Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Keflavík
3
2
ÍBV
Mihael Mladen '7 1-0
1-1 Oliver Heiðarsson '40
Sami Kamel '49 2-1
Ásgeir Helgi Orrason '53 3-1
3-2 Bjarki Björn Gunnarsson '82
30.08.2024  -  17:30
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Vindurinn blæs af nokkrum krafti en þaðn er þurrt að kalla enn sem komið er.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 220
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('70)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('78)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('89)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson ('78)
7. Mamadou Diaw ('70)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Valur Þór Hákonarson ('89)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('34)
Mamadou Diaw ('75)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('85)
Oleksii Kovtun ('85)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Toppbaráttan í einum hnút
Hvað réði úrslitum?
Keflavík nýtti fleiri færi en ÍBV svo einfalt er það. Inn í það spilar þó líka að lið Keflavíkur steig upp á lykilaugnablikum í leiknum og vann sannarlega fyrir stigunum þremur. Hlutlaust mat er þó að það hefði ekkert verið ósanngjarnt að liðin skiptu stigunum á milli sín. Þannig virkar þetta ekki þó.
Bestu leikmenn
1. Sindri Snær Magnússon
Sindri var í gír á miðju Keflavíkur í kvöld. Varði vörn sína vel og skilaði boltanum vel frá sér. Átti lykilsendingu í öðru marki Keflavíkur og lék heilt yfir mjög vel.
2. Vicente Valor
Leikmaður sem heillar mig. Gott auga fyrir spili og átti fínan dag.
Atvikið
Þriðja mark Keflavíkur og það sem réði úrslitum. Vond hreinsun frá marki sem leiðir af sér auðvelt og dýrmætt mark fyrir Keflavík.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík fer í 34 stig og minnkar bilið í ÍBV niður í 1 stig. Keflavík situr í öðru sætinu fyrir ofan FJölni á fleiri skoruðum mörkum en Fjölnismenn geta komist á topp deildarinnar á ný vinni þeir leik sinn gegn Gróttu á morgun.
Vondur dagur
Alex Freyr Hilmarsson sá mæti piltur kom á yfirsnúning inn í leikinn af bekknum. Var ekki búinn að vera lengi inn á þegar það fauk í hann eftir að hann taldi ÍBV eiga að fá víti. Gott og blessað enda ástríðusport en hann tryggði veru sína í þessum reit síðar í leiknum. Þar tók hann niður alla kryddhilluna í heilu lagi til að krydda með tilþrifum fall sitt eftir viðskipti við Oleksi Kovtun leikmann Keflavíkur. Báðir fengu gult fyrir stælanna og áfram gakk.
Dómarinn - 8
Eins og svo oft áður bara virkilega heilsteypt hjá Erlendi og hans teymi. Svo sem engu við það að bæta.
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('58)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('58)
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
11. Víðir Þorvarðarson
17. Jón Arnar Barðdal
18. Bjarki Björn Gunnarsson ('58)
25. Alex Freyr Hilmarsson ('58)
31. Viggó Valgeirsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Jón Ingason ('52)
Eiður Atli Rúnarsson ('80)
Alex Freyr Hilmarsson ('85)

Rauð spjöld: