Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Í BEINNI
Sambandsdeild Evrópu
Omonoia
LL 4
0
Víkingur R.
FH
0
3
Stjarnan
0-1 Óli Valur Ómarsson '61
0-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason '79
0-3 Emil Atlason '96
01.09.2024  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 12° strekkingsvindur og skýjað
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 657
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('82)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('82)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('37)
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Kristján Flóki Finnbogason ('58)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka ('82)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('58)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('37)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('82)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('64)
Logi Hrafn Róbertsson ('66)
Böðvar Böðvarsson ('92)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Langskot af bestu gerð skila Stjörnunni sigurinn
Hvað réði úrslitum?
FH var betra liðið í fyrri hálfleik en nýtti góðar stöður og færi illa. Það var svo meira jafnræði á liðunum í seinni hálfleik fram að því að Óli Valur smurði boltan upp í skeytin. Guðmundur Baldvin sagði þá: ,,Það sem þú getur gert, get ég líka" og slengdi öðrum bolta upp í skeytin. Það var svo ekki aftur snúið eftir það.
Bestu leikmenn
1. Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Óli Valur var hættulegasti sóknarmaður Stjörnunnar í dag og kórónaði sína frammistöðu með þessu frábæra marki.
2. Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Kjartan var virkilega flottur á miðjunni hjá Stjörnunni í dag. Hann var stór ástæða fyrir því að FH skapaði sér verulega lítið í opnum leik. Svo tók hann ágætlega þátt í sóknarleiknum.
Atvikið
Strax eftir fyrsta markið byrjaði einhver hiti að malla í leiknum og það leið ekki langur tími þangað til hlutirnir voru komnir að suðupunkti. Á 71. mínútu skella menn eitthvað saman inn í teig eftir horn og eftir það fara menn eitthvað að kítast. Það átti svo bara eftir að gerast ýtrekað aftur í leiknum. Ótrúlegt að leikurinn hafi haldist 11 á móti 11.
Hvað þýða úrslitin?
FH er áfram í 4. sæti deildarinnar en Stjarnan er núna aðeins stigi á eftir þeim í 6. sæti. Ef Fram tapar fyrir HK í kvöld þá eru Stjörnumenn öruggir í topp 6.
Vondur dagur
Hafsenta parið Ísak Óli og Ólafur Guðmunds. Þeir gefa boltan frá sér í báðum fyrstu mörkunum sem Stjarnan skoraði í leiknum. Gerðu það líka oftar en bara þau skiptin, ekki þeirra besti dagur í útspilinu.
Dómarinn - 5
Þvílíkt erfiður leikur að dæma þar sem það var rosaleg harka. Þess vegna gef ég Pétri smá afslátt og gef honum ekki fall einkunn. Hinsvegar er ég alveg á því að Örvar Eggerts hefði átt að fá allavega tvö gul í þessum leik ef ekki fleiri, ef það væri hægt. Fleiri skipti líka þar sem spjöld hefðu átt að fara á loft, og þegar það byrjaði að myndast gríðarlega mikill hiti í leiknum þá gerði Pétur ekki nærrum því nóg til að halda stjórn á leiknum. Það var kafli þarna í seinni hálfleik sem leystist upp í vitleysu og það er að hluta til á honum.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('95)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson ('88)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('88)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('68)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('88)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('68)
11. Adolf Daði Birgisson ('88)
14. Jón Hrafn Barkarson
37. Haukur Örn Brink

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Sigurður Gunnar Jónsson ('65)
Kjartan Már Kjartansson ('76)
Örvar Eggertsson ('84)

Rauð spjöld: