William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
ÍA
1
2
Breiðablik
Hlynur Sævar Jónsson '63 1-0
1-1 Kristófer Ingi Kristinsson '82
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson '95 , víti
25.08.2024  -  17:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson ('69)
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson ('69)
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
10. Steinar Þorsteinsson ('69)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('69)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson
88. Arnór Smárason

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('16)
Hlynur Sævar Jónsson ('45)
Viktor Jónsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Litla dramatíkin hér á Skipaskaga í dag.

Blikar eru mættir á toppinn í Bestu deildinni eftir svakalegar lokamínútur!
95. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)

Sendir Árna í rangt horn og skorar af gríðarlegu öryggi!
94. mín
Breiðablik er að fá vítaspyrnu! Ísak Snær fer niður í baráttunni á vítateigslínunni.

Var það Hlynur Sævar sem braut sá það ekki alveg nógu vel.

Dramatík
91. mín
Uppbótartími er að lágmarki 5 mínútur.
90. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Breiðablik)
90. mín
Blikar vinna hornspyrnu.
88. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
87. mín
Sláin!
Höskuldur með fyrirgjöf frá hægri sem smellur í slánni.

Ísak var viss um að þessi væri á leið inn og byrjað að fagna.
86. mín
Skagamenn heppnir
Árni hálf missir af boltanum í úthlaupi en nær þó snertingu á hann. Ísak fer utan í hann í kjölfarið og Árni liggur eftir.

Erlendur dæmir brot.
85. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Dóri fjölgar í framlínunni.
84. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
82. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Gestirnir jafna!
Aron Bjarnason með boltann fyrir markið. Þar mætir Kristófer á fjærstöngina og boltinn er í netinu.

Markið gæti þó skráðst sem sjálfsmark, Ómögulegt að dæma um héðan úr blaðamannastúkunni.
81. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
78. mín
Vardic danglar aðeins í Viktor Örn eftir baráttu þeirra um boltann. Viktor hafði rosalega lítinn húmor fyrir því og kvartar aðeins við fjórða dómara.

Það er eitthvað undir hjá mönnum hér það er nokkuð ljóst.
76. mín
Höskuldur!
Fær boltann í sinni uppáhaldsstöðu rétt fyrir utan teiginn. Í fínu plássi og á hörkuskot en boltinn rétt yfir markið.
75. mín
Skagmenn verið mjög þettir til baka eftir markið. Ágætisstöður sem gestirnir hafa fengið nokkrum sinnum en komast ekki í gegnum þessa síðustu hindrun sem er varnarlína ÍA.
71. mín
Blikar vinna hornspyrnu.
69. mín
Ísak með máttlaust skot á lofti sem Árni á ekki í teljandi vandræðum með.
69. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
69. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
69. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
65. mín
Ísak Snær eins og jarðýta í gegnum vörn ÍA en nær ekki að koma boltanum á markið. Reynir sendingu í staðinn en enginn samherji mættur í teiginn.
63. mín MARK!
Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
MARK!
Skagamenn halda pressunni hátt á vellinum og eru fjölmennir hátt á vellinum. Vall með boltann úti til vinstri fer framhjá Viktori Karli eins og hann sé ekki þar sem og Andra Rafni og á frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Hlynur Sævar mætir á fjær og skilar boltanum í netið af stuttu færi með góðum skalla.
56. mín
Anton Ari bjargar Blikum
Marko Vardic með truflaða fyrirgjöf frá hægri á nærstöngina. Sýnist það vera Hinrik sem er mættur og virðist vera að skalla boltann í vinkilinn nær en Anton Ari nær að lyfta hendi og slá boltann frá.
53. mín
Vall með aukaspyrnu inn á teiginn beint á pönnuna á Hinrik. Varnarmaður fyrir skalla hans en frákastið fellur fyrir fætur Hinriks sem á hörkuskot framhjá markinu.
52. mín
Blikar skora en flaggið fer á loft
Boltinn skoppar manna á milli í teignum eftir hornið. Berst á Obbekjær sem klárar virkilega vel í netið en því miður fyrir innan.
51. mín

Gestirnir vinna hornspyrnu. Hlynur Sævar kennir sér meins og sest á völlinn en rís sjálfur á fætur á ný án aðhlynninagar.
49. mín
Jón Gísli með skot af varnarmanni og vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn.
48. mín
Arnór Gauti í fínasta skotfæri eftir sókn Blika. Fær tima til að leggja boltann fyrir sig en setur hann yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
+3 Blikar vilja víti
Viktor Karl með boltann fyrir markið frá hægri. Ísak Snær fer upp í hann og fær Árna Marinó með sér. Árni kýlir boltann frá en fylgir nokkuð á eftir og fer í höfuð Ísaks.

Erlendur veifar leik áfram.
45. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
+2 Fyrir brot á Ísak. Tekur á sig spjaldið og stoppar hratt upphlaup.
44. mín
Höskuldur með skot af 20 metrum eða svo. Svífur talsvert yfir markið.
43. mín
Aftur Skagamenn
Og aftur er Vall viðloðinn.

Fær boltann vinstra megin í teignum og reynir skotið. Setur boltann í utanvert hliðarnetið úr ágætu færi.
40. mín
Þegar þeir sækja hratt.
Haukur Andri vinnur boltann á miðjum vellinum og setur hann beint út til vinstri á Vall. Hann keyrir upp og á eina af sínum fyrirgjöfum beint á Viktor Jóns sem tekur skotið í fyrsta og hamrar boltann framhjá markinu.
40. mín
Skyndisókn Skagamanna.

Hinrik böðlar boltanum inn á teiginn hægra megin og setur hann á hættusvæðið.

Þar mætir Vardic en nær ekki að stýra boltanum í netið.
35. mín
Erlendur Eiríksson talsvert ofarlega í huga stuðningsmanna ÍA þessa stundina.

Ekki alveg sáttir við málarameistarann góðkunna.
30. mín
Bjargað á línu
Árni Marinó grípur í tómt eftir eitt hornið. Ísak Snær að mér sýnist nær að flikka boltanum sem fer í stöngina fjær áður en Viktor hreinsar boltann frá af marklínunni.
29. mín
Blikar að fá horn eftir horn hér.

27. mín
Kristófer Ingi með skot af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna.

Obbekjær í ágætu færi á fjærsstöng en skalalr boltann yfir markið.
26. mín
Aron Bjarnason með skot að marki. Árni heldur ekki boltanum en handsamar hann að lokum áður en að Ísak gerir sér mat úr frákastinu.
21. mín
Blikar sækja hratt. Aron reynir að þræða boltann inn fyrir Kristófer en aðeins of fast og boltinn í fang Árna.
16. mín Gult spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Heldur í treyju Ísaks á sprettinum. Uppsker gult.

Jón Þór tekur fund með framherjum sínum eftir að Árni Marinó fær sér sæti á vellinum og kallar eftir aðhlynningu.

Ætla leyfa mér að giska á að það sé ekkert að honum.
14. mín
Heimamenn fá fyrsta horn leiksins.
13. mín
Höskuldur fer af krafti í Hauk Andra og er dæmdur brotlegur.

Fær létt tiltal.
12. mín
Leikurinn í járnum svo að segja. Lítið pláss fyrir liðin að athafna sig og hart tekist á.
5. mín
Anton Ari með vörslu!
Skagamenn búnir að nálgast mark Blika tvisvar og fengið dauðafæri í bæði skiptin.

Hinrik með boltann fyrir frá vinstri sem endar fyrir fótum Inga Þors sem nær skotinu en Anton nær að blaka hendi í boltann og slá hann frá.
2. mín
Fyrsta færi leiksins er Skagamanna Boltinn dettur fyrir Hinrik í teignum eftir fyrirgjöf frá hægri, Anton Ari mætir honum vel og lokar á skot hans.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Liðin Hjá Skagamönnum fer Oliver Stefánsson úr byrjunarliðinu frá sigrinum á Víkingum. Inn í hans stað kemur Hlynur Sævar Jónsson.

Hjá Blikum fara þeir Damir Mumonvic, Kristinn Steindórsson úr byrjunarliði Blika frá sigrinum á Fram. Inn í þeirra stað koma Daniel Obbekjær og Viktor Karl Einarsson.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Spámaðurinn Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, spáir í 20. umferðina, en hann hefur verið að spila vel í Lengjudeildinni í sumar og er sem stendur markahæstur með 13 mörk.

Um leikinn á Akranesi sagði Oliver.

ÍA 1 - 0 Breiðablik

ÍA búnir að vera góðir í sumar og halda því áfram með 3 stigum á móti Blix. Hinrik Harðar setur eitt snemma í seinni úr skyndisókn og þeir ná að sigla sigrinum heim.

   24.08.2024 22:30
Oliver Heiðars spáir í 20. umferð Bestu deildarinnar
Fyrir leik
Teymið sem öllu ræður
Erlendur Eiríksson er með flautuna á Elkem vellinum í dag. Honum til aðstoðar eru Eðvarð Eðvarðsson og Bergur Daði Ágústsson. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er svo Frosti Viðar Gunnarsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild á þessari öld 28 sinnum hafa liðin mæst innbyrðis í efstu deild frá aldamótum.

Heimamenn í ÍA hafa þar borið sigur úr býtum alls tíu sinnum, fimm leikjum hefur lokið með jafntefli og Blikar hafa haft sigur alls þrettán sinnum.

Markatalan er 39-55 Blikum í hag.

Leikurinn í fyrri umferðinni.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli þegar þau mættust á Jónsmessu þann 23.júní síðastliðinn.

Marko Vardic kom þar Skagamönnum yfir eftir tæplega klukkustundar leik. Höskuldur Gunnlaugsson kom svo Blikum einu sinni sem oftar til bjargar þegar hann jafnaði metin á 82.mínútu leiksins og þar við sat.

   23.06.2024 23:58
Bitlausir Blikar heppnir með stig
Fyrir leik
ÍA eygir Evrópu
Spútniklið deildarinnar án nokkurs vafa. Eftir hræðilega byrjun liðsins í Lengjudeildinni í fyrra þar sem talað var um að verulega væri farið að hitna undir Jóni Þór Haussyni þjálfara ÍA hefur leiðin legið upp á við. Efasemdarraddir hafa þagnað og liðið svo sannarlega stigið stórt skref upp á við.

Stig í dag tryggir liði ÍA endanlega veru í efri hlutanum eftir skiptingu og gæti liðið með hagstæðum úrslitum í leik Vals og Vestra lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Toppsætið innan seilingar fyrir Breiðablik
Gestirnir úr Kópavogi tylla sér í toppsæti deildarinnar fái þeir stig hér á Akranesi í dag. Liðið hefur verið í virkilega góðum takti að undanförnu og nýtt sér hikst Víkinga í deildinni til þess að loka bilinu sem myndast hafði á milli liðanna.

Verkefnið í dag er þó af verðugri endanum eins og lesa má um hér fyrir ofan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mikið undir á Skipaskaga
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fóbolta.net frá leik ÍA og Breiðabliks í 20.umferð Bestu deildar karla.

Flautað verður til leiks á Elkem vellinum á Akranesi klukkan 17:00
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('81)
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson ('69)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('85)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('81)
20. Benjamin Stokke ('85)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('69)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('88)
Patrik Johannesen ('90)

Rauð spjöld: