Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
HK
3
2
KR
0-1 Benoný Breki Andrésson '6
0-2 Aron Sigurðarson '45
Eiður Gauti Sæbjörnsson '48 1-2
Eiður Gauti Sæbjörnsson '70 2-2
Atli Þór Jónasson '85 3-2
22.08.2024  -  20:00
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allar stangir í lagi
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 740
Maður leiksins: Eiður Gauti Sæbjörnsson
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('84)
10. Atli Hrafn Andrason ('84)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted
30. Atli Þór Jónasson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
14. Brynjar Snær Pálsson
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Tareq Shihab ('84)
28. Tumi Þorvarsson ('84)
33. Hákon Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Bergþór Snær Jónasson
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Dagur Örn Fjeldsted ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÓTRÚLEGUR SIGUR HK! Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka, magnaður leikur hér í Kórnum.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
96. mín
Eyþór Wöhler með skalla rétt framhjá.
95. mín
Atli Sigurjóns með skot framhjá marki HK.
90. mín
5 mínútum bætt við!
85. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
Stoðsending: Tumi Þorvarsson
SENUR!!!! Tumi Þorvars sem er nýkominn inná með frábæra fyrirgjöf á Atla Þór sem rís manna hæst í teignum og stangar boltann inn!
Þvílíkur leikur!
84. mín
Inn:Tareq Shihab (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
84. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
Eiður búinn að vera frábær í dag.
83. mín
Hvað er að gerast hérna? KR skorar mark, fagna vel og innilega en Sigurður Hjörtur dæmir aukaspyrnu eftir að hafa hugsað sig um í dágóðan tíma.
Sýnist hann hafa dæmt á bakhrindingu.
82. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
80. mín
EIÐUR! Eftir gott spil tekur Eiður með skot úr teignum sem Guy Smit ver vel.
78. mín
KR fær aukaspyrnu í skotfæri, spyrna Jóa K. Bjarna fer rétt framhjá marki HK.
78. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
76. mín
Dagur Örn með tilraun úr þröngu færi sem fer rétt framhjá marki KR.
74. mín
Innipúkarnir í Kórnum búnir að taka við sér eftir jöfnunarmarkið.
72. mín
EIÐUR AFTUR! Eiður næstum því búinn að koma HK-ingum yfir er hann átti skalla rétt yfir mark KR.
70. mín MARK!
Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
ÞEIR FENGU HANN BARA! Ívar Örn með gullbolta fyrir og Eiður stangar boltann í hornið, afar huggulegt allt saman!
Galið að Eiður hafi verið í neðri deildunum með Ými í öll þessi ár, frábær spilari.
68. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (KR) Út:Aron Sigurðarson (KR)
62. mín
Christoffer Petersen markvörður HK liggur niðri í sínu eigin marki.
Christoffer getur haldið leik áfram.
52. mín Gult spjald: Dagur Örn Fjeldsted (HK)
Dagur brýtur af sér og fær að líta gula spjaldið.
49. mín
Dagur Örn með fast skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá marki KR. HK að hóta því að jafna á mettíma.
48. mín MARK!
Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Við fáum leik! Atli Hrafn battar boltann út á Eið Gauta sem tekur fast skot fyrir utan teig sem syngur í netinu, frábært mark!
Fyrsta mark Eiðs í efstu deild en hann kom frá Ými úr 4. deild fyrr á árinu.
46. mín
HK-ingar komnir í afbragðsstöðu en Sigurður Hjörtur stöðvar leikinn vegna höfuðmeiðsla Jóa K. Bjarna.
Allt í lagi með Jóa og hann getur haldið leik áfram eftir smá aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Gestirnir byrja með boltann.
45. mín
45. mín
Hálfleikstölfræði (af Stöð 2 Sport) Með boltann: 31% - 69%
Skot: 0-11
Á mark: 0-5
Hornspyrnur: 3-6
Heppnaðar sendingar: 101-238
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Skemmtilegum fyrri hálfleik lokið hér í Kórnum.
KR-ingar byrjuðu mun betur en eftir því sem leið á unnu HK-ingar sig meira inn í leikinn en KR leiðir sanngjarnt.
45. mín MARK!
Aron Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
KR tvöfalda forystuna rétt fyrir hálfleik! KR keyrir upp í skyndisókn, Leifur Andri fer í tæklingu en nær ekki til boltans og KR komnir í tveir á einn stöðu. Theodór Elmar rennir boltanum fyrir á Aron Sig sem stýrir boltanum í autt netið.
43. mín
Dagur Örn með skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og í hornspyrnu.
42. mín
KR-ingar æða af stað í skyndisókn, Aron Sig gefur boltann fyrir markið en Leifur Andri á góða tæklingu og nær að hreinsa boltann frá.
36. mín
HK að koma sér betur inn í leikinn eftir gjörsama yfirburði KR fyrstu 20 mínúturnar.
34. mín
HK fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Aukaspyrnu Ívar tekur og reynir við markmannshornið en varnarmaður KR skallar frá og boltinn í horn.
29. mín
Atli Þór með góðan skalla á mark KR en Guy Smit ver vel.
26. mín
Axel Óskar með tilraun á lofti sem fer framhjá marki HK.
22. mín
Jói Bjarna með skot fyrir utan teig sem Petersen ver.
16. mín
KR að yfirspila HK þessa stundina.
15. mín
Benóný með fast skot úr teignum sem Petersen ver vel.
13. mín
Dagur Örn með hættulega fyrirgjöf fyrir markið en enginn HK-ingur mættur til að pota boltanum inn og KR hreinsar.
10. mín
Stöngin fræga
9. mín
Aron Sig með skot rétt yfir mark HK.
6. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
KR-ingar ekki lengi að þessu! Atli Sigurjóns með fyrirgjöf frá vinstri sem Benóný sneiðir í fjærhornið, stöngin inn.
Virkilega snyrtilegt!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Arnþór Ari á upphafsspark leiksins.

HK-ingar eru í sínum litum en KR-ingar spila í neon-gula og bláa varabúning sínum.
Fyrir leik
Allt eins og það á að vera! Liðin ganga til vallar, ljósashow, bæði mörk í lagi og HK lagið í botni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Ómar Ingi, þjálfari HK gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Inn í byrjunarliðið koma þeir Eiður Gauti, Ívar Örn og Atli Hrafn.
Úr byrjunarliði HK víkja Karl Ágúst, Þorsteinn Aron og George Nunn.

Óskar gerir tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Aron Þórður og Finnur Tómas í stað Gyrðis Hrafns og Alex Þórs.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur Með sigri í dag geta KR-ingar andað aðeins léttar en eins og staðan er núna er liðið í 9. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.
Óskar Hrafn stýrði KR í fyrsta sinn sem aðalþjálfari í síðasta leik en þá tapaði liðið 2-0 gegn Vestra.

HK þurfa lífsnauðsynlegan sigur en þeir eru á botni deildarinnar. Liðið vann síðast leik fyrir sléttum tveimur mánuðum og hafa tapað 6 af síðustu 7 leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mikil umræða um leikinn á X-inu góða
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Kröfu KR hafnað KR hefur reynt að fá dæmdan 3-0 sigur en nú hefur Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfest úrskurð um að hafna kröfu félagsins. KR-ingar þurfa því að spila leikinn við HK-inga í kvöld og ekkert kemur í veg fyrir það segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.




Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stangaleikurinn frægi Heilir og sælir lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á milli leiks HK og KR.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram þann 8. ágúst en dómari leiksins frestaði leiknum til dagsins í dag þar sem stöngin á öðru markinu var brotin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson ('68)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('78)
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson ('68)
19. Eyþór Aron Wöhler ('78)
30. Rúrik Gunnarsson
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Valþór Hilmar Halldórsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('82)

Rauð spjöld: