Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Breiðablik
3
1
Fram
Damir Muminovic '20 1-0
1-1 Magnús Þórðarson '31
Ísak Snær Þorvaldsson '56 2-1
Patrik Johannesen '67 3-1
19.08.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 10° léttskýjað og smá gola
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic ('83)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('33)
11. Aron Bjarnason ('83)
18. Davíð Ingvarsson ('93)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('83)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('83)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('33)
20. Benjamin Stokke ('83)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('83)
25. Tumi Fannar Gunnarsson ('93)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Patrik Johannesen ('43)
Halldór Árnason ('48)
Andri Rafn Yeoman ('79)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Blikar með örlögin í sínum eigin höndum eftir að jafna Víking að stigum
Hvað réði úrslitum?
Blikarnir voru heilt yfir betra liðið í dag og nýttu sín færi vel. Þeir fengu svo sem ekki mikið af dauðafærum fyrir utan mörkin en þeir þurftu bara ekki meira en þetta. Einstaklingsgæði og stjórnun á leiknum sem kláraði þetta fyrir þá.
Bestu leikmenn
1. Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ísak virðist vera kominn aftur í sitt besta leikform. Þegar hann fer á flug er enginn varnarmaður sem getur stöðvað hann og svo er gríðarleg tækni í honum eins og hann sýndi í markinu.
2. Fred Saraiva (Fram)
Fred lagði upp mark Framara og hefði átt að vera með aðra stoðsendingu eftir algjörlega magnaða sendingu inn fyrir sem Magnús Þórðar klúðraði glæpsamlega. Hann var svo ósköp nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. Með örlítilli heppni hefði bæði þessi atvik fallið með honum og leikurinn hefði getað farið 3-3
Atvikið
Alex Freyr Elísson brýtur af sér rétt fyrir utan teig og meiðist svo sjálfur í kjölfarið. Hann þarf að fara útaf með börum og leikurinn er stopp í nokkrar mínútur. Þegar Blikar fá svo loksins að taka spyrnuna þá smyr Patrik boltanum bara beint upp í skeytin með frábærri spyrnu og gerir út um leikinn. Framarar voru aldrei líklegir til að koma til baka eftir það.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er búið að jafna Víking af stigum á toppi deildarinnar þar sem Víkingar töpuðu fyrir ÍA í kvöld. Þetta galopnaði titilbaráttuna sem verður að teljast vera fagnaðarefni fyrir íslenska knattspyrnu áhugamenn. Fram er enn í 6. sæti deildarinnar en það er stutt í liðin í kringum þá bæði fyrir ofan og neðan.
Vondur dagur
Nýji leikmaður Framara, Gustav Dahl spilaði bara fyrri hálfleikinn í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Hann komst aldrei í takt við leikinn og náði ekki alveg að heilla mig í frumraun sinni. Rúnar Kristins þjálfari hans talaði þó vel um hann eftir leik þannig við gætum mögulega séð hann vaxa inn í íslenskan fótbolta með tímanum.
Dómarinn - 9
Vel dæmt hjá Twana og teymi. Ekkert sérstakt sem ég man eftir til að setja út á.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
4. Orri Sigurjónsson ('46)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Djenairo Daniels
32. Gustav Bonde Dahl ('46)
71. Alex Freyr Elísson ('67)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðmundur Magnússon ('67)
17. Adam Örn Arnarson ('46)
25. Freyr Sigurðsson ('46)
26. Jannik Pohl
27. Sigfús Árni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('22)
Adam Örn Arnarson ('54)
Rúnar Kristinsson ('62)
Fred Saraiva ('88)

Rauð spjöld: