William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Grindavík
2
2
Þróttur R.
Ármann Ingi Finnbogason '6 1-0
1-1 Unnar Steinn Ingvarsson '13
1-2 Kári Kristjánsson '34 , víti
Einar Karl Ingvarsson '71 2-2
29.08.2024  -  19:15
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Aðstæður: 11° skýjað og logn
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Jorgen Pettersen (Þróttur)
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Ármann Ingi Finnbogason ('19)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('79)
33. Daniel Arnaud Ndi
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Varamenn:
4. Gunnar Gunnarsson
5. Eric Vales Ramos ('19)
7. Kristófer Konráðsson ('79)
13. Nuno Malheiro
16. Dennis Nieblas
21. Marinó Axel Helgason
24. Ingólfur Hávarðarson
38. Andri Karl Júlíusson Hammer

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson

Gul spjöld:
Matevz Turkus ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli hér í dag. Gerir lítið fyrir bæði lið sem eru líkast til dæmd til þess að eiga tvo leiki eftir sem þýða ekki neitt.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
92. mín Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)
90. mín
Unnar Steinn með skot af löngu færi en vel framhjá.
90. mín Gult spjald: Hlynur Þórhallsson (Þróttur R.)
85. mín
Aron Snær tekur skotið eiginlega frá hægri kantinum sem fer af varnarmanni og skoppar frekar óþægilega fyrir Aron. Hann nær samt að handsama þennan bolta.
85. mín
Þróttarar í þungri sókn og ná að hleypa af tveimur skotum inn í teig. Grindavíkur vörnin gerir hinsvegar vel og menn ná að kasta sér fyrir þessa bolta.
82. mín
Grindavík vinnur boltan hátt á vellinum. Einar leggur boltan fyrir Kristófer sem keyrir í átt að marki. Hann tekur svo fast skot sem Þórhallur þarf að hafa sig allan við til að verja.
79. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
73. mín
Inn:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.) Út:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
71. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
Stoðsending: Ion Perelló
ÞVÍLÍKT MARK!!!! Ion leggur boltan á Einar sem er einhverjum 25-30 metrum frá marki. Einar tekur bara innanfótar skrúfu beint upp í skeitin. Frábært skot!
62. mín
Unnar Steinn reynir langskotið en miðið ekki alveg í lagi. Vel framhjá.
60. mín
Þróttarar sækja upp hægri kantinn. Viktor leggur boltan á Kára sem er í þröngu færi en hann lætur vaða. Beint á Aron sem grípur þennan.
56. mín
Ndi slær frá sér í baráttu við varnarmann. Twana flautar og dæmir á þetta en ekkert spjald, það finnst mér skrýtið.
53. mín
Viktor gerir vel hér fyrir Þróttara. Keyrir inn á völlinn og lætur svo vaða fyrir utan teig en boltinn fer rétt yfir markið.
52. mín
Flott sókn Grindvíkinga. Ion hleypur upp miðjan völlinn með boltan og leggur hann svo á Ndi. Ndi tekur fast skot á enda teigsins en beint á Þórhall.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða í hálfleik nokkuð verðskuldað. Þetta hefur verið frekar jafn leikur en Þróttarar sótt aðeins meira.

Sjáumst eftir korter.
40. mín
Grindavík tekur horn stutt og koma svo boltanum inn í tieg. Þar er Daniel Ndi sem snýr barki í markið og reynir að koma boltanum á markið með því að skjóta aftur fyrir sig en boltinn flýgur vel yfir markið.
39. mín
Jorgen Pettersen með skot af löngu færi hátt yfir markið.
35. mín Gult spjald: Matevz Turkus (Grindavík)
34. mín Mark úr víti!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Öruggt! Skellir boltanum fast upp í hægra hornið. Aron fer í hina áttina.
33. mín
VÍTI FYRIR ÞRÓTT!
32. mín
Aron Snær í mjög góðu færi eftir góða stungusendingu en varnarmenn Grindavíkur fljótir að bregðast við og henda sér fyrir skotið.
31. mín
Þvílíkir taktar! Liam Daði fær boltan út á hægri kanti og tekur bara Cruyff snúninginn og platar varnarmenn Þróttar upp úr skónum. Hann nær samt ekki alveg nógu góðu valdi á boltanum aftur og fer með boltan útaf í markspyrnu.
29. mín
Góð sókn frá Grindvíkingum. Dagur Ingi fær boltan inn í teig en skýtur í varnarmann. Einar Karl nær þá boltanum fyrir utan teig og tekur fast skot en rétt yfir markið.
23. mín
Þróttarar þjarma að Grindvíkingum hér, ná aftur hér þriggja skota syrpu eins og í markinu, en í þetta skipti fara öll skot í varnarmenn.
19. mín
Inn:Eric Vales Ramos (Grindavík) Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
Ármann fer niður meiddur og haltrar af velli. Vont fyrir markaskorarann
13. mín MARK!
Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)
Þeir jafna!! Þróttarar búnir að vera í þungri sókn hérna! Fyrst ná þeir skoti sem er blokkerað af varnarmanni, svo kemur skot í slá. Alltaf halda þeir boltanum en á endanum fær Unnar boltan inn í teig og nær að klára í nærhornið.
11. mín
Dauðafæri fyrir Þróttara! Boltinn berst inn á teig og dettur beint fyrir Aron Snæ sem er í frábæru færi og tekur skotið í varnarmann. Boltinn fer þá bara beint á Liam Daða sem er í eiginlega eins færi en skotið hans í varnarmann líka.
6. mín MARK!
Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
Kemur algjörlega upp úr þurru!! Ármann fær boltan úti hægra megin og fer aðeins inn á völlinn. Hann tekur bara skotið úr ómögulegu færi og boltinn kemst einhvernegin inn á nærstönginni.

Þórhallur á líkast til að verja þetta.
5. mín
Fyrsta skot leiksins tekur Josip en það er frá löngu færi beint á Þórhall í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Twana flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Dagur Ingi heiðraður Dagur Ingi Hammer búinn að ná í 100 leiki og fær blómvönd fyrir leik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Spennandi ungir leikmenn Baldvin Már Borgarsson þjálfari Árbæjar og fréttaritari Fótbolta.net gerði á dögunum lista yfir mest spennandi ungu leikmennina í deildinni. Á þessum lista er einn Grindvíkingur og tveir Þróttarar.
Fyrir leik
Dómari leiksins Twana Khalid Ahmed mun vera með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Antoníus Bjarki Halldórsson og Daníel Ingi Þórisson.

Eftirlitsmaður er Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gumma Magg sem var með einn leik réttan í síðustu umferð.

Grindavík 0 - 2 Þróttur
Þetta verður þægilegur sigur fyrir Þróttara, þeir vinna þennan leik 2-0. Steinar setur tvö og vinnur þennan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Möguleiki á umspili Bæði þessi lið eru búin að bjarga sér frá falli úr Lengjudeildinni en liðið sem vinnur í kvöld á enn smá möguleika á að ná í umspils sæti. Grindavík er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig og Þróttur er í 7. sæti með 26 stig. 5. sætið í deildinni gefur umspils sæti en ÍR er þar sem stendur með 31 stig. Það eru 3 leikir eftir af tímabilinu og því frekar ólíklegt að annaðhvort þessara liða geti náð 5. sætinu. En það lið sem tapar í dag mun líkast til endanlega skrá sig úr þeirri baráttu.
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Þróttar í 20. umferð Lengjudeildar karla.

Leikurinn verður spilaður á Stakkavíkurvelli-Safamýri og hefst klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
20. Viktor Steinarsson
22. Kári Kristjánsson ('73)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
75. Liam Daði Jeffs ('73)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('73)
9. Viktor Andri Hafþórsson
14. Birkir Björnsson
21. Brynjar Gautur Harðarson
30. Kolbeinn Nói Guðbergsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('73)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:
Hlynur Þórhallsson ('90)
Unnar Steinn Ingvarsson ('92)

Rauð spjöld: