Þriðja síðasta umferðin í Lengjudeild kala hefst í kvöld en enn eiga sex lið raunhæfan möguleika á því að fara beint beint upp í Bestu.
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gumma Magg sem var með einn leik réttan í síðustu umferð.
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gumma Magg sem var með einn leik réttan í síðustu umferð.
Grindavík 0 - 2 Þróttur (í kvöld, 19:15)
Þetta verður þægilegur sigur fyrir Þróttara, þeir vinna þennan leik 2-0. Steinar setur tvö og vinnur þennan leik.
Keflavík 2 - 3 ÍBV (á morgun 17:30)
Þetta verður marka leikur. Kári Sigfúss setur tvö í fyrri hálfleik en það er ekki nóg þar sem Oliver Heiðars verður í stuði og skorar þrjú, 3-2 fyrir ÍBV.
Afturelding 1 - 2 Njarðvík (á morgun 18:30)
Þetta verður áhugaverður leikur þar sem Afturelding kemst yfir, Elmar Cogic setur boltann í netið en síðan skorar Hreggviður eitt og Oumar Diouck klárar þetta 2-1, sterkur sigur hjá Njarðvík.
Grótta 2 - 1 Fjölnir (laugardag 14:00)
Mínir þenn í Gróttunni mæta vel gíraðir í þennan leik og vinna hann 2-1. Grímur Ingi setur hann fyrir Gróttu og Kristófer Orri gerir það líka. Máni Austmann setur eitt fyrir Fjölnismenn.
Leiknir 2 - 0 Dalvik/Reynir (laugardag 16:00)
Leiknismenn eru búnir að vera flottir í siðustu leikjum, þeir vinna þennan leik þægilega 2-0. Dusan og Róbert Quental skora mörk Leiknis.
Þór 0 - 1 ÍR (laugardag 16:00)
Það er búin að vera brekka hjá Þórsurum, gjallarhornið í stúkunni hefur ekki virkað í sumar og ÍR skorar winner á 90 þar sem Gils Gíslason setur hann, 0-1 fyrir ÍR.
Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Gummi Magg (1 réttur)
Bomban (1 réttur)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Ívar Árnason (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í deildinni.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir