowe, sem er 23 ára gamall, hefur skorað 10 mörk í 16 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Framherjinn var eftirsóttur af félögum úr Bestu deildinni en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði Omar því að ganga í raðir Fylkis á gluggadeginum. ÍA hafði einnig áhuga, en Omar hefur ákveðið að klára tímabilið með Leikni.

Omar hefur skorað 22 mörk í 36 deildarleikjum með Leikni á tveimur tímabilum sínum hjá félaginu eða síðan hann kom frá Breiðabliki. Sumarið 2022 skoraði hann 2 mörk í 16 leikjum með Blikum, en var þó mest megnis í aukahlutverki.

Samningur Omars rennur út eftir þetta tímabil og mun hann þá skoða framtíð sína.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Leiknis 1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
44. Aron Einarsson
67. Omar Sowe
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Grindavíkur 1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Ármann Ingi Finnbogason
18. Christian Bjarmi Alexandersson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
Fyrir leik
Fimm marka leikur fyrr í sumar Þegar þessi tvö lið mættust fyrr í sumar, þá höfðu Grindvíkingar betur í fimm marka leik, 2-3. Einar Karl Ingvarsson, Dennis Nieblas Moreno og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoruðu mörkin í sigri Grindvíkinga en það var fyrsti leikur Haraldar Árna Hróðmarssonar með liðið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Færeyingur á flautunni Í tveimur leikjum Lengjudeildarinnar í dag munu norrænir dómarar dæma, annars vegar leik ÍR og Njarðvíkur og hins vegar þennan leik hér í Safamýri.

Dómari: Rani Andrasson Skaalum
Aðstoðardómari: Dominik Philbrow Troleis

Leikirnir eru liður í norrænu dómaraskiptunum.
Fyrir leik
Leiknismenn ekki tapað í síðustu þremur Leiknir hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum og er liðið fjórum stigum frá fallsvæðinu. Það er ekki langt í þetta svæði sem enginn vill vera á, en staðan er þægilegri fyrir Breiðhyltinga en hún hefur oft verið í sumar. Stig eða sigur hér í dag munu gera þeim mikið gott.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Leyfir Grindavík sér enn að dreyma? Grindavík er sem stendur í áttunda sæti eftir sterkan sigur gegn Þórsurum í síðustu umferð. Þar áður höfðu þeir tapað mörgum í röð og voru ekki í góðum málum. Grindavík er sjö stigum frá fallsæti og sjö stigum frá umspilssæti. Leyfa þér sér enn að dreyma um að komast í umspilið eða er sá draumur ekki lengur til staðar?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan? Svona er staðan í Lengjudeildinni fyrir leiki dagsins!

Mynd: Skjáskot - KSÍ
Fyrir leik
Góðan daginn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Leiknis í Lengjudeild karla. Leikið er í Safamýri.
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason ('84)
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
44. Aron Einarsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
10. Shkelzen Veseli
11. Gísli Alexander Ágústsson
14. Davíð Júlían Jónsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Stefan Bilic
18. Marko Zivkovic ('84)
45. Gastao De Moura Coutinho

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Kacper Marek Wawruszczak

Gul spjöld:
Róbert Hauksson ('59)
Omar Sowe ('90)

Rauð spjöld: