William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Keflavík
3
2
ÍBV
Mihael Mladen '7 1-0
1-1 Oliver Heiðarsson '40
Sami Kamel '49 2-1
Ásgeir Helgi Orrason '53 3-1
3-2 Bjarki Björn Gunnarsson '82
30.08.2024  -  17:30
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Vindurinn blæs af nokkrum krafti en þaðn er þurrt að kalla enn sem komið er.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 220
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon (f)
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('70)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('78)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('89)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson ('78)
7. Mamadou Diaw ('70)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Valur Þór Hákonarson ('89)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('34)
Mamadou Diaw ('75)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('85)
Oleksii Kovtun ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík hefur hér baráttusigur á liði ÍBV og opnar þessa toppbaráttu í Lengjudeildinni algjörlega upp á gátt.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Allir fram. Eyjamenn eiga horn og Hjörvar mætir fram í hornið.
95. mín
Eyjamenn eiga aukaspyrnu inn á vallarhelmingi Keflavíkur. Allir nema Hjörvar mættir í teiginn.

Ekkert verður úr.
93. mín
Lítið um að vera. Eyjamenn reyna en komast lítt áleiðis.
90. mín
Við fáum sex mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
88. mín
Gestirnir vinna hornspyrnu.
85. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Gula spjaldið glóandi heitt þessa stundina í hendi Erlends.
85. mín Gult spjald: Oleksii Kovtun (Keflavík)
85. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
85. mín
Alex Freyr brýtur á Ásgeiri Orra. Fær Kovtun í sig pg fellur með tilþrifum. Kryddaði þetta með allri kryddhillunni.
82. mín MARK!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Fáum við dramatík?
Bjarki Björn fær boltann hægra megin í teignum og nær ágætis skoti. Boltinn í hornið fjær ekki fastur en nógu nákvæmur til þess að sigra Ásgeir.
80. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV)
78. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
75. mín Gult spjald: Mamadou Diaw (Keflavík)
74. mín
Eyjamenn koma boltanum í netið. Það gerir Alex Freyr eftir snotra sendingu í gegn. Flaggið hins vegar réttilega á lofti og það telur ekki.
72. mín
Aftur Eyjamenn með horn. Ásgeir Orri í allskonar brasi en bjargar sér fyrir horn.
70. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
70. mín
Nökkvi Snær fær boltann í ágætu skotifæri fyrir utan teig eftir hornið. Sá ætlaði að rífa netið slíkur var krafturinn í skotinu. Boltinn hins vegar fer rétt yfir markið og er líklega enn á uppleið slíkur var hraðinn.
69. mín
Vicente með skot úr aukaspyrnu af talverðu færi. Boltinn af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna niðurstaðan.
67. mín
Vicente og Sindri Snær í baráttunni við teig Keflavíkur. Sá spænski fellur með miklum tilþrifum. Nokkur hey úr stúkunni en áfram með leikinn.
64. mín
Alex Freyr er brjálaður hér á vellinum. Eyjamenn vildu víti sem ég gat ekki séð að væri nokkuð. Alex lætur Erlend létt heyra það. Erlendur lítið að kippa sér upp við það.
62. mín
Sláarskot!
Vicente með lúmskan bolta í átt að marki sem smellur í slánni og yfir.
60. mín
Eyjamenn vinna horn.
58. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
58. mín
Inn:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
53. mín MARK!
Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Uppúr engu
Boltinn úr aukaspyrnu inn á teiginn, Þar reynir Nökkvi Már að hreinsa en setur boltann beint upp í loftið sem fellur fyrir Ásgeir Helga sem setur boltann létt yfir Hjörvar og í netið.
52. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Stöðvar hraða sókn og fær réttilega gult.

Virkar samt furðu lostinn.
49. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Kári Sigfússon
Skyndisókn 101
Kovtun með góða tæklingu á Oliver og vinnur af honum boltann. Setur boltann á Sindra sem sendir boltann upp hægri vænginn fyrir Kára að elta. Kári leikur að teignum og á frábæra fyrirgjöf yfir á fjærstöng þar sem Kamel mætir og klárar af fagmennsku í netið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur

Eftir kröftuga byrjun Keflvíkinga hafa Eyjamenn tekið völdin á vellinum.

Við tökum okkur smá pásu og mætum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
+1
Eyjamenn vinna horn.
45. mín
Eyjamenn heldur betur vaknaðir
Sverrir Páll í hörkufæri í teignum en setur skotið í varnarmanni.

Gestirnir vinna frákastið og fá aukaspyrnu á álitlegum stað rétt fyrir utan teig til vinstri.
40. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Einfalt og skilvirkt
Eyjamenn sækja upp hægri vænginn. boltinn fyrir markið þar sem Oliver mætir í hlaupið á fjær og tæklar boltann inn í markið.

Hans fjórtánda mark í sumar og allt er jafnt.
39. mín
Keflvíkingar vinna boltann af harðfylgi á vallarhelmingi ÍBV. Sindri Snær fær boltann og finnur Sami úti til vinstri. Sá danski leikur inn á teiginn og reynir að lyfta boltanum yfir Hjörvar í hornið nær en setur hann í utanvert hliðarnetið.
34. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Síbrotamaður
30. mín
Keflvíkingar bruna upp hinumegin. Ágeir Helgi tekur boltann niður í teignum sem fellur fyrir Axel sem er í úrvalsfæri en hreinlega hittir ekki boltann.
29. mín
Vicente Valor með hörkuskot eftir nokkuð þunga sókn ÍBV en setur boltann yfir.
26. mín
Sending innfyrir og Sverrir Páll sleppur einn gegn Ásgeiri. Flaggið fer þó á loft.
20. mín
Leikurinn dottið nokkuð niður síðustu mínútur og lítið um að vera.

Aðstæður klárlega að hafa áhrif þar.
14. mín
Heimamenn ógna
Kamel með hornspyrnu fyrir markið. Boltinn dettur niður í teignum fyrir fætur Ásgeirs Helga sem á tvær tilraunir í átt að marki en varnarmenn henda sér fyrir.
10. mín
Keflvíkingar að byrja þennan leik mun betur og eru að ná að þrýsta liði Eyjamanna ansi djúpt á völlinn.

Vinna horn sem skapar usla en gestirnir hreinsa á endanum.
7. mín MARK!
Mihael Mladen (Keflavík)
Hann bara hættir ekki að skora
Fær boltann í fætur í teignum, nær að snúa í átt að marki og setur boltann af öryggi í fjærhornið.

Hans sjötta mark síðan að hann kom í glugganum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimamenn sparka okkur af stað hér í rokinu í Keflavík.
Fyrir leik
Kjartan Kári spáir
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gumma Magg sem var með einn leik réttan í síðustu umferð.

Keflavík 2 - 3 ÍBV

Þetta verður marka leikur. Kári Sigfúss setur tvö í fyrri hálfleik en það er ekki nóg þar sem Oliver Heiðars verður í stuði og skorar þrjú, 3-2 fyrir ÍBV.

   29.08.2024 10:00
Kjartan Kári spáir í 20. umferð Lengjudeildarinnar
Fyrir leik
Tríóið
Erlendur Eiríksson er dómari leiksins í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Ronnarong Wongmahadthai og Ragnar Arelíus Sveinsson.
Jóhann Gunnar Guðmundsson sinnir svo eftirlitshlutverki fyrir KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Keflavík fékk gullið tækifæri til sprengja toppbaráttu deildarinnar í loft upp í síðustu umferð er liðið mætti Þrótti. Tækifærið nýttist ekki i það skiptið þar sem lið Þróttar tryggði sér sigur með marki í uppbótartíma 3-2.

Keflavík á sennilega erfiðustu leikina eftir af toppliðunum þremur en auk ÍBV á liðið eftir að mæta Njarðvík (Ú) og Fjölni (H). Sigur í dag mun koma liðinu áleiðis að toppsætinu en þeir þurfa að treysta á að lið ÍBV misstígi sig í síðustu tveimur umferðunum ætli þeir sér toppsætið.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
ÍBV Eyjamenn undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar standa best að vígi í baráttunni um efsta sæti deildarinnar og beint sæti í Bestu deildinni að ári. Liðið situr á toppnum með 35 stig en Fjölnir fylgir í humátt á eftir með stigi minna. Aðeins lengra er svo í lið Keflavíkur og Njarðvík sem sitja í 3-4 sætinu með 31 stig. Eyjamenn fóru þó illa að ráði sínu í síðustu umferð þar sem þeir töpuðu á heimavelli gegn liði Aftureldingar 3-2 eftir að hafa komist yfir í tvígang í leiknum.

Eyjamenn geta þó stigið stórt skref upp í Bestu deildina fari þeir með sigur af hólmi í dag. Í síðustu tveimur umferðunum á liðið svo eftir að mæta Grindavík (H) og Leikni (Ú)

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Leikdagur í Lengjudeild og risaleikur framundan Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV i 20.umferð Lengjudeildar karla en flautað verður til leiks klukkan 17:30
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('58)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('58)
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
11. Víðir Þorvarðarson
17. Jón Arnar Barðdal
18. Bjarki Björn Gunnarsson ('58)
25. Alex Freyr Hilmarsson ('58)
31. Viggó Valgeirsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Jón Ingason ('52)
Eiður Atli Rúnarsson ('80)
Alex Freyr Hilmarsson ('85)

Rauð spjöld: