Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
KA
2
3
Breiðablik
0-1 Daniel Obbekjær '20
Viðar Örn Kjartansson '36 1-1
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson '51
Viðar Örn Kjartansson '62 2-2
2-3 Kristófer Ingi Kristinsson '82
01.09.2024  -  16:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hlýtt en hvasst
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('86)
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('71)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('79)
23. Viðar Örn Kjartansson ('86)
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('79)
8. Harley Willard ('86)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson
29. Jakob Snær Árnason ('86)
30. Dagur Ingi Valsson ('71)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Emil Guðberg Jóhannsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('37)
Viðar Örn Kjartansson ('82)
Ívar Örn Árnason ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik komið með sex stiga forskot á toppnum Fyrsti tapleikur KA frá því í júní. Blikar hafa tekið 19 stig í síðustu sjö leikjum.
94. mín
Ná KA menn einni sókn í viðbót?
92. mín
Anton Ari! Jakob Snær í algjöru dauðafæri en Anton Ari ver vel. Jakob á að gera betur þarna!
92. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót
87. mín
Fínasta aukaspyrna frá Patrik en Stubbur er svo sem alltaf með þetta á hreinu og heldur boltanum.
87. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Varnarsinnuð skipting.
86. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
Viðar var búinn að biðja um skiptingu Sýndist mér allavega.
86. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
85. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Brýtur á Ísaki rétt við D-bogann á vítateig KA.
84. mín
Dauðafæri! Grímsi í alvöru dauða færi, tekur sér góðan tíma en Anton Ari sér við honum. Grímsi á að gera betur.
82. mín Gult spjald: Viðar Örn Kjartansson (KA)
Vildi fá víti áðan.
82. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Blikar komast yfir í þriðja sinn! Daníel Hafsteinsson með afleita snertingu inn á eigin vítateig, eins og sending beint á Kristófer sem klárar með skoti í fjærhornið.

Varamaðurinn að skora mikilvægt mark annan leikinn í röð.
81. mín
Langt innkast inn á vítateig Blika og Viðar Örn liggur eftir. Einhver vítaköll úr stúkunni.
80. mín
Dagur Ingi gerir vel að lauma boltanum inn á jafnaldra sinn Bjarna inn á vítateig Blika en tilraun Bjarna eitthvað misheppnuð.

Boltinn berst svo aftur á Dag og tilraun hans er gjörsamlega misheppnuð.
79. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
78. mín
KA menn heppnir að fá aukaspyrnu, sýndist það vera Hans Viktor sem var að gaufa með boltann. Daníel tekur svo aukaspyrnu, boltinn inn á vítateig Blika en gestirnir verjast vel.
76. mín
Aron Bjarnason með skot með vinstri fæti eftir að hornspyrna var tekin stutt. Skotið fór vel framhjá marki KA.
71. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
70. mín
Viðar á þrennunni Grímsi finnur Viðari í mjög góðri stöðu við vítateig Breiðabliks. Viðar reynir skot í fyrsta en hittir boltann mjög illa.

Mjög vel gert hjá Daníel í aðdragandanum.
69. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Uppsafnað, örugglega minnsta brotið hans í dag.
68. mín
Ívar Örn er í alls konar brasi hér í dag. Núna voru Blikar nálægt því að refsa aftur, Aron Bjarnason sem á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
66. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
65. mín
Hörkufæri eftir mistök Ívar Örn með mjög slaka sendingu úr öftustu línu, Davíð kemst inn í boltann og boltinn berst út til vinstri þar sem Höskuldur er kominn á sprettinum.

Höskuldur finnur Ísak inn á teignum en Ísak hittir ekki markið!
64. mín
Hans Viktor með fyrirgjöf sem Daníel rétt kemst í en nær ekki að koma boltanum á markið.
62. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Hvað gerðist þarna!!! Anton Ari kemur út úr teignum, spilar stutt á Daniel Obbekjær sem missir boltann, er einfaldlega étinn.

Ásgeir finnur svo Daníel Hafsteinsson sem sýnir nánast of mikla yfirvegun, finnur Viðar Örn sem fer framhjá Obbekjær og á skot sem Anton Ari ræður ekki við.

Fimmta mark Viðars í sumar, þau hafa öll komið í síðustu fjórum leikjum hans. Daníel heldur áfram að leggja upp mörk!
61. mín
Jóhann Ingi flautar brot á KA inn á vítateig Breiðabliks. Mér fannst þetta ekki vera neitt í fyrstu en virðist í endursýningu vera hendi á Grímsa.
60. mín
Hliðarnetið! Virkilega vel spilað hjá bræðrunum, Hrannar gefur á Grímsa sem gefur til baka í þríhyrningsspili. Hrannar læðir svo boltanum á Viðar sem á skot hægra megin úr teignum en skotið fer í hliðarnetið.
58. mín
Ásgeir með fínan sprett en hann hafði hann of langan, missti boltann frá sér þegar hann hefði getað verið búinn að reyna finna Viðar í gegn.
57. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Brýtur á Hans Viktori. Tvö spjöld á tveimur mínútum.
56. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Brot út á miðjum velli, grípur nokkuð harkalega í Bjarna.
55. mín
Grímsi gerir sig líklegan en Viktor Örn og Höskuldur ná að loka á hann.

KA fær svo tækifæri á að koma sér í mjög góða stöðu inn á vítateig en heimamenn missa boltann aftur fyrir.
54. mín
Höskuldur tekur hornspyrnuna og mér sýnist það vera Daniel Obbekjær sem á skalla sem fer rétt framhjá.
53. mín
Hrannar þarf að passa sig Hrannar gefur hornspyrnu og er svekktur út í sjálfan sig og sparkar í hornfánann. Jóhann Ingi veitir honum tiltal.
51. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Blikar eru aftur komnir yfir! Virkilega vel spilað hjá Blikum. Ná að keyra upp þegar Ívar Örn var kominn út úr stöðu. Boltinn barst út á vinstri kantinn þar sem Davíð Ingvars á flotta fyrirgjöf, finnur funheitan Ísak sem klárar með góðu skoti.

Ísak er óstöðvandi þessa dagana.
48. mín
Markið hjá Viðari áðan var hans fjórða mark í fjórum síðustu leikjum hans. Hann missti úr tvo leiki vegna meiðsla eftir að hafa skorað í tveimur leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

47. mín
Ísak Snær með skottilraun með vinstri rétt við vítateig KA. Skotið fer framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið Allt jafnt í leikhléi. Nokkuð sanngjarnt finnst mér.
45. mín
Grímsi með skot hægra megin úr teignum sem fer beint á Anton Ara sem heldur boltanum.
44. mín
Jafnvægi í leiknum þessa stundina, lítið að gerast.
37. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Einhver mótmæli, grunar að hann hafi viljað fá gult spjald á Ísak sem togaði í Bjarna þegar hann bar upp boltann í sókninni sem úr varð mark.
36. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (KA)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
KA MENN JAFNA!!!! Frábær skyndisókn! Blikar voru í hörku sókn en KA menn náðu að verjast vel.

Bjarni Aðalsteins ber boltann upp stóran hluta vallarins, finnur Ásgeir sem á flotta fyrirgjöf á Viðar sem klárar með hælnum! Frábært slútt, setur hann á nærstöngina og Anton Ari ræður ekki við þetta.
34. mín
Ísak fer í Hans Viktor sem er að hreinsa boltann og auakspyrna er dæmd. Ísak kannski pínu heppinn að fá ekki gult spjald.
33. mín
Viðar Örn með tilraun eftir fyrirgjöf frá Darko. Tilraunin fer framhjá.
32. mín
KA menn vinna hornspyrnu, góður kafli hjá heimamönnum núna.

Ekkert kom út úr þessari hornspyrnu.
31. mín
Ásgeir kemur sér í gott færi en skotið hans er afleitt. Jóhann Ingi dæmir svo hendi á Ásgeir sem átti sér stað fyrir skotið.
30. mín
Ásgeir liggur eftir, fékk höndina á Viktori Erni í sig inn á teignum, örugglega vont, en ekki víti finnst mér.
29. mín
Grímsi fellur við í baráttunni við Daniel Obbekjær inn á vítateig Breiðabliks. Hönd í bak, Grímsi biður ekki um neitt og enda var þetta ekkert.

KA fær horn.

Daníel Hafsteins tekur hornspyrnuna en boltinn flýgur rétt yfir samherja hans og aftur fyrir hinu megin.
26. mín
Smá atgangur inn á vítateig Breiðabliks sem endar á því að dæmt er á KA menn í baráttunni inn á markteig.
20. mín MARK!
Daniel Obbekjær (Breiðablik)
Blikar komnir yfir! Kiddi á mjög góða aukaspyrnu sem Stubbur þarf að hafa fyrir að verja. Danski miðvörðurinn, Daniel Obbekjær, er fyrstur á frákastið og setur boltann í netið.

Þriðja markið hans í sumar, hefur skorað í öllum byrjunarliðsleikjum sínum en mark hans gegn ÍA í síðustu umferð var dæmt af! Heldur betur markheppinn.

'Fantasy assist' á Kidda.
19. mín
Bjarni rennir sér og sópar Ísak Snæ niður. Blikar eiga aukaspyrnu alveg við vítateig KA, talsvert hægra megin við D-bogann.
18. mín
Davíð kominn hægra megin í teiginn hjá KA, á fyrirgjöf og KA menn hreinsa boltann í horn.

KA menn verjast hornspyrnunni vel.
16. mín
Aron Bjarna með flottan sprett upp hægri vænginn, gerir vel að finna Viktor Karl en skot hans er ekki sérstakt, vel varist hjá Ívari samt að komast fyrir tilraunina.
12. mín
Skalli rétt framhjá Flott hornspyrna frá Daníel, boltinn á fjærstöngina og þar er Ívar Örn grimmastur en skalli hans hittir ekki á markið.
11. mín
Bjarni Aðalsteinsson með fyrirgjöf sem Viktor Örn skallar aftur fyrir. Bjarni fagnar 25 ára afmælisdegi sínum í dag.
9. mín
Viðar haltrar aðeins um þessa stundina, fékk eitthvað högg áðan. Virðist ætlar að harka þetta af sér.

Blikar verið meira með boltann í byrjun leiks, en KA menn beinskeyttir þegar þeir vinna boltann.
6. mín
Höskuldur liggur aðeins eftir, brot var dæmt á Daníel í návígi við vítateig Breiðabliks. Höskuldur stendur svo upp.
5. mín
Flott sending frá Grímsa út á hægri kantinn, Ásgeir reynir að taka Viktor Örn á en Blikinn verst vel.
3. mín
Arnór Gauti með lausan skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvars.
2. mín
Kiddi Jóns með álitlegan bolta sem Darko Bulatovic hreinsar aftur fyrir.

Aron Bjarna á svo fyrirgjöf sem fer af varnarmanni. Tvö horn í röð hjá gestunum.
2. mín
Uppstilling Breiðabliks Anton
Arnór Gauti - Obbekjær - Viktor - Kiddi Jóns
Viktor - Höskuldur - Kiddi Steindórs
Aron - Ísak - Davíð
1. mín
Uppstilling KA Steinþór
Hrannar - Hans - Ívar - Darko
Bjarni - Rodri
Ásgeir - Daníel - Hallgrímur
Viðar
1. mín
Leikur hafinn
KA byrjar með boltann
Fyrir leik
Erfið tímasetning Leikurinn hefst klukkan 16:15 og fer því ofan í stórleik Manchester United og Liverpool sem margir áhorfendur munu eflaust taka fram yfir þennan leik hér í dag. Í draumaheimi hefði þessi leikur í dag farið af stað klukkan 13:00 eða eftir klukkan 17:00.
Fyrir leik
Byrjaður að borga til baka Dagur Ingi Valsson skoraði sigurmark KA gegn Fram. Skoraði seint í uppbótartíma eftir frábæra sendingu frá Daníel Hafsteinssyni og tryggði KA stigin þrjú.

Hann er sagður hafa kostað KA 5 milljónir króna, en KA keypti hann frá Keflavík á gluggadeginum.
Mynd: KA
Fyrir leik
Arnór Gauti í hægri bakvörðinn? Það verður fróðlegt að sjá hvernig Dóri, þjálfari Blika, færir til í sínu liði. Andri Yeoman meiddur og spurning hver leysir hægri bakvörðinn. Höskuldur þekkir það auðvitað vel og Arnór Gauti hefur leyst þá stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Hlýtt en mikill vindur Það er nokkuð hlýtt á Akureyri í dag en það er talsvert mikill vindur og verður áskorun fyrir leikmenn að halda boltanum inn á vellinum ef eitthvað verður farið í að lyfta boltanum.
Fyrir leik
Daniel Obbekjær byrjar sinn fjórða leik hjá Blikum Skorað tvö mörk fyrir liðið í sumar. Verið í hlutverki varamanns fyrir Viktor Örn og Damir í sumar.

   26.08.2024 17:45
„Vorum búnir að loka á að það væri einhver að fara frá okkur"

Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir enga breytingu frá sigrinum gegn Fram um síðustu helgi. Dagur Ingi Valsson, hetjan frá síðasta leik, byrjar áfram á bekknum. Jakob Snær Árnason snýr aftur á bekkinn eftir meiðsli.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá sigrinum á ÍA. Kristinn Steindórsson snýr aftur í liðið eftir leikbann. Han kemur inn fyrir Andra Rafn Yeoman sem meiddist í síðasta leik. Damir Muminovic er áfram fjarri góðu gamni.

Kristófer Ingi Kristinsson skoraði jöfnunarmark Breiðabliks á Skaganum. Hann er áfram á bekknum.

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Þórður Arnar Árnason eru aðstoðardómrar og Arnar Ingi Ingvarsson er á milli bekkjanna og
Þóroddur Hjaltalín er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þrír lykilmenn í hvoru liði Daníel Hafsteinsson hefur átt frábært tímabil inn á miðjunni hjá KA. Hallgrímur Mar hefur reglulega minnt á að það eru ennþá töfrar í honum og Viðar Örn Kjartansson er farinn að skora mörk.

Hjá Blikum hefur Davíð Ingvarsson komið virkilega vel inn eftir hálft ár í Danmörku, Höskuldur Gunnlaugsson fer fyrir sínum mönnum á miðjunni og Ísak Snær Þorvaldsson er funheitur og illviðráðanlegur í fremstu línu.

Ef þessir lykilmenn tikka allir í dag þá er von á miklum markaleik.

Auðvitað eru fleiri leikmenn sem hafa spilað frábærlega, en þessir sex hafa skinið skært að undanförnu.
Fyrir leik
Báðir þjálfarar gert virkilega vel Þeir Halldór Árnason og Hallgrímur Jónasson eiga báðir hrós skilið fyrir þeirra störf á þessu tímabili.

KA var í miklu brasi framan af móti en enginn panikkaði og KA fór að sýna betri og betri frammistöðu, og stigin fylgdu með. KA getur endað í efri hlutanum og framundan er bikarúrslitaleikur. Tímabilið hefur heilt yfir nokkuð gott, en verður frábært með titli og sæti í efri hlutanum.

Haddi tæklaði mótlætið vel, komið sér storminum og er nú í miklum meðvindi með sitt lið.

Breiðablik var ekki sannfærandi framan af móti, leikirnir voru ekki eins skemmtilegir og undanfarin ár, markaskorunin vissulega meiri en í fyrra, en einhvern veginn minni ævintýramennska. Stigasöfnunin var á sama tíma fín og hefur verið frábrær að undanförnu.

Blikar pressa öðruvísi en þeir hafa gert, eru ekki eins agressífir, en með Ísak í stuði og Höskuld að blómstra á miðjunni, þá verður alltaf erfitt að skáka þeim grænu.

Liðið sýndi svo mikið hjarta og sigurvilja um síðustu helgi þegar það kom til baka á Akranesi og kom sér í toppsætið.
Fyrir leik
Tekið sína bestu menn af velli í síðustu leikjum Það hefur vakið athygli að í tveimur af síðustu þremur leikjum hefur Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, tvo af sínum bestu leikmönnum af velli.

Daníel Hafsteinsson fór af velli gegn Fylki og í síðasta leik, gegn Fram, var Hallgrímur Mar Steingrímsson tekinn af velli. Í bæði skiptin var staðan í leiknum jöfn..
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Enginn í banni - Allir klárir? Jakob Snær Árnason (KA) var ekki með í síðasta leik en gæti verið mættur aftur í dag. Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) fékk höfuðhögg í síðasta leik og þurfti að sauma 10 spor í vör hans. Spurning hvort hann verði með í dag.

Damir Muminovic (Breiðabliki) var fjarri góðu gamni í síðasta leik vegna meiðsla.
Fyrir leik
Blikar bestir í síðustu 5 - KA best í síðustu 10 Ef horft er í árangur liðanna í Bestu deildinni í síðustu fimm leikjum er Breiðablik með besta árangurinn, 13 stig fengin. KA er í öðru sæti með 9 stig.

Í síðustu tíu leikjum er KA efst með 22 stig fengin og Breiðablik hefur fengið 21 stig.

Breiðablik er á toppi deildarinnar og hefur fengið 16 stig af síðustu 18 mögulegum. KA er í 7. sæti og er taplaust frá því að liðið mætti Breiðabliki á útivelli í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir leik
Jóhann Páll alltaf léttur jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spámaður umferðarinnar.

KA 1-2 Breiðablik
Blikar hafa verið ólseigir á útivelli undir Dóra, sem hefur í makindum sínum átt eitt besta debut tímabil í sögu efstu deildar. Dóri Árna, þennan mann þarf að handjárna

Fyrir leik
Tvö heitustu lið landsins Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik KA og Breiðabliks í 21. umferð Bestu deildarinnar.

Tvö heitustu lið deildarinnar mætast á Greifavellinum í dag og hefst leikurinn klukkan 16:15.
Mynd: Fótbolti.net

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('66)
11. Aron Bjarnason ('87)
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('66)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('87)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('66)
20. Benjamin Stokke
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('66)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('56)
Davíð Ingvarsson ('57)
Ísak Snær Þorvaldsson ('69)
Arnór Gauti Jónsson ('92)

Rauð spjöld: